Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 ✝ Agnes Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1945. Hún lést á krabbameins- deild Landspít- alans 29. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Jón Guð- mundsson skip- stjóri og útgerðarmaður, f. 25. september 1906, d. 17. maí 1958 og Soffía Jóhanna Vatns- dal Pálsdóttir, f. 1. febrúar 1916, d. 31. júlí 1953. Systkini Agnesar voru: Svava Vatnsdal f. 15. júní 1936, d. 16. júlí 2012; Hafsteinn Bergmann f. 28. ágúst 1939, d. 26. febrúar 1989; Fanney (Stella) f. 11. nóvember 1941, d. 10. maí 1998; Soffía Jóna Vatnsdal f. 24. nóvember 1949, d. 2. mars 1993. Agnes giftist Sveinbirni Jónssyni. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) I. Birgitta f. 11. júlí 1965, maki Eyþór Sigurðsson f. 13. júlí 1949, þann 18. desember 2005. Börn hans eru 1) Ingi- björg Ásta f. 23. maí 1975, maki Stefán Birnir Sverrisson f. 26. febrúar 1976, synir þeirra eru Eyþór Birnir f. 27. desember 2007 og Elvar Ingi f. 15. októ- ber 2009. 2) Hildur Björk f. 9. júlí 1976, maki Gísli Engilbert Haraldsson f. 1. febrúar 1976, börn þeirra eru Arnór Rúnar f. 15. september 1994, Haraldur Elís f. 31. mars 2001, Guðmunda Þórunn f. 31. mars 2005, El- ísabet Kolbrún f. 21. apríl 2007 og Helgi Hrannar f. 22. mars 2010. 3) Guðný Hrund f. 16. maí 1978, maki Þórður Guðmunds- son f. 17. desember 1976, dætur þeirra eru Auður Elísabet f. 24. janúar 2007 og Unnur Eva f. 4. mars 2010. 4) Jón Ari f. 6. sept- ember 1980, sambýliskona María Björk Ólafsdóttir f. 18. febrúar 1983, dóttir þeirra er Hildur Sif f. 14. júní 2008. Agnes lærði til hár- greiðslumeistara og rakara og starfaði við þá iðn mestan hluta ævi sinnar. Útför Agnesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. nóv- ember 2012, kl. 11. júní 1966. Synir þeirra: Vignir f. 24. ágúst 1992, Kristján Ari f. 16. febrúar 1996 og Ásgeir f. 30. apríl 2001. Sonur Ey- þórs af fyrra sam- bandi er Andri f. 2. mars 1988. 2) Jón Ómar f. 14. nóv- ember 1970, maki Ragnhildur Hrund Sigurðardóttir f. 26. nóvember 1972. Sonur þeirra er Aron f. 26. september 2004. Börn Jóns af fyrra sambandi Sveinbjörn f. 13. mars 1990 og Lára f. 12. júní 1996. 3) Hafsteinn Bergmann f. 1. júní 1972, í sambúð með Soffíu Árnadóttur f. 11. janúar 1962. Börn Hafsteins af fyrri samböndum Hera Sól f. 24. febrúar 1995, Gunnur Rún f. 1. apríl 1997, Írena Líf f. 27. ágúst 1999, Erik Fannar f. 12. ágúst 2004 og Elmar Daði f. 12. nóv- ember 2009. Agnes giftist Rúnari Jónssyni vélstjóra, f. 26. Hún Agnes okkar hefur nú kvatt eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var fyrir 54 árum síðan að lítil og nett 12 ára stúlka stóð á tröppunum við Vikurhúsið og var komin til að passa 3 systur sem þar bjuggu. Hún tengdist fjöl- skyldunni fljótt sterkum bönd- um, hún var svo einstaklega barngóð og skemmtileg og góð vinkona okkar systranna. Oft gisti hún hjá okkur. Nokkrum árum áður hafði hún misst móður sína og ári síðar missti hún einnig föður sinn. Fljótlega eftir það flutti hún al- farið til okkar og varð hluti af okkar fjölskyldu. Árin liðu og Agnes stofnaði fjölskyldu, mann og börn og þá var skipt um hlutverk því nú fór- um við systurnar