Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Ég nýt þess að stunda skvass
því þetta er besta alhliða
sportið sem ég hef kynnst.
Þar brennir maður flestum
kalorium, eykur vöðvastyrk
og vöðvaúthald og meiðsl eru
fátíð í skvassi (skv könnun
Forbes)
Erling Adolf Ágústsson
Skvass gæti verið fyrir þig
Frír prufurtími
Skvass er skemmtileg íþrótt fyrir
fólk á öllum aldri.
Um er að ræða fjölbreytta
hreyfingu og mikla
brennslu.
Bóka þarf tíma
með fyrirvara.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Samkomulag hefur náðst um tillögur
til ráðherra í viðræðunefndum sem
fjallað hafa um fiskvinnsluákvæðið
svokallaða. Viðræðurnar fóru fram í
framhaldi af harðri gagnrýni hags-
munaaðila á áform í fjárlagafrum-
varpinu, þar sem lagt er til að hætt
verði að greiða úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði til fiskvinnslunnar
þegar um vinnslustöðvun er að ræða
af völdum hráefnisskorts en sjóður-
inn hefur greitt sem svarar 60% af
útlögðum launakostnaði þegar svo
háttar til. Fiskvinnsluákvæðið fjallar
um heimild til að halda starfsfólki í
fiskvinnslu á launaskrá þó hráefnis-
skortur verði.
Viðræðunefndirnar voru skipaðar
fulltrúum frá velferðarráðuneytinu,
Atvinnuleysistryggingasjóði, Starfs-
greinasambandinu og Samtökum
fiskvinnslustöðva.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að
endanleg niðurstaða liggi ekki form-
lega fyrir en staðfestir að samkomu-
lag hafi náðst í viðræðunefndunum
um tillögur að breytingum. ,,Þær
ganga út á að núverandi reglur verði
þrengdar töluvert mikið frá því sem
nú er og að það muni leiða til þess að
þessar útgreiðslur muni lækka um
rúmlega einn þriðja. Gangi þetta eft-
ir og komi þetta til framkvæmda um
næstu áramót, þá munu yfir 60%
falla á fiskvinnslufyrirtækin og tæp
40% á Atvinnuleysistryggingasjóð.
En í staðinn kemur að þá er starfs-
fólkið eins og nú á launaskrá í fisk-
vinnslufyrirtækjunum þegar hráefn-
isskortur verður. Formlega er eftir
að ganga frá þessu við ráðuneytið.“
Arnar segir að með þessu sé kom-
ið verulega til móts við sjónarmið
ráðuneytisins. „Við vonum að þetta
verði ekki til þess að raska atvinnu-
öryggi fiskvinnslufólks en lengra
verður held ég ekki gengið en þarna
er lagt til.“
Samkomulag um
fiskvinnsluákvæði
60% á fiskvinnsluna og 40% á Atvinnuleysistryggingasjóð
Morgunblaðið/RAX
Samkomulag Vonast er til að breytingarnar raski ekki atvinnuöryggi fiskvinnslufólks.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Umboðsmaður Alþingis telur að
Persónuvernd hafi átt að láta aðila
sem var til skoðunar hjá stofnuninni
vita þegar hún sinnti eftirliti í bíla-
kjallara fjölbýlishúss. Stofnunin hafi
þó haft heimild til að sinna eftirliti
með þessum hætti.
Upphaf málsins má rekja til þess
þegar íbúar í fjölbýlishúsi kvörtuðu
til Persónuverndar vegna nágranna
sem þeir töldu hafa komið upp ör-
yggismyndavél í bíl í bílakjallara
hússins. Samkvæmt 2. mgr. 38.
greinar laga um Persónuvernd, hef-
ur stofnunin „aðgang að húsnæði þar
sem vinnsla persónuupplýsinga fer
fram eða gögn varðveitt“. Fengu eft-
irlitsaðilar leyfi frá íbúum fjölbýlis-
hússins til þess að fara inn í bílakjall-
arann og skoða hvort öryggismynda-
vélin væri í bílnum. Bíllinn var ekki á
svæðinu og hvergi bólaði á mynda-
vélinni. Ákvað Persónuvernd að láta
málið niður falla.
Áttu að láta manninn vita
Stofnuninni láðist að láta mann-
inn, sem kvartað var undan, vita af
komu sinni þegar eftirlitsaðilar
komu á vettvang. Ákvað maðurinn í
kjölfarið að fara með málið til Um-
boðsmanns Alþingis þar sem hann
taldi Persónuvernd vera komna út
fyrir valdsvið sitt og ekki hafa heim-
ildir til þess að fara fram með þess-
um hætti við eftirlit sitt.
