Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 35
Ægir er meðlimur í Klúbbi mat- reiðslumanna og hefur tekið þátt í ýmsum matreiðslukeppnum. Má þar nefna Barilla keppnina 2002 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi en þar varð hann í fyrsta sæti; Lands- hlutakeppina 2006 þar sem hann hafnaði einnig í fyrsta sæti; for- keppni fyrir keppnina Mat- reiðslumaður ársins, 2007 þar sem hann lenti í fyrsta sæti, lenti í 6. sæti á Global Chef Challenge í Tallin í Eistlandi 2007 og tók sama ár þátt í keppninni Matreiðslumaður ársins hér á landi og lenti þar í 4.-5. sæti. Áhugamál Ægis snúast fyrst og fremst um veiðimennsku: „Ég hef mikinn áhuga á stangveiði og skotveiði. Ég byrjaði að fylgjast með skotveiði fyrir austan þegar far- ið var á gæs þegar ég var sex ára og á rjúpu þegar ég var tíu ára. Síðar fór maður að veiða sjálfur og ég hef haft áhuga á því síðan. Auðvitað tengist þetta svo útiveru, göngum og skemmtilegum félagsskap. En svo skemmir það auðvitað ekki að maður hafi áhuga á að nýta bráðina og gera úr henni listilega og góða rétti. Ég er í veiðiklúbbnum Belgur með góðum veiðifélögum en upp- staða klúbbsins eru einmitt mat- greiðslumenn.“ Það verður líklega enginn svangur í þessum veiðiferðum? „Nei. Þar er alltaf nóg af góðum mat og meistaraeldamennsku. Spurningin er frekar sú hversu langt eigi að ganga í matreiðslunni. Svo má ekki gleyma því að ég hef farið mikið á snjóbretti frá því á ung- lingsárunum.“ Spurning um magn eða gæði Heldurðu að það séu hlutfallslega fleiri matreiðslumenn í yfirþyngd heldur en í öðrum starfsstéttum? „Ég hef nú aldrei velt þessu mikið fyrir mér og veit ekki til að það hafi verið gerðar rannsóknir á því. Ég er nú sjálfur í toppformi sem og flestir yngri matreiðslumanna sem ég þekki. En kjarni málsins er þessi: Það er eitt að kunna að njóta þess að borða góðan mat, og annað að borða óhóflega mikið. Menn geta verið matgæðingar án þess að fitna, og notið góðra vína án þess að verða ofdrykkjumenn.“ Fjölskylda Kona Ægis er Íris Ósk Ágústs- dóttir, f. 25.8. 1982, innanhúshönn- uður. Hún er dóttir Ágústs Kárason- ar, f. 16.12. 1960, bæklunarskurðlæknis, og Svan- fríðar Helgu Ástvaldsdóttur, f. 21.3. 1961, tækniteiknara. Synir Ægis og Írisar Óskar eru Markús Júlían, f. 11.9. 2007, og Jak- ob Leó, f. 14.12. 2011. Systkin Ægis eru Erna Friðriks- dóttir, f. 2.11. 1987, fyrsti keppand- inn fyrir Íslands hönd á vetrarol- ympíuleikum fatlaðra á skíðum, búsett í Reykjavík og í Colorado í Bandaríkjunum, og Birkir Frið- riksson, f. 26.8. 1991, nemi í bifreiða- smíði, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Ægis eru Friðrik Örn Guðmundsson, f. 16.5. 1952, vélstjóri og rafvirki á Egilsstöðum, og Mar- grét Gunnarsdóttir, f. 5.1. 1954, hjúkrunarfræðingur á Egilsstöðum. Úr frændgarði Ægis Friðrikssonar Ægir Friðriksson Þórhildur Hjartardóttir húsfr. á Þorgrímsstöðum Erlingur Jónsson b. á Þorgrímsstöðum í Breiðdal Sigrún Erlingsdóttir húsfr. á Lindarbrekku Gunnar Guðmundsson b. í Lindarbrekku í Berufirði Margrét Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Egilsstöðum Margrét Guðmundsdóttir húsfr. Guðmundur Magnússon b. á Eyjólfsstöðum í Berufirði Ingibjörn Benediktsd. Bjarnason húsfr. í Keflavík Guðmundur Guðmundss. skipstj. og útgerðarm. í Keflavík Guðmundur K.Guðmundsson stýrim. á Seltjarnarnesi Oddný Sigtryggsdóttir húsfr. Friðrik Örn vélstj. á Egilsstöðum Valgerður Friðriksdóttir húsfr. á Ytri-Brekkum Sigtryggur Vilhjálmsson b. á Ytri-Brekkum á Langanesi Vilhjálmur Sigtryggsson útgerðarm. og oddviti á Þórshöfn Guðmundur Vilhjálmss. kaupfélagsstj. Kaupf. Langnesinga Stefanía Guðmundsd húsfr. í Rvík séra Halldór Reynisson Árni Vilhjálmsson læknir á Vopnafirði Aðalbjörg Vilhjálmsd. ljósmóðir á Gunnarsstöðum Sigríður Jóhannesd. húsfr. á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon ráðherra Yfirkokkurinn Ægir Friðriksson. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Ragnar Ásgeirsson, búfræði-kandidat, ráðunautur og rit-höfundur, fæddist að Kóra- nesi á Mýrum 6.11 1895. Hann var sonur Ásgeirs Eyþórssonar, kaup- manns i Kóranesi og bókhaldara í Reykjavík, og k.h., Jensínu Bjargar Matthíasdóttur. Ragnar var albróðir Ásgeirs Ás- geirssonar forseta; Ástu, móður Gunnars Hjaltasonar, gullsmiðs og listmálara; Árna og Kormáks, sem fluttu ungir til Ameríku, og Matthías- ar, garðyrkjuráðunautar Reykjavík- urborgar. Föðursystir Ragnars var Feldís, amma Úlfars, afa Björns Líndal lög- manns, en bróðir Úlfars var Sigurður Sófus, afi Sigurðar Karlssonar leik- ara. Jensína var systir Maríu, móður Matthíasar Einarssonar læknis, föð- ur Louisu myndlistarmanns. Jensína var dóttir Matthíasar, trésmiðs í Reykjavík Markússonar, pr. á Álfta- mýri Þórðarsonar, ættföður Vig- urættar, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta. Ragnar var kvæntur Gerthe Harne Nielsen frá Árósum í Danmörku. Börn þeirra voru Eva Harne hús- freyja; Úlfur Ragnarsson yfirlæknir, Sigrún Harne kennari og Haukur Ragnarsson, skógfræðingur og til- raunastjóri á Mógilsá. Ragnar stundaði garðyrkjustörf og nám í Danmörku, lauk prófum frá Garðyrkjuskólanum Vilvorde og tók síðan próf sem skrúðgarðaarkitekt. Hann var kennari við Vilvorde og síð- an skrúðgarðaarkitekt í Kaupmanna- höfn 1918-20. Þá gerðist hann garð- yrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og gegndi því starfi til 1957. Hann vann síðan brautryðjandastarf í menningarmálum sem ráðunautur um byggðasöfn víðs vegar um landið. Á ferðum sínum safnaði hann sögnum úr íslensku mannlífi fyrri tíma sem komu út í Skruddum, þriggja binda safni þjóðlegs fróðleiks. Auk þess komu út eftir hann æskuminning- arnar Strákur og Bændaförin 1938. Ragnar var auk þess frægur farar- stjóri í ferðum bænda og húsmæðra, landskunnur hagyrðingur og mikill listunnandi. Ragnar lést 1973. Merkir Íslendingar Ragnar Ásgeirsson 95 ára Sigurjón Guðnason 90 ára Fanney Jónsdóttir 85 ára Jóhann Jóhannsson 80 ára Jóhann Antoníusson Jóhanna Sigurjónsdóttir Magnús Hallgrímsson Magnús Magnússon Skúli Rúnar Guðjónsson 75 ára Ester Óskarsdóttir Jón B. Bjarnason Jón Egill Sigurjónsson Jón Sigurðsson Þórir Sigurðsson 60 ára Áslaugur Haddsson Bjarni Elíasson Guðjón Ingi Jónsson Guðmundur Skúli Stefánsson Helga Sigurðardóttir Jarþrúður Baldursdóttir Magnús Bergmann Matthíasson Svava Þorsteinsdóttir 50 ára Ásgeir Eggertsson Björn Steingrímsson Bylgja Björgvinsdóttir Einar Bjarni Magnússon Elísabet Ruth Guðmundsdóttir Hilmar Ragnarsson Jónas Kweiting Sen Marín Eiðsdóttir Ólafur Þór Jónsson Sóley Jónsdóttir Sólrún Oddný Hansdóttir 40 ára Arnar Sólrúnarson Daniela Götschi Guðjón Guðmundsson Helena Sigurðardóttir Hildur Gísladóttir Hróbjartur Lúthersson Kaishu Fukumoto Karólína Skarphéðinsdóttir Piotr Sebastian Bernas Talya Jane Freeman Vigdís Sveinsdóttir 30 ára Elín Thelma Róbertsdóttir Freydís Ósk Daníelsdóttir Friðvin Logi Oddbjörnsson Gerða Halldórsdóttir Guðjón Jóhannes Guðlaugsson Hjalti Haraldsson Juliane Wilke Óskar Ingi Víglundsson Sigmar Örn Pétursson Sigurjón Agnar Daníelsson Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp á Suður-Hvoli í Mýrdal, við öll almenn sveitastörf, hefur verið þar búsettur alla tíð og er nú bóndi þar. Börn: Birnir Frosti, f. 2004, og Sara Mekkín, f. 2006. Foreldrar: Magnús Vil- hjálmsson, f. 1946, iðn- aðarmaður í Reykjavík, og Guðný Sigurðardóttir, f. 1961, bóndi og háskóla- nemi á Suður-Hvoli í Mýr- dal. Sigurður Magnússon 40 ára Ragnhildur ólst upp á Eskifirði og starfar við Vinnslust. í Eyjum. Maki: Vilhjálmur Vil- hjálmsson, f. 1963, starfs- maður hjá Kubbi. Börn: Sigurður Ingi, f. 1983 (fóstursonur), Sig- urbjörg Jóna, f. 1992, og Svanur Páll, f. 1996. Foreldrar: Svanur Páls- son, f. 1942, d. 2012, og Jóna K. Halldórsdóttir, f. 1951, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Ragnhildur Þ. Svansdóttir 30 ára Kristín ólst upp á Dalvík, er nú búsett í Kóp- vogi og stundar nám við Fótaaðgerðaskóla Íslands. Maki: Þorleifur Hjalti Al- freðsson, f. 1988, vél- stjóri. Dætur: Telma Dögg, f. 2005, og Eyrún Helga, f. 2010. Foreldrar: Helga Hall- dórsdóttir, f. 1954, hús- freyja, og Ingvi Carles Ingvason, f. 1956, d. 1999, verkamaður á Dalvík. Kristín Heiða Ingvadóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.