Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com • Vélaviðgerðir • Vélavarahlutir • Almennar bílaviðgerðir TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ allt á einum stað Við hugsum um vélina Fagmennska í 60 ár Fá mál hafa fengið eins mikla almenna umfjöllun í þjóð- félaginu og frumvarp til nýrra umferð- arlaga, sagði Ögmundur Jón- asson innanrík- isráðherra þeg- ar hann fylgdi málinu úr hlaði á Alþingi á dög- unum. Hann reifaði þar efnisatriði almennt og sagði mikilvægt að úr efniviðnum sem fyrir liggur yrðu til lög sem tækju gildi um næstu ára- mót. Slíkt sé tímabært, gildandi lög hafi verið sett fyrir meira en tuttugu árum og margt hafi breyst síðan þá. Sé horft til einstaka efnisatriða þá eru heimildir Vegagerðar til eft- irlits með akstri bíla, til farþega og farmflutninga, yfir 3,5 tonnum auknar skv. frumvarpinu. Er sömu- leiðis gert er ráð fyrir heimildum Vegagerðar til að leggja á stjórn- valdssektir, í stað þess að lög- reglan geri fólk sekir. Þetta varðar eftirlit með aksturs- og hvíld- artíma ökumanna, búnaði, stærð og þyngd og hleðslu ökutækja. Einnig er lagt til að Vegagerð og sveitarfélagi í þéttbýli sé heimilt að setja upp myndavélar vegna umferðarlagabrota – og þannig megi efla allt eftirlit. sbs@mbl.is G ildissvið ákvæða um bann við ölvunarakstri og akstri undir áhrifum áv- ana- og fíkniefna verða rýmkuð og gerð skýrari. Þetta er meðal tillagna í nýja um- ferðarlagafrumvarpinu. Í dag er leyfilegt áfengismagn í blóði öku- manns 0,5‰ en fer niður í 0,2‰ komist frumvarpið óbreytt í gegn. Þá skulu vímuefni alfarið mæld í blóði en ekki þvagi, en slíkt hefur verið gert jöfnum höndum í gegnum tíðina, rétt eins og lögin bjóða. Ölvun eykur líkurnar „Í breytingunni felst sú afdrátt- arlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman, segir í greinargerð í frumvarpinu. Er vísað í skýrslu frá ESB frá 2006 þar sem kemur fram að þjóðir skuli stefna að því að hafa refsimörk 0,5 prómill eða lægri. Rannsóknir sýni að séu ökumenn með 0,2-0,4 prómill í blóði aukist slysahætta þrefalt. „Ökumaður, sem er með 0,5‰ áfengismagn í blóði sínu, er almennt 150 sinnum líklegri til að lenda í banaslysi en ef hann væri allsgáður og er um 30 sinnum líklegri til að verða fyrir alvarlegu líkamstjóni,“ segir í greinargerðinni. Þar segir að skiptar skoðanir séu um það sem kalla megi minniháttar áfengismagn í blóði, það er undir hálfu prósentu- stigi. Þó hafi verið sýnt fram á að marktækur munur sé á ökuhæfni þeirra hafa 0,2‰ áfengismagn í blóði og svo þeirra sem aka edrú. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að mjög lítið magn áfengis í blóði trufl- ar ... og dregur úr almennri aksturs- hæfni,“ segir í greinargerð. Gildistíminn fimmtán ár Það eru almenn sannindi að einföld mál sem alla snerta leiða af sér fjör- legar umræður og tilfinningaríkar. Hér á landi hefur sú regla gilt að bráðabirgðaökuskírteini, sem til dæmis sautján ára ungmenni fá, gilda eitt ár. Sé ökuferilinn á þeim tímasnurðulaus fær hinn sami svo- nefnd fullnaðarréttindi, sem gilda í hálfa öld eða fram undir sjötugt. Þessu á að breyta og eru Evrópu- reglur lagðar til grundvallar. Nú stendur sem sagt til að ökuskírteini verði gefin út til fimmtán ára í senn. Ætla má að ýmsir hafi sterkar skoðanir á þessu og eins því að nokk- uð verður hert að eldri ökumönnum. Þannig fá þeir sem orðnir eru sex- tugir sem endurnýja réttindi sín, þau aðeins til tíu ára í senn. Þeir sem orðnir eru 65 fá ökuskírteini með fimm ára gildistíma, sjötugir í fjögur ár og svo framvegis. Áttræðir og eldri skuli endurnýja réttindi sín ár- lega. Tekjutenging til skoðunar Meðal nýmæla í umferðarlaga- frumvarpinu er sú tillaga að fjárhæð sekta vegna brota á lögunum verði að vissu marki tekjutengdar. Sak- borningar sem eru með minna en hálf önnur lágmarkslaun, eins og þau eru skilgreind í kjarasamn- ingum, geta ef frumvarpið verður að lögum, fengið 25% afslátt af sekt- arfjárhæð felldan niður. Samkvæmt núverandi umferð- arlögum gildir sú meginregla að slá skal fjórðung af fjárhæð sektar ef hún er greidd að fullu innan mán- aðar. Nú verður hinum efnaminni hins vegar gerð sektin bærilegri – og þeir fá hana á hálfvirði ef svo má að orði komast. Hugmyndin að þessu er frá Ögmundi Jónassyni inn- anríkisráðherra. Í Morgunblaðinu- um sl. helgi fjallaði hann um þetta frá ýmsum hliðum. „Þótt sekt sé jafnhá í krónum talið ræðst refsi- máttur hennar af fjárhag hins sekt- aða,“ sagði ráðherrann í greininni og kallar eftir umræðu um málið. sbs@mbl.is Efnaminni fái sektirnar á hálfvirði Morgunblaðið/Ómar Bílalest Skerpt er á ýmsum ákvæðum í frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Gildistími ökuleyfa verður skemmri en nú er og almennt verða kröfur til ökumanna auknar. Ölvunarmörkin verða lækkuð, skv. frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Réttindin gildi skemur en áður. Hert að hinum eldri. Sektarákvæði í endurskoðun og ráðherra kallar eftir umræðu um málið. Breytingar eru tímabærar Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.