Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 31
lýsingastofunni og starfar nú hjá
þýðingastofunni Skjali.
Skáldverk Ágústar
Ritverk Ágústs eru Eftirlýst
augnablik, með myndskreytingum
eftir Jón Óskar Sólnes, ljóð,
1987; Síðasti bíllinn, smásögur,
1988; Í síðasta sinn, smásögur, 1995;
Hringstiginn, smásögur, 1999; Sum-
arið 1970, smásögur, 2001; Tvisvar á
ævinni, smásögur, 2004; Hliðarspor,
skáldsaga, 2007, og Stolnar stundir,
skáldsaga, 2011. Auk þess er hann
nú með skáldsögu í smíðum.
Ýmsar sögur Ágústs hafa birst í
Tímariti Máls og menningar og verið
lesnar í útvarp. Nokkrar þeirra hafa
unnið til verðlauna en þekktust verð-
launasagnanna er Hverfa út í heim-
inn sem hlaut 1. verðlaun í smá-
sagnasamkeppni Strik.is 2001. Ein
saga eftir Ágúst, Afraksturinn, var
þýdd á þýsku og birt í þýska safnrit-
inu Wortlaut Island sem kom út
2000 og geymir ljóð og smásögur eft-
ir helstu samtímahöfunda Íslands.
Þá má geta ritdóms um smá-
sagnasafnið Hringstigann í alþjóð-
lega bókmenntatímaritinu World
Literature Today 2000.
Hleypur í Vesturbænum
Ágúst lærði ungur að lesa og hef-
ur verið sílesandi síðan, einkum bók-
menntir, skáldsögur, smásögur og
ljóð, sem og heimspeki og sögu.
Hann er afar eindreginn KR-
ingur, mætir á alla heimaleiki og
flesta útlileiki meistaraflokks karla í
knattspyrnu á sumrin og er reiðubú-
inn í alvarlegar og djúpar rökræður
um stöðuna í deildinni, knattspyrnu
almennt og bókmenntir, hvar og
hvenær sem er.
Þá er Ágúst töluverður skokkari,
hleypur mikið um Vesturbæinn
ásamt konu sinni og hefur tekið þátt
í fjölda götuhlaupa í Reykjavík.
Fjölskylda
Ágúst kvæntist 11.6. 1994 Erlu
Kjartansdóttur, f. 8.4. 1965, við-
skiptafræðingi og deildarstjóra hjá
Íslandspósti. Foreldrar hennar: Jón-
ína Hannesdóttir húsmóðir og
Kjartan Björnsson, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Vopnafirði, en þau
eru bæði látin.
Börn Ágústs og Erlu eru Freyja
Ágústsdóttir, f. 17.12. 1994; Kjartan
Ágústsson, f. 2.11. 1999.
Alsystkini Ágústs: Aðalbjörn Jón
Sverrisson, f. 3.7. 1958, bifreiðastjóri
í Reykjavík; Ragnheiður Jónína
Sverrisdóttur, f. 11.2. 1957, há-
skólanemi í Reykjavík; Sæmundur
Pétur Sverrisson, f. 14.4. 1965, d. 9.4.
1974.
Fóstursystir Ágústs: Þorbjörg
Steinarsdóttir, f. 18.1. 1967, graf-
ískur hönnuður, búsett í Reykjavík.
Foreldar: Sverrir Aðalbjörnsson,
f. 11.3. 1936, d. 21.11. 2010, sjómaður
í Reykjavík, og Freyja Jónsdóttir, f.
5.10. 1932, rithöfundur.
Úr frændgarði Ágústs Borgþórs Sverrissonar
Ágúst Borgþór
Sverrisson
Steinunn Steinsdóttir
bróðurdóttir Maríu Vigfúsdóttur, langömmu
Péturs Sigurðssonar, tónskálds og söngstj.