stundum að passa fyrir hana. Þá var ekki ónýtt að rifja upp gamlar Púdda- sögur sem hún hafði skemmt okkur með þegar við vorum litlar. Líf Agnesar var ekki alltaf dans á rósum og oft þurfti hún að glíma við ýmsa erfiðleika. En Agnes var alltaf hörkudugleg og lífsglöð að eðlisfari. Árin sem hún átti með Rúnari, eftirlifandi eiginmanni sínum, voru henni góð. Hann var henni og börnum hennar einstaklega góður. Saman eiga þau 21 barna- barn sem hún var mjög stolt af. Elsku Rúnar, Birgitta, Jónsi og Haddi, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar einlægu samúð. Hvíl í friði, elsku Agnes, og takk fyrir allt. Kolbrún, Brynja Björk, Sig- rún, Ásthildur Dóra, Kristín Þóra og fjölskyldur. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Agnes Jónsdóttir móðursystir mín er látin. Aðeins þremur mán- uðum eftir að móðir mín lést. Agnes var ákaflega lífsglöð kona og þannig var líf hennar. Hún var alltaf eins og fallegt blóm, gaf af sér og miðlaði af reynslu sinni. Blóm visna og deyja eins og við mennirnir en Agnes hafði sér- stakt lag á að blómstra oft á ári. Hún hafði mikinn þokka og út- geislun sem hún var óspör á og heillaði flestalla sem henni kynntust. Hún hafði áhuga á flestöllu og var mikill visku- brunnur. Minni hennar var fá- bært og hún gat rakið fyrir manni atburði, minningar frá fyrri árum, ljóð kunni hún ótal- mörg. Hún hafði ferðast mikið ásamt seinni manni sínum Rúnari Jóns- syni en þau höfðu kynnst árið 2000 og Rúnar var hennar stoð og stytta upp frá því. Hún elskaði Rúnar sinn eins og henni var einni lagið, börn hans og barna- börn voru eins og hennar eigin. Agnes eignaðist 3 börn, Ingi- björgu Birgittu, Jón Ómar og Hafsteinn Bergmann. Barna- börnin voru mörg og áttu þau öll hennar athygli þegar svo bar undir. Ég, elsta systkinabarnið, kynntist henni vel og samband okkar var gott. Vil ég nota tæki- færið og þakka þær ótalmörgu stundir sem við áttum saman. Ég kom fyrst til hennar barn að aldri, fyrst til hennar og Bússa (fyrri eiginmanns hennar, Svein- björns Jónssonar) og fagnaði með þeim fæðingu barna þeirra. Margar ógleymanlegar stundir átti ég þar á bæ gegnum árin. En leiðir þeirra skildi eins og hjá svo mörgum. Þegar jafn mikil persóna og Agnes var kveður okkur verður manni orðavant en ég vil sérstak- lega minnast á baráttu hennar við ógnvaldinn ógurlega krabba- meinið. Hún útilokaði það af fremsta megni og reyndi að lifa eðlilegu lífi eins lengi og hún gat og fórst það eins og allt annað vel. Ótrúlegur dugnaður og bar- áttuþrek einkenndi hana og reyndar systkini hennar öll. Ung missti Agnes foreldra sína og það á mótunarárunum en það var eins og persónuleiki hennar styrktist engu að síður með ár- unum. Ég vil þakka Agnesi vinkonu minni og móðursystur samfylgd- ina. Farðu í Guðs friði. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Sævar Bjarnason. