Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 4

Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ V ið höfum miklar væntingar til Dacia Duster og horf- um vonandi fram á spenn- andi tíma,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri bílaumboðsins BL í samtali við Morgunblaðið. BL hefur hafið sölu á hinum fjórhjóladrifna Duster sem hlotið hefur mjög góðar móttökur í Evrópu, ekki síst í Frakklandi og Þýskalandi, ekki síst sakir hag- stæðs verðs. Sigurför í Evrópu Dacia Duster er smíðaður í smiðjum Nissan/ Renault sam- steypunnar í Rúmeníu. Hafa Dacia- bílar farið sigurför um fjölmörg lönd í Evrópu á undanförnum misserum, ekki síst vegna hagstæðs verðs. Dacia Duster mun kosta 3.990.000 krónur með dísilvél og fjórhjóladrifi. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki byrjaðir fyrir löngu að flytja þennan bíl inn er hrunið. Við höfum um tveggja ára skeið átt í viðræðum við Renault og Nissan um að fá að selja hann. Á sama tíma vorum við að koma Renault á koppinn hér og þetta hefur bara tekið sinn tíma, að koma öllu heim og saman,“ segir Loftur. Mjög spurt um ódýrari bíla Spurður hvers vegna BL ráðist í að bæta þessu nýja merki í umboða- hóp sinn stóð ekki á svari. „Í fyrsta lagi átti sér stað umræða hér innan- húss um hvort þessi bíll væri að standast væntingar. Það er hið fyrsta við þurfum að gera upp við okkur, er þetta vara sem við viljum láta kenna okkur við. Og rannsóknir okkar leiddu í ljós, að þessi bíll er að gera sig, standast væntingar,“ segir Loftur ennfremur. Hjá BL var það viðhorf ríkjandi að Dacia væru einfaldlega spennandi bílar. „Svo er ekki framhjá því að horfa, að við teljum að verðið sem við getum boðið eigi eftir að falla í góðan jarðveg. Við verðum vör við, að það er mjög leitað eftir bílum sem eru bæði hagkvæmir í rekstri og kosta minna í upphafi. Og við eigum engin útspil önnur með fjór- hjóladrifsbíl sem kostar undir fjór- um milljónum króna,“ segir Loftur. Bætir við að reynsla fyrirtækisins af dísilvélunum í Renault, eins og 1500- vélinni sem verið hefur í Meg- anbílnum, hafi mælt með því að bjóða upp á Daciamerkið. Dusterinn er með sömu vél sem er mjög eyðslu- grönn. „Okkur sýnist þetta gæti orðið valkostur sem fólk vill skoða. Auð- vitað þurfa neytendur að yfirstíga þá hindrun að þetta er bíll sem engin reynsla er af á Íslandi. En við getum boðið hann á verði, með þriggja ára ábyrgð, sem margir eru að bjóða notaða bíla á. Og það er mjög sterkt fyrir okkur að í öðrum löndum, eins og Frakklandi, hefur þessi bíll farið afar vel af stað. Þá var Dusterinn sjöundi söluhæsti bíllinn til ein- staklinga í Þýskalandi í sumar en það er mjög kröfuharður markaður og segir því sitt um bílinn.“ Sandero næstur á dagskrá Loftur segist telja að í tilfelli Re- nault og Dacia megi sjá við hlið- stæður við framleiðslu hjá Volkswa- gen og Skoda. „Þar virðist um svipaða uppbygg- ingu að ræða. Framleiðandinn segist einungis nota íhluti sem notaðir hafa verið með góðum árangri í öðrum bílum. Hann kveðst og forðast að vera með mjög tæknilegar útfærslur og úrlausnir sem geta bilað og eru mjög dýrar í upphafi og hækka bíla mjög í verði. Skodinn er ofboðslega vinsæll bíll hér á landi og með margra ára forskot, en við væntum þess að Duster höfði með svipuðum hætti til fólks,“ segir Loftur. Sandero er næstur Aðrir bílar frá Dacia hafa notið mik- illa vinsælda, eins og til dæmis Sand- ero. Segir Loftur Ágústsson stefnu BL að byrja með Duster og fá reynslu á hann áður en næsta skref sé stigið. „Það er ekki ólíklegt að næsta vor, 2013, munum við taka Sandero inn. Hann verður með nýju boddíi og lofar góðu. Hann er næst- ur á dagskrá hjá okkur.“ agas@mbl.is Nýtt útspil með fjórhjóladrifi Dacia Duster til Íslands. Vinsæll bíll á einkar góðu verði. Fjórar millj- ónir kr. Talinn standast væntingar markaðarins. Hliðstæður við fram- leiðslu hjá Volkswagen og Skoda. Kraftur Duster er vinsæll og ódýrar og því eru væntingar BL talsverðar.Einfalt Íburðurinn er lítill og fyrir vikið er bílinn mjög ódýr og góður kostur. Morgunblaðið/Dacia Óhætt er að segja að töggur sé í Dacia Duster. Bíllinn hefur farið sigurför víða um lönd og löngu tímabær á Íslandsmarkaði, enda góður við hérlendar aðstæður. Dacia Duster Eldsneyti Dísil Eldsneytisnotkun utanbæjar (l/100 km) 5 Eldsneytisnotkun meðal (l/100 km) 5,3 Útblástursstuðull EURO-5 Fjöldi strokka 4 Hámarksafl kW EEC (hestöfl DIN) 80 (109) 80 (110) Hámarksafl við snúninga á mín. (rpm) 4.000 Rúmtak (cm3) 1.461 Staðalbúnaður: Stöðugleikastýring ESC (Electronic Stability Control) ABS hemlar Loftpúði fyrir ökumann Loftpúði fyrir farþega (hægt að aftengja) Gardínuloftpúðar fyrir höfuð 6-aðgerða aksturstölva: vega- lengdir og eldsneytisnotkun Útvarp með geislaspilara og 4 hátölurum og MP3 tengingu Handfrjáls símabúnaður Loftur Ágústsson Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.