Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 ✝ Árni BjörgvinSveinsson fæddist á Hól á Borgarfirði eystra 30. október 1934. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 10. október 2012. Foreldrar hans voru Sveinn Guð- mundsson, f. 18. maí 1899, d. 1. október 1978 og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 5. september 1903, d. 26. október 1972. Árni sem oftast var kall- aður Bói ólst upp í stórum systk- inahóp, en þau eru Þórhalla, f. 1931, Bjarni, f. 1932, Jón, f. 1933, d. 2009, Ásdís, f. 1936, Sveinhild- ur, f. 1940 og Guðmundur, f. 1943. Árið 1974 kynnist Árni konu sinni Birnu Þórunni Aðalsteins- dóttur frá Sólvangi, Borgarfirði Dreng Árnason, f. og d. 3. apríl 1975, Ragnhildi Sveinu Árna- dóttur, f. 26. júní 1978, hún býr á Egilsstöðum, hún á tvö börn; Jón Aðalsteinn, f. 12. september 2004 og Árný Birna, f. 3. júní 2009. barnsfaðir Ragnhildar Sveinu er Eysteinn Húni Hauksson, þau slitu samvistum 2011. Árni ólst upp við hin hefð- bundnu sveitastörf og hóf síðar búskap á Hól ásamt bróður sín- um Guðmundi en meðfram því sótti hann einnig vertíðir, m.a. í Sandgerði og Vestmannaeyjum. Árið 1973 varð hann vegna hey- mæði að bregða búi og hóf rekst- ur Gröfunnar sf. ásamt Magnúsi frænda sínum og Herði Björns- syni. Á Gröfunni vann hann til 2000 en þá lét hann af störfum og einbeitti sér að litlum kindastofni sem hann hafði komið sér upp og sinnti þeim af alúð þar til hann hætti 2008. Árni var fyrst og fremst bóndi og í því starfi leið honum best. Seinustu ár sín glímdi Árni við erfið veikindi. Árni verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra í dag, 19. október 2012, og hefst athöfnin kl. 14. eystra, f. 25. ágúst 1940, dóttur Að- alsteins Ólafssonar og Jakobínu Björns- dóttur. Árið 1976 keyptu þau húsið Sigtún sem þau bjuggu í til enda en Birna lést 16. jan- úar 2007. Fyrir átti Birna tvo drengi, Jón Aðalstein Kjart- ansson, f. 10. apríl 1963, d. 21. september 2000 og Árna Bergþór Kjartansson, f. 7. mars 1964, hann býr á Eskifirði, eiginkona hans er Petra Jóhanna Vignisdóttir, þau eiga þrjú börn; Sigurvin Ingi, f. 11 maí 1989, Vignir Andri, f. 21 febrúar 1999, Blædís Birna, f. 20. júlí 2004. Árni og Birna eignuðust þrjú börn, tvíburana Þröst Fannar Árnason, f. 2. apríl 1975, hann býr á Borgarfirði eystra og Elsku besti pabbi minn, það er hrikalega erfitt að setjast niður og semja þessa kveðju til þín þeg- ar maður er jafn lamaður af sorg og söknuði og ég er, ég var bara alls ekki tilbúin að missa þig líka. Margs er að minnast og hafa minningarnar flogið um huga minn síðustu vikur þegar maður vissi hvað í stefndi. Brosin í gegn- um tárin koma svo sannarlega við að rifja upp svona minningar. Ég þyrfti samt heila bók til að geta sagt frá þeim öllum. Þú ert svo mikil hetja og alltaf stóðst þú upp sem sigurvegari eftir öll veikindin en varst því miður búinn með öll þín líf núna og líkaminn gat ekki meira. En baráttuviljinn og lífs- viljinn var svo augljós og hef ég sjaldan vitað um jafn lífsglaðan mann, hugurinn stór og ákveðinn og ætlaðir þú þér stundum meira en heilsan leyfði. Ég var alltaf pabbastelpa, pabbi minn, en síðustu 2 ár urðum við eitt, við vorum svo háð hvort öðru og gengum alltaf í gegnum allt saman og stóðum saman. Að eiga þig sem föður er eitthvað sem ég er svo stolt af og ber mitt kenninafn með stolti og tel það hafi verið forréttindi að eiga þig sem pabba. Þú kenndir mér svo margt og kærleikurinn sem var í kringum þig varð til þess