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. (Hugrún.) Enn á ný hefur maðurinn með ljáinn hoggið skarð í frænkuhóp- inn, barnabörn Guðrúnar Odds- dóttur og Guðmundar Sturluson- ar. Agnes frænka er horfin yfir móðuna miklu og mun hennar verða sárt saknað á frænkumót- um framvegis. Frá árinu 1993 höfum við frænkurnar allar komið saman einu sinni til tvisvar á ári nær undantekningarlaust. Samveru- stundir okkar einkennast af hlátri og mikilli og innilegri glað- værð. Árið 2004 var kosin ættar- mótsnefnd 8 aðila, einn frá hverju barni ömmu og afa og var Agnes þar fyrir afkomendur föður síns. Við þann mikla undirbúning sem slíkt mót þarfnast fór ekki hjá því að við kynntumst öll hvert öðru mjög vel og byndumst bönd- um sem aldrei munu slitna. Fyrir nánast ári, hinn 9. nóv- ember 2011, áttum við frænkurn- ar yndislega og glaðværa sam- verustund á heimili Agnesar og Rúnars. Hún var þá í millibils hvíld frá lyfjameðferð og ákvað að kalla í hópinn okkar til að gleðjast saman. Það var ómetan- legt að vera hjá þeim hjónum þann dag. Við Agnes höfum þekkst lengi og í gegnum árin átt mismikil samskipti eins og gengur um skyldfólk. Meira þetta árið og minna það næsta. Agnes, sem var hárgreiðslu- kona, var móður minni, föður- systur sinni, ákaflega elskuleg og frændrækin. Hún taldi það aldrei eftir sér að klippa frænku sína og laga á henni hárið, gera hana fína og sinna henni. Er ég Agnesi óendanlega þakklát fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi mömmu. Við hjónin vottum Rúnari og öllum afkomendum Agnesar okk- ar dýpstu samúð vegna fráfalls hennar. Unnur Sveinsdóttir. Agnes Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Kveðja til Agnesar frænku minnar: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíl í friði. Dóra Soffía. ✝ SteinunnRagnheiður Jónsdóttir fæddist 25. ágúst 1920 á Suðureyri í Súg- andafirði. Hún and- aðist á Landakots- spítala 23. október 2012. Foreldrar hennar voru Jón Grímsson mála- færslumaður, f. 18. desember 1887, d. 25. september 1977, og Ása Finnsdóttir Thordarson hús- móðir, f. 18. maí 1892, d. 15. maí 1971. Systkini hennar: Hjörtur, f. 15. nóvember 1915, d. 10. jan- úar 1977, Finnur Thordarson, f. 25. ágúst 1918, d. 6. júní 1976, Árni Þorvaldur, f. 24. ágúst 1923, d. 3. október 2010, Grím- ur, f. 6. ágúst 1927, d. 16. maí 1999, Inga Þórhildur, f. 12. Jean, f. 15. apríl 2005, Charles William, f. 11. maí 2007, Lydia Jane, f. 19. maí 2009, Finnur Os- borne, f. 23. desember 2011. Steinunn ólst upp á Ísafirði. Hún lauk námi við Verzl- unarskóla Íslands og vann við verslunar- og skrifstofustörf, m.a. í versluninni Dagsbrún og hjá Skipasmíðastöð M. Bern- harðssonar. Eftir að hún flutti suður starfaði hún hjá Verslun O. Ellingsen. Hún hóf búskap með eiginmanni sínum í Reykja- vík en þau fluttu til Kanada og síðar til Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu í Kaliforníu. Þau skildu eftir 30 ára hjónaband. Steinunn fluttist heim til Íslands árið 1995 og bjó í Reykjavík til æviloka. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, 6. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. október 1929, Ragnar Áki, f. 20. júlí 1932. Steinunn giftist Miles Osborne Hunt 29. nóvember 1947. Dóttir þeirra var Maureen Ása Jane, f. 27. sept- ember 1948, d. 13. janúar 1973. Synir hennar eru: 1) Brandon Miles Lynn, f. 15. ágúst 1970, synir hans af fyrra hjónabandi: Blaine Miles, f. 29. desember 1993, Ra- leigh Oliver, f. 14. desember 2005. Eiginkona Brandons er Kelly Patricia Carter-Lynn og þeirra sonur Leifur Reuben, f. 10. september 2010. 