Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 ✝ Matthildur Þ.Marteinsdóttir fæddist í Reykja- vík 13. apríl 1930. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 25. október 2012. Hún var dóttir hjónanna Marteins Halldórssonar, bif- reiðarstjóra, f. 24. nóvember 1898, d. 28. júní 1963, og Katrínar Hólmfríðar Jónasdóttur, f. 7. febrúar 1904, d. 4. júní 1987. Systkini Matthildar eru: Guð- laug Marteinsdóttir, f. 31. október 1931, giftist Jóhanni Braga Eyjólfssyni, f. 20. nóv- ember 1930, d. 18. júní 1977, sambýlism. Gísli Ferdinands- son, f. 13. október 1927, Hall- dór Marteinsson, f. 29. október 1932, maki Anna Kristín Ara- dóttir, f. 19. apríl 1932, Jónas H. Marteinsson, f. 15. október 1947, maki Björg Breiðfjörð Marísdóttir, f. 17. júní 1948. Matthildur giftist í Banda- ríkjunum 30. september 1950 Árna Ólafssyni, f. 25. ágúst 1930, d. 2. febrúar 2003. Þau aldsdóttir, f. 28. október 1983, maki Bjarni Eiríksson, f. 7. ágúst 1979. Synir þeirra eru: Haraldur Bjarkan, f. 31. des- ember 2009, og Víkingur Guðni, f. 29. nóvember 2011. 2) Marteinn Gísli, f. 8. janúar 1955. Var kvæntur Jóhönnu G. Benediktsdóttur, f. 6. ágúst 1956. Þau skildu síðar. Matthildur ólst upp í Vestur- bænum í Reykjavík. Hún út- skrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og flutti sama ár til Bandaríkjanna þar sem hún bjó í rúman áratug. Þar gekk hún að eiga Árna og stofnuðu þau fjölskyldu. Þau hjónin bjuggu víðsvegar um Banda- ríkin vegna vinnu Árna en lengst af dvöldu þau í Seattle og New York. Matthildur lauk BA-prófi í bókasafnsfræðum og ensku frá Háskóla Íslands árið 1972 og gegndi starfi bóka- varðar og síðar yfirbókavarðar á læknabókasafni Landspít- alans í Fossvogi til starfsloka. Útför Matthildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. skildu síðar. Synir Matthildar og Árna eru: 1) Ólaf- ur, f. 8. júní 1951, kvæntur Þuríði Vigfúsdóttur, f. 15. maí 1951. Dætur Ólafs: a) með Val- gerði Matthías- dóttur, f. 19. mars 1953, Tinna, f. 19. ágúst 1976, maki Haukur Þórð- arson, f. 3. júní 1977. Synir þeirra eru: Ólafur Dagur, f. 18. september 2000, og Egill, f. 18. desember 2009. b) með Hrafn- hildi S. Einarsdóttur, f. 22. september 1951, Stella, f. 27. febrúar 1984, maki Hrafn Gunnarsson, f. 11. ágúst 1982. Sonur þeirra er Flóki, f. 31. ágúst 2010. Börn Þuríðar eru: Vigdís Arna Jóns. Þur- íðardóttir, f. 4. júlí 1969, börn hennar eru: Styrmir Elí, f. 10. febrúar 1996, og Áróra Elí, f. 15. júlí 2003. Guðni Elís Har- aldsson, f. 18. júlí 1976, d. 1. júlí 2009, dætur hans eru: Rak- el Birta, f. 28. október 1996, Thelma Rut og Diljá Sif, f. 27. október 2000. Dagný Rut Har- Myndin af ömmu Stellu er ljóslifandi í huganum – hún er brosandi með stóru grænbláu augun sín og dökka hárið, hallar höfðinu undir flatt og segir: „I love you, love you a thousand times.“ Þetta var amma vön að segja við okkur systurnar, geisl- andi af hjartahlýju. Amma var Reykjavíkurmær í orðsins fyllstu merkingu, fædd og uppalin í Vesturbænum, KR- ingur og MR-stúdent. „Vestur- bærinn er bestur“ átti hún til að segja, þegar hann bar á góma. En amma hafði líka mikla unun af náttúrunni og af því að ferðast um Ísland. Á þeim ferð- um safnaði hún mörgum stein- um sem hún síðan setti upp allt í kringum sig. Fyrir litlar stelp- ur var steinaborðið í stofunni þvílík gersemi. Þar var steinum hvaðanæva af landinu raðað haganlega og amma vissi upp á hár hvað hver og einn steinn hét og hvaðan hann kom. En amma Stella var líka