Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áhugi fólks áþví að kom-ast á þing virðist takmark- aður. Hvernig stendur á því? Laun þingmanna þykja ekki há, en eru þó mun hærri en meðallaun í landinu. Svo léleg kjör geta ekki verið meginskýring og því síður eina skýringin. Gönguleiðin á milli kirkju og þinghúss er aðeins fáeinir metrar og þó þykir sumum hún ógnvænlegri en Uppganga, eina færa leiðin að bæli Grettis í Drangey og þykir ekki fyrir lofthrædda. En þar eru þó eggin, sem hverfa úr hillunum fyrir þing- setningu, óhreyfð á syllunum. Varla eru þó skotskífu- metrarnir á milli kirkju og húss skýringin. Hluti núver- andi þinghóps er þeirrar gerð- ar að flestir myndu kjósa sér annað kompaní dagpart sem þeir mættu missa og fengju gæsahúð ef þyrftu að ungangst hann drjúgan hluta vinnuvik- unnar, hvað þá næstu 200 vik- urnar tæpar. Sjálfsagt er ekki hægt að horfa alveg fram hjá þessum þætti. Þessi atriði sam- anlögð, ásamt nokkrum öðrum, svo sem eins og alkunnu áliti fólksins í landinu á samkund- unni, duga kannski í efnivið á fullnægjandi skýringu. Prófkjör Samfylkingarinnar um helgina sýnir að þar verður engin endurnýjun. Auðvitað er óþarfi að gera lítið úr því að Jóhanna sé loks að hætta. En niðurstaða prófkjörs flokks hennar í Reykjavík gat ekki þreytulegri verið. Ekkert nýtt. Ekkert óvænt. Ekkert sem flokkast undir að vera næstum því spennandi. Jafnvel þeir sem ekki flokkast undir að telj- ast upptendraðir aðdáendur Samfylkingar um þessar mundir (sem er ekki fjölmenn- ur hópur, ef þeir sem ætla að láta sig hafa að kjósa hana eru ekki taldir með) geta ekki verið ánægðir með að flokkur skili sér svona úr prófkjöri. Það eina sem náði því næstum að teljast frétt var að Össur hékk aðeins á sínu sæti á hálmstrái, þótt enginn færi opinberlega gegn honum. Eig- inkona fyrrverandi aðstoðar- mans Össurar, (sem gaf hús- bónda sínum viðurnefnið „vindhani“ forðum tíð) hafði þó bersýnilega reynt að fella hann, þótt hún læðupokaðist við það. En Sigríður I. Inga- dóttir er ekki pólitískur bóg- ur, svo það hefði ekki átt að saka mann sem lítur á sig sem helsta skörung núverandi þings. Fyrir tveimur vikum þrá- spurði Ríkisútvarpið Bjarna Benediktsson hvort það hefðu ekki verið vonbrigði? – vonbrigði? – áfall? að fá aðeins rúm 52 prósent í 1. sæti í sínu kjördæmi. Hvernig spyrja þeir nú, og mun þá allur fréttatíminn duga til að spyrja mann, sem kallar sig „grand old man“ Samfylkingar og fær þó aðeins 38% fylgi? Eða eru 38% lítið betra fylgi en 52%, svo vitnað sé til Egils Helgasonar, sem taldi að 2.000 atkvæði Samfylkingar í SV- kjördæmi væru „litlu betra“ en 5.000 atkvæði Sjálfstæðis- flokks í sama kjördæmi, sömu helgi! Og hvað segja óháðu fræðimennirnir? Eru hjól- börumenn í Háskólanum að gera Össuri lífið leitt? Hverju svara doktorarnir Gísli, Eirík- ur og Helgi eða Stefán Ólafs og Gunnar Helgi? Þeir gætu sagst ekki vilja svara því málið sé þeim nátengt. Er það ekki bara best? Það lofar ekki góðu ef þreytumerkið er orðið hin pólitíska táknmynd} Jóhanna fer en þreytan eykst Tímaritið TheEconomist, sem er þekkt fyrir annað en alvar- legar efasemdir um Evrópusam- bandið, segir að menn stingi varla saman nefj- um í Brussel án þess að rætt sé um mögulega úrsögn Bret- lands úr ESB. Um helgina birti The Ob- server könnun sem skýrir þessar umræður í Brussel, en samkvæmt henni vilja 2⁄3 þeirra sem afstöðu taka að Bretland hætti í ESB. Miklar efa- semdir eru um að- ildina meðal al- mennings víðar um álfuna en litlar líkur eru á að al- menningur verði spurður, nema hugsanlega í Bretlandi. Hér á landi er ástandið þannig að þeir sem ráða ferð- inni um þessar mundir virðast ekkert fylgjast með erlendum fréttum og telja enn að staða Íslands mundi styrkjast við inngöngu í Evrópusam- bandið. Ætli einstefnuloki ESB nái ekki að hindra fækkun aðildarríkja?