Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 laugardaginn 24.nóvember. Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heim- sækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. SÉRBLAÐ Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19.nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is Uppáhalds jólauppskriftirnar.• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að• borða á aðventu og jólum. Villibráð.• Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.• Smákökur.• Eftirréttir.• Jólakonfekt og sælgæti.• Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir• þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Vínin með veislumatnum í ár• Gjafapakkningar.• Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu• og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar.• Jólagjafir• Heimagerð jólakort.• Jólaföndur.• Jólabækur og jólatónlist.• Jólaundirbúningur með börnunum.• Margar skemmtilegar greinar sem• tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. MEÐAL EFNIS: – Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað JÓLABLAÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis kom saman til fundar í gær þar sem rammaáætlunina bar á góma. Stuttur tími var tekinn til umræðu að þessu sinni en líklegt er að samþykkt verði sú beiðni minnihlutans að kalla fleiri gesti fyrir nefndina á sameigin- legum fundi með atvinnuveganefnd þingsins. Mörður Árnason, framsögumaður tillögunnar fyrir hönd meirihlutans, segist gera sér vonir um að málið kom- ist út úr nefndinni í þessari eða næstu viku. Í stuttri umræðu á fundinum í gær hafi aðallega verið leitað eftir al- mennri afstöðu nefndarmanna. Fulltrúar minnihlutans hafi viljað fá að ræða málið nánar. „Mín afstaða sem framsögumanns er sú að lokaniðurstaðan verði að mæla með samþykkt tillögunnar óbreyttrar. Það voru ekki allir mættir á fundinn og við ákváðum að hafa málið á dagskrá næsta fundar þannig að menn gætu sagt hug sinn í þessu efni,“ segir Mörð- ur. Hann segir töluverða vinnu við nefndarálitið, enda sé um stórt mál að ræða. Þó að frestur til að kalla á gesti fyrir nefndina hafi verið liðinn segist Mörður hafa rætt um það við formann nefndarinnar, Guðfríði Lilju Grétars- dóttur, að verða við ósk minnihlutans. „Ég veit hins vegar ekki hvaða gestir það eru, hef ekki séð þann lista ennþá.“ Birgir Ármannsson, einn fulltrúa minnihlutans í nefndinni, segir lítið hafa komið út úr fundinum í gær. Hann bindur vonir við að frekari um- ræða náist á sameiginlegum fundi með atvinnuveganefnd. Ljóst sé að meiri- hlutinn sæki það stíft að málinu fari að ljúka í nefndinni. „Ef tillagan fer óbreytt frá nefndinni, þá er málið enn í sama ágreiningi og áður,“ segir Birgir. Rammaáætlun áfram í nefnd  Engin niðurstaða á nefndarfundi í gær  Rætt sameiginlega með atvinnunefnd  Fleiri gestir líklega kallaðir til  Framsögumaður mælir með óbreyttri tillögu Birgir Ármannsson Mörður Árnason Útlit er fyrir að milljónatjón hafi orðið þegar of hárri spennu var hleypt á dreifikerfi RARIK í Suður- Þingeyjarsýslu um helgina með þeim afleiðingu að raftæki, bæði á heimilum og í fyrirtækjum skemmdust. Að sögn Péturs Vopna Sigurðs- sonar hjá RARIK á Norðurlandi liggja frekari upplýsingar um tjón- ið ekki fyrir fyrr en tjónatilkynn- ingar byrja að berast. Fyrirtækið taki við tilkynningunum frá við- skiptavinum sínum en svo eigi eftir að útkljá hver sé bótaskyldur. „Það sem virðist hafa gerst er að það verður skammhlaup í aðveitu- stöðunni í Laxá, trúlega vegna seltu, á laugardag. Þá leysir út Kópaskerslína 1 og vélar í Laxá. Þegar vélarnar voru ræstar og straumi komið til notenda á svæð- inu hefur orðið skammvinn spennu- hækkun í kerfinu,“ segir Íris Bald- ursdóttir, deildarstjóri kerfisstjórnar og markaðar hjá Landsneti. Hún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mikilli spennu hafi verið hleypt á kerfið en verið sé að greina atburðarásina. Farið verði yfir málið með RARIK og Lands- virkjun á næstunni. kjartan@mbl.is Of há spenna fór á kerfið Sóttvarnalæknir hefur hingað til ekki mælt sérstaklega með því að fullorðn- ir verði bólusettir gegn kíghósta, jafn- vel þótt kíghósti hafi greinst í sam- félaginu. Hins vegar er sjálfsagt að bólusetja þá sem fara fram á slíkt, stendur í tilkynningu frá landlæknis- embættinu. Kíghósti hefur greinst í níu ung- börnum í ár. Til samanburðar greind- ist ekkert ungbarn með kíghósta í fyrra. „Núna er greinileg sveifla í gangi í kíghóstatilvikum en ekki hægt að segja að stór faraldur sé í gangi. Það eru alltaf sveiflur frá ári til árs. Kíghóstinn er þannig að hann fór aldrei alveg, þrátt fyrir bólusetningu. Sem betur fer eru stóru kíghóstafar- aldrarnir sem gengu hér yfir horfnir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir. Ekkert ungbarn hefur látist hér á landi vegna kíghósta frá 1958, þá lét- ust tvö börn. „Eftir það tóku Íslend- ingar almennilega við sér og létu bólusetja sig,“ segir Haraldur. „Í tilvikum þar sem kíghóstinn greinist, eru það ekki þeir sem ekki láta bólusetja börnin sem eru að dreifa kíghósta. Verndin af bóluefn- inu endist einungis í 4 til 10 ár. Eftir það getur fólk fengið kíghósta og það eru þeir sem dreifa honum til ungra barna. Ef upp myndu koma misling- ar, þá gætum við sagt að það væri vegna þess að þeir sem ekki láta bólu- setja börnin dreifa þessu,“ segir Þór- ólfur Guðnason, yfirlæknir á sótt- varnasviði hjá landlæknisembættinu. thorunn@mbl.is Fullorðnir geta fengið bólusetningu við kíghósta  Níu ungbörn hafa greinst með kíghósta í ár Morgunblaðið/Ómar Bólusetning Sóttvarnalæknir mælir ekki sérstaklega með að fullorðnir láti bólusetja sig. Sé þess óskað þurfa þeir að greiða fyrir það að fullu. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Töluverðar rafmagnstruflanir urðu í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi í fyrrinótt. Truflanirnar má rekja til seltu sem sest hafði á loftlínur og tengivirki Landsnets og Orkuveitunnar við Korpu. Trufl- anirnar hófust um 22 á sunnudags- kvöldið og stóðu allt þangað til 8 næsta morgun. Rafmagn kom og fór af svæðinu nokkrum sinnum um nótt- ina að hluta eða í heild. Á milli kl. 3.30 og 4.30 fór rafmagn af öllu áð- urnefndu svæði í klukkustund. Erfitt að meta hættuna Tengivirkið í Korpu er bæði í eigu Landsnets og Orkuveitu Reykjavíkur en þar afhendir Landsnet OR orku sem síðarnefndi aðilinn tekur við og setur inn á dreifikerfi sitt. Vegna veð- urskilyrða að undanförnu hafði selta sest á tengivirkið og unnu starfsmenn Landsnets og Orkuveitunnar að hreinsun aðfaranótt mánudags og fengu m.a. aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem sprautaði vatni á tengivirkið. „Selta hafði sest á einangrunina. Það sem tímafrekast var í viðgerðunum um nóttina var að ganga frá jarðbindingum og þvíum- líku þannig að vinna með vatn væri örugg. Farið var yfir allar jarðbind- ingar og tengingar. Auk þess þarf að ganga úr skugga um að allt sé út- slegið,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Guðlaugur Sigurgeirsson, yfirmað- ur netrekstrar hjá Landsneti, segir að aldrei hafi komið til truflana áður í tengivirkinu í Korpu vegna seltu. „Það er mjög erfitt að greina hvenær yfirvofandi hætta er á truflunum vegna seltu. Við getum ekki stuðst við neinar mælingar eða vísindi til að segja af eða á. Við getum bara mælt seltuáhrifin í rauntíma. Í ísingarveðri þegar mikil selta er í loftinu höfum við varann á. Eins eftir veðrið núna á föstudag og laugardag, þá gátum við hugsanlega reiknað með möguleika á einhverskonar vandræðum,“ segir Guðlaugur og segir erfitt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna seltu. Guðlaugur segir að það sé stefna Landsnets að hafa ný virki undir þaki ef nokkur kostur er. Hinsvegar sé það mjög kostnaðarsamt. „En við bú- um við þær aðstæður að eldri virki voru byggð með þessum hætti. Þetta eru risastór mannvirki sem eru hönn- uð til að þola flestar veðurfarslegar aðstæður sem reiknað er með. En það er aldrei hægt að leysa öll vanda- mál við byggingu svona flókinna mannvirkja,“ segir Guðlaugur. Rafmagni sló út vegna seltu  Rafmagnslaust um tíma í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi  Slökkvilið aðstoðaði við að spúla seltu af tengivirki og háspennulínum Rafmagnstruflanir Loftmyndir ehf. Grafarvogur Mosfellsbær Kjalarnes Grafarholt 23:00 Rafmagn kemst aftur á í Staðarhverfi í Grafarvogi og í Hlíða- og Höfðahverfi í Mos- fellsbæ 22:00 Rafmagnslaust í Staðarhverfi í Grafarvogi og í Hlíða- og Höfðahverfi í Mosfellsbæ 01:30 Rafmagnslaust í Engjahverfi, Víkurhverfi og Borgarhverfi í Grafarvogi 02:47 Rafmagn kemst aftur á í Engjahverfi, Víkurhverfi og Borgarhverfi í Grafarvogi. 07:00 Rafmagn komið á hjá flest öllum nema hluta Mos- fellsbæjar (Teigahverfi, Krikahverfi og vestari hluti Mosfellsbæjar) 07:53 Rafmagn kemst á að fullu Teigahverfi, Krikahverfi og vestari hluti Mosfellsbæjar 03:30 Rafmagnslaust í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi 04:30 Rafmagn kemst aftur á í Grafarholti (í heild) og stórum hluta Grafarvogs (Hamrah- verfi, Foldahverfi, Húsahverfi og Rimahverfi.) Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem fram- leiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Hér á landi er bólusett gegn kíghósta við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Hingað til hefur Sóttvarnalæknir ekki mælt sérstaklega með því að fullorðnir láti endurbólusetja sig. Kíghósti alvarlegur hjá börnum HVAÐ ER KÍGHÓSTI? „Við stefnum að því að ljúka umfjöllun umhverfis- og sam- göngunefndar í þessum mán- uði, að sjálfsögðu, og þar með hlýtur umsögn frá atvinnuvega- nefnd að vera hluti af því,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, ann- ar tveggja fulltrúa VG í nefnd- inni, spurð um framhaldið. Ólína Þorvarðardóttir, annar tveggja fulltrúa Samfylkingar í nefndinni, sagði nefndarálit í smíðum og umræðuna á loka- spretti í nefndinni. Málið færi hvað úr hverju í þingið. Fari í þingið í nóvember MARKMIÐ NEFNDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.