Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Við þekkjum öll fréttir af sakamálum þar sem tilkynnt er að „málið sé upplýst“ og svo er lögbrjót- inum sleppt lausum. Þannig er þetta, jafn- vel þótt ofbeldisverk hafi verið framin, að um síbrotamann sé að ræða eða að hann sé á einhvern annan hátt hættulegur um- hverfi sínu. Hvar í heiminum er þetta svona og hví í ósköpunum þarf þetta að vera svona? Ráðist að lögreglumönnum Nú hafa borist fréttir af því að lögreglan hafi komist á snoðir um að til stæði með þaulskipulögðum hætti að ráðast á heimili „útval- inna“ löggæslumanna og misþyrma þeim og fjölskyldum þeirra. Gerð var atlaga að þeim grunuðu, þeir hand- eknir og krafa gerð um gæsluvarðhald, en viti menn, flestum þeirra var sleppt. Dómari hafnaði lög- reglunni! Öryggi manna Lögreglan hefur margsinnis bent á hve lagaheimildir hennar til aðgerða séu þröng- ar. Hún hefur bent á nauðsyn þess að setja hér á stofn öfluga greiningardeild til forvirkra og fyrirbyggjandi verndaraðgerða og um nauðsyn þess að hún sé útbúin þeim tækj- um og tólum, sem hún óskar eftir til þess að gæta eigin öryggis og borgaranna. En ekki má. Vinstri- menn ganga gjarnan af göflunum ef á eitthvað þessu líkt er minnst og hrópa stóryrt öfugmæli eins og lögregluríki, leyniþjónusta, mann- réttindabrot o.s.frv. Jafnvel þótt sama fólk njóti og vilji njóta sömu verndar og aðrir. Leysum málið Löggjafinn þarf að taka á sig rögg og setja tafarlaust nauðsyn- lega löggjöf til þess að leysa þessi mál. Einnig þarf að stórauka fjár- veitingar til þessara mála, fjölga í lögreglustéttinni og hækka laun vegna þessara hættulegu und- irstöðustarfa þjóðfélagsins. Annað er ekki forsvaranlegt á tímum þeg- ar glæpir og vopnaburður aukast svo mjög. Glæpir og öryggi borgaranna Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Lögreglan hefur bent á nauðsyn þess að hér verði öflug grein- ingardeild til forvirkra og fyrirbyggjandi verndaraðgerða. Höfundur er fyrrv. forstjóri og stuðn- ingsmaður Hægri grænna. Um helgina fara til- lögur stjórnlag- aráðs að nýrri stjórnarskrá í þjóð- aratkvæði. Með þessu er merkum áfanga náð. Og þó andstæðingar at- kvæðagreiðslunnar segi hana mark- lausa er það í full- komnu ósamræmi við þá orrahríð sem dunið hefur yfir. Slíkur þungi yrði aldrei lagður í merkingarlaust mál. Greinin um framsal ríkisvalds, hef- ur fengið sérlega útreið og sögð renni- braut inn í Evrópusambandið. Ákvæðið er svona: 111. gr. Framsal ríkisvalds. Heimilt er að gera þjóðréttar- samninga sem fela í sér framsal rík- isvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efna- hagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal rík- isvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóð- aratkvæðagreiðslu er bindandi. Sitjandi ríkisstjórn hefur lofað landsmönnum þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB. Samkvæmt nýju stjórnarskránni eru slík loforð óþörf því ekki er hægt að framselja ríkis- vald nema með samþykki þjóðarinnar allrar í bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ergó: Í nýju stjórn- arskránni ræður meirihlutinn og án hans ekkert ESB. LÝÐUR ÁRNASON, læknir og liðsmaður Dögunar. Framsal ríkisvalds Frá Lýð Árnasyni Lýður Árnason Á síðustu dögum fyr- ir kosningu um samein- ingu Álftaness og Garðabæjar skrifa and- stæðingar sameiningar, þeir Jón Árni Bragason og Bragi Bragason, grein og telja „að betra sé að veifa röngu tré en öngu“. Í grein þeirra eru staðreyndavillur. Nauðsynlegt er fyrir Álftnesinga og Garðbæinga að réttar staðreyndir komi fram og vil ég nefna nokkrar sem íbúar þurfa að hafa í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu. Skuldir Álftaness við sameiningu verða 3,2 milljarðar eða innan við 40% af árstekjum sameinaðs sveitarfélags. Afborganir af þessum skuldum verða um 1,5% af tekjum ársins í sam- einuðu sveitarfélagi. Bókfærðar eignir Álftaness verða við sameiningu um 3,4 milljarðar. Bókfærðar eignir á hvern Álftnes- ing eru hærri við sameiningu en á hvern Garðbæing. Bókfærðar eignir í sameinuðu sveitarfélagi verða því við sameiningu hærri á hvern íbúa en þær eru á hvern Garðbæing í dag. Bókfærðar eignir eru eitt, en eignir þessar eru miklu meira