Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012                    !"!   # $    % &          bíllykla. Komdu við í verslun okkar í Skútuvogi 11 og kynntu þér hvað við höfum að bjóða.          ! " !                    !"!    Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Niðurstöður nýrrar launakönnunar Capacent Gallup fyrir Flóafélögin sem Morgunblaðið hefur greint frá á seinustu dögum, eru um margt slá- andi að mati forystumanna stéttar- félaganna. Launamunur kynja eykst, yfirvinna karla færist í aukana og margir eiga í fjárhagserf- iðleikum. Þá eru vísbendingar um að fólki á lágmarkstöxtum fari fjölg- andi. Stjórnendur félaganna þriggja, Eflingar stéttarfélags, Hlífar í Hafn- arfirði og Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) eru að fara yfir niðurstöð- urnar þessa dagana. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir greinilegt af könnun- inni að mun erfiðara sé fyrir fólk að lifa í samfélaginu af laununum. Svo virðist líka sem ekki sé verið að ráða fólk til starfa heldur séu starfsmenn að taka á sig lengri vinnutíma. Það á ekki síst við um karla. Í sambærilegri könnun fyrir ári kom í ljós að karlar unnu að með- altali 7 klst. yfirvinnu í viku en yf- irvinnan er núna komin í 8,9 stundir. Þessu er öfugt farið hjá konum, sem sögðust núna að meðaltali hafa unnið 3,9 tíma í yfirvinnu í liðinni viku þeg- ar könnunin var gerð. Kolbeinn bendir á að á sama tíma séu launin að þróast með þeim hætti að þau hafi hækkað töluvert meira meðal karla en kvenna. Þetta veki spurningar um hvað þarna er á ferð- inni, hvort karlar njóti frekar yfir- borgana en konur sem hafi setið eft- ir. Þá sé það mikið áhyggjuefni að launamunur er að aukast á milli kynjanna. Kolbeinn segir að vinnuá- lagið virðist aukast og sums staðar hafi starfshlutfallið verið minnkað og almennt megi líkja þessu við að starfsfólk sé bara látið hlaupa hrað- ar. ,,Hvað fjárhagsstöðu fólks varðar má sjá að það er gífurlega stór hópur okkar fólks sem á í erfiðleikum með greiðslur. Það verður að gera eitt- hvað vegna skuldavanda heimil- anna,“ segir hann. Í sumum tilvikum er verulegur munur á niðurstöðunum eftir starfs- greinum en einnig á milli verkalýðs- félaganna. Sögðust 16,1% í Eflingu hafa verið án atvinnu í einn mánuð eða lengur á sl. tveimur árum. Hlut- fallið er 20,8% hjá VSFK en 6,5% meðal félagsmanna í Hlíf. Félögin hafa látið gera sambæri- legar launakannanir í mörg ár og segir Kolbeinn niðurstöðurnar vera mjög gott veganesti fyrir félögin, ekki síst við undirbúning kjarasamn- inga. Miklir greiðsluerfiðleikar ,,Við erum rétt að byrja að skoða niðurstöður könnunarinnar. Hún er fyrir margra hluta sakir mjög merki- leg,“ segir Kristján Gunnarsson, for- maður VSFK. ,,Hér eru greiðsluerfiðleikarnir eðlilega meiri,“ segir hann og vísar til þess mikla atvinnuleysis sem er á félagssvæði VSFK. ,,Atvinnuleysið er að sverfa að okkur og tekur í á öll- um sviðum, í laununum og einkahög- um fólks, þetta bítur okkur svo sann- arlega. Atvinnuleysið er hin lamandi hönd í þessu öllu,“ segir Kristján. Eitt af því sem vekur athygli hans í samanburði milli félaganna þriggja er að meðallaun félagsmanna í VSKF, bæði dagvinnutekjur og heildarlaunin, mælast nú lægri en laun félagsmanna í Eflingu. Þessu hefur alltaf verið öfugt farið í eldri könnunum. Vinnuálagið fer vaxandi  Starfsmenn taka á sig lengri vinnutíma  „Atvinnuleysið er hin lamandi hönd“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikskóli Samkvæmt nýrri launakönnun Capacent Gallup segjast 74% leiðbeinenda á leikskólum vera ósátt við launin sín. Þróun heildarlauna Heimild: Capacent Gallup 380 370 360 350 340 330 320 310 300 290 sept.