Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Ég veit stundum ekki hvort ég á að brosa eða bölva, þegar ég les grein eftir grein eftir Pál Magnússon, minn gamla starfs- bróður og bandamann gegn yfirgangi ríkisins á auglýsingamarkaði. Hann var í 20 ár helsti baráttumaður frjálsra fjölmiðla fyrir því að ríkið drægi sig út úr milljarða auglýsingasöfnun. Svo seldi hann sálu sína frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, með slíkum stæl að félagar hans urðu nánast orðlausir. Menntamálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins hafði svo forgöngu um það að binda í lög ofbeldi ríkisins gegn frjálsri fjölmiðlun með því að setja nefskatt á nánast hvert viti borið mannsbarn og lögaðila til að fjármagna óráðsíuna í Efstaleiti, til viðbótar auglýsinga- og kost- unarsölu upp á 1600 milljónir. Get seint sagt að ég muni sakna hennar úr stjórnmálum, án þess á nokkurn átt að segja það henni til hnjóðs sem prýðisstúlku. Nú er í gangi af hálfu núverandi menntamálaráðherra ævintýralegur blekkingarleikur um að nú skuli sko tekið í hnakkadrambið á RÚV og ágætur og harðsnúinn markaðs- stjóri og hans fólk skikkað til að minnka ránsfenginn. Afleiðingin, félagi minn gamli dregur sig tímabundið frá frétta- lestri, sem hann gerir með meiri ágætum en allir aðrir, að vinkonu okkar Eddu Andrésdóttur undan- skilinni, til að hann geti vaðið fram á ritvöllinn og ausið yfir þjóðina óhróðri í garð frjálsra fjölmiðla. Nú eru þeir hins vegar holdi klæddir í persónu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, eiginmanns aðaleiganda 365 miðla. Það má að vísu mörg spurning- armerki setja við það eignarhaldssukk allt saman. Hann segir að allt hið meinta afskorna auglýsingafé ríkisins muni fara beint í vasa þeirra hjóna. Er búinn að gleyma aðalrökum okkar gegn ríkisauglýs- ingasöfnun, að brott- hvarf ríkisins af auglýs- inga- og kostunarmarkaði, myndi leysa úr læðingi ógnarkraft gróskubylgju nýrra frjálsra fjöl- miðla þjóðinni til heilla. Ég vil hafa ríkisútvarp eins og BBC, en vil fjármagna það alfarið með notendagjaldi, sem rynni ekki bara til að halda uppi dagskrárgerð ríkisins, en væri jafnframt sjóður, sem allir fjölmiðlar og kvikmynda- og dagskrárgerðarfólk gæti sótt í. Við á ÍNN sendum út 8766 klukkustundir af íslensku efni á ári fyrir prósentubrot af tekjum RÚV. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk, hal- ar 8 milljarða á þessu ári inn til þjóð- arbúsins með hæfni sinni og gjörvi- leik. Ríkisstofnun, sem borgar auglýs- ingastofum og birtingarhúsum hundruð milljóna fyrir að auglýsa hjá sér, er tímaskekkja. Þess vegna vona ég að Palli Magg snúi sér að fréttalestri aftur og láti af blaða- skrifum. Brotthvarf ríkisins af auglýsingmarkaði – Heillaskref til aukinn- ar fjölmiðlagrósku Eftir Ingva Hrafn Jónsson Ingvi Hrafn Jónsson »Ég vil hafa rík- isútvarp eins og BBC, en vil fjármagna það alfarið með not- endagjaldi... Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri RÚV og forvera 365 og sjónvarps- stjóri ÍNN. Útgjöld hins op- inbera eru um 780 milljarðar. Á manna- máli eru þetta um 200.000 krónur á hvern Íslending á mánuði. Mikið? Útgjöld til heil- brigðismála eru um 35.000 krónur á hvern Íslending á mánuði. Til samanburðar eru útgjöld Norðmanna um 56.000 krónur á hvern Norð- mann á mánuði og Dana um 47.000 krónur á mánuði. Forgangsröðun útgjalda hins opinbera er greini- lega önnur hér á landi en í ná- grannalöndunum. En erum við ánægð með það sem við fáum fyrir peninginn? Náinn ættingi greindist í ágúst með stíflaðar kransæðar og þarf að komast í þræð- ingu strax. Það eru þrjár hjartaþræðinga- vélar á Landspít- alanum – og nú var ein þeirra að bila. Bið- in eftir þræðingu verð- ur lengri – fleiri Ís- lendingar eru í hættu. Á sama tíma eru settir milljarðar í bruðlið í kringum ESB. Hver er forgangsröðunin? Hver eru rökin? Að Íslendingar verði hvort sem er elsta fólk í heimi? Ég held að áhyggjur fjölskyldna og skuldir heimilanna hafi hér áhrif á heilbrigðiskerfið. Með sama áfram- haldi verðum við ekki lengi elsta þjóð í heimi. Fjárfesting í steypu í kringum fjölmennustu vinnustaði Íslands er hvorki líkleg til að bæta sam- göngur í höfuðborginni né heil- brigðisþjónustuna almennt nema henni verði tryggt fjármagn til þess að standa undir starfseminni. Nýtt hús skapar ekki meiri tekjur fyrir heilbrigðiskerfið. Væri ekki nær að setja þessa 45-145 millj- arða sem eiga að fara í há- tæknisteypu í viðhald og endurnýj- un tækja í núverandi húsnæði spítalanna. Líklega þyrfti ekki nema vextina af byggingarkostn- aðinum næstu árin til að breyta núverandi spítölum í hátæknispít- ala. Um daginn var ég spurður hvaða stefnu ég hefði í heilbrigð- ismálum. Ég hef þá stefnu að Ís- lendingar verði áfram elsta þjóð í heimi. Að við tryggjum öfluga heil- brigðisþjónustu við Íslendinga yfir allt æviskeiðið. Á sama hátt og Há- skóli Íslands lætur mæla sig í al- þjóðlegum samanburði eigum við að mæla Landspítala Íslands með sömu markmið að leiðarljósi – að vera í hópi með þeim bestu í heimi. Áhyggjur heimilanna í dag verða hinsvegar ekki leystar með því að dæla peningum