Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012
✝ Guðný AnnaJónasdóttir
fæddist á Ísafirði 4.
júlí 1937. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 30.
október 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína Al-
bertsdóttir, f. 25.6.
1904, d. 29.1. 1988,
og Jónas Kristinn
Guðjónsson, f. 16.4.
1906, d. 10.4. 1981. Alsystir Guð-
nýjar er Margrét Kristín Jón-
asdóttir, f. 1936. Systkini sam-
mæðra: Albert Karl Sanders, f.
1929, Kristján Hilmar Lyngmó, f.
1931. Systkini samfeðra: Anna
Jónasdóttir, f. 1927, Svanfríður
Vigdís Jónasdóttir, f. 1928, Ólína
Ketilríður Jónasdóttir, f. 1930,
Jensína Rósa Jónasdóttir, f. 1932,
Högni Jónasson, f. 1933, Kristján
Jónasson, f. 1934.
Þegar Guðný var tveggja ára
skildu foreldrar hennar og þá
flutti hún ásamt móður sinni og
systur á Bakkana í Albertshús, til
Guðnýjar ömmu sinnar sem bjó
þar ásamt Herdísi móðursystur
sauma hjá klæðskera. Það átti
eftir að nýtast henni vel, því
seinna vann hún mikið við
saumaskap.
Fyrri eiginmaður Guðnýjar
var Jón Barðason Jónsson, f.
1934, d. 1998. Þau eignuðust
soninn Barða hinn 8.7. 1959;
maki Lena Jonsson. Börn þeirra
eru: a) Jonas, b) Oskar, c) Elin.
Seinni eiginmaður Guðnýjar er
Stefán J. Kristinsson bifreiða-
stjóri. f. 14.5. 1933. Foreldrar
hans voru Ragnhildur Stefáns-
dóttir, f. 1896, d. 1975, og Guð-
mundur Kristinn Jónsson, f.
1896, d. 1964. Dætur Guðnýjar
og Stefáns eru: 1) Ragnhildur, f.
1970; maki Sigurgeir Steinar
Þórarinsson. Börn þeirra eru: a)
Þórarinn Leifur, hans dóttir er
Laufey Dís. b) Svala Sif, sam-
býlismaður hennar er Samúel
Samúelsson. c) Hlynur Freyr. d)
Stefán Kristinn. e) Jórunn Inga.
2) Ingibjörg Sif, f. 1974; maki
Kjartan Þór Eiríksson. Börn
þeirra eru: a) Guðni. b) Kári. c)
Hildigunnur.
Guðný og Stefán bjuggu í
Keflavík. Þar vann Guðný
heima við saumaskap, einnig
vann hún við umönnunar- og af-
greiðslustörf.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
þriðjudaginn 6. nóvember 2012,
og hefst athöfnin kl. 13.
Guðnýjar. Jónína
var sjúklingur svo
að saman sáu þær
um uppeldi
barnanna. Það var
oft þröngt í búi en
heimilið var mjög
ástríkt. Þegar
Guðný var fimm ára
var hún send í fóstur
til Sigurrósar (Rósu)
Kristjánsdóttur og
Ingólfs Arngríms-
sonar á Þingeyri. Þá myndast
sterk tengsl við systur Rósu,
Ingibjörgu Kristjánsdóttur, Sig-
urð Guðmundsson manninn
hennar og synina tvo, Högna og
Hermann, sem urðu bestu leik-
félagar Guðnýjar og nánast eins
og bræður hennar. Þegar Guðný
var sjö ára flutti hún með fóstur-
fjölskyldu sinni til Hafn-
arfjarðar. Á sumrin fór hún í
sveit að Hvammi í Kjós, þar sem
hún undi sér afar vel. 15 ára
flutti hún svo aftur vestur. Bjó
fyrst hjá ættingjum en leigði svo
fljótlega herbergi og fór að vinna
fyrir sér. Á þessum tíma lærði
hún að teikna föt, búa til snið og
Elsku mamma mín, ég sit hér
með sorginni og hugsa til þín. Ég
er í senn sorgmædd og fegin. Mér
finnst þú hefðir átt að fá miklu
lengri tíma hér hjá okkur en síð-
asta árið þitt var þér erfitt þar
sem krabbinn var þar í aðalhlut-
verki. Þú varst alltaf svo sterk,
fékkst aldrei verki, bara seyðing,
það var ekki þinn stíll að kvarta.
