Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 4

Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er óvenjuslæmt norðan- og austanlands,“ sagði Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar, um snjókomuna undanfarið. Hann sagði að fjárveit- ing til vetrarþjónustu á þessu ári hefði klárast strax í haust enda var síðasti vetur ekki mjög þægilegur. Heildarfjárveiting til vetrarþjónustu á þessu ári var 1.580 milljónir og þar af fóru 1.413 milljónir til þjónustu- svæðanna. Ekki var búið að taka saman heildarkostnað við vetrar- þjónustuna í gær. Engu að síður var ljóst að fjárveitingin var löngu búin, að sögn Björns. Vegakerfið er þó ekki látið lokast vegna ófærðar og þess vegna er þessi rekstrarliður kominn í mínus fyrir nokkru. „Allur norðurhluti landsins og Austurlandið hefur verið miklu verri en verið hefur, þetta er með því meira sem við sjáum,“ sagði Björn. „Það eru mikil snjóþyngsli á öllum norðurhluta landsins.“ Ófærðin skall á fyrir norðan í byrjun september. Lítið lát hefur verið á ófærðinni síðan og ekki útlit fyrir að úr dragi næstu daga, að sögn Björns. Það er því viðbúið að enn bætist við snjómoksturskostnað Vegagerðarinnar. Fannfergi í Skagafirði Óvenjumikið fannfergi hefur verið í Skagafirði undanfarið. „Þetta er búið að vera þrjár helgar í röð,“ sagði Ásta Björg Pálmadóttir sveit- arstjóri. „Þetta er óvenjusnemmt hjá okkur. Við erum vön að fá norð- anáhlaupin í janúar til mars.“ Hún sagði kostnað af snjómokstri í sveitarfélaginu vera kominn vel yf- ir tíu milljónir. Sveitarstjórn sam- þykkti í síðustu viku að bæta við framlög til snjómoksturs og taldi Ásta að líklega þyrfti að bæta meiru við enda horfur á áframhaldandi snjókomu. Sveitarfélagið mokar snjó á Sauð- árkróki, Hofsósi, Hólum, í Varma- hlíð og ber kostnað á móti Vegagerð- inni af mokstri tengivega og heim- reiða að sveitabæjum. Snjómokstur sveitarfélagsins var boðinn út í haust en aukaverktaki var ræstur út í fyrradag því ekki hafðist undan að moka snjónum. Ásta sagði ekki hjá því komist að fara að aka snjónum í burt úr þétt- býlinu. Mokað var að skíðasvæðinu í Tindastól í fyrradag og hafði Ásta heyrt að snjógöngin þangað væru nokkuð djúp. Mikið um norðlægar áttir Meðalhiti fyrstu 20 daga nóv- embermánaðar er rétt undir með- allagi, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Óvenjuhlýtt var lengst af nóvember í fyrra þótt síð- ustu dagar mánaðarins þá hafi verið kaldir. Desember í fyrra var óvenju- kaldur. Stormviðvaranir hafa verið nánast daglegt brauð hjá Veðurstofunni undanfarið. Trausti sagði það ekki óvenjulegt þegar til lengri tíma væri litið. „Það koma alltaf svona kaflar og hafa gert það alla tíð,“ sagði Trausti. Hann sagði það óvenjuleg- asta ef til vill vera að allt frá því í apríl sl. hefðu vindar mikið verið norðlægrar áttar og mun meira en að meðaltali. Samt hefði ekki verið mjög kalt og norðanáttin verið til- tölulega hlý. Búast hefði mátt við kaldara veðri. Talað hefur verið um snjóþyngsli fyrir norðan en Trausti sagði að ekki þyrfti að fara mörg ár til baka til að finna dæmi um 50 sentimetra djúp- an snjó á Akureyri í október. Hann sagði að almennt hefði verið snjólétt síðustu árin, samt hefðu komið snjó- þungir kaflar eins og höfuðborgar- búar fengu að kynnast í desember í fyrra og janúar sl. Trausti sagði að haustið hefði ver- ið með illviðrasamara móti miðað við það sem menn þekktu frá seinni ár- um. Raunar var nýliðinn október