inn í heilbrigð- iskerfið. Það þarf að eyða óvissu og búa aftur til hagkerfi sem skap- ar störf. Við þurfum vinveitt rekstrarumhverfi og ríkisstjórn sem eyðir óvissu – ekki ríkisstjórn sem býr til óvissu. Áfram elsta þjóð í heimi Eftir Kjartan Örn Sigurðsson Kjartan Örn Sigurðsson » Áhyggjur fjöl- skyldna og skuldir heimilanna hafa áhrif á heilbrigðiskerfið. Með sama áframhaldi verð- um við ekki lengi elsta þjóð í heimi. Höfundur er bæjarfulltrúi og fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í SV-kjördæmi. Skapaðu góðar minningar með parketi frá Boen Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Norskt viðarparket með 5g smellukerfi sem gerir lögnina einfalda og fljótlega. Ég horfi enn á möguleikana sem við eigum hér framundan. Þessi fámenna og góð- hjartaða þjóð sem kann manna best að hjálpast að þegar á reynir. Ég horfi á okk- ur sem ríka þjóð, sem á alla möguleika á því að komast heil úr því ófremdarástandi sem hér ríkir. Þetta verður hins vegar sársaukafullt á köflum og vandasamt að draga úr ríkisrekstri í 5-6% atvinnuleysi. Það verður flókið en samt ekki ómögulegt að bræða snjóhengjuna svokölluðu. Ræddar hafa verið leiðir til þess að skatt- leggja þetta fjármagn ef það ætlar úr landi og um að borga ekki föllnu bök- unum út í erlendum gjaldeyri. Hér hefur verið talað fyrir lausnum á mörgum sviðum, og oftar en ekki frá grasrótarsamtökum og hugrökkum einstaklingum sem berjast hetjulega fyrir breytingum, en þó fyrir daufum eyrum núverandi ríkisstjórnar. Ég er meðeigandi í smáu þjón- ustufyrirtæki ásamt annarri barna- fjölskyldu. Ég veit af eigin raun hvernig það er að skrapa fyrir laun- um og standa skil á opinberum gjöld- um að viðlögðu fangelsi, vera ábyrg- ur fyrir starfsfólki í veikindum eða slysum. Ég veit af eigin raun hversu erfitt það er að keppa við fyrirtæki sem hafa fengið afskriftir skulda. Ég hef samt ekki gefist upp fyrir skattapíning- arstefnu og valdfrekju ríkisstjórnarinnar, sviknum loforðum hennar eða hótunum um að engin lausn sé í sjónmáli án þess að framselja fullveldi okk- ar til Brussel. Ég hef enn trú á at- vinnuþreki okkar fólks, bjartsýni þess og seiglu ásamt þeim auðlindum sem við sitjum hér á án þess að nýta. Ég trúi á betri framtíð og ég vil leggja mig fram fram til þess að leysa þau verk- efni sem framundan eru. Ég á ekkert töfraduft eða kanínur í hatti heldur ætla ég að halda áfram að reyna að leggja góðum málum lið og leggja mig fram með Sjálfstæðisflokknum, til þess að börnin okkar geti erft þetta land og þróað samfélag okkar til betri vegar. Stöðva verður land- flóttann vegna innlends atvinnuleysis sem ríkisstjórnin túlkar sem afrek í atvinnumálum. Ég býð mig fram til þjónustu því það er verk að vinna. Til þjónustu reiðubúin Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir » Það verður flókið en samt ekki ómögu- legt að bræða snjó- hengjuna svokölluðu. Höfundur er varabæjarfullrúi, MS í mannauðsstjórnun, BA í sálfræði og sækist eftir 4. sæti í Kraganum. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 4/11 var spilaður tví- menningur á 8 borðum. Hæsta skor í N/S: Hörður Einarss. - Björn Sigurbjörnss. 193 Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 191 Bergljót Aðalstd. - Björgvin Kjartanss. 178 Austur/Vestur Ólöf Ingvarsd. - Kjartan Ingvarss. 208 Þórður Ingólfss. - Björn Arnarson 189 Garðar Jónss. - Sigurjón Ú. Guðmss. 181 Sunnudaginn 11/11 hefst fjögura kvölda tvímenningskeppni., þar sem þrjú bestu kvöldin gilda til verð- launa. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. FEB Reykjavík Fimmtudaginn 1. nóv. var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor var 312 stig. Efstu pör í N-S: Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 358 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 357 Jón Lárusson – Ragnar Björnsson 347 A-V: Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 405 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgas. 393 Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 388 Fimmtán borð í Gullsmára Spilað var á 15 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 1. nóvember. Úrslit í N-S: Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 292 Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 286 Pétur Antonsson – Óskar Ólason 283 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 275 A-V: Haukur Guðmss. – Helgi Sigurðss. 336 Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 316 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórsson 304 Aðalh. Torfad. – Ragnar Ásmundss. 302 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 2. nóvember var spil- að á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Örn Isebarn – Magnús Jónsson 388 Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 377 Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 369 Ólafur Ingvarss. – Helgi Einarsson 353 A/V Sveinn Snorras. – Þorvaldur Þorgrímss. 399 Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmannss. 383 Ólöf Jónsd. – Ólöf Hansen 364 Ólafur Ólafss. – Anton Jónsson 331 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.