Barnabörnin eru öll í sárum.
Þau eiga minningar um frábæra
ömmu sem var alltaf tilbúin að
leika við þau. Dansa, róla, sand-
kassinn, bústaðurinn, sitjandi á
gólfinu í alls kyns leikjum.
Manstu þegar þú varst hvalur og
veiðin var tonn kíló á bala eða
þegar þú renndir þér 72 ára niður
rennibrautina á KFC.
Lífið er ósanngjarnt en ég hef
kosið að einbeita mér að því sem
ég má vera þakklát fyrir. Þið
pabbi gerðuð allt til þess að okkur
systkinunum liði vel, byggjum við
öryggi og ást. Þú varst Vestfirð-
ingur og stolt af því. Þið Geiri
minn smulluð saman strax þegar
þið sátuð tvö yfir kaffibolla og
rædduð málin. Honum fannst þú
frábær, það væri svo gott að tala
við þig, ekkert að fara í kringum
hlutina heldur talaðir bara af
fullri hreinskilni og á vestfirsku.
Þar með voruð þið orðnir vinir.
Ferðalögin okkar um landið.
Vestur til Maggýjar systur þinn-
ar. Tjarnargatan, Baldursgarður-
inn, þú úti í garðinum að nostra
við blómin. Þú elskaðir að hugsa
um garðinn. Elskaðir bækur,
kenndir mér að meta þær.
Kraftur er lýsingarorð sem
hentar þér. Þú varst alltaf að,
rösk, afkastamikil og dugleg,
þoldir ekkert hangs, vildir drífa
hlutina af. Þið byggðuð Baldurs-
garðinn og þar vannst þú ýmis
verk. Vaktir undrun iðnaðar-
manna þegar þú gafst upp á bið-
inni eftir þeim og settir sjálf nátt-
úrusteininn á arininn og
baðherbergið var flísalagt í hólf
og gólf. Þú sagðir oft með stolti að
maðurinn sem lánaði þér skurð-
hnífinn hefði varað þig við að
þetta væri ekki einfalt verk. Svo
þegar hann sótti hnífinn þá hefði
hann dæst og sagt að margur iðn-
aðarmaðurinn gæti tekið sér þig
til fyrirmyndar.
Saumavélin kemur líka upp í
hugann. Oft vaknaði ég við hana
að morgni og sofnaði við hana á
kvöldin. Þær voru þó nokkrar
konurnar sem komu til þín til að
fá saumuð föt, brúðarkjóla, kjóla
fyrir fegurðarsamkeppnir. Svo
kom nú fyrir að mig langaði í ný
föt en þau voru ekki til í búðinni,
annaðhvort var það sniðið eða lit-
urinn sem hentaði ekki, og þá
settist þú með rissblokk og hlust-
aðir. Svo var ég í nýjum fötum
daginn eftir sem smellpössuðu og
voru nákvæmlega eins og ég hafði
hugsað mér. Ég fattaði ekki þá
hvílíkur lúxus það var að eiga
svona mömmu, tók þetta bara
sem sjálfsagðan hlut. Sumarbú-
staðurinn Loftsstaðir í Oddsholti
varð svo sælureiturinn ykkar
pabba. Margar minningar eru
þaðan. Mikið verður tómlegt og
skrýtið að fara þangað án þín. En
jafnframt gott að eiga allar góðu
minningarnar. Afslöppun, hlátur,
bækur, huggulegheit í sólinni og
blessuð blómin þín og trén.
Nú er ég viss um að þér líður
vel, ert komin til hennar Guðnýj-
ar ömmu þinnar og allra hinna
sem þér þótti vænt um og fóru á
undan þér í sumarlandið. Guð
geymi þig mamma mín, við hitt-
umst aftur síðar.
Ragnhildur.
Þá er mamma farin. Komin á
þann stað sem hana dreymdi um
að komast á, síðustu daga lífs síns.
Mamma var strax ákveðin og
dugleg frá unga aldri og þeir eig-
inleikar hjálpuðu henni eflaust við
að komast í gegnum margar þær
þolraunir sem hún upplifði í æsku.