virði ef litið er til hvað það myndi kosta að byggja þær upp í dag. Samkvæmt ítarlegri skoðun sem fram fór eru eignir Álftaness í góðu ásigkomulagi. Fullyrðing um að ráðast þurfi í umfangsmiklar framkvæmdir vegna viðhalds og endurnýj- unar á eignum á Álfta- nesi er því röng. Sveitarfélagið Álfta- nes mun skila jákvæðu veltufé frá rekstri í sameinað sveitar- félag en ekki uppsöfnuðu rekstr- artapi eins og haldið er fram. Allar þessar staðreyndir styðja þá skoðun að sameining Álftaness og Garðbæjar muni ekki verða fjárhags- lega íþyngjandi fyrir íbúana. Segjum já við sameiningu. Eignir Álftaness umfram skuldir Eftir Snorra Finnlaugsson » Allar þessar stað- reyndir styðja þá skoðun að sameining Álftaness og Garðbæjar muni ekki verða fjár- hagslega íþyngjandi fyrir íbúana. Snorri Finnlaugsson Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. Hversvegna ásælast Kínverjar Grímsstaði á Fjöllum? Ég held að þeir ætli sér ekkert sérstakt með sjálfa bú- jörðina. Ekki frekar en að skákmaður ætli að rækta gulrætur eða annað á þeim reit taflborðsins sem hann ásæl- ist hverju sinni. Skákmaður sækist eftir staðsetningu vegna valdanna sem hann nær þar með á öðrum reit- um – eða til að hindra að andstæðing- urinn nái hliðstæðum völdum. Þetta er sumsé spurningin um fótfestu í einni mynd eða annarri á mikilvægum reit og líklega skipta Grímsstaðir Kín- verja ekki öðru máli. Allt tal um ann- að, svo sem hótelrekstur, er til að þyrla upp ryki og villa mönnum sýn. Hvaða reiti vilja þeir þá valda? Ísland er landfræðilega við dyragátt sigl- ingaleiðar sem er miklu styttri en nú- verandi leið milli Kína og Evrópu – auk þess sem landið er Evrópumegin. Núna sigla Kínverjar ekki bara mun lengri leið, heldur þurfa þeir líka að fara í gegnum landfræðilegt og póli- tískt nálarauga sem eru Mið- Austurlönd. Nálarauga sem er meira eða minna valdað af Bandaríkjunum. Norðurleiðin er því í mörgu tilliti gríðarlega mikilvæg líflína Kína til framtíðar, en hún liggur sumsé framhjá nánast óbyggðu og óvölduðu landi – Íslandi. Líti Kínverjar á þenn- an mikilvæga reit sem óvaldaðan – þá hljóta þeir að ásælast fótfestu hér, a.m.k. svo aðrir nái henni síður. Var það ekki einmitt hugsun Breta með hernámi Íslands í seinni heims- styrjöldinni – þegar þeir tryggðu sér fótfestu hér? Var það ekki til að valda enn aðra siglingaleið, þ.e.a.s. þá yfir Atlantshafið og til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu reitnum? Það var því að vonum þegar hersetunni lauk endanlega, að þá birtist vonbiðill út við sjónarrönd. Þetta er því ekki bara spurningin um fótfestu í einni mynd eða annarri, sbr. hér að ofan, heldur ekki síður um það hver nái henni. Í þessu samhengi má minna á að Jap- anir skilgreina gjarnan viðskipti sem stríð og eflaust stafar mörgum ógn af umsvifum Kínverja. Spurningin er: Verður Ísland kínverskur reitur á taflborði? EMIL JÓN RAGNARSSON, Hafnarfirði. Kínversk skák Frá Emil Jóni Ragnarssyni Á forsíðu vefsins okkarval.is er fjallað um þá þætti sem taldir eru sérlega til þess fallnir að sannfæra okkur Garðbæinga um það að sameinast Álftanesi. Að mínu mati er enginn þessara þátta til þess fallinn að hvetja til sameiningar og frekar merki þess hversu rök sameining- arsinna eru fá og léttvæg. Auk þessa byggjast þau fyrst og fremst á óljósum vonum um framtíð- arþróun. Hér mun ég fara stuttlega yfir þessi rök eins og þau blasa við mér. Sameinuð á ný – Nákvæmlega enginn ávinningur Þau rök að sveitarfélögin verði sameinuð á ný eftir 135 ára að- skilnað fela í sér nákvæmlega eng- an ávinning fyrir Garðbæinga í dag. Auðvitað hafa margir gaman af sögu, en ég hefði talið að 135 ára saga sjálfstæðs hrepps sem nú er orðinn fallegt, gott og fjárhagslega öflugt sveitarfélag vegi mun þyngra á vogarskálunum en at- burður sem gerðist árið 1878. Það er ekki eins og um sé að ræða tví- bura sem hafi verið aðskildir í æsku, og ég þori að fullyrða að eng- inn núverandi íbúi sveitarfélaganna tveggja eigi nokkrar minningar um sameinað sveitarfélag frá árinu 1878. Öflugra sveitarfélag – Minna fé verður til fjárfest- inga og uppbyggingar Vandséð er hvernig sameining gerir Garðabæ öflugri en hann er í dag. Garðabær hefur skilað að