Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney, forsetaefni repúblik- ana, reyndu fram á síðustu stundu í gær að vinna óákveðna kjósendur á sitt band og hvetja stuðningsmenn sína til að neyta atkvæðisréttar síns í forsetakosningunum í dag sem talið er að verði á meðal þeirra tvísýnustu í sögu Bandaríkjanna. Kjörsóknin gæti ráðið úrslitum í kosningunum og frambjóðendurnir hafa því kappkost- að að tryggja sem mesta kjörsókn í kjósendahópum þar sem fylgi þeirra er mest. Síðustu skoðanakannanir, sem ná til alls landsins, benda flestar til þess að fylgi frambjóðendanna sé hnífjafnt eða innan skekkjumarka. Demókrat- ar sögðust þó enn vera vongóðir um að Obama færi með sigur af hólmi í nokkrum lykilríkjum, sem gætu ráðið úrslitum í kosningunum, en viður- kenndu að það færi að miklu leyti eftir kjörsókninni meðal þeirra sem hafa stutt forsetann. Kannanir í mörgum ríkjanna, þeirra á meðal Virginíu og Pennsylvaníu, benda þó til þess að forskot Baracks Obama hafi minnkað á lokasprettinum, að sögn Wall Street Journal. Kannanir hafa einnig bent til þess að repúblikanar séu líklegri til að kjósa en demókratar og það gæti veg- ið þungt þegar munurinn er svo lítill. Biðlað til kvenna og ungs fólks Sigur Baracks Obama árið 2008 var meðal annars rakinn til mikils fylgis hans meðal ungs fólks og kvenna. Um 66% kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára kusu þá Obama en 32% John McCain, forsetaefni repúblikana fyrir fjórum árum, eins og sjá má á skýringar- myndinni hér til hægri. Síðustu kann- anir benda til þess að um 58% unga fólksins ætli að kjósa Obama en 36% Mitt Romney. Um 56% kvenna kusu Obama fyrir fjórum árum og 43% Mitt Romney. Nýjustu kannanir benda þó til þess að fylgi forsetans hafi minnkað í 52% meðal kvenna, en 42% þeirra styðji Romney. Mikil kjörsókn meðal kvenna og ungs fólks gæti því skipt sköpum fyrir Obama, einkum í ríkjum á borð við Ohio þar sem mjög mjótt er á munum og úrslitin gætu ráðist. Romney hefur reynt að saxa á forskot forsetans meðal kvenna á lokaspretti kosninga- baráttunnar með því m.a. að skír- skota oft til fjárhagserfiðleika ein- stæðra mæðra í ræðum sínum. Obama og Romney sóttu fjórtán kosningafundi í alls átta ríkjum í gær eftir nær átján mánaða kosningabar- áttu sem áætlað er að hafi kostað tæpa þrjá milljarða Bandaríkjadala, andvirði 380 milljarða króna. Af fundunum fjórtán voru sex þeirra haldnir í Ohio sem hefur verið miðdepill baráttunnar um Hvíta hús- ið, enda hefur enginn repúblikani ver- ið kjörinn forseti án þess að sigra þar. Romney heimsótti því Ohio á loka- deginum – í 44. skipti í kosningabar- áttunni. Obama hefur verið með for- skot í ríkinu en munurinn er innan skekkjumarka. Kjörsóknin gæti skipt sköpum  Obama og Romney lögðu kapp á að tryggja mikla kjörsókn í kjósendahópum þar sem fylgi þeirra hefur verið mest  Munurinn á fylgi þeirra hefur minnkað á lokasprettinum í nokkrum lykilríkjum AFP Á endasprettinum Barack Obama forseti heilsar stuðningsmönnum sínum í borginni Cincinnati í Ohio. Heimild: RealClearPolitics Lykilríki í kosningunum Lítill munur var enn á fylgi Baracks Obama og Mitts Romney daginn fyrir kosningarnar Úrslit forsetakosninganna gætu ráðistí 11ríkjum. Þau eru með alls 146kjörmenn sem kjósa forseta Bandaríkjanna endanlega eftir kosningarnar B A N DA R Í K I N Fylgi Obamas Fylgi Romneys Virginía Fjöldi kjörmanna 47,6 49,3 47,7 49,0 50,4 49,4 45,4 45,3 49,4 47,8 45,3 48,2 47,6 50,2 47,4 xx% xx% 46,2 47,5 49,147,9 46,5 29 4 10 20 xx 6 Ohio Flórída New Hampshiree 49,8 46,0 Norður- Karólína Wisconsin Michigan Pennsylvanía IowaColoradoNevada Atkvæði 270 kjörmanna þarf til að ná kjöri Barack Obama Mitt Romney 146 óráðnir 201 191 538 kjörmenn alls 16 18 15 139 6 AFP Í lykilríki Mitt Romney heilsar stuðningsmönnum á flugvelli í Flórída, einu ríkjanna sem gætu ráðið úrslitum. Hnífjöfn barátta » Nýjasta könnun CNN bendir til þess að Obama og Romney standi jafnir að vígi meðal lík- legra kjósenda í öllu landinu, með 49% fylgi hvor. » Barack Obama er með 48% fylgi og Romney 47%, ef marka má könnun Wall Street Journal. » Munurinn er mestur í nýj- ustu könnun Pew-rann- sóknastofnunarinnar. 48% að- spurðra sögðust ætla að kjósa Obama en 45% Romney. » Obama er með naumt for- skot í sjö af 11 lykilríkjum sem gætu ráðið úrslitum en mun- urinn er innan skekkjumarka í mörgum þeirra. 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.