Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar jólagjafir fyrir þá sem þú þekkir. DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mohammed Morsi, forseti Egypta- lands, sagði í gær að samkomulag um vopnahlé væri í sjónmáli milli Ísraela og Hamas-samtakanna sem eru við völd á Gaza-svæðinu. Egypt- ar höfðu milligöngu um vopna- hlésviðræður með hjálp Tyrkja og Katara. „Skrípaleik árásarstríðs Ísraela lýkur í dag, þriðjudag, og tilraun- irnar til að ná vopnahléssam- komulagi bera árangur innan fárra klukkustunda,“ hafði egypska frétta- stofan MENA eftir Morsi. Einn embættismanna Hamas sagði að leiðtogi samtakanna, Khal- ed Meshal, og samningamenn hans væru á fundi með yfirmanni egypsku leyniþjónustunnar sem annaðist milligöngu í viðræðunum. „Það er ekkert leyndarmál að samkomulag er í sjónmáli,“ hafði fréttaveitan AFP eftir honum. Viðræðurnar voru þó á mjög viðkvæmu stigi og talið var að ekki þyrfti nema eina mannskæða árás til að þær gætu farið út um þúfur. Setja skilyrði fyrir vopnahléi Á sama tíma og viðræðurnar fóru fram skutu Palestínumenn tug- um flugskeyta á Ísrael. Eitt þeirra lenti á ólífulundi nálægt Jerúsalem og olli ekki manntjóni. Ísraelar héldu einnig áfram loft- árásum sínum í gær og urðu 26 Pal- estínumönnum að bana, þeirra á meðal tveimur ungum börnum, að sögn sjúkraflutningamanna á Gaza. Ísraelskar flugvélar vörpuðu niður dreifibréfum yfir Gazaborg þar sem borgarbúum var sagt að fara frá nokkrum hverfum í grennd við mið- borgina. Fréttaritari BBC sagði að fréttamenn á Gaza hefðu séð Ham- as-menn taka sex menn af lífi vegna gruns um að þeir hefðu veitt Ísr- aelsher upplýsingar. Stjórn Ísraels hafði sagt að til greina kæmi að hefja landhernað á Gaza-svæðinu ef nauðsyn krefði til að stöðva flugskeytaárásir Palest- ínumanna á Ísrael. Stjórnin ákvað þó á fundi í fyrrinótt að láta reyna á það hvort vopnahlésumleitanirnar bæru árangur. Samningamenn Ísraela og Hamas hafa sett skilyrði fyrir vopnahléi. Ísraelar krefjast þess að Hamas bindi enda á hvers konar árásir á Ísrael frá Gaza og að al- þjóðasamtök hefji aðgerðir til að tryggja að Hamas-menn fái ekki ný vopn. Hamas-samtökin krefjast þess að Ísraelar aflétti herkví Gaza- svæðisins og hætti hvers konar árás- um á leiðtoga samtakanna til að ráða þá af dögum. AFP Eyðilegging Palestínumenn kanna skemmdir á byggingu í bænum Rafah á Gaza-svæðinu eftir loftárásir Ísraela í fyrrinótt. Egyptar reyna að koma á vopnahléi  Vona að hægt verði að binda enda á blóðsúthellingarnar 10 km5 km Árásir Ísraela og Palestínumanna Beit Lahiya M IÐ JA RÐ AR HA F MIÐJARÐARHAF Khan Yunis Tel Avív Rafah GAZABORG GAZA Al Bureij Nuseirat Al Maghazi Deir al-Balah E G Y P TA L A N D E G Y P TA L A N D E G Y P TA L A N D Sderot Beersheva Ofakim Eshkol Gan Yavne Ashkelon Ashdod Zeitoun Flugvöllur ÍSRAEL Þéttbýl svæði Palestínumanna Flóttamannabúðir Palestínumanna Beit Hanoun S Ý R L. JERÚSALEM JÓ R D A N ÍA E G Y P TA L. ÍSRAEL Árásir Ísraela Flugskeytaárásir Palestínumanna Qarara Yfir 130 Palestínumenn hafa beðið bana í loftárásum Ísraela frá því þær hófust á miðvikudaginn var þegar yfirmaður hernaðararms Hamas var drepinn. Að minnsta kosti 23 börn eru á meðal þeirra sem liggja í valnum og hundruð barna til viðbótar hafa særst, að sögn Palestínsku mannréttindamiðstöðvarinnar. Árásirnar hafa einnig orðið til þess að mörg börn á Gaza-svæðinu hafa orðið fyrir áfalli eða losti sem er líklegt til að valda varanlegu sálrænu tjóni, að sögn mannréttindasamtakanna. Ófriðurinn hefur einnig bitnað á saklausu fólki í Ísrael, meðal annars börnum. Palestínskir hryðjuverkamenn hafa skotið yfir þúsund flug- skeytum á Ísrael síðustu daga og orðið þremur óbreyttum borgurum að bana. Minnst 23 börn hafa látið lífið MÖRG BÖRN Í LOSTI VEGNA ÁRÁSANNA Sært barn á Gaza. Simpansar og órangútanapar þurfa að ganga í gegnum „miðaldurskrísu“ líkt og mennirnir, ef marka má nýja rannsókn. Alþjóðlegur hópur rannsóknarmanna mat líðan og ánægju mannapa og komst að þeirri niðurstöðu að hamingja þeirra er mest þegar þeir eru ungir, minnkar um miðjan aldur og eykst síðan aftur í ellinni. Svipuð þróun mun vera algeng meðal manna. Sérfræðingar á ýmsum sviðum, svo sem sálfræði, fremdardýrafræði og hagfræði, tóku þátt í rannsókninni. Skýrt er frá niður- stöðum þeirra í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. RANNSÓKN Á SIMPÖNSUM OG ÓRANGÚTANÖPUM Mannapar lenda líka í miðaldurskrísu Dómstóll í Pak- istan hefur vísað frá ákæru á hendur fatlaðri stúlku, Rimsha Masih, sem hafði verið ákærð fyr- ir guðlast. Stúlk- an er fjórtán ára og sat í fangelsi í þrjár vikur fyrr á árinu en var látin laus gegn tryggingu eftir að hand- takan var gagnrýnd harðlega víða um heim. Rimsha var sökuð um að hafa kveikt í blaðsíðum úr Kóraninum og taldist það vera móðgun við Mú- hameð spámann og þar með lög- brot í Pakistan. Við slíku broti ligg- ur dauðarefsing. PAKISTAN Ákæru gegn stúlku um guðlast vísað frá Sjötugur leigubílstjóri í Singapúr er nú álitinn hetja eftir að hann skilaði 900.000 dollurum, jafnvirði 114 milljóna króna, sem taílenskt par skildi eftir í bílnum hjá honum. Bílstjóranum brá þegar hann fann seðlana í svörtum bréfpoka í aftursæti leigubíls síns eftir að hann hafði ekið parinu að versl- unarmiðstöð. Þegar hann kom með peningana í óskilamunadeild leigubílafyrirtækisins brá honum aftur þegar í ljós kom hversu há upphæðin var. „Peningarnir skipta mig engu máli. Þeir eru ekki mínir, svo hvernig hefði ég getað notað þá?“ sagði sá gamli. Parið gaf bíl- stjóranum fundarlaun og fyrirtæki hans hyggst veita honum viður- kenningu fyrir vel unnin störf. SINGAPÚR Leigubílstjóri skilaði 114 milljónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.