einn sá hægviðrasamasti sem komið hefur. Nóvembermánuðir hafa verið tiltölulega hlýir frá síðustu aldamót- um og hafa staðið sig betur en t.d. októbermánuðir í því sambandi. Það sem af var þessum mánuði, til gær- dagsins, var hiti talsvert neðan við meðaltal síðustu tíu ár þótt við séum nálægt meðaltali árin 1961-90. Vikið frá meðaltali nóvembermánaða þeirra ára fyrstu 20 daga nóvember nú er ekki nema 0,2 gráður en gagn- vart síðustu tíu árum er meðalhitinn nú 1,7 gráðum undir meðaltali síð- ustu tíu ár. Akureyri er tiltölulega kaldari en Reykjavík gagnvart með- altalinu 1961-90. Trausti minnti á að afskaplega hart veður hefði gert snemma í sept- ember síðastliðnum á Norðurlandi. Þá hefði verið óvenjumikill snjór sumstaðar eins og t.d. á Sauðárkróki og þar um kring. Hins vegar hefði almennt verið snjólétt á Vesturlandi og eins á höfuðborgarsvæðinu. Óvenjumikill snjór fyrir norðan  Vegagerðin er búin með snjómoksturspeningana  Sveitarfélagið Skagafjörður setur meira í moksturinn  Kaldara hefur verið það sem af er nóvember nú en að meðaltali frá aldamótum Morgunblaðið/Björn Björnsson Sauðárkrókur Snjó hefur kyngt niður í Skagafirði líkt og víðar á Norðurlandi að undanförnu. Skaflarnir á bílunum sýna snjókomuna vel. Snjómoksturinn er orðinn mun dýrari en sveitarfélög og Vegagerðin gerðu ráð fyrir. Björn Ólafsson Trausti Jónsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Árið í ár hefur verið metár. Hingað hefur komið fjöldi stórra verkefna. Því fylgir gífurleg velta sem kemur með erlendan gjaldeyri inn í landið,“ segir Helga Margrét Reykdal, fram- kvæmdastjóri kvikmyndafyrir- tækisins Truenorth, um ganginn í ís- lenskri kvikmyndagerð í ár. Fyrirtæki hennar vann að gerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í september, sem Hollywood-stjarnan Ben Stiller framleiðir, og í október vann það að framhaldsmyndinni Thor 2. Þá vann kvikmyndafyrirtækið Pegasus að sjónvarpsþáttunum Game of Thro- nes í haust, svo dæmi sé tekið. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar var veltan af gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis á fyrstu 8 mánuð- um ársins nærri því jafn mikil og allt árið í fyrra. Stefnir því í metár. Enn ekkert fast í hendi Helga Margrét segir of snemmt að segja til um hvernig næsta ár verður. „Það eru aðilar sem eru áhugasamir um að koma en það er ekkert fast í hendi. Nú er dimmasti tími ársins og dagarnir ekki langir og menn eru kannski ekki að horfa mikið til Íslands á meðan svo er.“ Veltutölur fyrir síðustu mánuði ársins liggja ekki fyrir fyrr en í vor og telur Helga Margrét að í ljósi verkefnastöðunnar verði þeir jafn stórir eða stærri en í fyrra. Hún kveðst aðspurð ekki vera sannfærð um að erlendu verkefnin verði jafn stór á næsta ári. „Ég á ekki von á að næsta ár verði jafn stórt í sniðum og þetta ár. Verkefnin hafa raðast ótrú- lega vel niður á árið og allt hefur gengið eins og í sögu,“ segir Helga Margrét sem telur aðspurð að hækk- un virðisaukaskatts á gistingu verði ekki til þess að auka samkeppnis- hæfni kvikmyndagerðar á Íslandi. Óheppilegar skattahækkanir „Ef virðisaukaskatturinn verður hækkaður jafn gífurlega og boðað hefur verið hefur það í för með sér að hótelherbergi verða mjög dýr á Ís- landi. Gisting á litlu hóteli úti á landi verður í evrum talið orðin svipað dýr og á hóteli í evrópskri stórborg. Það er stór biti að kyngja,“ segir Helga Margrét. Kjartan Þór Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Saga Film, er bjart- sýnn á gott gengi greinarinnar á næsta ári. „Næsta ár lítur gríðarlega vel út. Það kæmi mér ekki á óvart að það yrði svipað að umfangi og árið í ár. Innlenda framleiðslan mun sennilega vaxa. Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að veltan í er- lendum verkefnum verði jafn mikil. Ég spái því að veltan muni skiptast í helminga milli innlendra og erlendra verkefna. Innlenda framleiðslan get- ur vel aukist um að minnsta kosti milljarð króna á næsta ári. Bæði eru sjónvarpsstöðvarnar að setja meira fjármagn í innlent efni á kostnað þess að kaupa erlent efni. Breytingar á lögum um Ríkisútvarp- ið munu auka framleiðslu á sjón- varpsefni á opnum markaði. Þá á að auka fjárveitingar í kvikmyndasjóð. Það eitt mun tryggja að minnsta kosti milljarð króna í aukna veltu á næsta ári í innlenda efninu.“ Aukið fjármagn frá útlöndum Hann segir efnið vekja athygli. „Það hjálpar okkur einnig að meira af erlendu fjármagni er að koma fyrirfram inn í framleiðslu á ís- lensku sjónvarpsefni en áður. Gæðin og vinnslan skila okkur ár- angri enda er framleiðslan orðin í toppklassa í Evrópu. Áður voru þessar leiknu seríur fjármagnaðar af innlendum aðilum eingöngu. Með auknum áhuga erlendra aðila kemur inn meira fé frá erlendum sjóðum. Sú þróun er líkleg til að auka fram- leiðslu á íslensku efni,“ segir Kjartan og nefnir hvernig norrænu sjón- varpsstöðvarnar DR, SVT, NRK og YLE kaupi orðið íslenskt efni. Líklegt sé að næstu sjónvarpsserí- ur verði styrktar með fé úr sjóðum frá Norðurlöndunum og Evrópu, þ.m.t. Þýskalandi. Þáttaraðir á borð við Hamarinn, Heimsendi, Svarta engla og Pressu hafi verið sýndar er- lendis við miklar vinsældir sem og Næturvaktin, t.d. á BBC. Búið er að endurgera Næturvakt- ina í Noregi og unnið er að endur- gerð Réttar í Bandaríkjunum, en það eru framleiðendur Homeland sem framleiða þáttinn fyrir NBC, eina stærstu sjónvarpsstöð Banda- ríkjanna. „Aðilar eins og HBO og netleigan Netflix eru farnir að fyrir- framkaupa seríur frá Skandinavíu og sú þróun mun hjálpa íslenskri kvikmyndagerð,“ segir hann. Stefnir í metár í kvikmyndagerð  Greinin velti rúmlega 7 milljörðum á fyrstu átta mánuðum ársins  Velti 8 milljörðum allt árið í fyrra  Framkvæmdastjóri Saga Film segir erlenda aðila í auknum mæli setja fé í íslenska kvikmyndagerð Kvikmyndagerð í sókn Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum, án VSK. (m. kr.)* 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 5.00 0 Ja n. -fe b. 2010 2011 2012 M ar s- ap r. M aí -jú ní Jú lí- ág . Se pt .-o kt . Nó v.- de s. Ja n. -fe b. M ar s- ap r. M aí -jú ní Jú lí- ág . Se pt .-o kt . Nó v.- de s. Ja n. -fe b. M ar s- ap r. M aí -jú ní Jú lí- ág . Se pt .-o kt . Nó v.- de s. ? ? Jan.-ágúst: 7.286,3 Jan.-ágúst: 11.272,9 Jan.-ágúst: 12.561,3 *Undir þennan skattflokk heyrir framleiðsla á kvikmynd- um,myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa; útvarps- og sjónvarpsútsending. **Undir þennan skattflokk heyrir undirflokkurinn fram- leiðsla á kvikmyndum,myndböndum og sjónvarpsefni Samtals á ári ? 17.153 12.848 Þar af kvikmyndir** 2010 2011 2012 4.672 7.990 7.108 1. 68 2, 9 1. 89 8, 7 1. 90 7, 5 1. 79 7, 2 2. 25 7, 8 3 .3 03 ,8 1. 90 2, 1 2. 78 8, 3 3 .6 11 ,1 2. 97 1,4 2. 28 8, 8 3. 59 1,4 2. 03 4, 7 2. 74 9, 9 3. 27 6, 9 4. 49 9, 8 Kjartan Þór Þórðarson Helga Margrét Reykdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.