Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Heimir Guðjónsson Millifærir landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn isbrot eða önnur ofbeldisbrot inn- an hennar í framtíðinni. Á mbl.is má nálgast sérstakt fréttaknippi um málið en þar má m.a. finna ten- gil á skýrsluna rannsóknarnefnd- arinnar. Slóðin á knippið er http:// www.mbl.is/frettir/knippi/3020/. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég á von á því að þeim sem kvörtuðu til rann- sóknarnefndarinnar um ofbeldi gefist færi á að gera kröfu fyrir fagráðin, þá verður að skoða hvert og eitt tilvik sérstaklega,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, hæstaréttarlögmaður og for- maður nýskipaðs fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Aðspurður hvort starf ráðsins muni einungis snúast um kvartanir þeirra sem kvörtuðu til rannsóknarnefndarinnar eða hvort auglýst verði eftir fleiri kvörtunum segir Eiríkur: „Það verður ákveðið á fyrsta fundi ráðsins hvort það verði hreinlega gefin út innköllun eða hvort þeim sem hafa kvartað sérstaklega fyrir rann- sóknarnefndinni gefist kostur á þessu.“ Hann bætir við að jafnvel þó að ekki verði gefin út innköllun þá verði tekið á móti öllum kvörtunum. Að sögn Eiríks á hann von á því að fyrsti fundur ráðsins fari fram í þessari viku. „Til að byrja með þarf að sinna þessum kröfum sem verða sendar ráðinu, það þarf að taka afstöðu til hverrar og einnar. Síðan er hlutverk ráðsins líka fólgið í því að gefa einhvers konar ráðgjöf um hvernig eigi að bregðast við almennt séð,“ segir Eirík- ur, spurður um hlutverk ráðsins og bætir við: „Ég hygg að svona fyrst um sinn verði allavega reynt að hraða þessari vinnu varðandi hverja og eina kröfu.“ Setja ekki stranga fresti Eiríkur segist ekki vita fyrirfram umfangið á þessu öllu saman, enda sé ekki vitað hversu margir muni skila inn kröfum, en hann telur þó að ráðið nái að skila af sér innan þeirra tíma- marka sem því voru sett, þ.e. fyrir 1. júní 2013. „Fólk verður auðvitað að fá svigrúm til að senda okkur kröfu og einhver sjónarmið að baki henni þannig að við viljum ekki vera að setja einhverja stranga fresti í því,“ segir Eirík- ur og bætir við að ekki sé búið að ákveða frest- ina en hann reikni með því að fólk muni hafa um það bil tvo til þrjá mánuði til að senda ráðinu kröfur. Ráðið mun taka á móti öllum kvörtunum Eiríkur Elís ÞorlákssonSkannaðu kóðann til að sjá frétta- knippi um skýrsl- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.