Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Hún Unnur frænka mín var bæði frændrækin og gjafmild og kunni þá list að rækta vin- áttuna, eins og segir í þessari vísu úr Hávamálum. Að rækta fjölskylduböndin og fylgjast með fólkinu sínu, að ég tali ekki um að vera með á ættarhittingnum í Flögu á hverju ári var henni mikils virði. Sennilega er það þess vegna sem Flögu-fólkið heldur ennþá góðum tengslum og þekkist í 5. ættlið. Hún var líka greiðvikin og bóngóð, var þá sama hverskon- ar útréttingar mann vantaði. Meðan ég bjó á landsbyggðinni man ég eftir að hafa beðið hana um að kaupa fyrir mig sófasett og sjá um mánaðarlegar greiðslur af því, þar sem við- skiptabanki fyrirtækisins var ekki í minni heimabyggð. Eftir að ég fluttist á mölina og settist á skólabekk voru ófá skiptin sem var sendur bíll til að sækja mig í mat á Álfhóls- veginn. Stundum var setið og spjallað fram eftir nóttu, þá kom það á húsmóðurina að keyra gestinn heim þar sem heimilisfólkið var allt gengið til náða. Einu sinni gerðist það þegar Unnur var á heimleið eft- ir svoleiðis skutl að bíll hús- bóndans tók fram úr henni. Þá hafði hann vaknað og fann ekki frúna í húsinu, svo hann klæddi sig og fór út að leita að henni. Hún varð að sjálfsögðu alveg hissa á hvaða ferðalag væri á húsbóndanum um miðja nótt. Unnur var einnig hugsunar- söm og næm á ef hún vissi að hægt væri að rétta hjálparhönd, það var gott fyrir unga móður þegar verið var að ferma henn- ar fyrsta barn að fá hjálp og ráðleggingar, svo ég tali ekki Unnur Magnúsdóttir ✝ Unnur Magn-úsdóttir fædd- ist í Flögu í Vill- ingaholtshreppi 28. mars 1930. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boða- þing 25. október 2012. Útför Unnar fór fram frá Digra- neskirkju 5. nóv- ember 2012. um þegar hún mætti með svunt- una kvöldinu áður og spurði hvort væri ekki veisla hér á morgun og nóg að gera. Áföllunum sem hún fékk í lífinu tók hún með miklu jafnaðargeði. Að missa elsta soninn í flugslysi og síðar eiginmanninn rétt sextugan var mikil þolraun, en áfram skyldi haldið, það var ekki annað í boði. Þá sá maður þvílíkur „nagli“ hún var. Dugnaðurinn var henni í blóð borinn. Þegar börnin hennar hófu að byggja nýtt frístund- arhús í Flögu lét hún sig ekki vanta, hún stóð eldhúsvaktina allar helgar, „það var nú ann- aðhvort, fólkið þurfti bæði mat og kaffi“. Hún naut þess að vera með þeim í Flögu og ekki var að því að spyrja; veðrið var alltaf betra þar, hún var farin að tala um það löngu áður en komið var á Kambabrún hvað væri miklu bjartara fyrir aust- an fjall. Það er með hlýhug og virð- ingu sem ég kveð elskulega móðursystur mína, með þakk- læti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Blessuð sé minning Unnar Magnúsdóttur. Kristín Gísladóttir. Mér bárust þær fregnir fimmtudaginn 25. október sl. að sómakonan Unnur Magnúsdótt- ir væri látin. Þær fregnir komu reyndar ekki alveg á óvart þar sem mér höfðu borist fréttir af því að heilsu hennar hefði hrak- að verulega undanfarið. Við Valur yngsti sonur hennar kynntumst 5 ára gamlir og tókst með okkur sterk vinátta sem hefur haldist æ síðan. Við Valur vorum heimagangar hjá hvor öðrum allt fram á fullorð- insaldur og kynntist ég Unni vel af þeim sökum. Margs er að minnast og var alltaf gott að koma í heimsókn á Álfhólsveg 31 og ekki síst þegar okkur strákunum var boðið í eldhúsið að þiggja veitingar hjá Unni. Ég verð sérstaklega að minnast á heimagerðu kæfuna hennar sem hún hafði alltaf gaman af að bjóða mér upp á þar sem mér þótti hún svo sér- lega góð. Unnur var fyrirmynd- arhúsmóðir og bar heimili hennar og fjölskyldunnar þess skýr merki. Haukur Hlíðberg, maður hennar, var einnig mikill hagleiksmaður og voru mörg af húsgögnum heimilisins smíðuð af honum og eru listasmíð. Unnur