Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Októbermánuður var næstmesti út- flutningsmánuður frá upphafi, sé lit- ið fram hjá óreglulegum liðum á borð við skip og flugvélar, en út- flutningur var 16,1% meiri en hann var í október í fyrra, reiknað á sama gengi. Vöruskiptaafgangur mánaðarins var 15,7 milljarðar, en það er tæp- lega tvöfalt meira en í október í fyrra. Samtals hefur vöruútflutning- ur aukist um 0,6% fyrstu tíu mánuði ársins á föstu gengi, en vöruskiptin í þessum mánuðum eru jákvæð um 85 milljarða, ef horft er framhjá óreglulegum liðum. Það er 10% lak- ari útkoma en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Myndarlegur vöruskiptaafgangur nú í október skrifast alfarið á út- flutning, sem var 16,1% meiri en hann var í október í fyrra, reiknað á sama gengi. Er þetta mun meiri vöxtur en verið hefur undanfarið, en sé tekið mið af fyrstu tíu mánuðum ársins þá hefur vöruútflutningur aukist um 0,6% frá sama tímabili í fyrra. Vöruinnflutningur jókst hins vegar umtalsvert meira í október frá sama mánuði í fyrra, eða sem nemur um 3,1% á föstu gengi. Útflutningur sjávarafurða nam 29,1 milljarði í október, sem er 11,5% aukning frá því í fyrra. Út- flutningur iðnaðarvara nam alls 31,7 milljörðum króna í mánuðinum sem aukning upp á 24,1% milli ára. 15,7 milljarða afgangur  Næstmesti útflutningsmánuðurinn Morgunblaðið/RAX Verðmæti Útflutningur sjávarafurða nam 29,1 milljarði króna í október. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Konukvöld í kvöld kl. 20-22 Stílistar frá stílista- skólanum Önnu og útlitið verða á staðnum og veita ráðgjöf 20% afsláttur af öllum vörum KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBURINN OKTÓBERUPPFÆRSLA ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Á VERKUNUM „IT IS NOT A METAPHOR“ EFTIR CAMERON CORBETT OG „HEL HALDI SÍNU“ EFTIR JÉRÔME DELBEY Í BORGARLEIKHÚSINU „Nýjasta sýning Íslenska dansflokksins er fjölbreytt og tilfinningarík skemmtun sem öll fjölskyldan ætti að geta notið saman“ - Víðsjá Gildir á sýningar 18. og 25. nóvember gegn framvísun Moggaklúbbskortsins í miðasölu Borgarleikhússins. Miðasala í síma 568 8000 fyrir áskrifendur. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 www.id.is FRÉTTABLAÐIÐ OOOO Almennt verð: 3.900 kr. Moggaklúbbsverð: 2.900 kr. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Hægt er að greina merki efnahags- bata á Íslandi sé litið til þess að mjög hefur dregið úr notkun orðsins „kreppa“ í prent- og ljósvakamiðlum hérlendis á síðustu misserum. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, en þar segir að hægt sé að greina sam- hengi í notkun orðsins „kreppa“ og því að það sé raunverulega sam- dráttarskeið í hagkerfinu. Þetta sýnir staðfærsla greiningar- deildar Arion banka á svokallaðri K- orðs vísitölu sem breska vikublaðið The Economist hafði áður gert. Þar er talið hversu margar fréttir eða greinar innihalda orðið „kreppa“ á gefnu tímabili. Þrátt fyrir nokkuð ófullkomna rannsóknaraðferð bend- ir greiningardeildin á að aðferð The Economist hafi iðulega spáð fyrir um meiriháttar samdráttarskeið vestan- hafs. Greiningardeild Arion banka not- aðist við upplýsingar frá öllum ís- lenskum prent- og ljósavakamiðlum. Eftir að vísitalan hafði legið mjög lágt í uppganginum í aðdraganda bankahrunsins tók hún að hækka áberandi mikið frá ársbyrjun 2008, og gaf þar með fyrirheit um atburði haustsins. Þegar bankarnir féllu tók vísitalan svo stökk þegar meira en 700 kreppufréttir birtust í einum mánuði Litlar breytingar frá 2011 Á meðan samdrátturinn varði var vísitalan mun hærri en þegar allt lék í lyndi, en fljótlega eftir að sam- drættinum lauk tók hún að lækka og hefur verið um eða undir 100 stigum frá ársbyrjun 2011. Segir greining- ardeildin að K-orðs vísitalan bendi því ótvírætt til þess að efnahagsbat- inn sé á réttri leið. K-orðs vísitala greiningardeildar Arion fjöldi frétta í prent- og ljósvakamiðlum sem innihalda orðið kreppa 800 700 600 500 400 300 200 100 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Hagkerfið í samdrætti Færri „kreppur“ benda til bata  Dregur úr notkun orðsins „kreppa“ Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.