Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 40% afsláttur af öllum gleraugum FACEEBOOK.COM/GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Í síðustu viku var ég staddur að kvöld- lagi í garðinum við húsið okkar við Ham- arstíg. Ég var að setja upp ljósaseríu til að lýsa upp í skammdeg- inu. Meðan ég er að þessu heyri ég sungið hástöfum og færist söngurinn nær eftir Munkaþverárstrætinu. Ég held að þar hafi hljómað Silung- urinn eftir Schubert og eftir nokkra stund birtist karlmaður syngjandi hástöfum og hélt því áfram niður Hamarstíginn og Odd- eyrargötuna. Söngurinn var ágæt- ur, og maðurinn alls ekki valtur á fótunum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég verð var við merkileg fyrirbrigði í Hamarstígnum. Til dæmis hef ég séð þar mann klæddan búningi og hárkollu sem sómt hefði sér vel við hirð Loðvíks XIV. en hann var að tala í farsíma þannig að ekki var um draug að ræða. Síðan gerist það næst að ég set seríuna í samband og hún lýsir strax fallega. Nú má spyrja er það ekki sjálfsagt hér í bæ að rafmagn sé óþrjótandi en svo er því miður ekki. Flutningsleiðirnar Í Akureyri vikublaði, var þann 25. október sl. flennistór fyrirsögn á síðu 4 svohljóðandi: „Landeig- endur nyrðra hafna stóriðjulínu“ Ef fólk heldur að öflugri flutningslína raforku til Akureyrar sé vegna stóriðju hefur það fengið villandi upplýsingar. Núverandi flutnings- línur til Eyja- fjarðasvæðisins eru nú þegar fulllestaðar þeg- ar raforkunotkun er mest á svæðinu. Þann- ig kann svo að fara, innan ekki allt of langs tíma, að ekki sé sjálfgefið að ljós komi á perurnar þegar kveikt er. Þessi skortur á flutningsgetu raforku til Eyjafjarðarsvæð- isins mun einnig valda því að öll uppbygging á frekari iðn- aði, eða annarri atvinnustarfsemi, á svæðinu er ógerleg. Til dæmis mun ekki verða af stækkun Becromal í Krossanesi og ekki er útilokað að fyrirtækið kynni að huga að brott- flutningi verksmiðjunnar þar sem stækkunartækifæri verði ekki fyrir hendi á Akureyri. Ef til vill minn- ast menn þess að hátt raforkuverð í Noregi er ein af ástæðum þess að fyrirtækið lagði niður verksmiðju þar í landi og flutti til Akureyrar. Verðið og sæstrengirnir Úr því að ég nefni verðmun á raforku í Noregi og hér á landi, má spyrja í ljósi uppvakningsins „raf- strengur til Evrópu“ sem einhverjir sjá sem tækifæri fyrir raf- orkuframleiðendur hérlendis: Vilj- um við heldur flytja raforku til Evrópu um streng en að leyfa eðli- lega uppbyggingu raforkuflutnings- kerfisins hérlendis? Þetta myndi þýða að raforkuverð hér hækkar upp í það verð sem fengist fyrir raforkuna við strengendann erlend- is. Á endanum er líklegt að þetta verði til þess að Ísland væri ekki valkostur fyrir iðjuver, gagnaver eða aðra þá starfsemi þar sem orkuverð skiptir máli. Landsmenn sætu þá uppi með hærra raf- orkuverð og minnkandi atvinnu. Ís- land hefur lengi verið frumvinnslu- land þó svo að nokkuð hafi áunnist í því að breyta þessu t.d. með auk- inni vinnslu á fiskafurðum innan- lands og úrvinnslu áls sem þó er enn allt of lítil auk þess sem aðrar greinar hafa sótt í sig veðrið en einnig þær eru háðar raforku. Flutningur raforku um sæstreng er frumvinnsla og ábatasamara er að nýta orkuna innanlands þó svo að raforkuframleiðendur fengju lægra verð sem hinsvegar kemur fram í aukinni atvinnu og hagsæld. Ekki verður séð að raforkuframleiðendur séu að tapa fé með sölu raforku á núverandi verði. Skoðanirnar En aftur að raforkuflutningskerf- inu sem landsmenn virðast núorðið telja , a.m.k. loftlínur, af hinu vonda sbr. yfirlýsingu landeigenda sem nefnd var hér að framan og vilja fremur jarðstrengi sem eru dýrari og tæpast valkostur nema að auka flutningskostnaðinn verulega og þann kostnað verður einhver að greiða. Sem ég er að skrifa þennan pistil berst mér til eyrna að í Akureyr- arblaði dagsins sé viðtal við þunga- vigtarmann hér í bæ þar sem hann segist ekki vilja sjá loftlínu ofan Akureyrar. Þetta eru stór orð og óheppileg ekki síst í ljósi þess að verið er að reyna að semja við ná- grannasveitarfélög um raflínur. Hér á Akureyri hafa menn einnig haft áhyggjur af loftlínu sunnan flugvallarins. Það hvarflar ekki að mér eitt augnablik að nokkrum hafi dottið í hug að leggja háspennulínu við flugvöllinn öðruvísi en að farið yrði eftir alþjóðlegum flugörygg- isreglum. Slíkar reglur nægja Ak- ureyrarflugvelli eins og öðrum flug- völlum. Það er hinsvegar plagsiður að við hérlendis þurfum að breyta reglum sem að utan koma og herða á þeim. Þetta er alger óþarfi en er líklega sprottið af þeirri vafasömu skoðun okkar að við séum sýnu merkilegri, betri og klárari en aðr- ar þjóðir. Hvað skal gera? Hvað er þá til ráða varðandi raf- orkuflutning? Ég get ekki svarað því en veit að núverandi afstaða margra mun valda töfum og auka hættu á vandræðum með raforku- öryggi og afhendingu umbeðinnar raforku á mörgum stöðum á Ís- landi. Ef til vill væri rétt að byrja á að láta óháðan sérfræðingahóp skipaðan innlendum og erlendum sérfræðingum skera úr um kostn- aðarmun og t.d. landsspjöll, seg- ulsvið og annað sem skilur að loft- línur og jarðstrengi á kostnað allra hagsmunaaðila. Þetta þarf að vinn- ast hratt og fumlaust og ekki má láta fipast af öfgaöflum né pólitík. Akureyri 1. nóvember 2012. Er ekki allt í lagi með rafmagnið? Eftir Franz Árnason »Núverandi afstaða margra mun valda töfum og auka hættu á vandræðum með raf- orkuöryggi og afhend- ingu umbeðinnar raf- orku á mörgum stöðum á Íslandi. Franz Árnason Höfundur er ráðgjafi. Yfirburðasigur PwC í parasveitakeppninni Íslandsmót í parasveitakeppni fór fram um sl. helgi með þátttöku 14 sveita. Íslandsmeistari þessa árs er sveit PwC sem endaði með yfirburða- skor eða 254 stig. Spilaðar voru 13 umferðir með átta spilum milli sveita. Í sigursveitini spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir, Sigurbjörn Haralds- son, Anna Ívarsdóttir, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. Í 2. sæti varð Sveit Svölu Pálsdóttur með 230 stig og í 3. sæti var sveit Addýjar með 227 stig. Guðný Guðjónsdóttir, varaforseti Bridssambandsins, afhenti verðlaun í mótslok Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 16. nóvember var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 394 Ragnar Björnss. – Pétur Antonss.n 368 Þorleifur Þórarinss. – Jónína Pálsd. 355 A/V Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 369 Oddur Jónsson – Oddur Halldórss. 362 Jón Svan Sigurðss. – Birgir Sigurðss. 347 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 347 FEB Reykjavík Fimmtudaginn 15. nóv. var spiluð tvímenningskeppni hjá Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor var 312 stig. Efstir urðu: N-S Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 398 Magnús Halldórss. – Júlíus Guðmss. 349 Ágúst Helgason – Haukur Harðars. 334 A-V Guðm. Steinbach – Bjarni Guðnason 374 Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 368 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 357 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.