Morgunblaðið - 05.10.2012, Side 18

Morgunblaðið - 05.10.2012, Side 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Meira í leiðinni GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI WWW.DEKK.IS Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1: Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318 Réttarháls 440 1326 | Dalbraut Akranesi 440 1394 Langatangi Mosfellsbæ 440 1378 | Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372 Tryggvabraut Akureyri 440 1438 Í framleiðslu dekkja er þróunin ör og stöðugar breytingar. Hjá leiðandi framleiðendum eins og Michelin er miklum fjármunum varið til að auka öryggi, minnka eldsneytiseyðslu og auka þægindi og stöðugleika bifreiða. Samkvæmt gæðakröfum Evrópu- sambandsins þurfa dekk að standast ákveðna staðla sem taka gildi nú í nóvemberbyrjun,“ segir Dagur Ben- ónýsson rekstrarstjóri þjón- ustuverkstæða N1. Átta verkstæði Þjónustunet N1 nær til landsins alls og á vegum fyrirtækisins eru til dæmis rekin átta dekkjaverkstæði. Þau eru öll gæðavottuð af Michelin og aðeins örfá verkstæði í Evrópu hafa skorað hærra en verkstæði N1 í þessari gæðaúttekt. „Á verkstæðum N1 eru margir starfsmenn með áratuga reynslu. Á verkstæðum N1 er hægt að fá dekk- in geymd, bílinn smurðan, gert við bremsur og ýmsar aðrar viðgerðir. Það er þó mismunandi eftir verk- stæðum hve umfangsmiklum við- gerðum við sinnum, en okkar styrk- ur er sá að hafa aðgang að stærsta varahlutalager landsins,“ segir Dag- ur. „Gott verkstæði í dag þarf að bjóða faglega þjónustu og starfs- menn með reynslu og góða vöru- þekkingu. Það er meðal annars hluti af þeim kröfum sem Michelin gerir svo fyrirtæki fái gæðavottun. Bílar eru orðnir mun flóknari en áður sem kallar á sérhæfðari tækjakost við meðhöndlun dekkja,“ segir Dagur. Vakning fyrir umhverfisþáttum Dekkjaframleiðendur sem N1 skipt- ir við eru meðal annars Michelin, sem er með höfuðstöðvar í Frakk- landi og hefur í sínum röðum meira en 6.000 starfsmenn sem helga sig rannsóknum og þróun á dekkjum. „Michelin ver mestum fjármunum allra dekkjaframleiðenda í heimi til þróunar á dekkjum. N1 er einnig með umboð fyrir Cooper og Kumho. Þegar ég byrjaði í bransanum 1978 þá voru nánast eingöngu nælondekk á markaði og 12 til 15 stærðir pöss- uðu á allan bílflota landsins,“ segir Dagur og bætir við að í dag hlaupi stærðir og gerðir undir venjulega heimilisbíla á hundruðum. „Mikil þróun hefur orðið í dekkj- um; þar má helst nefna að heml- unarvegalengd hefur styst, ásamt því að stöðuleiki og grip hefur auk- ist til mikilla muna svo sem í rign- ingu og hálku. Einnig hefur orðið vakning á síðustu árum í umhverf- isþáttum dekkja. Michelin leggur áherslu á að framleiða dekk sem hafa minna rennslisviðnám þannig að bílar eyði minna eldsneyti. Álag á dekk í dag er margfalt á við það sem var þegar ég hóf störf á þessum vettvangi og þess vegna er mik- ilvægt að velja dekk sem hentar notkun bílsins.“ Betri dekk fækka slysum Slysum hefur fækkað mikið á und- anförnum árum. Hver er að þinni hyggju fylgnin milli þess og að dekkin séu betri? „Það hefur klárlega mikið að segja. Með betri dekkjum er heml- unarvegalengd styttri, gripið meira og stöðugleikinn sömuleiðis. Þá hef- ur vitund og þekking fólks á mik- ilvægi þess að vera á góðum dekkj- um aukist til mikilla muna,“ segir Dagur og heldur áfram: „Dekkjavertíðin hefst svo fyrir al- vöru þegar fyrstu snjókorn falla og hálka kemur. Þetta hefur lítið breyst á síðustu árum en þó eru sumir fyrirhyggjusamir og vilja vera komnir á vetrardekkin áður en snjóar, sérstaklega þeir sem vilja óneglanleg vetrardekk sem við bjóð- um uppá í miklu úrvali.“ sbs@mbl.is Mikilvægt að dekkin henti notkun bílsins Rétta dekkið skiptir öllu, segja menn hjá N1. Stöðug þróun í fram- leiðslunni. Hundruð gerða undir heimilisbíl- inn. Eyðslan minni og öryggið meira. Morgunblaðið/RAX Dekkjamaður Dagur Benónýsson stjórnar þjónustverkstæðum N1. „Nánast eingöngu nælondekk og 12 til 15 stærðir pössuðu á allan bílflota landsins,“ segir Dagur. Með betri dekkjum er hemlunarvegalengd styttri, gripið meira og stöðugleikinn sömu- leiðis. Þá hefur vitund og þekking fólks á mik- ilvægi þess að vera á góðum dekkjum aukist til mikilla muna Við val á dekkjum ráðleggja starfsmenn N1 fólki að velja rétt dekk og í samræmi við notkun. Þar getur margt spilað inn í. Spurningarnar eða minnispunkt- arnir sem leggja þarf til grund- vallar eru meðal annars eft- irtaldar og eftir svörunum má svo velja dekkin  Hvers konar akstur?  Hvers konar vegir?  Hvers konar bíll?  Búseta?  Er bíllinn atvinnutæki?  Ætlar þú til dæmis að nota dekkin allt árið? Mikilvægir minnis- punktar Hjólbörðum í dag fylgja með álímdum miðum upplýsingar um þrjá gæðastaðla. Þar eru upplýs- ingar sem sýna gæði dekksins varðandi hávaða, orkunotkun, og grip í bleytu. Flestir stærri fram- leiðendur vilja fá sýnda á mið- anum fleiri staðla svo sem líftíma. Þessir staðlar þurfa sömuleiðis að uppfylla viðmið ESB en reglur þess í dekkjamálum taka gildi í byrjun næsta mánaðar. Uppfylli þrjá gæðastaðla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.