heimsborgari. Hún hafði gaman af því að ferðast og sjá og upp- lifa nýja og framandi staði. Hún fór þó ekki bara í stutt ferðalög, hún bjó um árabil í Bandaríkj- unum. Hún flutti nýútskrifuð úr MR til afa Árna í Seattle. Þar giftu þau sig og síðar fæddust pabbi og Matti frændi. Þau fylgdu afa Árna og vinnunni hans og fluttu því eins og marg- ir Ameríkanar gera, oft yfir þver og endilöng Bandaríkin. Ein af mörgum sögum sem amma sagði okkur systrunum var af því þegar þau fjölskyldan bjuggu í Brownsville, Texas. Þá voru þau fjölskyldan með frá- bæra heimilishjálp og borgði amma henni eftir því. Það var ekki vel séð af öðrum húsmæðr- um í hverfinu en allar vildu þær halda niðri launum heimilis- hjálparinnar. Amma var beðin um að greiða „hjálpinni“ laun innan þeirra marka sem var bú- ið að ákveða eða verða útilokuð úr kvennasamfélagi hverfisins. En amma, töffarinn sem hún var, neitaði að taka þátt í þessu, og var alveg sama þó hún yrði þá útilokuð af einhverjum ná- grannakonum sínum. Amma upplifði aðskilnað svarta og hvítra í Bandaríkjunum, hún hunsaði niðrandi köll strætis- vagnabílstjóra og settist aftast í vagninn þegar hvítir máttu að- eins sitja fremst. Það er einnig svo lýsandi fyr- ir ömmu að uppáhaldsborgin hennar var New Orleans með öllum sínum menningarfjöl- breytileika, tónlist og litum. Síð- ar þegar við systur komum í mat til ömmu átti hún það til að elda það sem þótti mjög óvenju- legt í Reykjavík á níunda ára- tugnum, hún átti ógrynni af alls kyns framandi kryddum, sem sum hver þekktust ekki hér á landi. Maturinn sem amma lærði að elda í Ameríku var í uppáhaldi, réttir undir kreólsk- um áhrifum, chili con carne og rauða kjötsúpan. Það er afar erfitt að kveðja ömmu Stellu, en við erum þakk- látar fyrir allt það fallega sem hún gaf okkur og sem við kom- um til með að búa að alltaf. Við munum segja strákunum okkar sögur frá þessari dásamlegu konu sem var okkur svo kær, kenna þeim það sem amma kenndi okkur. Hluti af ömmu Stellu lifir með okkur, í hjörtum okkar, alla tíð. Elsku amma Stella: „We love you, love you a thousand times.“ Þínar Tinna og Stella. Þegar ég fékk þær sorgar- fréttir að þú værir látin, elsku Stella frænka mín, fór hugur minn á flug. Þegar ég var barn eru mínar fyrstu minningar um þig, elsku frænka, þegar þú bjóst í Ameríku. Allir fallegu kjólarnir sem þú sendir mér. Þetta voru sko alvöru prinsess- ukjólar. Ég man ennþá eftir hvernig þeir litu út og hvernig efnið í þeim var og var ég nú ekki nema kannski þriggja ára. Ég man alltaf eftir mynd sem mamma átti af þér með dreng- ina þína tvo, Óla og Matta, þeg- ar þeir voru litlir. Ég gat setið tímunum saman og horft á þessa mynd, mér fannst þú vera eins og Hollywoo-stjarna, þú varst svo falleg. Sem barni fannst mér alltaf svo gaman að koma á Hraunbrautina til Árna og Stellu frænku, það sem þú nenntir að greiða mér um hárið og setja í mig spennur og slauf- ur, ég sem var svo hársár lét mér þetta vel líka af því að þú hafðir svo gaman af þessu. Ég naut nefnilega góðs af því að þú áttir tvo syni en enga dóttur og var ég auðvitað alveg sátt við allt þetta dekur. Aldrei gleymi ég dögunum sem við áttum á Hótel Bifröst þegar ég var tíu ára og Matti veiddi Maríulaxinn sinn. Það sem þið stjönuðuð við mig, ég held að honum Matta frænda mínum hafi nú fundist alveg nóg um. Þegar ég svo komst á unglingsárin þá fór ég að vinna á sumrin með þér á læknisfræðibókasafninu á Borg- arspítalanum. Það voru skemmtilegustu vinnustundirnar mínar, þar var