2) Aaron Michael Lynn, f. 16. júlí 1971, eiginkona hans er Lora Anne Lynn, og þeirra börn eru: Lucy Það var alltaf einhver æv- intýraljómi yfir henni Steinunni Ragnheiði föðursystur minni, sem ávallt var kölluð Didda. Hún bjó til margra ára bæði í Kanada og síðar í Bandaríkj- unum áður en hún tók þá ákvörðun að flytja aftur heim til Íslands til þess að eyða ævi- kvöldinu. Minningar mínar um hana eru bæði margar og góð- ar, allt frá því áður en hún og Monna einkadóttir hennar fluttu út til stóru Ameríku þar sem Bill eiginmaður hennar beið þeirra. Minningar m.a. úr Skólastrætinu þar sem þær mæðgur bjuggu um tíma, þar sem við Monna lékum okkur áhyggjulaus í garðinum, þá var lífið svo ofur einfalt, svo gott var að hafa Diddu frænku og ömmu við höndina, annað þurfti ekki. Og tíminn leið, Didda, Monna og Bill bjuggu í fyrstu í Kanada, vegalengdin var löng og því voru bréfaskriftir einu samskiptin á þeim árum og ég gleymi því aldrei þegar bréf kom frá Diddu, þá settumst við amma inn á kontór hjá afa sem las upphátt fyrir okkur úr bréf- inu og þetta var nánast eins og helgistund. Oftar en ekki fylgdi mynd með af þeim mæðgum eða af Monnu frænku. Og svo komu þær mæðgur loksins í heimsókn, sumarlangt heim til Ísafjarðar árið 1956 og þá var nú gaman að lifa, yndislegur tími fyrir okkur öll sem beðið höfðum svo lengi eftir endur- fundum. Frænka mín flutti ásamt fjölskyldu sinni til Kali- forníu og bjó þar allt þar til hún flutti alkomin heim til Íslands en þá hafði líka ýmislegt breyst í hennar lífi, Monna dóttir henn- ar lést ung að aldri og var treg- uð af okkur öllum sem hana þekktu, ekki síst af foreldrum sínum og ungum sonum. Didda og Bill slitu samvistir og líf frænku minnar var enginn dans á rósum. Ákveðin og áræðin eins og hún ávallt var lét hún engan finna fyrir erfiðleikum þeim sem á undan voru gengnir í hennar tilveru heldur hélt ótrauð áfram og naut samvista við ættingja sína og vini hér á landi. Hún heimsótti dóttursyni sína til Ameríku og fékk þá einnig hingað til lands til þess að kynna þeim skyldfólk sitt hér. Dóttursynir hennar Brand- on og Aaron, sem bera móður sinni fagurt vitni, og fjölskyldur þeirra hafa því tengst okkur ættingjum sínum hér sterkum böndum, okkur öllum til mikillar gleði. Nú þegar mín hjartkæra föð- ursystir hefur kvatt þetta líf finnst mér ég standa í svo mik- illi þakkarskuld við hana, hún sýndi mér ávallt mikinn kær- leika svo og konu minni og börnum, sem minnast þess að eini pakkinn sem þau fengu að opna á aðfangadagskvöld fyrir mat var frá Diddu frænku í Am- eríku og innihaldið kom alltaf á óvart og gladdi ungar sálir. Þeg- ar ég kvaddi hana deginum áður en hún lést opnaði hún faðminn og dró mig að sér, síðasta kveðj- an okkar í þessu lífi var eins og hún ávallt var hjá henni meðan allt lék í lyndi. Því miður get ég ekki fylgt Diddu minni síðasta spölinn vegna dvalar erlendis en bið minni kæru föðursystur góðrar heimkomu um leið og ég þakka henni allan þann kærleik og væntumþykju sem hún ávallt sýndi mér, konu minni og börn- um og votta ástvinum hennar samúð mína og minna. Blessuð sé minning Steinunn- ar R. Hunt. Sigurjón Finnsson. Elsku Didda frænka, Núna ertu farin og þegar ég lít til baka er ég svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fyr- ir hverja einustu mínútu sem við áttum saman. Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heimi að hafa farið með þér og ömmu til Bandaríkjanna að heimsækja afkomendur þína. Ég mun seint gleyma sögunum þínum, hvernig þú brostir alltaf þegar þú sást mig, hvernig þið amma gátuð hlegið saman og hversu mikla gleði þú barst með þér hvert sem þú fórst. Síðast þegar við hittumst sagðir þú mér að þú værir þreytt og vildir fá frið. Núna færðu loksins hvíld og ég veit að þú ert búin að bíða lengi eft- ir að sjá Maureen aftur og ég er viss um að þið passið vel upp á hvor aðra. Ég á margar góðar minning- ar um þig sem munu ylja mér um hjartarætur alla mína ævi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Inga Lilja Pálsdóttir Í dag kveðjum við Steinunni Ragnheiði, eða Diddu frænku eins og hún var alltaf kölluð, með söknuð í huga. Þótt Didda væri komin á tíræðisaldurinn var hún ung í anda, hélt reisn fram á síðasta dag og þótti fátt skemmtilegra en að hafa sig til og fara á mannamót. Didda var alla tíð stór hluti af lífi okkar systkinanna þótt hún hafi búið vestanhafs öll okkar uppvaxt- arár. Við heyrðum margar skemmtilegar sögur af Diddu og lífi hennar í Ameríku og hún sendi okkur ætíð pakka á jólum og afmælum sem við opnuðum með mikilli eftirvæntingu, enda leyndist alltaf eitthvað spenn- andi í þeim. Yfir Diddu hvíldi mikill ævintýraljómi, hún var fjarlæga frænkan í Ameríku, en þegar við hittum hana í fyrsta sinn stóð hún fyllilega undir okkar væntingum og rúmlega það. Þegar Didda flutti alkomin til Íslands árið 1995 varð hún strax mikilvægur hluti af fjöl- skyldunni. Börnin okkar nutu þá góðs af gjafmildi hennar og rausnarskap en hún var afar barngóð. Didda var mjög fé- lagslynd og ekki leið á löngu þar til hún var komin í nokkra spilaklúbba, hún sótti fjölda námskeiða og sinnti ættingjum og vinum. Hún var einstaklega glaðvær, félagslynd og hafði ríka kímnigáfu. Varla var haldið matarboð þar sem ekki var kallað í Diddu frænku. Eitthvað var þó farið að draga úr úthald- inu síðustu árin og það mátti heyra þessi orð falla þegar hún yfirgaf níræðisafmæli sitt klukkan fjögur um morguninn: „Farin að verða ansi lin við þetta!“ Didda hélt mjög góðu sam- bandi við dóttursyni sína í Bandaríkjunum og höfum við haft þá ánægju að kynnast þeim og fjölskyldum þeirra. Vonandi eiga þau bönd eftir að styrkjast þótt Didda sé fallin frá. Líf Diddu var þó ekki ein- tómur dans á rósum. Hún gekk í gegnum margvíslega erfið- leika á lífsleiðinni sem voru þannig að margir hefðu bugast. Með sterka lífsgleði og þraut- seigju að vopni komst hún í gegnum þá. Nú hefur Didda kvatt okkur södd lífdaga. Hennar verður sárt saknað af okkur öllum. Við vottum dóttursonum hennar, Brandon og Aaron, og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar og hugsum með þakklæti til allra samverustundanna með Diddu frænku. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg, Páll Skúli og Jón Áki Leifsbörn. Steinunn Ragnheiður Jónsdóttir Hunt Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.