Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bifreið valt í Rangárvalla- sýslu aðfaranótt sunnudags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans. Alls sex farþegar voru í bílnum sem valt á Akureyjarvegi í Land- eyjum um klukkan þrjú um nóttina og voru þeir allir fluttir á sjúkra- húsið á Selfossi. Einn farþeginn, maður á þrítugsaldri, reyndist al- varlega slasaður og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelg- isgæslunnar, sem kölluð var út á fjórða tímanum. Fólkið var á leið heim af dansleik í Njálsbúð þegar slysið bar að en lögregla sagði engan grun liggja fyrir um ölvun. Engin hálka var á veginum en nokkur lausamöl. Útskrifaður af gjörgæsludeild Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er framkvæmd upp á 350 til 400 milljónir króna í liðlega 600 manna þorpi og er því tvöfalt meiri framkvæmd er Harpa var í Reykja- vík, miðað við höfðatölu. Munurinn er sá að hér framkvæmum við fyrir hlutafé, íbúar verða ekki krafðir um greiðslu kostnaðarins,“ segir Ólafur Sæmundsson, eigandi verktakafyr- irtækisins TVT ehf. og bygging- arstjóri hótelbyggingarinnar á Pat- reksfirði. Framkvæmdir við að breyta hús- næði gamla frysti- og sláturhússins á Patreksfirði í hótel gengur sam- kvæmt áætlun og er áætlað að opna hótelið í maí eða júní. Við verkið vinna 12-15 menn í vetur og skapar það umtalsverð umsvif í þorpinu. Það mun rekstur Fosshótelsins einnig gera þegar hann hefst. „Það hefur vantað hótel hér sem getur tekið við gestum úr heilli rútu. Vel gengur að bóka fyrir sumarið. Fólk hefur þegar ráðið sig til starfa í vor og er að leita að húsnæði til að búa í,“ segir Ólafur. Þá eru framkvæmdirnar töluverð andlitslyfting fyrir þorpið því slát- urhúsið hefur staðið hlutverkalaust í fimmtán ár og ekki verið til prýði. „Núna er verið að gera því til góða, samfélaginu og þorpinu okkar.“ Þorpið mitt Ólafur er Patreksfirðingur en hef- ur búið á höfuðborgarsvæðinu í rúm tuttugu ár. Hann hefur þó tekið að sér verk á Patreksfirði og víðar um land. „Ég ólst upp við frystihúsið, það var minn leikskóli og vinnuskóli. Maður fylgdist með þegar karlarnir lönduðu fiski og gerðu að aflanum, fór að vinna í frystihúsinu sem ung- lingur og seinna að læra iðnina þegar frystihúsinu var breytt í sláturhús,“ segir Ólafur sem er nú að vinna að þriðju breytingunni á húsinu. Hann vann við að breyta því í sláturhús á sínum tíma og síðar þegar þar var komið upp rækjuvinnslu um tíma. Hann flutti suður 1989 þegar lang- varandi hnignunarskeið hófst með því að togarinn fór og stór hluti kvót- ans. „Það var lítið fyrir smiði að gera,“ segir Ólafur. Nú horfir allt til betri vegar. Nýtt laxeldisfyrirtæki skapar störf á staðnum, útgerðarfélögin virðast ganga vel og almenn bjartsýni ríkir í samfélaginu. Fasteignaverð hefur heldur hækkað með aukinni eft- irspurn. „Patreksfjörður er þorpið mitt og mér þykir vænt um að fá að taka þátt í umskiptunum,“ segir Ólafur Sæmundsson. Byggingarstjóri Ólafur Sæmundsson er ánægður með að fá að taka þátt í endurreisn gamla þorpsins síns, Patreksfjarðar. Gaman að taka þátt  Byggingarstjóri segir að framkvæmdir við hótel hafi tvöfalt meiri áhrif á Patreksfirði en bygging Hörpu hafði í Reykjavík Lagfæring Patreksfjörður fær andlitslyftingu með lagfæringum á gamla sláturhúsinu. Þar verður opnað Fosshótel Patreksfjörður á komandi vori. Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Verð kr. 99.900 Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast Blandarinn sem allir vilja! Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för tveggja ökumanna í gær sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var stöðvaður í Grindavík en hinn í Reykjanesbæ. Þá lentu tveir bílar í árekstri á Hringbraut í Reykjanesbæ í gær og skemmdust bílarnir töluvert. Enginn slasaðist hins vegar í árekstrinum, að sögn lögreglu. Hjólbörðum var stolið undan bifreið sem stóð í Gilsbúð í Garða- bæ í hádeginu í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið var að taka tvo hjólbarða undan bifreið- inni þegar lögregla kom á vett- vang. Upp úr klukkan eitt í gær var tilkynnt innbrot í bifreið sem stóð við Gnoðarvog. Fíkniefnaakstur, hjólbarðastuldur, árekstur og innbrot Ekið var á barn á mótum Langholts- vegar og Laugarásvegar skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins var barnið ekki alvarlega slasað. Barnið lenti undir bifreiðinni og var það flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. Mjög mikill erill var í sjúkraflutn- ingum hjá slökkviliðinu eftir hádegi í gær en undanfarna daga hefur slökkviliðið farið í mörg hundruð sjúkraflutninga. Mikill erill í sjúkraflutningum Morgunblaðið/Júlíus Slys Nóg hefur verið að gera hjá sjúkra- flutningamönnum síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.