Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Reykjanesbær og Carbon Recycl- ing International (CRI) hafa und- irritað samstarfssamning um þróun og uppbyggingu umhverfisvæns græns efnavinnslugarðs í Helguvík. Grænn efnavinnslugarður er svæði þar sem fyrirtæki í efnavinnslu eru tengd saman þannig að þau nýta aukaafurðir og losun hvert annars til að draga úr orkunotkun, minnka úrgang og útblástur og samnýta að- stöðu. Stefna Reykjanesbæjar í atvinnu- málum er að styðja við uppbygg- ingu umhverfisvænnar atvinnu- starfsemi og fjölgun hátæknistarfa í sveitarfélaginu. Búið er í haginn fyrir fyrirtæki með öflugri stoð- þjónustu, góðu vegakerfi, hafnar- þjónustu, stuðningi við verkefni, sem og bjóða landrými fyrir slíka starfsemi, segir í fréttatilkynningu. CRI framleiðir vistvænt endur- nýjanlegt eldsneyti úr innlendum auðlindum sem dregur úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. CRI hefur þróað framleiðsluaðferð til að vinna endurnýjanlegt metanól úr koltvísýringi sem losaður er frá jarðvarmavirkjunum og vetni sem unnið er úr vatni með rafgreiningu. Metanól er íblöndunarefni fyrir bensín sem hentar öllum bílum. Metanólblandað bensín krefst ekki breytinga á dreifikerfi eða sölustöð- um bensíns á Íslandi. Samningurinn felur m.a. í sér að Reykjanesbær, í samvinnu við CRI og önnur vistvæn efnavinnslu- fyrirtæki, mun tryggja nægjanlegt landrými fyrir starfsemina og stefnt er að því að skapa tugi eða hundruð beinna og afleiddra starfa við byggingu verksmiðjanna, við framleiðslu þeirra og í tengdri starfsemi. Samvinna Árni Sigfússon og KC Tran undirrita samstarfssamninginn. Gera samning um efnavinnslu  Vilja skapa tugi eða hundruð starfa Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.