að þú laðaðir alla að þér, öllum þótti vænt um þig, Þú varst svo ein- stakur persónuleiki. Ég vil líka þakka þér fyrir ómetanlega ást til barnanna minnar, litlu grasasn- anna þinna. Gleymi sennilega aldrei svipnum á þér þegar við Eysteinn skírðum Árnýju Birnu og þú fattaðir ekki Árnýjar nafnið strax, en varst þegar grátandi yf- ir að mamma hefði fengið nöfnu og ég tilkynnti þér að þú værir ekki alveg að fatta fyrra nafnið því alltaf varstu kallaður Bói. Svo sérstakur strengur var á milli ykkar Nonna míns, ef Nonni var ekki heima þegar þú komst til okkar vildir þú alltaf sækja hann. Og alltaf vildir þú hafa hann hjá þér á nóttunum þegar við vorum á Borgarfirði, fórst aldrei að sofa án hans. Afaástin mun ávallt verða minnisstæð og þau munu ávallt bera hana í hjarta sínu. Takk, elsku pabbi, fyrir allar okkar stundir saman, það er svo ómetanlegt að hafa verið þér við hlið. Innilegustu þakkir vil ég færa starfsfólki Hsa og Fsa fyrir að annast pabba með svo mikilli hlýju. Helga og öllu mínu sam- starfsfólki fyrir ómetanlegan skilning vegna fjarvista minna úr vinnu vegna veikinda pabba. Öll- um vinum pabba fyrir að gleðja hans líf með svo sannri vináttu og gleði. Henni elsku Sveinu frænku fyrir allt, allt sem hún hjálpaði okkur með og hjálpaði pabba heima í Sigtúni eftir að mamma mín fór. Elsku pabbi, ég á svo erfitt með að kveðja þig um sinn en veit að núna ertu umvafinn ást mömmu og besta bróður í heimi, elsku Nonna eldri og verð ég að sleppa hendinni sem ég hélt svo fast í síðustu vikuna þína, sama hversu sárt það er. Við Þröstur stöndum saman og höldum utan um hvort annað í framtíðinni. Ég votta öllum ástvinum pabba mína dýpstu samúð. Sjáumst seinna, pabbi, ég elska þig og sakna þín svo mikið. Þín dóttir, Ragnhildur Sveina. Elsku fallegi afi okkar, ég, Nonni þinn, vil senda þér þetta hinsta bréf til að segja þér og öll- um að þú varst besti afi í heimi og hvað ég og litla systir mín elskum þig mikið. Elsku afi minn, við erum rík af englum og núna vitum við það að við þurfum aldrei að hræðast neitt, því núna ert þú kominn til ömmu og Nonna frænda og munið þið ávallt vernda okkur. En við söknum þess svo að hafa þig ekki og eigum svolítið erfitt með að trúa þessu að afi okkar sé farinn, ég reyni að skilja það en litla syst- ir mín skilur það ekki, hún er allt- af að bíða eftir þér, því bíllinn þinn er hér úti og hún heldur allt- af að afi sé alveg að koma. Þú gafst okkur svo fallega ást, allt það sem þú gerðir með okkur og gafst okkur er svo ómetanlegt. Þú varst alltaf að gefa okkur pening, því þér fannst við eiga alltof mikið dót en svo keyptum við okkur stundum dót fyrir peninginn og þá þurftum við að hlusta á tuðið í þér, en náðum alltaf að stoppa það með því að hlaupa í fangið á þér og segja þér hvað við elskuðum þig, þá láku alltaf tárin þín. Og krúttlegt að sjá framan í nöfnu þína þegar þú réttir henni pening því henni fannst þetta nú frekar ómerkilegt, að afi væri alltaf að gefa henni pappírs drasl og yfir- leitt vöðlaði hún peningunum saman og oft fór hún hreinlega með „pappírs draslið“ í ruslið. Hún er svo lítil og ég skal passa hana vel, elsku afi minn. Það sem við gátum ekki fengið þig til að gera var alveg ótrúlegt og mamma með svo miklar áhyggjur af þér þegar við vorum að plata þig í ótrúlegustu hluti. Eitt það minnisstæðasta er, og sem lýsir þér svo vel, var fyrir ekki svo löngu að við fórum sam- an á róluvöllinn, því rétt á meðan mamma leit af okkur í augnablik vorum við