Ólafur Sæmundsson
b. á Dúki í Skagafirði
Jón Kristinn Ólafsson
b. á Efra-Vatnshorni í Húnavatnssýslu
Jónína Guðbjörg Björnsdóttir
húsfr. á Efra-Vatnshorni
Sigríður Freyja Jónsdóttir
blaðam. í Rvík
Kristín Bjarnadóttir
húsfr. á Bessastöðum
Björn Jónsson
gullsm. á Bessastöðum á Hegg-
staðanesi, af Guðlaugsstaðaætt
Ágústa Bjarnadóttir
húsfr. á Súgandafirði og í Rvík
Guðjón Jóhannsson
skósm. og bátasm. frá
Súgandafirði
Ragnheiður Nordahl
húsfr. í Kópavogi og á
Úlfarsfelli í Mosfellssveit
Aðalbjörn Pétursson
gullsm. á Sigluf. og í Rvík
Sverrir Aðalbjörnsson
sjóm. í Rvík
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Arnarbæli í Dölum
Pétur Pétursson
hákarlaform. frá Melum
Sæmundur Ólafsson
organisti
Kristín Steinarsdóttir
húsfr. á Ögmundarstöðum
Jóhanna Steinsdóttir
húsfr. á Litlu-Seylu í
Skagafirði
Sigurður Skagfield
söngvari
Margeir Jónsson
b. á Ögmundarstöðum
Björn L. Jónsson
hreppstj. í Glaumbæ
Jón Björnsson
tónskáld og söngstj.
Margrét Eybjörg
Margeirsdóttir
fyrrv. borgarfulltrúi
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Afmælisbarnið Ágúst Borgþór.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012
Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal19.11. 1902, sonur ÓlafsArinbjarnarsonar, verslunar-
stjóra í Vík og útgerðarmanns í
Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar
Eyþórsdóttur húsfreyju. Foreldrar
Jóhanns voru Arinbjörn Ólafsson,
bóndi og útgerðarmaður í Tjarnar-
koti í Innri-Njarðvík, og Kristín
Björnsdóttir, f. Beck. Sigríður var
systir Ásgeirs, föður Ásgeirs forseta
og Ragnars ráðunautar, föður Úlfs
læknis. Systir Sigríðar var Jóhanna,
móðir Eyþórs Gunnarssonar, háls-,
nef- og eyrnalæknis, föður Gunnars
fréttamanns, föður Eyþórs tónlistar-
manns. Sigríður var dóttir Eyþórs
Felixsonar, kaupmanns í Reykjavík,
og Kristínar Grímsdóttur húsfreyju.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR
1923, embættisprófi í lögfræði frá
HÍ 1927 og öðlaðist hrl.-réttindi
1968.
Eiginkona Jóhanns var Ragna
Haraldsdóttir húsfreyja og eign-
uðust þau fimm börn.
Jóhann var lögfræðingur í Vest-
mannaeyjum, settur bæjarstjóri þar
1929 og kosinn bæjarstjóri 1930.
Hann var settur sýslumaður í
Skagafirði vegna forfalla 1939 og var
bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður
Ísafjarðarsýslu 1943-68.
Hann flutti þá til Reykjavíkur og
fékkst þar við lögmannsstörf og
sagnfræði.
Jóhann var mikill bókamaður og
feikilega fróður um hin margvíslegu
efni. Hann var sannkallaður menn-
ingarforkólfur í Eyjum og á Ísafirði,
einn af stofnendum knattspyrnu-
félagsins Týs í Eyjum og fyrsti for-
maður þess, einn af stofnendum
Tónlistarfélags Ísfirðinga og fyrsti
formaður þess, hvatamaður að stofn-
un Héraðsskjalasafns Ísfirðinga og
stjórnarformaður Byggðasafns Ís-
firðinga og aðalhvatamaður að
stofnun Sögufélags Ísfirðinga.
Eftir Jóhann liggur mikið safn af
sagnfræðilegum þáttum og greinum
í blöðum og tímaritum, margt býsna
athyglisvert og skemmtilegt. Þar er
ekki síst að finna söguþætti er lúta
að Vestmannaeyjum og Ísafirði.
Jóhann lést 1.9. 1979.
Merkir Íslendingar
Jóhann
Gunnar
Ólafsson
90 ára
Stefán Karl Linnet
85 ára
Margrét Guðvaldsdóttir
Sigríður Eyjólfsdóttir
Trausti Thorberg Óskarss.
80 ára
Inga Skarphéðinsdóttir
Jens Olsen
Sigursteinn Sigursteinsson
Þorsteinn Gíslason
75 ára
Gerður Stefanía Elimarsd.
