Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hver sem er getur pantað sér húð- flúrstæki á netinu og byrjað að húðflúra fólk heima hjá sér, fjarri öllu eftirliti. Svanur Jónsson hjá húðflúrstofunni Tattoo og skart í Reykjavík segist vita til þess að hér á landi sé víða verið að húðflúra í heimahúsum. „Vandamálið núna og það sem hefur verið að koma upp á er það að þú getur keypt byrj- unarsett á netinu, til dæmis á eBay, og allavega húðflúrsdót sem er ekk- ert upprunavottorð á. Hver sem er getur gert þetta og þetta er að ger- ast í heimahúsum og það eru jafn- vel krakkar að panta þetta,“ segir Svanur. „Það kemur upp á reglu- lega að við fáum heimaflúr í fangið sem við þurfum að lagfæra.“ Litir frá viðurkenndum aðilum Hann segir að það sé gott eftirlit með viðurkenndum húðflúrstofum í Reykjavík. Húðflúrstofur flytja sjálfar inn litina sem þær nota og segist Svanur ekki vita betur en þær panti allar liti frá Evrópu. „Við förum eftir öllum reglugerðum og kaupum liti aðeins frá við- urkenndum aðilum. Ef það kemur upp á að litur innihaldi eitthvað er haft samband við okkur og liturinn tekinn úr umferð auk þess sem við fylgjumst vel með því sem er að gerast úti í heimi,“ segir Svanur. Hann hefur stundað húðflúrun í átján ár og segir aldrei neitt hafa komið upp á. „Ef eitthvað kemur upp á er yfirleitt verið að húðflúra við óheilbrigðar aðstæður. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að allt sé lagi og ég veit að yfirvöld fylgj- ast vel með því. En það eru heima- húsin sem við höfum áhyggjur af.“ Níu húðflúrstofur með gild starfsleyfi voru á skrá í Reykjavík í september á þessu ári. Það er heil- brigðiseftirlit í hverju sveitarfélagi sem hefur eftirlit með starfsemi húðflúrstofa og veitir starfsleyfi samkvæmt reglugerð um holl- ustuhætti. Umhverfisstofnun sér um regluverkið og aðstoðar við eft- irlit. Í samræmi við lög og reglur Rósa Magnúsdóttir hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir að þau fari að minnsta kosti einu sinni á ári á allar húðflúrstofur í Reykja- vík í reglubundið eftirlit. Yfirleitt sé undan litlu að kvarta og lítið af kvörtunum eða ábendingum vegna starfseminnar komi inn á þeirra borð. „Rekstraraðilinn ber ábyrgð á sínum rekstri. Þeir sem reka húð- flúrstofur hér hafa yfirleitt gert það á metnaðarfullan hátt og í samræmi við lög og reglur,“ segir Rósa. Í viðtali við Morgunblaðið nýver- ið sagði Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir að oft væri lítið vitað um þau litarefni sem væru notuð í húðflúr og þau þyrftu ekki að standast strangar heilbrigðiskröfur. Reglur verið hertar Húðflúrslitir falla undir reglu- gerð Evrópusambandsins um snyrtivörur. Níels Br. Jónsson hjá Umhverfisstofnun segir að ef húð- flúrstofur flytji litina inn frá evr- ópskum söluaðilum falli þeir undir þá reglugerð og allar líkur á því að liturinn sé í lagi. „Það er búið að vera að herða mjög allar reglur um liti í Evrópusambandinu undanfarin ár. Reglugerð um snyrtivörur í Bandaríkjunum eru ekki eins strangar og það er talsvert um það að það séu á markaði hér á landi amerískar snyrtivörur sem ekki uppfylla reglur og gætu innhaldað eitthvað sem ekki má nota hér sam- kvæmt ESB-reglugerðum,“ segir Níels. Aðspurður segir hann að íslensk- ar húðflúrstofur gætu keypt liti beint frá Bandaríkjunum án þess að hann viti til þess að þær geri það. Allir geta húðflúrað  Hægt að kaupa byrjunarsett á netinu án allra vottorða  Áhætta að starfa eftirlitslaust  Níu húðflúrstofur með gild starfsleyfi eru á skrá í Reykjavík AFP Skreytt Það er orðið algengara að íþróttamenn beri húðflúr. Þessi tígur var á mjóbaki þýskrar íþróttakonu á Ólympíuleikunum í London. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 ar t& co nc ep t > z- on e cr ea tiv e te am ph ot o > K am il S tru dz iń sk i ISON Sìmi 588 2272 Fæst aðeins á hársnyrtistofum fyrir hárið Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn. Ása St. Atladóttir, verkefnastjóri sóttvarna hjá embætti landlæknis, sér um fræðslu fyrir þá sem sækja um að fá að opna húðflúrstofu. „Við vilj- um reyna að vekja athygli á sýkingarhættunni og þetta er erindi sem ég fer í gegnum með hverjum einasta manni sem sækir um húðflúrunarleyfi, eitt af því sem heilbrigðiseftirlitið setti inn í starfsleyfisskilyrði,“ segir Ása. Aðsókn á fyrirlestrana hefur aukist undanfarið í samræmi við aukn- ar vinsældir húðflúrsins. Ása segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur noti ís- lenskir húðflúrarar og gatarar eingöngu einnota nálar og liti sem sam- þykktir og viðurkenndir eru í Evrópu og aðstaða þeirra uppfyllir sett skil- yrði. „Í þeim tilfellum sem svo hefur ekki verið og ég hef haft spurnir af, einnig ef verið er að húðflúra eða gata húð á einstaklingum undir 18 ára aldri gegn vilja forráðamanna, hef ég umsvifalaust gert viðvart. Í a.m.k. tveimur slíkum tilvikum brást sýslumaður og lögregla við með því að loka aðstöðu og gera áhöld upptæk.“ Aukin aðsókn á fyrirlestra EMBÆTTI LANDLÆKNIS UPPFRÆÐIR UM SÝKINGARHÆTTUNA Andrés Ingi Jóns- son gefur kost á sér í 3. sæti á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkur- kjördæminu í for- vali 24. nóvember nk. „Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur sýnt hvernig hægt er að takast á við afleiðingar efnahags- hruns án þess að leggjast í djúpan niðurskurð og einkavæðingu á al- mannaþjónustu. Á næsta kjör- tímabili þarf að tryggja að sömu sjónarmið stýri þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir m.a. í til- kynningu. Andrés er með meistarapróf í al- þjóðastjórnmálum frá University of Sussex. Hann er aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann er giftur Rúnu Vigdísi Guð- marsdóttur og á með henni tveggja ára drenginn Halldór. Framboð í 3. sæti Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta er alvarlegt mál. Við erum búnir að benda á þetta ófremdar- ástand sem hefur skapast en lítið hefur verið á það hlustað. Í sumum tilfellum höfum við verið vændir um hræðsluáróður en skýrslan staðfest- ir það sem við höfum haldið fram,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um nýja skýrslu innanríkisráðu- neytisins um stöðu lögreglunnar. Í henni kemur m.a. fram að lög- reglan sé ekki í stakk búin til þess að takast á við viðamikil verkefni á borð við aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, viðbrögð við hryðjuverkaógn og aukinn þunga í landamæravörslu. Þá sé búnaður lögreglunnar til sérstakra aðgerða í vopnamálum, hryðjuverkum og stórfelldum ofbeldismálum afar tak- markaður. Snorri segir að vandamálið felist bæði í skorti á mannskap og búnaði. „Landssambandið hefur haldið því fram að um 60 stöðugildi hafi tapast en skýrslan sýnir að þar var var- lega farið með, því hún talar um 81 stöðugildi. Það er alveg sama hvar gripið er niður, það er sama sagan alls staðar,“ segir hann. Þessi vanbún- aður getur ógnað öryggi lögreglu- manna þegar þeir þurfa að sinna alvarlegum útköllum. „Það getur skapast sú staða að af tveimur lögreglumönnum í sama útkalli sé annar með viðunandi búnað en hinn engan,“ segir Snorri og nefnir til dæmis varnarbúnað eins og hnífa- vesti og skotskýlingarbúnað. Þarf að vera til staðar Löggæslan kostar mikla fjármuni og segir Snorri að spurningin sé um forgangsröðun. Landssamband lög- reglumanna hafi talað fyrir því að farið verði í grundvallarskilgrein- ingu á eðli og hlutverki löggæslu á Íslandi til þess að þingið átti sig á umfangi hennar við fjárveitingar. „Við erum blessunarlega laus að mestu leyti við vopnamál þar sem skotvopnum er beitt en þau hafa verið að ágerast. Vonin er að ekki þurfi að nota hann en þetta er bún- aður sem þarf að vera fyrir hendi þegar á þarf að halda,“ segir Snorri. Staðfestir áhyggj- ur lögreglunnar  Vanbúin gegn alvarlegum málum Snorri Magnússon Vilborg Arna Gissurardóttir hóf á mánudag göngu sína á suðurpólinn en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. „Sólóleikar suðurskautsins hóf- ust í dag,“ skrifaði Vilborg á heima- síðu sína. Hún gekk 6,3 km vega- lengd á mánudag en gerir síðan ráð fyrir að ganga 22 kílómetra að jafn- aði á hverjum degi. Gönguleiðin er um 1.140 kílómetra löng. Vilborg Arna fer þessa göngu í þágu Lífs, styrktarfélags kvenna- deildar Landspítalans. Gangan á suðurpólinn er hafin Dagbókarskrif Vilborg Arna situr við skriftir í tjaldi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.