Það fór fljótt að reyna á hana sem
einstakling og hefur það átt stór-
an þátt í því að hún varð eins
sterk og sjálfstæð og hún var.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar hugsað er til
mömmu er dugnaður. Hún var
mjög kraftmikil kona sem vílaði
ekki fyrir sér að ganga í hlutina.
Við systkinin ólumst upp við að
ekkert væri sjálfsagðara en að
mömmur legðu flísar, kork á eld-
húsgólfið eða gengju í önnur verk
sem þóttu á þeim tíma frekar vera
karlmannsverk. Mamma var
nefnilega þannig að það átti ekk-
ert sérlega vel við hana að bíða
eftir því að einhver annar gerði
hlutina. Þegar henni þótti biðin
löng, gekk hún í hlutina sjálf og
kláraði verkið af vandvirkni og
með miklum sóma. Þessi fyrir-
mynd var mikils virði fyrir okkur
börnin hennar og kannski einmitt
vegna þess að það var aldrei haft
orð á því á okkar heimili að þetta
væri óvenjulegt. Þetta þótti bara
eðlilegt. Mamma var góð fyrir-
mynd í mörgu. Hún var kona sem
sagði alltaf sína skoðun. Hún var
óhrædd við rökræður, jafnvel
þótt hún vissi að þær færu ekki
saman við skoðanir viðmælanda
síns. Þegar rætt var um pólitík
voru foreldrar okkar svo sam-
stiga í sínum skoðunum að þau
gátu oft klárað setningar hvort
annars.
Mamma hafði mikinn áhuga á
hvers kyns hönnun. Hún saumaði
mikið, fyrir fjölskylduna og aðra
og minnist ég ýmissa tímabila
tengdra ólíkri tísku. Ég átti til
dæmis kjólföt eftir hana sem voru
appelsínugul og græn, í neonlit-
um. Og svo tíndi maður af sér
pallíetturnar sem límdust við
mann og fóru um allt þegar hún
var að sauma kjólana á fegurðar-
dísirnar. Hún hafði líka gaman af
að teikna upp hluti og svæði sem
þurfti að breyta og var með gott
auga fyrir slíku. Þessum áhuga
fundum við Kjartan mikið fyrir
við hönnun hússins okkar.
Mamma hafði sérstakt yndi af
garðyrkju og öllu henni tengdu.
Henni þótti fátt skemmtilegra en
að hlúa að garðinum sínum og
ræddum við oft þetta sameigin-
lega áhugamál okkar.
Það sem upp úr stendur þegar
horft er um öxl, er hvað mamma
var góð manneskja. Hún studdi
okkur í því sem við tókum okkur
fyrir hendur hverju sinni og hafði
óbilandi trú á okkur. Þegar
barnabörnin komu opnaðist síðan
ný vídd af ást, umhyggju og stolti.
Í hennar huga var ekkert yndis-
legra til en þau. Hún sinnti
ömmuhlutverkinu í algjöru sam-
ræmi við þessar tilfinningar.
Börnin okkar Kjartans voru svo
heppin að búa nálægt ömmu og
afa og nutu sannarlega góðs af
því. Ófáar stundirnar sat hún með
þeim á gólfinu í alls kyns leikjum.
Guðni og Kári, strákarnir okkar,
nutu þess sérstaklega þar sem
þeir áttu góðan tíma með ömmu
þegar hún var heilsuhraust.
Hildigunnur fékk styttri tíma
með ömmu sinni, en þó dýrmætan
og lýsir það mömmu vel að þrátt
fyrir veikindin í sumar settust
þær að leik í sandkassanum góða í
sveitinni. Guð geymi elsku
mömmu mína.
Ingibjörg Sif.
Ég og amma vorum alltaf svo
góðir vinir. Við lékum okkur oft
saman þegar ég var lítill. Mér
þótti alltaf svo vænt um ömmu.
Hún var svo góður vinur minn.
Stundum fór ég með henni upp í
sumarbústað og það var rosalega
gaman. Þá lék ég mér alltaf við
hana í sandkassanum. Amma var
mjög góð kona.
Guð geymi þig amma mín.
Kveðja,
Guðni.
