Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  260. tölublað  100. árgangur  SKRIFAR BÓK UM MÖRG ANDLIT KRISTNINNAR HRÁR EN HEFUR ÞÓ ALLT SEM ÞARF ANDLEGI ÞÁTTURINN LYKILATRIÐI Á SUÐURPÓLNUM SMÁTT ER STÓRT BÍLAR ÆVINTÝRAMANNESKJA 10SAGAN MIKIÐ ÁHUGAMÁL 40 Morgunblaðið/Ernir Flugfélagið Ernir Mjög hefur harðnað á dalnum í innanlandsflugi eftir hrunið.  „Rekstrarumhverfið gjörbreytt- ist við hrunið,“ sagði Hörður Guð- mundsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Ernir. Launakostnaður og innlendur kostnaður væri í kringum 45% rekstrarkostnaðar en kostnaður sem réðist af gengi erlendra gjald- miðla væri 65%. Þar vægi þyngst eldsneyti, varahlutir, þjónustugjöld o.fl. Auk þess hefðu ný gjöld verið lögð á flugið og önnur hækkuð. Samningur við ríkið um innan- landsflug hefur ekki hækkað til samræmis, að sögn Harðar. »22 Kostnaðurinn hefur hækkað bratt Hár kostnaður » Ljóst þykir að heildarkostn- aður við þessar aðgerðir yrði umtalsverður á næsta ári. » Á móti vegur að hið op- inbera ekki síst sveitarfélög þyrftu að bera mikinn kostnað vegna fólks sem misst hefur bótarétt ef ekkert yrði aðhafst. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkomulag liggur í öllum aðalat- riðum fyrir í viðræðum ríkisins, að- ila vinnumarkaðarins og sveitarfé- laga um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa, sem missa að óbreyttu rétt til atvinnuleysisbóta um næstu áramót þegar bráða- birgðaákvæði um bótarétt í fjögur ár rennur út. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er unnið að endanlegum frágangi tillagna sem ágæt sátt virðist vera um. Verði ekkert að gert mun mikill fjöldi atvinnuleit- enda tæma rétt sinn til bóta um ára- mót og þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda. Sveitarfélög skuldbinda sig Gangi tillögurnar eftir sem sam- komulag er um mun bráðabirgða- ákvæðið sjálft falla niður frá og með áramótum en öllum atvinnulausum sem missa bótarétt frá og með 1. september síðastliðnum munu standa til boða starfstengd úrræði í sex mánuði á næsta ári. Jafnframt er stefnt að því að tryggja þeim sem ekki hafa fengið úrræði áður en bótaréttur þeirra rennur út fram- færslustyrk í sex mánuði, sem verði jafnhár atvinnuleysisbótum þeirra. Atvinnuleysistryggingasjóður tæki á sig verulegan kostnað vegna þessa ef tillögurnar ná fram að ganga við afgreiðslu fjárlagafrum- varps næsta árs en sveitarfélögin skuldbinda sig einnig til að útvega starfstengd úrræði. Samkomulag í burðarliðnum  Bótatímabilið ekki framlengt en boðið verði upp á starfstengd úrræði og fram- færslustyrki á næsta ári þegar fjögurra ára bótaréttur atvinnulausra rennur út Morgunblaðið/Ómar Tollgæsluyfirmenn Kári Gunn- laugsson og Björg Valtýsdóttir. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur gert upptækar rúmlega 35 þúsund steratöflur og rúmlega 500 ambúlur sem fundust í farangri farþega sem kom til landsins frá Berlín aðfaranótt 27. október síð- astliðins. Efnin fundust við reglulegt eft- irlit tollvarða en að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra hjá Tollgæslunni, er um óhemj- umagn af sterum að ræða. Að sögn Kára var manninum sleppt í kjölfar upptöku efnanna. „Nei. Raunveru- lega ekkert meira heldur en það sem var gert hérna á staðnum, þannig að það hefur raunverulega ekki nein yfirheyrsla, sem mér er kunnugt um, farið fram,“ segir Kári aðspurður hvort maðurinn hafi verið færður til yfirheyrslu. Þá bendir hann á að umræddur maður sé búsettur hér á landi en að sögn Kára er maðurinn ekki í farbanni. „Í dag er málið að fara frá okkur til lögreglu sem tekur við rannsókn þess,“ sagði Kári við blaðamann í gær en hann bætti við að hann vissi svo sem ekki hvaða leið lögreglan myndi fara í þessu máli. Fundu 35 þúsund steratöflur  Efnin gerð upptæk af tollvörðum en viðkomandi látinn laus Óveðrið sem geisaði um allt land laust fyrir helgi skildi víða eftir sig ummerki, m.a. við Sæbraut- ina í Reykjavík. Þar varð göngustígur fyrir um- talsverðum skemmdum í briminu sem á honum skall en hafist verður handa við að laga hann í dag. Ekki liggur fyrir hjá Reykjavíkurborg hversu miklu tjóni veðurofsinn olli þar sem tilkynningar um það eru enn að berast. Brotinn göngustígur eftir brimið Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fullorðnir geta látið bólu- setja sig aftur gegn kíghósta. Bóluefnið í lík- amanum dugir í fjögur til tíu ár. Sóttvarnalæknir telur þó ekki ástæðu til að benda fólki á að láta bólusetja sig þrátt fyrir fjölda tilfella kíghósta sem greinst hefur í ungbörnum í ár. Heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir ungum sem öldnum er bólusett gegn kíghósta. Hér á landi hafa börn ekki látist úr kíghósta síðan 1958. »6 Geta látið bólusetja sig gegn kíghósta www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 Forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum sem fara fram í dag virðast ætla að vera þær tvísýnustu í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Barack Obama forseti og Mitt Romney, frambjóðandi repú- blikana, séu hnífjafnir á landsvísu. Demókratar eru nokkuð sig- urvissir þó að forskot Obama í lyk- ilríkjum hafi farið minnkandi í að- draganda kosninganna en óttast að kjörsókn gæti ráðið úrslitum. Það gæti komið sér vel fyrir Romney því kannanir hafa sýnt að repúblik- anar eru líklegri til þess að kjósa en demókratar. »20-21 Kosningarnar sagð- ar þær tvísýnustu í sögu Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.