-okt. 2009 ág.-sept. 2010 sept.-okt. 2011 sept.-okt. 2012 Efling Hlíf Vfsk Heildarlaun starfsfólks í 70- 100% starfshlutfalli í þúsundum kr. á mánuði Fjölgað hefur í hópi þeirra sem segjast vera ósáttir við laun sín skv. launa- könnuninni sem gerð var fyrir Flóafélögin í haust. 51,4% segjast núna vera frekar eða mjög ósátt við laun sín en hlutfallið var tæplega 50% í sam- bærilegri könnun fyrir ári. Mikill munur er á svörum kynjanna við þessari spurningu. Þannig sögðust 59% kvenna vera ósátt við launin en 43% karla eru ósátt. Þegar svörin eru greind eftir störfum kemur í ljós að mest er óánægjan meðal leiðbeinenda á leikskólum þar sem 74% segjast vera ósátt við laun sín og meðal starfsmanna við umönnun en 67% þeirra segjast vera ósátt við laun sín. Könnunin leiðir einnig í ljós að 49,6% félagsmanna í verkalýðs- félögunum þremur segja að vinnuá- lag á þau sé of mikið. Svarendur voru spurðir í könn- uninni hvort þeir hefðu orðið fyrir einelti af hendi samstarfsfólks og/ eða yfirmanns á seinustu 12 mánuði. 15,3% sögðust hafa orðið fyrir ein- elti á vinnustað á umliðnu ári. 8,5% þeirra sögðust hafa orðið fyrir ein- elti af hálfu samstarfsfólks en 6,8% af hálfu yfirmanns eða yfirmanna. Nánast enginn munur er á kynj- unum hvað þetta varðar. 24% þeirra sem segjast hafa orðið fyrir einelti hafa leitað sér aðstoðar vegna þess. Í könnuninni kemur fram að þeim hefur fjölgað sem segjast hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á sl. 3 mánuðum. 40,8% svöruðu spurn- ingu um þetta játandi og hefur þeim fjölgað umtalsvert eða úr 38,3% fyr- ir ári. Haustið 2010 sögðust hins vegar aðeins 26% hafa verið frá vinnu vegna veikinda á umliðnum 3 mánuðum. 51,4% eru ósátt við laun sín  15,3% segjast hafa mátt þola einelti Stuðningsmiðstöð fyrir börn með alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra verður opnuð í Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi í dag. Stuðningsmiðstöðin er á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Nætur og Dags en safnað var fyrir mið- stöðinni í haust í átakinu Á allra vörum. Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu um aðkomu ríkisins að verkefninu en síðdegis, milli klukkan 16 og 18, verður opið hús í miðstöðinni. Stuðningsmiðstöðin á ekki að vera nýr meðferðaraðili heldur hjálpa fólki að samhæfa allar að- gerðir og verkefni sem fylgja veik- indum barnanna. Söfnun Yfir 100 milljónir króna söfnuðust í átakinu Á allra vörum í september. Stuðningsmiðstöð opnuð í dag Morgunblaðið/Kristinn Einar Bárðarson hefur verið ráð- inn for- stöðumaður Höf- uðborgarstofu, sem ber ábyrgð á heildarkynningu Reykjavíkur á sviði ferðamála. Staðan var auglýst í lok september og voru umsækjendur 27. Einar er 40 ára gamall en hann er vel þekktur fyrir frumkvöðla- starf sitt á sviði tónlistar og tón- leikahalds. Einar lagði stund á nám í markaðsfræðum við Háskólann í Arizona og útskrifaðist með MBA- gráðu frá Háskólanum í Reykjavík sl. vor. Einar stýrir Höfuðborgarstofu Einar Bárðarson Skipulagsfræðingafélag Íslands og skipulagsfræðideild Landbún- aðarháskóla Íslands efna til mál- þings á morgun, miðvikudag, í Nor- ræna húsinu um skipulag landnotkunar og landnýtingar á Ís- landi. Á málþinginu verður fjallað um notkun og nýtingu lands út frá ýmsum sjónarhornum með tilliti til nýrrar landsskipulagsstefnu. Málþingið hefst klukkan 13 og stendur til 16.30. Málþing um land- notkun og nýtingu STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.