Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31 Suðurhraun 2B | 210 Garðabær | Sími 544 8866 | info@isafoldtravel.is | www.isafoldtravel.is Ævintýralegar jeppaferðir fyrir starfsmannafélög, við- skiptavini fyrirtækja og aðra hópa. Landróverarnir okkar eru allir á 38“ dekkjum og fullbúnir til fjalla- ferða. Þið keyrið sjálf undir leiðsögn og upplifið einstakt ferðalag með hæfilegri áskorun í bland. Hálfur dagur, heill eða helgi..., hafið samband og biðjið um tilboð. Einnig einstaklingsleiga. Þrír dagar á verði tveggja í vetur. Spennandi starfsmannaferðir keyrir!Þú Icetrack ehf. - Umboðsaðili STZ mtdekk.is 28”-33” Söluaðilar: Hljóðlát og endingargóð Allt útlit er fyrir að Datsun-bíllinn sem Nissan er að endurvekja verði seldur á aðeins um 3.000 dollara þegar hann kemur á götuna í Ind- landi, Indónesíu og Rússlandi árið 2014. Þetta staðfestir forstjóri Renault- Nissan, Carlos Ghosn, við banda- ríska blaðið Wall Street Journal. Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að Datsun-bíllinn billegi verði seldur á bilinu 3-5 þúsund dollara eftir bún- aði. Bíllinn verður fábúinn að tækni- búnaði og nútíma akstursþægindum og ekki seldur í þróaðri löndum eins og Evrópu og Bandaríkjunum vegna strangra öryggisákvæða. agas@mbl.is Datsun á 370 þúsund Annað árið í röð hefur Volkswagen Jetta Sport verið valinn besti bíllinn til dráttar á hjólhýsum árið 2013. Það er svonefndur The Caravan Club sem fyr- ir útnefningunni stendur. Engum öðrum bíl hefur hlotnast þessi viðurkenn- ing tvö ár í röð í 30 ára sögu verðlaunanna. Auk heildarverðlaunanna vann Jetta einnig sinn stærð- arflokk. Tíu manna dómnefnd lofaði bílinn fyrir viðmóts- þýða og fágaða hönnun, notagildi og mikla afkastagetu við drátt við ýmsar aðstæður. Volkswagen Jetta Sport er búinn 2ja lítra og 140 hesta dísilvél og sex hraða DSG-gírkassa. Tuttugu og þrír bílar voru teknir til prófana í sömu braut áður en dómnefnd gerði upp hug sinn. sbs@mbl.is Volkswagen Jetta 1,4 TSI Reynsluakstur Dásamaður dráttarklár Morgunblaðið/Styrmir Kári Þ eir eru ófáir sem dreymir um að spana á of- ursportbíl. Nú þurfa karl- menn og konur ekki leng- ur að láta það stoppa sig að eiga ekki olíulindir í Rússlandi eða hafa tekið þátt í stofnun Fa- cebook því víða úti í heimi er hægt að leigja ofurbílana. Meðal þeirra sem bjóða ofurbíla er bílaleigukeðjan Hertz. Þeir bjóða upp á ofurbíla bæði í Bretlandi og eins í Flórída í Bandaríkjunum. Vestanhafs er úrvalið takmarkað við Lamborghini Gallardo og Ferr- ari F430 Spider. Í Bretlandi er úr- valið töluvert betra og hægt að leigja Mercedes SLS, Maserati Gran Cabrio, Ferrari 458 Italia og Aston Martin DB9, svo aðeins séu talin nokkur dæmi. Allt að 200.000 kr dagurinn Þeir sem ekki vilja lága og lipra of- urbíla geta skoðað lúxusdrossíur eins og Bentley Continental GTC og meira að segja Rolls Royce Phantom með öllu tilheyrandi. Auðvitað kostar leigan á of- ursportbíl eða lúxudrossíu meira en dæmigerðum Golf. Að leigja Ferr- ari 458 Italia kostar þannig frá 826 pundum á dag, eða um 160.000 kr. á gengi dagsins í dag. McLaren MP4-12C er enn dýrari, á 906 pund fyrir daginn eða tæpar 180.000 kr. Hins vegar kostar ekki meira en 427 pund að spana um á blæju Bentley Continental, eða 84.000 kr. Síðan þarf að ganga úr skugga um að nóg sé af heimild á kred- itkortinu því leggja þarf fram all- hressilega tryggingargreiðslu. Fyr- ir McLaren-kaggann nemur tryggingin 5.000 pundum, eða hátt í einni milljón króna, en 3.500 pund- um fyrir Bentleyinn, um 700.000 kr. Á Lotus í Lissabon? Ef leiðin liggur annað en til Lond- on eða Flórída má reyna að finna sjálfstæðar lúxusbílaleigur. Fljótleg leit á Google ætti að leiða í ljós úr- valið. Kjörin geta jafnvel verið betri en hjá Hertz og hægt að semja um afslátt ef bíllinn er leigð- ur í nokkra daga. Vissara er að huga vel að trygg- ingamálunum. Sum íslensk greiðslukort bjóða upp á ókeypis bílaleigutryggingu ef greitt er með kortinu. Í kortaskilmálunum kann þó að vera tekið fram að tryggingin nær ekki yfir ofurbíla og lúxuskerr- ur. Þá er það yfirleitt regla að leigj- andi ofurbíls þarf að hafa náð mun hærri lágmarksaldri en gildir um almennar leigur. ai@mbl.is Á Lamborghini í sumarfríið? Víða um heim er hægt að leigja lúxusbíla og ofursportbíla og gera ferðalagið þannig enn eftirminnilegra. Aston Martin DB9 Ferrari 458 Italia Mercedes- Benz SLS Þeir sem ekki vilja lága og lipra ofurbíla geta skoðað lúxusdrossíur eins og Bentley Continental GTC og meira að segja Rolls Royce Phantom með öllu tilheyrandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.