Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Sigríður Á. Andersen lögmaður er 41 árs í dag. Hún hefur þólítinn tíma til þess að gera sér dagamun þar sem hún er á kafií prófkjörsbaráttu. „Ætli ég einbeiti mér ekki að henni eins og undanfarna daga. Ég hef óskaplega gaman af því að tala við kjós- endur og ég vona að þeir taki mér sérstaklega vel þegar ég hringi á morgun (í dag),“ segir Sigríður og hlær við. Hún segir afmælið ekki vera tilbúna auglýsingu til að vekja athygli á sér fyrir prófkjörið. „Ég get vísað til heimilda og hef alltaf átt afmæli 21. nóvember,“ segir Sigríður. Hún er gift Glúmi Björnssyni og á tvær dætur, Bryn- hildi sem er sjö ára og Áslaugu sem er að verða fjögurra ára. „Af- mælið vekur kannski mesta spennu hjá stelpunum. Eftir það vita þær að jólin eru á næsta leiti,“ segir Sigríður. Fyrir utan pólitíkina tekur lögmennskan mestan tíma hennar. „Ég reyni að vísu að komast í einhvers konar líkamsrækt flesta daga. Ég hef verið að lyfta lóðum að undanförnu,“ segir Sigríður sem stefnir að því að leggja lóð sín á vogarskálarnar á Alþingi næsta vetur. Hún býður fram í 3.-4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík í prófkjöri næsta laugardag. „Ég mun kannski reyna að fá mér súkkulaðiköku á morgun,“ segir Sigríður. „Ég mun alveg örugglega gera mér einhvern dagamun á prófkjörsdaginn og halda upp á af- mælið þá,“ segir Sigríður. Sigríður Á. Andersen er 41 árs í dag Sigríður Á. Andersen Sigríður á afmæli í miðri prófkjörsbaráttu. Lyftir lóðum í prófkjörsbaráttu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Mosfellsbær Halldór Orri fæddist 17. desember. Hann vó 3.840 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Jórunn Edda Hafsteinsdóttir og Óskar Sigvaldason. Nýr borgari H örður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1972, stundaði nám í markaðs- og útflutningsfræði við HÍ 1999 og hefur sótt fjöl- mörg námskeið á sviði stjórn- unar, þjálfunar, kennslu og ferða- mála. Hörður kenndi við Barnaskóla Akureyrar og Lundarskóla á Ak- ureyri 1972-76, starfaði hjá SKÝRR 1976-79, starfaði við tölvudeild Sambandsins 1982-83, var framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Vals árið 1984, kenndi við Öldutúnsskóla 1986-90, var annar stofnenda og deild- arstjóri íþróttadeildar Samvinnu- ferða-Landsýnar 1986-90 og síðan íþróttadeildar Úrvals-Útsýnar 1990-96. Hörður stofnaði árið 1996 ferðaskrifstofuna ÍT ferðir sem sérhæfir sig í ferðum fyrir margs konar hópa, en hann hefur átt og starfrækt ferðaskrifstofuna óslitið síðan. Glæsilegur íþróttaferill Hörður stundaði glímu með UMF Reykjavíkur og æfði og keppti í knattspyrnu með Val frá sex ára aldri, lék með meist- araflokki Vals 1971-79 og 1983 og eins með KA á Akureyri. Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT ferða – 60 ára Dæturnar Hörður með dætrum sínum á góðri stund, þeim Bryndísi, Söru Mildred og Birnu Ósk. Í ferðaþjónstu í 26 ár Tveir góðir Hörður ásamt brasilíska leikmanninum Pelé, sem margir spyrnusérfræðingar telja fremsta knattspyrnumann allra tíma. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.