Í bréfi Umboðsmanns kemur fram
að hann taki skýringar Persónu-
verndar á nauðsyn þess að sinna eft-
irlitshlutverki sínu með þessum
hætti trúanlegar. Hins vegar vekur
hann athygli á því að í skýringum
Persónuverndar komi hvergi fram
hvers vegna manninum, sem eftirlit-
ið beindist að, var ekki gert viðvart
þegar á vettvang var komið. Kemur
hann þeirri ábendingu á framfæri að
betur verði hugað að þessum sjón-
armiðum við meðferð sambærilegra
mála hjá Persónuvernd.
Taka tillit til ábendingarinnar
Þórður Sveinsson, lögfræðingur
Persónuverndar, segir að stofnunin
hafi ekki látið hluteigandi aðila vita
til að tryggja að sönnunargögnum
yrði ekki spillt í málinu.
„Til að tryggja sönnun töldum við
nauðsynlegt að fara í vettvangsat-
hugun án þess að greint væri frá því
fyrirfram. Umboðsmaður gerði ekki
athugasemd við það, heldur kom
með ábendingu um það hvernig við
hefðum átt að haga okkur þegar við
komum á staðinn. Við munum taka
tillit til þessara athugasemda fram-
vegis,“ segir Þórður.
Hvatti Persónu-
vernd til bættra
vinnubragða
Létu ekki vita af komu sinni við eftirlit
Morgunblaðið/RAX
Engin myndavél Engin öryggis-
myndavél fannst við eftirlit.
Skv. heimildum Morgunblaðs-
ins ætti útfærslan sem náðst
hefur samkomulag um í við-
ræðuhópi vegna fiskvinnslu-
ákvæðisins, að geta sparað
ríkinu nokkuð á annað hundr-
að milljónir króna í útgjöld á
ári.
Fiskvinnsluákvæðið hefur
um árabil varðað ráðning-
aröryggi fiskvinnslufólks. Í
frumvarpinu var þetta rök-
stutt þannig að ekki væru
ástæður til að ríkið veitti
slíkan stuðning í einni at-
vinnugrein.
Spari ríkinu á
hundrað millj.
ÚTFÆRSLA BREYTINGANNA
Andri Karl
andri@mbl.is
Aðalmeðferð í máli fimm ein-
staklinga sem meðal annars eru sak-
aðir um þrjár tilraunir til að flytja
inn fíkniefni hófst í Héraðsdómi
Reykjaness í gær.
Móðir 25 ára gamallar stúlku sem
er ein hinna ákærðu gaf skýrslu fyr-
ir dómnum en hún var handtekin í
Leifsstöð þegar í ljós kom að fíkni-
efni voru í ferðatösku sem dóttirin
hafði beðið hana um að hafa með sér
frá Danmörku. Hægt hefði verið að
framleiða tvö kíló af kókaíni úr efn-
inu sem var í töskunni.
„Ég man að ég hugsaði að mamma
er sextug og kærasti hennar er að
fara með í ferðinni. Þau gætu því
komist í gegn með hvað sem er. Ég
man að ég hugsaði þá, í mínum
brenglaða haus, að þetta væri góð
hugmynd,“ bar stúlkan fyrir dómn-
um þegar hún var spurð um þetta at-
vik.
Óttast hefndaraðgerðir
Annar ákæruliður málsins snýr að
innflutningi á 350 grömmum af kók-
aíni frá Spáni í desember 2011. Þar
eru fjórir einstaklingar ákærðir;
tveir fyrir skipulagningu og par fyr-
ir sjálfan innflutninginn.
Burðardýrin játuðu sinn þátt en
hafa hins vegar ekki viljað uppljósta
hver skipulagði innflutninginn af
ótta við hefndaraðgerðir.
Maðurinn viðurkenndi þó að
skulda meintum skipuleggjendum
pening vegna fíkniefnakaupa. Parið
hefði átt að fá niðurfellingu á skuld
og 900.000 krónur fyrir að flytja inn
efnið.
Morgunblaðið/Ómar
Fíkniefni Mál fólksins var tekið fyr-
ir í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
„Hugmyndin góð í
brengluðum haus“
Stórt fíkniefnamál tekið fyrir í gær