Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Sigmundsson Hrunamannahreppur | Sauðfjárrækt- arfélag Hrunamanna hélt lamb- hrútasýningu í Reiðhöllinni á Flúð- um síðastliðinn sunnudag. Sýningin var haldin í tilefni 65 ára afmælis fé- lagsins en það eru 20 ár síðan síðast var haldin sameiginleg sýning. Um 32 lambhrútar voru skráðir til leiks og sjö forystusauðir fengu að fljóta með til gamans. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir bestu fimm hrútana í flokki hvítra hyrndra og í flokki mis- litra. Mikil spenna var í fólki þegar verið var að velja fimm bestu hrútana úr tíu hrúta hóp og mátti heyra saumnál falla þegar úrslitin lágu fyrir. Það var Ágúst Ketilsson frá Brúnastöð- um í Flóahreppi sem var dómari og sést hann hér meta hrútana. Fyrstu og önnur verðlaun í flokki hvítra hyrndra fengu hrútar frá Steinari og Írisi í Auðsholti, þriðju verðlaun fóru til Bjarna Vals og Gyðu í Skipholti, fjórðu verðlaun fóru í Miðfell til Þor- valds Loga og fimmtu verðlaun til bræðranna Þorsteins og Magnúsar í Haukholtum. Einungis þrír hrútar voru skráðir í flokki mislitra og röð- uðust þeir upp þannig að fyrstu verð- laun fékk hrútur frá Haukholtum, önnur verðlaun fóru í Hrepphóla og þriðju verðlaun að Sólheimum. Almenn ánægja var með sýn- inguna og nokkuð ljóst að önnur sýn- ing verður haldin að ári. Bestu hvítu hyrndu lambhrútarnir Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Mætingin á þessa fundi hefur verið langt umfram væntingar. Það voru haldnir tveir fundir í Reykjavík og síðan fundir á Akureyri, Egilsstöð- um og Ísafirði sem voru allir vel sóttir. Ég gæti trúað því að þetta væru um þrjú hundruð manns,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, um áhuga á umsóknum um IPA-styrki. Um er að ræða nýja lotu slíkra styrkja upp á 8,3 milljónir evra, alls 1.350 milljónir króna á núverandi gengi, og eru að þessi sinni styrkt verkefni á sviði atvinnuþróunar, byggðamála og velferðar- og vinnu- markaðsmála. Alls hefur fram- kvæmdastjórn ESB samþykkt að verja sem nemur 4.781 milljón króna í íslensk IPA-verkefni 2011- 2013. Er fénu ætlað að styrkja stjórnsýslu og styðja við tilrauna- verkefni vegna undirbúnings fyrir þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB. Horft til sjávarútvegsins Aðalsteinn segir fundargesti m.a. hafa horft til verkefna sem miði að auknu samstarfi milli landshluta. Þá velti menn fyrir sér ýmiss kon- ar þróunarverkefnum, til dæmis á sviði sjávarútvegs þar sem horft sé til vöruþróunar, nýrra afurða og bættrar meðferðar á fiski. Fulltrúar ferðaþjónustunnar hafi einnig mætt. „Eitt af markmiðunum með þess- um styrkjum er að koma á samstarfi milli svæða. Það er svið sem bent hefur verið á að mætti styrkja hér.“ Snorri Björn Sigurðsson, for- stöðumaður þróunarsviðs hjá Byggðastofnun, segir stofnunina ekki sjá um umsóknirnar. Ráðgjaf- ar Rannís og ESB sjái um mats- ferlið. Margir mættu á námskeiðin Áhuginn hafi komið á óvart. „Það sem kom okkur kannski fyrst og fremst á óvart er hvað það mættu margir á upphaflegu kynn- ingarfundina og í framhaldi af því á námskeiðin. Við héldum þrjá kynn- ingarfundi og í framhaldi af því var boðið upp á vinnufundi þar sem var farið nánar yfir hvernig vinna á um- sóknir. Í þriðju fundaröðinni var betur farið yfir hvernig eigi að vinna um- sóknir og svo jafnframt hvernig á að standa að framkvæmdum ef menn fá styrk. Það kom okkur verulega á óvart hversu margir mættu á þessar seinni fundaraðir. Þetta eru háar upphæðir. Maður gæti ímyndað sér að það yrði erfitt fyrir einhverja að ná hreinlega upp í lágmarksupphæðir styrkja, 200.000 evrur, ríflega 30 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkefna þarf því að vera minnst um 40 millj- ónir,“ segir Snorri Björn en um- sækjendur leggja sjálfir til að lág- marki fjórðung kostnaðar. Hæstu styrkir í þessari lotu geta orðið ein milljón evra, rúmar 163 milljónir króna. Hundruð vilja ESB-styrki  ESB veitir 1.350 milljóna styrk til atvinnu-, byggða-, velferðar- og vinnumála  Styrkirnir eru svo háir að sumir eiga fullt í fangi með að ná lágmarksupphæð „Mætingin á þessa fundi hefur verið langt umfram væntingar.“ Aðalsteinn Þorsteinsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hart hefur verið deilt í utanrík- ismálanefnd Alþingis um orðalag á afstöðu Íslands til kafla í viðræðum við Evrópusambandið sem fjallar meðal annars um matvælaöryggi, innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti. Hefur mótun afstöðunnar verið á borði nefndarinnar í um fjóra mán- uði án þess að hún hafi verið af- greidd þrátt fyrir að svo virðist sem enginn efnislegur ágreiningur sé á milli nefndarmanna um að krefjast áfram banns við innflutningi. Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í nefndinni, vill meirihluti nefndarinnar, fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna auk Jóns Bjarnar- sonar, þingmanns VG, taka sterkar til orða í afstöðunni til samnings- kaflans. Hún og fleiri nefndarmenn voru ósátt við að Steingrímur J. Sigfús- son, ráðherra landbúnaðarmála, hefði í óundirbúnum fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær greint frá samningsmarkmiðum Íslands en þau eru trúnaðarmál þar til þau eru kynnt fyrir fulltrúum ESB. Hún hefur því farið fram á opinn fund í utanríkismálanefnd til að ræða af- stöðuna. Tali hreint út í afstöðunni Ragnheiður segir að orðalag af- stöðunnar hafi batnað í meðförum nefndarinnar en hún sé ekki enn komin á þann stað sem hún og fleiri telji að hún eigi að vera. „Við þurfum bara að segja hlut- ina eins og þeir eru og vera skýr í þeim kröfum sem við teljum óum- semjanlegar,“ segir hún. Mörður Árnason, annar varafor- maður utanríkismálanefndar, segist ekki minnast þess að eitt samnings- afstöðuplagg hafi tekið svo langan tíma í meðförum nefndarinnar frá því hann tók sæti í henni. „Fyrir minn hatt hafa þessi fund- arhöld verið óþarflega mikil og ágreiningur mjög takmarkaður, ef nokkur. Það hefur verið deilt mjög um orðalag en enginn efnislegur ágreiningur er, hvorki á milli nefnd- armanna né við utanríkisráðherra. Fyrir mér er hefur þessi deila stað- ið um keisarans skegg, að minnsta kosti á síðari stigum,“ segir Mörð- ur. „Deilt um keisarans skegg“  Afstaða Íslands til samningskafla um matvælaöryggi á borði utanríkismála- nefndar í fleiri mánuði  Meirihluti nefndarinnar vill herða orðalag afstöðunnar Ragnheiður Elín Árnadóttir Mörður Árnason „Á síðustu stigum þessarar óheilla- ferðar veðsettu menn hjúkrunar- heimilið Eir fyrir einum og hálfum milljarði. Við eig- um eftir að semja um það hvernig staðið verður að endurgreiðslu þess láns. Það lán er í sjálfu sér ekki í neinni hættu frá sjónarhóli kröfu- hafans, vegna þess að rekst- urinn og húsið stendur fyllilega undir þessu veði. Þannig að manni þykir líklegt að komast megi að samningum um ein- hvers konar útfærslu á endur- greiðslu þess,“ segir Stefán Bene- diktsson, stjórnarmaður í hjúkrunarheimilinu Eir. „Menn voru búnir að nota allar fjármögnunarleiðir sem til greina komu. Það má sjálfsagt skrifa það að einhverju leyti á örvæntingu. Þegar það var búið voru öll sund lokuð,“ segir Stefán um aðdragandann. Milljarðar í skuldir Auk áðurnefnds veðs skuldar fé- lagið lífeyrissjóðum 3 milljarða, Íbúðalánasjóði 3 milljarða og íbúum á Eir 2 milljarða og segir Stefán að um helmingur vistmanna eigi þar í hlut. Fólkið hafi greitt ævileigu fyrir- fram án þess að hafa veð. Stefán telur félagið ráða við lánin. „Ef við finnum færa leið til að endurgjalda íbúðarréttarhöfunum þessa tvo milljarða á næstu fimm til sjö árum ættu eignir að öðru leyti að standa undir því sem eftir væri, um sex milljörðum króna.“ Stjórn Eirar stóð fyrir fundum með vistmönnum í gær og leitaði þar samþykkis þeirra fyrir því að Stefán Árni Auðólfsson lögfræðingur myndi gæta hagsmuna þeirra. „Það tengist því að það hefur orðið til óformlegt kröfuhafaráð. Þar koma að málum lífeyrissjóðir, sem Virðing Réttlæti er í forsvari fyrir, og Íbúða- lánasjóður, auk Stefáns Árna sem fulltrúa íbúðaréttarhafa. Svo eru þar ráðgjafar okkar frá KPMG og Lex lögmannsstofu, ásamt fram- kvæmdastjóra Eirar,“ segir Stefán og hefur eftir Stefáni Árna að horft sé til þess að leysa málið á nokkrum vikum. baldura@mbl.is „Öll sund voru lokuð“ Stefán Benediktsson  Stjórnarmaður ræðir vanda Eirar Stjórnvöld stefna að því að strand- siglingar geti hafist í mars eða apríl á næsta ári. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Málið hefur verið í umsagnarferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og tafist vegna þess að sögn Ögmundar en starfshópur á vegum ráðuneytis hans lagði til í byrjun ársins að sett yrði af stað tilraunaverkefni til nokkurra ára um strandsiglingar. Þegar ESA hefði afgreitt málið fyrir sitt leyti yrðu siglingarnar boðnar út í „snarhasti“. Þá kom fram í máli Ögmundar að gert væri ráð fyrir siglingu í kring- um landið einu sinni í viku með fastri viðkomu á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum og að um yrði að ræða að lágmarki 50 ferðir á ári. Boða strand- siglingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.