Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Menn muna að með „aðildar-umsókninni einni“ áttu að verða straumhvörf til hins betra í íslenskum efnahag, að sögn sam- fylkingarforkólfa. Gerðist það?    Utanríkisráð-herra Kýpur hitti Össur í eigin og þriðju persónu í til- efni umsóknar og „hét Íslandi stuðn- ingi“.    En nú engist sjálft Þýskaland yfir hjálparbeiðni þessarar sömu Kýpur og spyr sig, að sögn Der Spiegel (skv. Evrópuvaktinni) hverjum sé verið að hjálpa með væntanlegu neyðarláni ESB til Kýpur.    Fullyrt hefur verið að lánafyrir-greiðslan til Grikklands hafi í raun átt að forða þýskum og frönskum bönkum frá að tapa á glannalegum lánveitingum.    Nú hefur þýska leyniþjónustantekið saman skýrslu um hverj- ir muni hagnast mest á 10 milljarða evra neyðarláni til Kýpur. Þar kem- ur fram að rússneskir ólígarkar og mafíósar tapi mestu ef tveir bankar á Kýpur fara á hausinn.    Evrópuvaktin minnir á að Rúss-ar hafi mikil áhrif á Kýpur vegna ógrynni innistæðna rúss- neskra borgara í kýpverskum bönkum og sumir haldi því fram, að Kýpur sé raunverulega stjórnað frá Rússlandi.    Svo segir Evrópuvaktin: „DerSpiegel segir að Angela Merkel sé í vanda vegna þessara upplýs- inga. Eiga kjarnaríkin á evrusvæð- inu að taka að sér að koma í veg fyrir að ólígarkar og glæpamenn í Rússlandi tapi fé? Með hvaða rök- um ætli það verði rökstutt?“ Össur Skarphéðinsson Flottur félagsskapur STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.11., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 2 rigning Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 8 súld Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 7 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 léttskýjað París 8 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 6 skúrir Moskva 7 skúrir Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Montreal 2 skýjað New York 4 skýjað Chicago 5 alskýjað Orlando 22 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:29 16:55 ÍSAFJÖRÐUR 9:49 16:44 SIGLUFJÖRÐUR 9:33 16:27 DJÚPIVOGUR 9:02 16:20 Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi alþing- ismaður og fram- kvæmdastjóri, lést 3. nóvember á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja í Keflavík. Hann var 74 ára að aldri. Jóhanns var minnst á Alþingi í gær. Hann fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1938, sonur hjónanna Einvarðs Hallvarðssonar, starfsmannastjóra Landsbanka Íslands, og Vigdísar Jóhannsdóttur, hús- móður. Að loknu prófi við Samvinnuskól- ann árið 1958 hóf Jóhann störf í fjármálaráðuneytinu og starfaði þar til ársins 1966 þegar hann var ráðinn bæjarstjóri á Ísafirði. Árið 1970 tók hann við starfi bæj- arstjóra í Keflavík og gegndi því til ársins 1980. Jóhann var kjörinn á Alþingi árið 1979 fyrir Framsókn- arflokkinn í Reykja- neskjördæmi og sat á þingi til 1983 og síðan aftur árin 1987-1991 og 1994-1995. Hann sat um árabil í stjórn Hitaveitu Suðurnesja og var formaður stjórnar 1975-1979. Hann var formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs 1970-1980 og síðar framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð- urnesja og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Guðný Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Gunnar, Einvarður og Vigdís. Andlát Jóhann Einvarðsson Umferð á höfuðborgarsvæðinu var 3,8 prósentum meiri nú í október en í sama mánuði í fyrra. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar er þetta meiri aukning en búist var við eftir að tölur fyrir september lágu fyrir en gert hafði verið ráð fyrir 2,2 prósenta aukningu í október frá árinu áður. Akstur frá áramótum er nú 1,4 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Ekki hefur orðið aukning á því tímabili á milli ára síðan árið 2008. Vegagerðin gerir nú ráð fyrir að akstur á landinu öllu aukist um 0,5 prósent frá því í fyrra. Það yrði í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem akstur ykist á milli ára. Sá fyrirvari er þó á tölum Vegagerðarinnar fyrir þetta ár að þær séu órýndar. Gert ráð fyrir meiri umferð á þessu ári Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.