búin að plata þig í rennibrautina og þar sast þú fast- ur og skrokkurinn þinn ekki alveg sveigjanlegur fyrir rennibraut sem er öll svo þröng og lítil. Þarna sast þú skellihlæjandi fastur uppi í rennibrautinni og hlustaðir á mömmu tuða í okkur. Svo allar stundirnar sem þú nenntir að sitja og láta Árnýju Birnu skreyta þig með öllu glingrinu sem hún á, voða fínn með 20 hálsmen, allur bleikur, flottur og ef þú varst heppinn þá fékkstu augnskugga alveg niður á maga í öllum regn- bogans litum. Takk fyrir okkar óteljandi spilakvöld, vá hvað við spiluðum mikið og alltaf reyndir þú að svindla en ég var fljótur að sjá það og þá fylgdi alltaf þessi rosalegi hlátur og sprell í þér. Takk fyrir allar ferðirnar í fjósið að fá okkur í könnu, það var frek- ar skrítinn þessi drykkur sem þú fékkst þér meðan við Árný Birna fengum bara vatn, og sagðir þú mér að ég fengi svona drykk þeg- ar ég yrði stór en Árný Birna fengi sko ekki svona því stelpur mættu ekki drekka svona því þær væru of miklir grasasnar. Ég mun skora mörg mörk fyrir ykkur í framtíðinni, afi minn, og þið verðið svo sannarlega stolt af mér og nöfnu ykkar ömmu. Við er- um svo heppin að bera nöfn ykkar englanna. Takk fyrir allt, elsku besti afi okkar. Elskum þig og gleymum þér aldrei. Þínir litlu grasasnar, Jón Aðalsteinn yngri og Árný Birna. Andlát Árna Björgvins (Bóa) kom ekki allskostar á óvart eftir endurtekin veikindi hans síðustu árin, þegar honum var vart hugað líf. Hann reis þó alltaf upp á milli glaður og reifur en að því kom að þrekið þraut. Ég mun eiga tals- vert af frændfólki en Bói var eini frændinn með stórum staf. Brott- hvarf þeirra sem verið hafa sam- tíða manni á langri ævi veldur ætíð söknuði. Við andlát frænda rifjast upp ýmis samskipti okkar svo sem nokkrar vertíðir í Sand- gerði þar sem við vorum sam- starfsmenn í ákvæðisvinnu en betri vinnufélagi mun vandfund- inn, þrekmikill, duglegur og ósér- hlífinn. Ófáar ferðirnar fórum við ásamt öðrum til að sækja fé í flug- in milli Borgarfjarðar og Húsavík- ur, sú minnisstæðasta líklega þeg- ar við vorum látnir síga niður á Fýlastallana undir Grenmónum og þá ekki síður heimferðin í haustmyrkri og brimsvolgri fyrir forvaðann undir Glettingnum. Svona mætti lengi telja, auk þess hvað við vorum samtaka um að tapa á gröfuútgerð í áratugi. Mín- ir vinir fara fjöld … sagði Bólu- Hjálmar. Vertu kært kvaddur, frændi. Innilegar samúðarkveðjur til Þrastar og Ragnhildar. Magnús í Höfn. Það verður tómlegt um að litast í sveitinni eftir að Bói minn kvaddi Árni Björgvin Sveinsson ✝ SigurveigBrynhildur Sigurgeirsdóttir fæddist á Arn- stapa í Ljósavatns- skarði 18. febrúar 1930. Hún and- aðist á Sjúkrahús- inu á Akureyri 13. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurgeir Bjarni Jóhannsson f. 20.10.1891, d. 8. júlí 1970 og Anna Guðrún Guðmundsdóttir f. 22.8. 1897, d. 17.12. 1989. Systkini Sigurveigar eru Guðmundur Kristján f. 1918, d. 1996, Jóhann Kristinn f. 1919, d. 2005, Halldór f. 1924, d. 1968, Sigrún f. 1926, Guð- ríður f. 1933 og Erna f. 1934. Sigurveig giftist 19.4. 1955 Páli Jónssyni frá Merkigili f. 1.11. 