Á lífsleiðinni erum við svo
heppin að rekast á manneskjur
sem hafa mikil jákvæð áhrif á
okkar líf. Manneskjur sem eru
hlaðnar af góðum gildum sem við
hin getum lært og tileinkað okk-
ur. Manneskjur sem hafa það
hugarfar að ekkert sé ómögulegt
og eru ávallt tilbúnar að taka
slaginn hversu lítill eða stór sem
sá slagur er. Manneskjur sem
veita okkur innblástur og stuðn-
ing til að takast á við okkar við-
fangsefni. Manneskjur sem gera
okkur að betri manneskjum.
Ein af þeim manneskjum er
Guðný. Hjartahlý og ósérhlífin
baráttukona sem aldrei gafst upp.
Við kynni af slíkri konu skiljum
við betur hvaða merkingu eilíft líf
hefur. Við skiljum að allt það sem
hún gaf okkur mun lifa áfram sem
hluti af hennar lífi og okkar hlut-
verk er að flytja það áfram á milli
kynslóða.
Elsku Guðný, þín er sárt sakn-
að af okkur öllum. Við munum
halda áfram að hlúa að því sem þú
færðir okkur og kenndir um
ókomna tíð.
Kjartan.
Guðný Anna
Jónasdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma, þú varst best í
heimi. Þegar ég var lítill
lékum við oft saman með
dótið og í sandkassanum.
Ég elska þig.
Kveðja,
Kári.
Elsku amma.
Takk fyrir að vera alltaf
svona góð við okkur.
Guð geymi þig.
Stefán Kristinn
og Jórunn Inga.
✝ Erlingur Dags-son fæddist á
Baugsstöðum,
Stokkseyr-
arhreppi, 7. nóv-
ember 1914. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 26. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Dagur Brynj-
úlfsson, bóndi í
Gaulverjabæ, f. 8.
janúar 1879, d. 10. desember
1963, og Kristrún Guðjónsdóttir
frá Eyrarbakka, f. 10. júní 1895,
d. 13. janúar 1976. Hálfsystkini
Erlings, sammæðra, eru Jón
Ragnar Kjartansson, f. 24. okt.
1919, Hjálmar Kjartansson, f.
14. mars 1922, d. 7. okt. 2007,
Ingunn Kjartansdóttir, f. 24.
maí 1923, d. 4. sept. 2000, Ragn-
heiður Kjartansdóttir, f. 7. maí
1925 og Kjartan Ármann Kjart-
ansson, f. 30. des. 1930. Hálf-
systkini Erlings, samfeðra, voru
Brynjúlfur, f. 9. sept. 1905, d. 23.
feb. 1963, Bjarni, f. 22. jan. 1908,
d. 30. ágúst 1908, Sigrún, f. 10.
júní 1909, d. 4. mars 1929, Guð-
rún Ingibjörg, f. 2. nóv. 1911, d.
26. sept. 1988, Bjarni, f. 5. sept.
1915, d. 9. maí 2003 og Dagur, f.
3. jan. 1920, d. 5 maí 2008.
Eiginkona Erlings var Ragn-
konardóttur (skildu), f. 21. apríl
1955. Þau eiga þrjú börn og tvö
barnabörn. Grétar Örn, f. 8.
september 1960, maki 1 Hjördís
Kristjánsdóttir (skildu), f. 6.
febrúar 1960. Þau eiga tvö börn.
Maki 2 Guðrún Ólafsdóttir
(skildu), f. 6. desember 1963,
Þau eiga eina dóttir. Sambýlis-
kona Bryndís Anna Bjarnadótt-
ir, f. 20. janúar 1969.
Erlingur ólst upp hjá móð-
urömmu sinni Ingunni Guð-
mundsdóttur, fyrstu árin á
Baugsstöðum í Stokkseyr-
arhreppi en síðar í Reykjavík og
var þar öll skólaárin. Hann lauk
burtfararprófi frá Versl-
unarskólanum og vann við ýmis
verslunarstörf í Reykjavík og
um tíma hjá Kaupfélaginu á
Hvolsvelli en fluttist svo til
Reykjavíkur og var gjaldkeri og
síðar aðalbókari hjá Vegagerð
ríkisins. Hann sá einnig um bók-
hald fyrir Landmælingar Ís-
lands um árabil. Erlingur tók
þátt í stofnun Langholtssafn-
aðar og söng í kirkjukórnum í
mörg ár, einnig var hann félagi í
Karlakór Reykjavíkur. Hann
gekk snemma í Oddfellowregl-
una og var þar virkur félagi í yf-
ir fimmtíu ár. Síðustu árin var
hann í Ara fróða, sem hann tók
þátt í að stofna.
