Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 4

Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Nú er miklu auðveldara að skreppa í netbankann Landsbankinn hefur nú innleitt nýtt öryggiskerfi sem eykur öryggi í netbanka einstaklinga. Kerfið gerir alla notkun þægilegri og auðkennislykillinn verður óþarfur. Kynntu þér næstu kynslóð í netöryggi á landsbankinn.is. Skúli Hansen skulih@mbl.is Pétur Bürchner, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, skipaði í gær Eirík Elís Þorláksson, hrl. og sér- fræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, April Frigge mann- fræðing og Skúla Guðmundsson lögfræðing til að veita nýju fagráði kaþólsku kirkjunnar á Íslandi for- stöðu. Þá hefur Eiríki verið falið að gegna formennsku í hinu nýja fagráði en biskup kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi hefur óskað eftir því að ráðið taki þegar til starfa og skili niðurstöðum eigi síðar en 1. júlí á næsta ári. Í tilkynningu sem kaþólska kirkjan á Íslandi sendi frá sér í gær kemur fram að hlutverk og markmið fagráðsins séu að veita álit um bótarétt þolenda kynferðis- ofbeldis eða annars ofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi nýkynntrar skýrslu rann- sóknanefndar kirkjunnar. Leggja fram úrbótatillögur Þá á ráðið að leggja fram til- lögur vegna ofangreindrar skýrslu um með hvaða hætti kirkjan geti gert úrbætur í ljósi ábendinga og tillagna rannsóknarnefndarinnar um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferð- isbrot eða annars konar ofbeld- isbrot. Einnig mun ráðið eiga að koma með tillögur að forvörnum og öðrum úrbótum ef ástæða þykir til slíks. Taka á móti ábendingum Í tilkynningunni kemur jafn- framt fram að kirkjan muni setja á laggirnar ráð til að taka á móti ábendingum og tilkynningum ef upp koma ásakanir um kynferð- Nýtt fagráð veitir álit um bótarétt þolenda Morgunblaðið/Eyþór Landakotsskóli Brotin sem fjallað er um í skýrslu nefndarinnar tengjast öll tveimur fyrrverandi starfsmönnum skólans, séra Georg og Margréti Müller.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.