mikið brallað og mikið hlegið. Og höfum við oft minnst þessara ára. Ég er svo þakklát fyrir það hvað okkar samband hélst í gegnum öll þessi ár. Ég man hvað okkur hjónum þótti vænt um þegar þú og Árni heitinn komuð og heimsóttuð okkur til Bretlands oftar en einu sinni. Þið voruð okkur svo góð. Svo var það bústaðarferðin góða þar sem ég, mamma og þú fórum saman upp í bústað og vorum þar í viku og spiluðum og spiluðum eins og okkur væri borgað fyrir það, enda sögðum við alltaf að við værum í vinnunni þegar við spiluðum á milli þess sem við fórum upp á Akranes að skoða í búðar- glugga. Og ég, svona mikið yngri en þið systurnar, hef aldrei skemmt mér eins vel. Að lokum vil ég þakka þér fyrir, elsku frænka mín, hvað þú hefur verið börnunum mínum góð og eiga þau margar góðar minningar um þig, þú varst þeim svo kær. Ég gæti haldið endalaust áfram, það er svo margs að minnast enda hef ég haft þig hjá mér, elsku frænka, í rúm 54 ár. Nú kveð ég þig að sinni, hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð veri með þér, elsku Stella mín. Stella og Mick. Tengdamóðir mín fyrrver- andi, Stella Marteinsdóttir, var afar falleg kona og vakti hvar- vetna athygli fyrir glæsileika; óvenjudökkt hár, geislandi fal- leg blágræn augu og einstaka útgeislun. En hún var ekki ein- göngu útlitsfögur, hún var líka svo falleg sál. Það birtist best í því hvað hún var hjartahlý og skapgóð manneskja með einstakt jafn- aðargeð. Og alltaf var hún jafn hlý og yndisleg við hvern þann sem á vegi hennar varð. Þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast henni vel nutu ævinlega þessara miklu kosta hennar og dásamlegrar nærveru. Ég kynntist Stellu fyrst árið 1973. Þá bjó hún ásamt eiginmanni sínum, Árna Ólafssyni, og tveimur sonum þeirra, Ólafi og Marteini, í glæsilegu húsi í Kópavoginum. Þetta var á menntaskólaárum mínum. Ég var ástfangin af Óla, síðar barnsföður mínum, en saman eignuðumst við dótturina Tinnu. Ég varð fljótt heilluð af þeim hjónum. Stella og Árni voru miklir heimsborgarar. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og hlýlegt, þau áttu mikið af bók- um, bæði erlendum og íslensk- um, og falleg myndlist var á öll- um veggjum enda Stella bókasafnsfræðingur og mikill listunnandi. Þau hjónin höfðu stundað nám í Bandaríkjunum og búið þar lengi og ég man hvað mér fannst spennandi hve heimili þeirra bar mikinn keim af þeirri fjölþjóðlegu menningu sem þau höfðu kynnst á náms- árum vestanhafs. Matarveislur Stellu voru til dæmis ævintýra- legar. Hún var snillingur í að nota nýjar og spennandi krydd- tegundir sem voru óþekktar hérlendis og töfraði fram ótrú- lega bragðgóða rétti sem eru mér ógleymanlegir. Minningar um þessa fallegu og yndislegu konu, sem hafði góð áhrif á alla sem henni kynntust með hlýju og blíðri lund, eru margar og ljúfar og hennar verður sárt saknað. Barnabörnin hennar missa mik- ið að eiga hana ekki lengur að, og þeim öllum og bræðrunum og þeirra fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Takk, elsku Stella, fyrir allt sem þú hefur gefið mér og okkur mæðgum báðum, og við búum að alla ævi. Guð geymi þig, elsku fallega Stella mín. Valgerður Matthíasdóttir. Hún var alltaf í svo miklu uppáhaldi hjá mér, hún Stella frænka eða Stella stóra eins og við kölluðum hana oft. Það var nú ekki af því að hún væri sér- staklega stór eða mikil heldur af því að hún var sú eldri af tveim- ur yndislegum Stellum í fjöl- skyldunni. Svo bættist sú þriðja við löngu seinna, barnabarnið hennar