Útför Erlings fer fram frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 6.
nóvember 2012, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
heiður Jónsdóttir,
fædd í Laug-
arvatnshelli í Reyð-
armúla, 4. apríl
1919, d. 28. júní
2006. Foreldrar
hennar voru Jón
Þorvarðsson, bóndi
frá Mið-Með-
alholtum í Gaul-
verjabæjarhreppi,
f. 3. ágúst 1891, d.
28. febrúar 1982 og
kona hans Vigdís Helgadóttir, f.
20. september 1898, d. 18. ágúst
1975. Erlingur og Ragnheiður
giftu sig 1. október 1939 og
eignuðust þau sex börn, þau eru:
Þór Ingi, f. 18. ágúst 1940, maki
Margrét Sigurðardóttir, f. 26.
maí 1944. Þau eiga þrjá syni og
sex barnabörn. Vigdís, f. 29. júlí
1943, maki Steinar Hólm Geir-
dal, f. 4. janúar 1938. Þau eiga
þrjú börn og níu barnabörn.
Kristrún, f. 19. janúar 1949, var
gift John Robert Romano
(skildu), f. 31. júlí 1948. Þau
eignuðust þrjá syni og eru tveir
á lífi og eitt barnabarn. Jón
Sverrir, f. 31. maí 1952, maki
Kristín Stefánsdóttir, f. 28. júlí
1952. Þau eiga tvær dætur og
fjögur barnabörn. Kjartan
Ragnar, f. 14. ágúst 1956 var
kvæntur Kolbrúnu Há-
Sæll afi minn.
Þá er þessi kafli búinn og ekki
var hann nú stuttur. Það tæki
endalausan tíma að telja upp allt
það sem hefur gerst og þú upp-
lifað síðan 1914, en eins og með
svo margt þá eru það gæðin sem
teljast en ekki endilega magnið.
Ég veit að í þínum augum voru
gæðin farin að minnka og þú sagð-
ist tilbúinn til að fara. En í mínum
augum og minna barna þá voru
gæðin enn til staðar og ég hlakk-
aði til að hitta þig í hvert sinn er ég
heimsótti Ísland. Ég var meira að
segja farinn að hlakka til 100 ára
afmælisins og geri enn. Það verð-
ur bara að hafa það þó ég hitti þig
ekki í persónu þar, þú verður með
mér og ég með þér á annan hátt.
En ég mæti, ég lofa því.
Þó að í undanfarin skipti hafi ég
kvatt þig eins og hvert þeirra væri
það seinasta, þá var það sárt að fá
símtalið frá Íslandi um að afi væri
dáinn. Það eru endalausar minn-
ingar sem streyma fram í hugann
þegar hugsað er til baka, Barða-
vogurinn eins og hann leggur sig.
Úti í garði, inni að leika, kjallar-
inn, allt gamla dótið, orgelið, lykt-
in, bílskúrinn, dekkið bak við skúr,
gosið í hitakompunni og svo auð-
vitað græjurnar í stofunni sem
mér fannst alltaf heillandi. Ævin-
týraheimur fyrir stækkandi putta.
Ég gleymi því aldrei hvernig þú
varaðir mig við efri árunum og
hvattir mig til að gera hlutina áður
en ég yrði of gamall til þess. Ég
var að skoða bókasafnið ykkar
ömmu og við vorum að spjalla um
hinar og þessar bækur og bóka-
titla (það var það eina sem ég
nennti að lesa þá) þegar talið barst
að ellinni. Ég sagðist öfunda þig af
því að þú hefðir nægan tíma til
fjallgangna og bókalesturs en þú
settir í brýrnar og baðst mig inni-
lega um að byrja lesturinn strax,
því litlir hlutir eins og að lesa góða
bók upp í rúmi og labba upp um
fjöll og firnindi væru erfiðari held-
ur en þeir litu út fyrir að vera þeg-
ar hendur og fætur væru farin að
lúna. Ég tók þig á orðinu varðandi
bækurnar, fjallgöngur eru aftur á
móti erfiðar hér í Danmörku.
Það er með mikilli sorg en líka
stolti sem ég kveð þig. Þú gerðir
mig að ríkara barni, ríkari manni.