Ingvi Rúnar Einarsson
Jakobína S. Guðmundsd.
Óskar Jakob Sigurðsson
Tryggvi Berg Jónsson
70 ára
Anna Guðmundsdóttir
Elínborg Ingólfsdóttir
Elín Káradóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Emilía Ásta Júlíusdóttir
Jósefína Ásgeirsdóttir
60 ára
Dóra Steinsdóttir
Egill I. Hermannsson
Gréta Vigfúsdóttir
Guðmundur Einarsson
Hreinn Kristófersson
Jón Kristinn Guðmundsson
Kristín Jóna Guðmundsd.
Rúnar Svavar Svavarsson
Sigríður Haraldsdóttir
Sigrún Jóhannsdóttir
Sigurrós Jónasdóttir
Sævar Ólafsson
Þorgeir Hauksson
Þuríður Guðjónsdóttir
Örn Sigurðsson
50 ára
Brynja Birgisdóttir
Eyþór Guðlaugsson
Helga Hjaltested
Kristín Sigríður Trausta-
dóttir
Leszek Tadeusz Step-
niewski
Oddur Haraldsson
Ragnar Hólm Ragnarsson
Valgeir Ólafsson
Vigdís Vilhjálmsdóttir
Wlodzimierz Stefan Utratny
40 ára
Anna Benediktsson
Anna Szablowska
Björn Ólafur Árnason
Eiríkur Daði Hrólfsson
Elsa Roxana Yllescas Lopez
Helgi Teitur Helgason
Hjalti Helgason
Karen Jenný Heiðarsdóttir
Renata Gaciarska
30 ára
Alfred Kamil Gwara
Árni Páll Þorbjörnsson
Beata Kamila Czech
Beatriz Ramirez Martinez
Brian Douglas Gerke
Davíð Þór Arnarsson
Egill Kári Helgason
Guðmundur Stefán Mart-
insson
Guðný Hrefna Sverrisdóttir
Ragnheiður Þórdís Jóns-
dóttir
Sigrún Helga Baldursdóttir
Sigrún Helga Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundur ólst
upp í Vestmannaeyjum.
Hann lauk BS-prófi í sál-
fræði frá HÍ 2010 og vinn-
ur nú hjá fyrirtækinu Kos-
mos og Kaos.
Systkini: Karitas, f. 1997,
og Hersir, f. 1997.
Foreldrar: Haraldur Har-
aldsson, f. 1962, starfs-
maður við frystihús í Eyj-
um, og Sæunn Helena
Guðmundsdóttir, f. 1960,
starfsm. hjá Vest-
mannaeyjabæ.
Guðmundur
Daði Haraldsson
50 ára Þorsteinn stund-
aði nám í Virginíu og er
kerfisfræðingur.
Maki: Guðrún Bryndís
Einarsdóttir, f. 1960, bók-
ari.
Börn: Hjálmar Örn Leifs-
son, f. 1983 (fóstursonur)
Garðar, f. 1986; Bjarki, f.
1993, og Brynjar, f. 1993.
Foreldrar: Garðar Þor-
steinsson, f. 1910, d.
1984, stórkaupmaður, og
Jóhanna T. Ólafsdóttir, f.
1919, húsfreyja.
Þorsteinn
Garðarsson
40 ára Lilja er með eigin
rekstur á Selfossi.
Maki: Skúli Franz Hjalta-
son, f. 1972, framkvstj.
tæknisviðs hjá Íslenska
gámafélaginu.
Dætur: Alma R. Franz-
dóttir, f. 1999, og Eva M.
Franzdóttir, f. 2010.
Foreldrar: Halldór H. Haf-
steinsson, f. 1939, d.
2011, bílamálari, og G.
Lilja Hannibalsdóttir, f.
1940, hjúkrunarfræðingur
á Selfossi.
Lilja Jóna
Halldórsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Þar sem gæðagleraugu kosta minna
ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS
SJÓNARHÓLL
gleraugu á verði fyrir ALLA
Mikið úrval umgjarða•
fisléttar og sterkar•
flott hönnun•
litríkar•
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
verð uMgjarða
4.900
9.900
14.900
19.900
24.900