1931. Sigurveig og Páll eignuðust þrjú börn: 1) Sig- urgeir Pálsson f. 1956, býr á kona hans Halla Björk Garð- arsdóttir, börn þeirra Aldís Dögg, Emil Andri og Ívan Elí. Veiga fór ung að árum í Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Eftir að Veiga og Palli hófu sambúð bjuggu þau fyrst um sinn á Merkigili en fluttust til Akureyrar um 1960. Meðan börn þeirra voru ung var Veiga heimavinnandi en fór síðar út á á vinnumark- aðinn. Fyrst um sinn vann hún hjá Heklu fataverksmiðju og síðan hjá súkkulaðiverksmiðj- unni Lindu þar sem hún vann lengst af. Veiga var ávallt heilsuhraust, vinnusöm og lifði mjög heilsusamlegu lífi. Síð- ustu eitt til tvö árin fór heils- unni þó aðeins að hraka eftir að hún greindist með krabba- mein. Útför Sigurveigar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 19. október 2012, og hefst athöfnin kl. 10.30. Sigtúnum í Eyja- fjarðarsveit, kona hans Jórunn Agn- arsdóttir. 2) Rósa Pálsdóttir f. 1957, býr á Akranesi, maður hennar Pálmi Vilhjálms- son. Börn þeirra eru Edda Björk Baldvinsdóttir, maður hennar Hermóður Jón Hilmarsson, dætur þeirra Andrea Ósk og Alexandra Ósk. Vilhjálmur Páll Pálma- son, sambýliskona hans Guð- rún Lilja Ingvarsdóttir, dóttir hans Íris María og sonur þeirra Ingvar Pálmi. Sigurgeir Freyr Pálmason, sambýliskona hans Sædís Ösp Runólfsdóttir, sonur hennar Alex Máni. 3) Anna Kristín Pálsdóttir f. 1959, býr á Akureyri, maður hennar Jón Frímann Ólafsson. Sonur þeirra Ólafur Jónsson, Elsku mamma, í dag fylgjum við þér síðasta spölinn eftir erfið veikindi sem þú tókst af rósemi og festu. Það var ekki venja þín að gef- ast upp og reisn þinni hélstu til hinstu stundar og sagðir jafnvel að þetta væri bara ræfildómur og að þú myndir ekki finna til. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í huga minn, þakk- læti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur systkinin. Allt sem þú saumaðir á okkur þegar við vorum lítil og allar kleinurnar sem við bökuðum saman. Þú hugsaðir líka alltaf um að Óli minn fengi sína poka. Þú vildir allt fyrir alla gera og hafðir mikla þjónustulund. Þegar við systkinin vöktum yfir þér næstsíðasta kvöldið hafðir þú áhyggjur af okkur, að við þyrftum að fara að sofa. Svo opnaðir þú augun aftur eftir smástund, horfðir á okkur og sagðir: Þið verðið að fara að sofa, það er ekkert vit í þessu. Elsku mamma mín, það eru erfiðir tímar framundan. Þið pabbi voruð svo samrýnd og góð hjón og gerðuð allt saman. Við munum hugsa vel um pabba. Þín er sárt saknað, mamma mín. Ég geymi allar minningarn- ar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Anna Kristín. Elsku Veiga amma, nú er komið að kveðjustund eftir bar- áttu þína við krabbamein. Þrátt fyrir veikindi þín barstu þig allt- af svo vel og það var ekki að sjá á þér að þú værir veik, alltaf hress og kát og stjanaðir í kring- um alla eins og þér einni var lag- ið. Við þessi skrif okkar koma strax upp í hugann minningar um yndislega ljúfa, hjálpsama og góða manneskju með stórt hjarta. Þú varst með mikið jafn- aðargeð og minnumst við þess ekki að hafa séð þig reiðast eða vera niðurdregna og sjálfsvor- kunn þekktir þú ekki. Í bernsku var alltaf gott að koma í Þórunnarstræti. Þar var ýmislegt hægt að bralla, renna sér á rúmdýnu niður hringstig- ann, klifra í klettunum, búa til kastala úr jólakortasafninu og margt fleira. Það voru líka góðar líkur á því að komast í smá Lindu-konfekt. Molarnir sem voru vafðir í litaðan álpappír og í laginu eins og ís í brauði voru sérstaklega minnisstæðir. Það eru ekki til margar minn- ingar um þig sitjandi í sófa eða á stól. Þú varst yfirleitt á ferðinni að gera og græja, sjá til þess að allir hefðu það gott og allt væri á sínum stað. Þegar við fjölskyld- an kíktum í heimsókn til ykkar afa fóru veitingarnar fljótlega að tínast fram á borð, það þýddi lít- ið að segja: „Amma, þú þarft