og fjölskyldan urðu fyrir afar þungbæru áfalli þeg- ar Jón Þröstur elsti sonurinn féll frá í hræðilegu flugslysi ár- ið 1982. Haukur maður hennar féll svo frá nokkrum árum síðar langt um aldur fram og hafa þessi áföll örugglega reynt mik- ið á Unni sem stóð sem klettur, ávallt til staðar fyrir börn sín og fjölskyldu. Ég trúi því að nú fái Unnur góðar móttökur hjá þeim feðgum í nýjum heim- kynnum. Ekki var nú samt upp- gjafartónn í Unni eftir þessi áföll heldur gekk hún enn vask- legar til allra verka og er mér minnisstætt þegar hún fór sjálf í múrviðgerðir á húsinu ásamt þakviðgerðum. Ég hef nú hugs- að það hin síðari ár að senni- lega hefur hún lagt fullmikið á sig á þessum erfiðu tímum án þess að sinna nóg um eigin líð- an. Þegar við drengirnir fórum svo að vaxa úr grasi og bíla- og tækjadellan tók öll völd fengum við stundum að nota bílskúrinn hjá Unni til viðgerða og undir alls kyns brask. Við reyndum áreiðanlega stundum á þolin- mæðina þar sem ekki var alltaf gengið frá verkfærum jafnóðum og alls kyns olíulykt og óþrifn- aður fylgdi þessu bralli okkar. Enn var það sama uppi á ten- ingnum og vorum við strákarnir reglulega kallaðir í upp í eldhús til Unnar þar sem biðu okkar hinar ýmsu kræsingar ásamt spjalli við Unni sem við ávallt þáðum með þökkum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Unni og hennar tryggðu fjölskyldu og þá sérstaklega Val syni hennar sem hefur alltaf reynst mér svo frábærlega í mínum aðstæðum. Sendi ég fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðar- kveðjur Blessuð sé minning Unnar Magnúsdóttur. Jón Heiðar Jónsson. Kæra vinkona. Það er erfitt að sjá á eftir þér, þó að auðséð hafi verið að hverju stefndi. En enginn er tilbúinn að taka því þegar að því kemur. Unnur var mjög sterkur per- sónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir. Frábær vinkona hrein og bein og góður félagi. Við ferðuðumst mikið saman, bæði utanlands sem innan og það var margt skemmtilegt sem á daga okkar dreif. En enginn veit hver næstur er. Þú átt yndisleg börn og af- komendur sem hafa hugsað vel um þig í veikindum þínum. Og ég samhryggist þeim innilega. Elsku Unnur mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning þín. Steinlaug Sigurjónsdóttir. Enn fækkar í hópnum okkar en við höfum haldið hópinn í saumaklúbb síðan við vorum saman í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1951-52. Nú kveðjum við okkar kæru vinkonu Unni. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Það var ávallt sérstök til- hlökkun að koma í klúbbinn til Unnar á hennar fallega heimili. Alltaf var stutt í spaugið og glettnina sem við eigum eftir að minnast um ókomna tíð. Oft spunnust skemmtilegar umræð- ur um menn og málefni en Unn- ur átti einkar gott með að sjá spaugilegar hliðar á hinum ýmsu málefnum. Það verður tómlegt í klúbbnum okkar þeg- ar við eigum ekki lengur von á Unni. Við vottum börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing hennar. Saumaklúbburinn, Edda, Guðbjörg, Guðrún, Sigríður og Unnur H. Afi var merkilegur karl. Alger hamhleypa til verka en einnig ákaflega „nenninn“ maður og það er munur á því að vera harðdug- legur og nenninn. Ekki bara byggði hann fyrirtæki sitt upp frá grunni og kom átta börnum á legg, heldur hafði hann einnig nennu til þess að sinna ýmsu fyrir utan vinnuna sem auðvelt hefði verið að afskrifa sem aukreitis verkefni og vesen (og margir uppteknir menn gera). Maður sem rak fyrirtæki með fullt af starfsfólki og vann allan sólar- hringinn, átti átta börn og eflaust 10-15 fædd barnabörn þá, fann samt tíma til að taka okkur bræð- urna með sér í alls kyns ferðir er við vorum litlir; laga hjólin okkar og gera hvað hann gat til að létta róðurinn. Minningarnar geyma ótal ferðir á rútu