Njóttu næsta kafla, afi minn og ég
hlakka til að hitta þig næst þegar
nútíðin tilheyrir fortíðinni.
Sigurður Rúnar Þórsson.
Það er engin leið að minnast afa
unglings, eins og börnin mín kalla
Erling Dagson, eða afa í Barða-
vogi án þess að minnast um leið
ömmu í Barðavogi. Amma dó fyrir
sex árum og afi fyrir nokkrum
dögum. Þegar ég var að alast upp
voru amma og afi órjúfanlegur
þáttur hins daglega lífs. Alltaf
þegar við áttum leið í bæinn var
komið við í Barðavoginum. Ekki
bara stundum og ekki bara þegar
það hentaði eða þegar einhver var
heima, nei alltaf. Ef enginn var
heima var bara náð í lykilinn í bíl-
skúrsglugganum og farið inn, sett
upp kaffi og súkkulaðikakan sett á
disk. Ef amma og afi komu ekki
fljótt þá kom alltaf einhver annar
úr fjölskyldunni. Barðavogurinn
var nefnilega órjúfanlegur þáttur í
lífi fjölskyldunnar. Þótt eldhúsið
væri lítið og eldhúsborðið minna
voru alltaf allir í eldhúsinu. Þar
var heitt og gott og þar var líka
amma.
Alltaf að hella upp á, bjóða
meira og þvo upp bolla og diska,
jafnvel á milli rétta. Afi sat stóísk-
ur við gluggann og maulaði mjólk-
urkex á milli þess sem hann saug
molann. Skrítið hvernig amma og
afi og eitt hús geta skapað sam-
heldni, hlýju og alveg óendanlega
vellíðan. Það var nefnilega þannig
að það var hvergi betra að vera en
hjá afa og ömmu í Barðavogi.
Hvergi. Þess vegna voru öll boð
alltaf þar. Þess vegna voru jóla-
boðin til miðnættis. Það vildi ein-
faldlega enginn fara heim.
Afi byggði húsið á sínum tíma,
leigði meirihluta þess út í mörg ár
til að ná endum saman. Amma og
afi bjuggu bara í stofunni með
krakkaskarann. Ýmislegt hlýtur
þá að hafa gengið á. Afi var sístrit-
andi. Alltaf að dytta að. Skipulag
verkfæra og timburs í bílskúrnum
átti heima í Húsum og híbýlum,
maður gat yfirleitt gengið að hon-
um þar ef hann var ekki uppi á
þaki eða að færa bókhald. Hann
bjó til skúffuskápa úr gömlum
tóbaksdósum og skrúfugeymslur
úr sultukrukkum. Hann var enn
að skipuleggja næsta árs viðhald
þegar hann var kominn fast að ní-
ræðu og fyrirséð að húsið yrði
selt.
Þegar afi fór á eftirlaun fór
hann á tölvunámskeið, keypti sér
tölvu og fór að sjá um bókhald fyr-
ir fyrirtæki. Hann hófst þá líka
handa við að byggja sumarhús við
Langavatn. Svo fór hann að gróð-
ursetja og sagði lúpínunni stríð á
hendur. Kannski var afi ofvirkur?
Maður áttaði sig ekki á hvað
þetta var allt dýrmætt fyrr en það
hvarf. Hvað það skipti miklu máli
að amma og afi voru eins og þau
voru, hvernig þau bættu hvort
annað upp, hversu samheldin þau
voru og hvernig þeim tókst að
byggja upp og viðhalda fjölskyld-
unni.
Í einni heimsókn til afa á
Hrafnistu, þar sem hann dvaldi
síðustu árin, sagði ég honum frá
vandræðum mínum við að henda
bókum. Það kom blik í augun á afa
þegar hann sagði; Þú mátt aldrei
henda bókum. Allar hans verald-
legu eignir voru þá í skáp og skrif-
borði. Hann teygði sig í gamla
slitna kilju og sýndi mér. Þegar ég
les þessa bók ferðast ég til baka til
þess tíma þegar ég las hana fyrst.
Þá var ég nítján í sveitinni, það
eru töfrar í bókum, líka þessum
minna merkilegu.
Síðan hef ég ekki hent bók.
Sverrir Geirdal og fjölskylda.
Erlingur Dagsson