ekkert að hafa fyrir okkur“ … þú svaraðir bara: „Nei, nei“ og hélst áfram að smyrja og græja. Við fjölskyldan höfum verið svo lánsöm að vera nánast í fastri áskrift að kleinum og laumaðir þú oft með í pokann ný- steiktu soðnu brauði og pakka af hangikjöti. Það er heldur ekki hægt að sleppa því að minnast á pönnukökurnar þínar sem þú bakaðir oft fyrir barnaafmælin hjá okkur. Hádegisinnlitin nú í sumar og upp á síðkastið hafa verið einkar ánægjuleg og gleymi ég því aldr- ei þegar þú spurðir mig hvort ég vildi ekki heldur taka neðri helming af kjamma, þér leist greinilega ekkert á að ég skyldi ætla að gera mér mat úr efri helmingi. Þú varst yndisleg manneskja og erum við þakklát fyrir að hafa átt þig að svona lengi og að börn- in okkar hafi fengið að kynnast svona frábærri langömmu. Nú ert þú farin af þessari jörð en þú munt ávallt eiga sérstakan stað hjá okkur fjölskyldunni. Kveðja, Ólafur og Halla Björk. Kæra langamma. Það er ólýs- anlegt hvað þú varst alltaf góð við alla, alltaf svo samviskusöm. Þú hjálpaðir öllum með allt. Sál þín var svo hrein. Ég man líka að alltaf þegar við komum í mat til þín settist þú aldrei við matar- borðið og fékkst þér að borða fyrr en allir voru komnir með allt á diskinn sinn. Þú varst svo góð. Síðasta stund okkar saman, nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim, var þegar ég, pabbi og Ívan Elí komum í heimsókn til ykkar. Langafi var úti í garði að raka laufblöðin og þú varst inni að baka pönnukök- ur með miklum sykri. Þetta voru bestu pönnukökur í heimi. Svo nokkrum dögum síðar varstu orðin mjög veik og komin á sjúkrahúsið. Þar barðist þú fyrir lífi þínu í hverjum einasta and- ardrætti. Ég sakna þín endalaust mikið og elska þig af öllu mínu hjarta. Þú varst best. Endalaus gleði og ást, á þér það sást. Við elskum þig öll, enda voða snjöll. Þú varst alltaf með hreina sál, og alltaf voða góð við Pál. Ég sakna þín mikið, líka allir aðrir fyrir vikið. Við vitum það flest, að þetta var þér best. (A.D.) Kveðja, Aldís Dögg. Sigurveig frænka mín var lengi einn af föstu punktunum í lífi okkar, fjölskyldunnar á Hrís- hóli, þegar ég óx þar úr grasi. Öruggasti viðkomustaðurinn á Akureyri var alltaf hjá henni og Páli. Samband fjölskyldnanna var náið, þau komu oft fram í sveit og við krakkarnir vorum eins og systkini, í bernskuleikj- um og vafasamari ævintýrum unglingsáranna. Flestar af fyrstu minningum mínum um Akureyri tengjast Veigu og fjölskyldu hennar: gist- ing á Skólastígnum þegar örlítil umferð hélt fyrir manni vöku, ferðir með krökkunum niður í Litlubúð að kaupa mjólk sem hellt var úr brúnum mjólkur- flöskum í brúsa, og stöku sinnum fékk maður í laumi leiðbeiningar hjá frænku um hvernig maður ætti að haga sér í kaupstað. Þá var tími stóru jólaboðanna ekki liðinn og við fórum alltaf til Veigu og Palla á gamlárskvöld. Þar reiddi Veiga fram kræsingar svo borðin svignuðu, síðan fór maður pakksaddur og útblásinn af gosdrykkjum að horfa á flug- elda og ártölin yfir í Vaðlaheiði. Þegar ég fór að fara einn í bæ- inn með mjólkurbílnum var farið beinustu leið neðan úr samlagi og upp í Holtagötu. Þar tók Veiga hlýlega á móti mér og gaf mér gott að borða eða drekka hvort sem maður var svangur eða ekki, því alltaf var umhyggj- an í fyrirrúmi. Einhvern veginn var maturinn hjá Veigu sérstak- ur, öðruvísi og betri en annars staðar. Jafnvel bara soðin ýsa, en það er líka menning að sjóða Sigurveig Brynhildur Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.