} Bretar vilja út úr ESB B ók Styrmis Gunnarssonar, Sjálf- stæðisflokkurinn, átök og upp- gjör, er lærdómsrík lesning. Það sem vakir fyrir Styrmi er fyrst og fremst að skrifa um arfleifð Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins, en í orðum hans felst vísdóm- ur sem gildir fyrir allar kynslóðir, gamlan og nýjan tíma. Bókin fjallar einkum um valdabaráttuna inn- an Sjálfstæðisflokksins á sjöunda og áttunda áratugnum eftir sviplegt fráfall Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra. Harkan var mikil í stjórnmálunum. Geir varð illa úti í þeim átök- um eftir stormasaman formannsferil og sagði Styrmi eftir að hann hætti „að hann mundi ekki að fenginni reynslu hvetja ungt fólk til að taka þátt í stjórnmálum“. Styrmir bætir við að áratugum seinna hafi Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, viðhaft áþekk ummæli með vísun til áhrifa stjórnmálaafskipta hennar á fjölskyldu sína. Þá er lýsandi er hann vitnar í frásögn Matthíasar Johannessen af samtali við Ingólf Jónsson á Hellu um framtíðarforystu Sjálfstæðisflokksins eftir fráfall Bjarna: „… og hefði Eva, kona Ingólfs, þá komið fram úr eldhúsinu, bersýnilega verið að hlusta á þá, og sagt: Ingólfur verður ekki formaður Sjálfstæðis- flokksins.“ Í pistli fyrir viku vitnaði ég í orð Árna Páls Árnasonar, sem sagðist ekki sækjast eftir stjórnmálum gærdagsins. Það vakti fyrir honum að hvetja til samvinnu þvert á pólitíska flokkadrætti og draga úr per- sónulegum hjaðningavígum. Ótal margir hafa borið fram svipaða ósk á undanförnum vikum. Ef til vill lýsir andrúmsloftinu best að vitna til orða Hrafns Jökulssonar í sunnudags- blaðinu: „Það er lítið um alvöru nýtt fólk í prófkjörum flokkanna. Fólk er orðið svo bólu- sett fyrir pólitík. Og það er meira en að segja það að hætta sér út í þann forarpytt. Menn eru nánast að afsala sér æru og einkalífi.“ Svo virðist sem ákveðnir menn hafi það helst að markmiði að drepa málefnalega um- ræðu með því að dreifa óhróðri og sá tor- tryggni. Einatt kasta þessir undirróðursmenn steinum úr glerhúsi. Þó að flestir sjái í gegn- um það, þá treysta þeir á að dropinn holi stein- inn. Þetta eru ekki meðmæli með starfi stjórn- málamannsins. Engan þarf að undra að Össur Skarphéðinsson gefi ekki kost á sér aftur til formennsku í Samfylkingunni eftir að hafa verið ýtt til hliðar þrátt fyrir að flokkurinn stæði afar vel í skoðanakönnunum. Sam- fylkingin var lengi að ná vopnum sínum eftir það. Auvitað er þörf á gagnrýninni umræðu í stjórnmálum. Og aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fólk tefli sjón- armiðum sínum fram á torgi hugmyndanna. En til þess að fólk kveðji sér hljóðs á þeim vettvangi eða gefi kost á sér til starfa í almannaþágu, þá þarf það að trúa því að minnsta kosti að það mæti sanngirni og að orðræðan verði málefnaleg. Annars er lýðræðið orðin tóm. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Á torgi hugmyndanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þ að er erfitt að koma þeim boðskap til kvenna í dag að þær þurfi að mæta í leghálskrabbameins- skoðun. Hefur það leitt til þess að hlutfall kvenna með lengra gengið krabbamein hefur hækkað. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir að það sé því miður staðreynd að á undanförnum þremur til fjórum árum hafi orðið á ný hækkun í hlut- falli þeirra krabbameina sem eru óskurðtæk þegar þau greinast, krabbameina sem eru lengra gengin og leiða til geisla- og lyfjameðferðar í stað einfalds keiluskurðar. „Mæting í leghálskrabbameins- skoðun er búin að fara hægt og ró- lega minnkandi alveg frá árinu 1990. Í yngsta hópnum, 25 til 39 ára, hefur þeim sem mæta fækkað um 16% á síðustu 20 árum,“ segir Kristján. Þjóðfélagsbreytingin er ein ástæða þess. „Það er orðið erfiðara að ná með boðskapinn til kvenna, miðlarnir eru fleiri og það er svo margt annað sem glepur. Þær hafa ekki sinnt boð- un í skoðun á sama hátt og áður. Það sem hefur líka orsakað þetta er að það hefur verið mjög erfitt að fá nægilegt fjármagn til að reka al- mennilega upplýsingaþjónustu og áróður í fjölmiðlum um mikilvægi skoðunar.“ Fleiri konur greinast en áður Kristján mun tala á málþinginu Leghálskrabbameinsleit og HPV- greining: forsendur, árangur, fram- tíðarsýn sem fer fram í Öskju, húsi Háskóla Íslands í dag frá kl. 16 til 18.30. Þar verða haldin fimm erindi. Kristján ætlar m.a. að fara yfir hvernig leghálskrabbameinsleitin hefur verið frá því hún var sett á laggirnar 1964 og fram til dagsins í dag. „Það var mjög léleg regluleg mæting hjá konum fyrir 1980 og þá var líka aukning á HPV-sýkingum sem valda krabbameininu. Þá gripum við til ráðstafana, lagfærðum okkar innköllunarkerfi og tókum upp nýtt boðunarkerfi sem gerði okkur kleift að fylgjast með mætingunni. Þetta skilaði sér í því að nýgengi krabba- meina fór að falla og dáðartíðnin hélt áfram að lækka. Við höfum nú eina lægstu dánartíðni í heimi vegna leg- hálskrabbameins. En því miður hefur aftur orðið fjölgun á þeim konum sem greinast með lengra gengið krabba- mein í leghálsi,“ segir Kristján. Hann hefur áhyggjur af því að frekari nið- urskurður til Krabbameinsfélagsins muni bitna á leitarstarfinu. „Fjár- skorturinn hefur þegar leitt til þess að við höfum ekki getað beitt okkur sem skyldi í áróðri fyrir aukinni mæt- ingu. Það hefur leitt til þess að við er- um að sjá aukið hlutfall lengra geng- inna krabbameina meðal kvenna sem hafa ekki fylgt vinnureglum leitar- stöðvarinnar. Það veldur síðan kostn- aði hjá hinu opinbera annars staðar í kerfinu.“ Kristján segir að Krabbameins- félagið þurfi að taka til ráðstafana ef það á að hafa efni á að reka krabba- meinsleitina áfram í óbreyttu formi. Hækkun á skoðunargjöldum er ein leiðin. Að sögn Kristjáns eru breyt- ingar á rekstri leitarinnar ræddar en þær munu leiða til minni þjónustu við konur sem leita eftir skoðun vegna einkenna. Þá segir hann að það gæti líka þurft að fella niður fleiri skoð- unarstaði úti á landi en þar hefur tíu stöðvum nú þegar verið lokað. Til að halda óbreyttum rekstri þarf Krabbameinsfélagið í kringum 40 milljónir aukalega á árinu 2013. Kristján segir það ekki mikið miðað við þann sparnað í heilbrigðisútgjöldum sem til kemur vegna leitar- innar. Sinna ekki boðun í krabbameinsskoðun Morgunblaðið/Styrmir Kári Mannfjöldi Erfitt er að ná til kvenna með tilmæli um að mæta í legháls- krabbameinsskoðun. Í nútímanum er svo margt annað sem glepur. Bólusetningar gegn HPV- veirunni sem veldur legháls- krabbameini eru hafnar hér á landi hjá 12 til 13 ára stúlkum. Áður en þær hófust var gerð al- þjóðleg rannsókn á gagnsemi bólusetningar, meðal annars með þátttöku 710 íslenskra stúlkna, sem sýndu fram á að bóluefnið er mjög virkt. En Kristján segir að bólusettar konur megi samt ekki fyllast falskri öryggiskennd. „Í rann- sókninni kom í ljós að við getum fækkað leghálskrabbameinum um 70% en eftir standa 30%, við getum fækkað sterkum for- stigsbreytingum um 55% en eftir standa 45%. Þannig að það er ljóst að bóluefnið er virkt en ekki nægi- lega virkt til að við getum gert breytingar á leitinni. Hún þarf að vera áfram. Konur geta fengið legháls- krabbamein þrátt fyrir bólusetn- ingu.“ Bólusetning ekki 100% vörn HPV-VEIRAN Kristján Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.