inn í Þórsmörk, Fjallabaksleið eða austur á Höfn. Við hugsuðum lítið út í það þá en afi var auðvitað í vinnunni í þess- um ferðum. En samt „nennti“ hann að dröslast með okkur og það ekki bara til þess að sitja frammi í og þegja heldur sinnti hann okkur og gantaðist stöðugt. Eftirminnileg er ferð í Skafta- fell er við vorum á 8-9 ára. Við gistum í Skaftafelli og hann sýndi okkur Svartafoss og Svínafells- jökul – allt fest á filmu með nýju diskmyndavélunum sem hann gaf okkur. Í ferðum í Þórsmörk hafði hann ofan af fyrir okkur með því að keyra hratt í polla eða opna dyrnar er við fórum yfir Krossá svo vatn flæddi inn í rútuna – þá brosti hann út að eyrum. Hvernig það kom til að hann tók okkur með í þessar ferðir veit ég ekki, né hvort þessum afakærleik var jafnskipt á fjölgandi barnabörn. Kannski vorum við nálægt og ákvarðanir teknar í skyndi eða kannski var hann að létta á mömmu. Í seinni tíð var hjálp hans og ömmu fólgin í því að leyfa okkur og barnabörnum að gista endur- gjaldslaust í íbúðinni þeirra í Reykjavík til að skóla okkur, þá lagaði hann bílana okkar bræðr- Óskar Sigurjónsson ✝ Óskar Sig-urjónsson fæddist á Torfa- stöðum í Fljótshlíð 16. ágúst 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands Selfossi 10. október 2012. Útför Óskars fór fram frá Stórólfs- hvolskirkju 20. október 2012. anna þegar eitthvað hrundi. Eitt sinn fékk annar okkar inni á verkstæðinu hans til þess að laga lakkið á fyrsta bíln- um. Á föstudegi var bíllinn handmálaður en þegar náð var í skrjóðinn á sunnu- degi var afi búinn að sprauta hann nokkrar umferðir. Þetta var afi í hnotskurn. Afi gat verið önugur, sagði yf- irleitt skoðun sína hispurslaust á öllu og öllum hvort sem það pass- aði eða ekki – og auðvitað passaði það ekki alltaf. Hann hafði andúð á auðnuleysingjum en samúð með sjúkum. Afi var svona karl sem ríkisstjórnir hins vestræna heims eru að reyna að framkalla um þessar mundir til að afstýra enn dýpri kreppu. Afi var karl sem byrjaði með tvær hendur tómar og byggði upp verðmæti með ein- skærum dugnaði og elju og gafst aldrei upp þótt í móti blési. Þetta einskæra áræði einkenndi einnig hans dauðastríð er líkaminn var orðinn þreyttur en hugurinn ekki. Það sem afi skilur eftir sig og það sem amma býr að eru rúmir sex tugir afkomenda, stór sam- rýndur systkinahópur sem hittist reglulega ásamt börnum og sam- einast í gleði og hlátri. Þar eru allir elskaðir skilyrðislaust og hjálp veitt þeim sem á þurfa að halda. Kostir afa lifa í afkomend- um hans og eru auðþekkjanlegir í fasi, kímni og myndugleika. Afi var merkilegur karl. Halldór og Davíð Guðjónssynir. Höfðinginn í Húsadal er farinn í ferðina löngu. Miðinn gildir bara aðra leiðina, engin rúta til baka. Við, sem fyrir langalöngu þjónuðum gestum og gangandi í „gamla Fossnesti“, viljum þakka fyrir okkur. Nú þeysast bláskjóttir strætó- ar um malbikaða vegi Suður- lands, vagnar sem seint munu fara „hvert sem leiðin liggur“ og máta þau hjólför sem grænu og hvítu rúturnar Austurleiðar mörkuðu í grýtta og holótta veg- ina á liðinni öld. Og seint myndi þeim ganga að komast yfir Krossá. Í boði höfðingjans Óskars fór- um við í ferðir yfir fjöll og um sanda, yfir stórfljót fær eða ófær. Í Húsadal vorum við velkomnar árlega. Við þökkum fyrir einstaka gestrisni, sögustundir og fræðslu. Óskar var iðinn við að vísa okkur leið og benda á staði sem honum fannst við ættum að skoða. Yfir grænan undirvöll inn í fellin skerast dalir, birkigöng og bjarkasalir, borgir milli hátt sem fjöll; en við himin heiðrík mjöll hvelfir feiknar ægishjálmi; skín af rauðum Rínarmálmi röðlum slegin guðahöll. (Matthías Jochumsson) Grínverjuhópurinn varð til í ferðum með Austurleið og á góð- um samverustundum rifjum við upp ógleymanlegar stundir, í