hún Stella Ólafsdóttir. Stella frænka hét reyndar Matthildur Þórey en ég vissi það nú ekki fyrr en ég var orðin fullorðin því hún var aldrei köll- uð annað en Stella. Stella frænka var alltaf hress og kát og það var alltaf gaman að hitta hana. Mér fannst hún alltaf svo áhugaverð og spennandi. Hún hafði búið í Ameríku og vissi svo margt. Ég man að einu sinni, þegar ég var lítil stelpa, fékk ég að fara með henni og ömmu Kötu í Ölfusborgir og Tinna sonardóttir hennar var með. Þetta var eftirminnileg ferð. Stella frænka kenndi mér nokk- ur orð í ensku og mér fannst mjög mikið til þess koma. Við áttum þarna góðar stund- ir saman. Það var líka alltaf gaman að heimsækja hana á Hraunbrautina. Húsið hennar var svo sérstakt og flott. Það var eins og ævintýri fyrir litla stelpu að koma þangað. Stella frænka var líka hlý og góð og áhugasöm um allt sem maður var að fást við. Hún var alltaf svo ung í anda og maður gat spjallað um ótrúlegustu hluti við hana. Elsku Stella frænka, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Anna Katrín. Matthildur Þ. (Stella) Marteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Nú til hvíldar leggst ég lúinn, lát mig, Drottinn, sofa rótt; hvílan faðminn breiðir búin, blessuð kom þú draumanótt. Vef mig þínum ástararmi, englar guðs mér vaki hjá; friðardagsins blíði bjarmi, bráðum ljómar himni á. (Guðmundur F. Helgason) Minning þín lifir í hjört- um okkar. Katrín, Christine og Michael Whalley HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- sonur, bróðir, mágur og frændi, ARINBJÖRN AXEL GEORGSSON, Heiðarbraut 41, Akranesi, lést þriðjudaginn 30. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Elísabet Harles, Ingibjörg Lilja Arinbjörnsdóttir,Hlynur Steinn Arinbjörnss., Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Hákon H. Pálsson, Vilborg Guðríður Georgsdóttir, Ingibjörn Sigurjónsson, Halldór Sigfús Georgsson, Sigríður Bragadóttir, Haukur Georgsson, Regína Geirsdóttir, Hjálmar Georgsson, Sigrún Hjördís Haraldsdóttir, Fjóla Georgsdóttir, Ómar Þröstur Björgólfsson, Guðni Jóhannes Georgsson, Jóhanna María Sigurgeirsd., Svandís Georgsdóttir, Sigurvin Jón Kristjánsson og systkinabörn. ✝ Ástkær frænka mín, RAGNHEIÐUR ÁSBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN EINVARÐSSON, Heiðargarði 29, Keflavík, lést laugardaginn 3. nóvember. Guðný Gunnarsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Fríða Kristjánsdóttir, Einvarður Jóhannsson, Alice Harpa Björgvinsdóttir, Vigdís Jóhannsdóttir, Birgir Örn Tryggvason og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN K. PÁLSSON prentari, Dísarborgum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, sunnudaginn 4. nóvember. Útför auglýst síðar. Kristín Jóna Guðlaugsdóttir, Gunnar Örn Kristjánsson, Birna H. Rafnsdóttir, Hafþór Kristjánsson, Sólveig Björk Jakobsdóttir, Steinar Kristjánsson, Sigríður Rósa Víðisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN S. PÁLSDÓTTIR lyfjatæknir, Norðurbakka 11a, áður Hverfisgötu 46, Hafnarfirði, lést föstudaginn 2. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Halldór Sigurðsson, Ásgeir Halldórsson, Anita Anna Jónsdóttir, Ragnar Guðlaugsson, Lára Birgisdóttir, Hallfríður Sigurðardóttir, Robert Petersson, Páll Sigurðsson, Emil A. Sigurðsson, Valda Brokane, Jófríður Halldórsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigurður Halldórsson, Ester Arnarsdóttir, Hilmar Halldórsson, Kolbrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.