meðaltali um 800 milljónum á ári í veltufé frá rekstri, en Álftanes hef- ur verið með neikvætt veltufé upp á um 130 milljónir að meðaltali und- anfarin ár. Veltufé frá rekstri segir ágætlega til um fjárhagslegt heil- brigði sveitarfélags og því bendi ég á þessa tölu hér. Auknar tekjur vegna íbúa á Álftanesi vega því lítið í þessu samhengi þar sem ég fæ ekki séð að þær standi undir rekstri sveitarfélagsins Álftaness í dag, hvað þá eftir að útsvar og önn- ur gjöld verða lækkuð til samræmis við Garðabæ. Það er því ljóst að minna fjármagn verður eftir til að ráðast í fjárfestingar eftir samein- ingu og auknar líkur á því að Garðabær þurfi að ráðast í frekari lán- tökur eða draga úr fjárfestingum til fram- tíðar. Standi Garða- bær hinsvegar áfram í núverandi mynd mun eðlileg þróun byggðar leiða til þess að veltu- fé vex jafnt og þétt til framtíðar og skapa áfram grunn að sterku samfélagi. Tæplega 14.000 íbúar – Fjöldi íbúa skiptir litlu máli Sameining fjölgar íbúum Garða- bæjar um 2.400 og verða þeir um 14.000 eftir sameiningu. Fjöldi íbúa skiptir litlu máli í heildarmyndinni og má benda á Kópavog og Hafnar- fjörð því til staðfestingar. Þau sveitarfélög standa mun verr en Garðabær í dag, þrátt fyrir að þar séu íbúar 25.000-30.000. Ef það er vilji til að fjölga íbúum í Garðabæ er réttara að gera það á okkar for- sendum, á okkar skipulagi, á þeim tíma og á þann hátt sem okkur sjálfum hentar. Aukið vaxtarrými – Álftanesi fylgir nánast ekkert byggingarland Sameinað sveitarfélag verður um 4.700 ha. að flatarmáli. Það er ágætt, en um 4.000 þeirra koma frá Garðabæ í dag. Garðabæ skortir ekki byggingarland og ég held að óhætt sé að fullyrða að í Garðbæ sé að finna ein bestu byggingarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu. Hnoðraholt, Urriðaholt, Garðaholt og Setbergs- landið eru skilgreind sem bygging- arsvæði og þau duga okkur næstu áratugina og vel það. Málið er hins- vegar það að megnið af því landi sem fylgir Álftanesi er annaðhvort í einkaeigu eða hreinlega óbyggi- legt af ýmsum ástæðum. Það er því ekki hagur af sameiningu með þetta í huga auk þess sem útivist- arsvæði verða áfram til staðar þó af sameiningu verði ekki. Hagkvæmari aldurssamsetn- ing – Nánast engin breyting við sameiningu Oft er rætt um að íbúar Garða- bæjar séu að eldast og talað um að með sameiningu megi gera íbúa- samsetninguna hagstæðari. Við skoðun kemur í ljós að þessi sam- eining breytir nánast engu fyrir Garðbæinga. Fjöldasamsetningu íbúa fyrir og eftir sameiningu má sjá í töflunni hér fyrir neðan í hlut- falli af heildarfjölda íbúa. Vandséð er að þessar örlitlu breytingar sem fylgja sameining- unni séu þess eðlis að hafa áhrif á svo stóra og mikilvæga ákvarð- anatöku sem sameining sveitarfé- laga er. Mikið samstarf nú þegar – Ekki fyrirséðar breytingar þó sameiningu verði hafnað Sveitarfélög landsins hafa með sér samstarf um ýmsa þætti í starf- semi sinni. Meðal þess sem bent er á er samstarf um Strætó, Sorpu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og aðild að ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélaga höfuðborgarsvæð- isins. Ég get ekki með nokkru móti séð að það verði breyting á þessu samstarfi þó svo að ekki verði af sameiningu og því er ekki hægt að gefa þessum rökum mikið vægi Kjósum okkar framtíð – Segjum nei Garðabær hefur verið drauma- sveitarfélagið undanfarin tvö ár samkvæmt tímaritinu Vísbendingu og ég trúi ekki að íbúar Garða- bæjar vilji breyta því. Eftir stendur að á meðan ókostir eru augljósir og óafturkræfir standa ekki önnur rök eftir með sameiningu en vonir og þrár bæjarstjórnar. Ég mun segja nei á laugardaginn og hvet alla íbúa Garðabæjar til að gera slíkt hið sama. Garðbæingar, kjósum okkar framtíð, segjum nei Eftir Harald Yngva Pétursson » Verði af sameiningu eru auknar líkur á því að Garðabær þurfi að ráðast í frekari lán- tökur eða draga úr fjár- festingum til framtíðar. Haraldur Yngvi Pétursson Höfundur er viðskiptafræðingur og íbúi í Garðabæ. 8,7% 15,0% 14,1% 51,0% 8,4% 2,8% Garðabær Sameinað sveitaf. 8,5% 14,1% 14,0% 50,9% 9,2% 3,3% 0-5 ára 6-15 ára 16-25 ára 26-66 ára 67-79 ára 80 ára + Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.