ferðum og í Þórsmörk. Endurskinsmerki og pennar með merki Austurleiðar, í græna litnum góða, eru gersemar geymdar á besta stað. Þar er líka myndin, af Óskari og „strákunum hans“, eins og hann sagði stund- um. Þeir eru tíu, allir í flotta græna bílstjórabúningnum. Við sem stóðum vaktina í gamla Fossnesti vottum fjöl- skyldunni innilega samúð, hann var höfðingi sem gott er að muna. Helga R. Einarsdóttir. Kæra vinkona. Það var mikið áfall þegar Gummi þinn hringdi með þá sorgarfrétt að þú værir far- in frá okkur. Þú varst viss um að þú myndir deyja ung, en ég var líka viss um að þú hefðir ekki rétt fyrir þér. Ég var alveg búin að sjá fyrir mér að við vinkonurnar myndum fá okkur sér- rítár saman á elliheimilinu. Við munum gera það, bara ekki hérna Vigdís Sigurbjörnsdóttir ✝ Vigdís Sig-urbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1966. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 14. októ- ber 2012. Útför Vigdísar fór fram frá Digra- neskirkju 25. októ- ber 2012. megin. Þrátt fyrir veikindi þín varstu ákaflega sterk, alltaf. Og þú varst svo fal- leg. Gummi færði mér þessa sorglegu fregn sunnudaginn 14. október. Síðan þá hefur þú verið með mér. Ég sé þig: Fal- lega síða, ljósa hárið þitt, ungleg og flott klædd eins og alltaf. Þú brosir til mín og ég veit að þér líður vel. Ég skal alveg viðurkenna það, mín kæra, að ég á erfitt með að sleppa, en ég veit að ég verð að gera það. Ég kveð þig með sorg í hjarta og tár á hvarmi. Þegar fram líða stundir mun sorgin hjaðna og í stað sorgar munu minningar um allar okkar góðu samverustundir eiga stórt pláss í hjarta mínu og ekki bara í hjarta mínu, þú verður alltaf með okkur „afmælisbörnun- um“. Elsku Gummi, Kata, Sigur- björn, Ágústa og Karl. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Kveðja, Friðrika. Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal) Elskuleg vinkona okkar, Vigdís Sigurbjörnsdóttir, er látin langt um aldur fram. Það er sár en óum- flýjanleg staðreynd. Vigga, eins og við kölluðum hana iðulega, var ein- stök manneskja, skemmtileg og miklum gáfum gædd. Hún var víð- sýn, hrein og bein og dró ekki dul á sínar skoðanir. En fyrst og fremst var hún góður og traustur vinur. Milli okkar og þeirra Vigdísar og Guðmundar Jens skapaðist sterk og djúp vinátta og hittumst við reglulega síðustu árin. Þessi sam- skipti voru okkur dýrmæt, „það gleymist ei“ við varðveitum í hug- anum samverustundirnar, endur- minningin er okkur afar kær. Elsku Guðmundur Jens, þú og fjölskylda ykkar Vigdísar eigið okkar heilan hug og bæn um styrk ykkur til handa. Við kveðjum Vigdísi með orðum Jóhannesar úr Kötlum: Nú glóir skyndilega ný fastastjarna í bládjúpi næturhiminsins: ástgjöf liðinna stunda sem geislar frá sér lífi minninga. Ingi Guðjónsson og Ólöf Valsdóttir. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta, elsku Vigga frænka, það er þyngra en tárum tekur að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur. Efst í huga okkar er síðasta niðjamót sem var heima á Ólafs- firði þar sem við hittumst frænd- systkinin og áttum skemmtilegar og góðar stundir. Þar var mikið hlegið eins og alltaf þegar við hitt- umst. Það er stórt skarð sem myndast í fjölskyldu okkar við frá- fall þitt, hjartans Vigga okkar. Alltaf þegar við hittumst töluðum við um að hafa frænkukvöld, svo í sumarlok þá vorum við ákveðnar í að nú létum við verða af því, en þú varst tekin frá okkur áður en að því kom, alltof snemma. Hlátur þinn lifir með okkur elsku Vigga frænka. Guð verði með ykkur elsku Gummi, Viðir, Kata, Kalli, Ágústa og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í þessari sorg. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ágústa, Agnes, Eggert og Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.