Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Fyrir margt löngu tók Einar G. Bollason sér frí frá kennslu tilað sinna hrossum og hefur verið í hestamennsku síðan. Hannstjórnaði Íshestum um árabil en seldi fyrirtækið fyrir um ári og nýtur frítímans, er nú eingöngu stjórnarformaður fyrirtækisins. „Útreiðartímunum hefur heldur betur fjölgað því nú hef ég mikið meiri tíma en áður til þess að fara á hestbak,“ segir Einar. „Mörg undanfarin ár hef ég bara farið sem fararstjóri í réttarferðirnar en í sumar fór ég í fyrsta sinn í átta ár sem fararstjóri um mitt sumar á Snæfellsnes og það var alveg æðislegt. Núna hef ég tíma til þess að sinna mínum eigin hestum.“ Einar segir að ekki fari saman að vera í hestamennsku og golfi og því hafi hann haldið sig frá golfinu. „En ég hef reyndar lofað Kjart- ani L. Pálssyni því að þegar ég hef tíma hringi ég og þá kemur hann mér af stað.“ Annars fylgist Einar vel með íþróttum og missir helst ekki af heimaleik hjá KR í körfu og fótbolta. „Ég hætti að fara á fótboltann í sumar því ég sofnaði ekki fyrr en um miðjar nætur, svo mikið tek ég slæmt gengi inn á mig,“ segir Einar sem var lengi einn af bestu körfuboltamönnum landsins og vonar að KR-ingar fari að rétta úr kútnum. „Ég fór á alla körfuboltalandsleikina sem ég komst á í haust og ég held að þessi hrina eigi eftir að gera okkur mjög gott.“ Og þó hann ætli ekki að halda sérstaklega upp á daginn segir hann merkilegt að 69 ára afmælið beri upp á forsetakosningar í Banda- ríkjunum. „Ég skála við Obama úr fjarlægð.“ steinthor@mbl.is Einar G. Bollason 69 ára Morgunblaðið/RAX Hestamaður Einar G. Bollason kann vel við sig innan um hesta. Aldrei meiri tími í hestaferðir en nú Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. 50 ára Björn Steingrímsson er fimmtugur í dag, 6. nóv- ember. Eiginkona hans er Andrea Arna Gunn- arsdóttir og munu þau hjónin eyða deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Árnað heilla Selfoss Sóley Margrét fæddist 22. apríl kl. 1.17. Hún vó 3.970 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Sif Ólafsdóttir og Sigur- sveinn Már Sigurðsson. Nýr borgari Æ gir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Fellabæ. Hann var í Fella- skóla, stundað nám við ME, stundaði nám í mat- reiðslu við Húsmæðraskólann á Eg- ilsstöðum eina önn. stundaði nám við Hótel- og veitingaskólann í MK, var á námssamningi á Hótel Sögu og lauk matreiðsluprófi árið 2004. Eldaði í Barselona í þrjú ár Ægir starfaði á Hótel Sögu 2000- 2004, var auk þess matreiðslumaður á Norrænu í eitt sumar, á Hótel Hallormsstað (þá Foss-Hótel) annað sumar og á Hótel Eddu á Egils- stöðum í tvö sumur. Hann starfaði á Skólabrú í eitt og hálft ár en var aft- ur á Hótel Sögu 2006-2008. Ægir flutti til Barcelona á Spáni 2008 og var þar matreiðslumaður á veitingastaðnum ME og víðar 2008- 2011. Hann hefur verið yfirmat- reiðslumaður á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) frá 2011. Ægir Friðriksson yfirmatreiðslum. á Hótel Reykjavík Natura - 30 ára Morgunblaðið/Sigurgeir S. Afmælisbarnið í eldhúsinu Ægir leggur áherslu á ferskmeti, hollustu og virðingu fyrir umhverfi og náttúru. Eldhuginn í eldhúsinu Bræðurnir Synir Ægis og Írisar, Markús Júlían og Jakob Leó. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.