Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrír verktakar eða verktaka- samsteypur óska eftir að fá að gera tilboð í gerð Norðfjarðarganga sem fyrirhugað er að bjóða út í byrjun næsta árs. Öll fyrirtækin hafa reynslu af jarðgangagerð fyrir Vegagerðina. Vegagerðin auglýsti á Evrópska efnahagssvæðinu eftir þátttöku í forvali. Þeir sem óskað hafa eftir að fá að bjóða eru Ístak hf., tékkneska fyrirtækið Metrostav as. og Suður- verk hf. og loks ÍAV hf. og sviss- neska fyrirtækið Marti Contractors ltd. Að öllum tilboðunum standa fyr- irtæki sem hafa reynslu af jarð- gangagerð fyrir Vegagerðina. Ístak boraði meðal annars Fáskrúðsfjarð- argöng, Metrostav sprengdi Héð- insfjarðargöng í samstarfi við Háfell og ÍAV og Marti gerðu Bolung- arvíkurgöngin og eru í samningum um gerð Vaðlaheiðarganga. Unnið að útboðsgögnum Norðfjarðargöngin munu tengja saman Eskifjörð og Norðfjörð og koma í stað erfiðs fjallvegar með gömlum jarðgöngum um Odds- skarð. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir að nú sé unnið að loka- hönnun og gerð útboðsgagna og öðrum undirbúningi. Á næstunni verði einnig farið yfir gögn verktak- anna. Að loknum undirbúningi verð- ur þessum þremur verktaka- samsteypum eða þeim sem fá blessun Vegagerðarinnar gefinn kostur á að bjóða í verkið. Býst Hreinn við að það geti orðið síðari hluta janúarmánaðar. Gera megi ráð fyrir að tilboð verði opnuð tveimur mánuðum síðar og fram- kvæmdir geti hafist síðari hluta sumars eða á haustmánuðum. Áætlað er að jarðgangagerðin kosti í heild rúma 10 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að ganga- gerðin taki þrjú og hálft til fjögur ár. „Ég er afskaplega ánægður, mál- ið er í fullum gangi. Við erum fullir bjartsýni um að framkvæmdir hefj- ist hér á næsta ári, eins og áætlað hefur verið,“ segir Jón Björn Há- konarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. „Þetta mun breyta gríðarlega miklu fyrir Fjarðabyggð sem er að hluta til skipt með fjallvegi í 630 metra hæð. Göngin munu auðvelda aðgengi íbúanna að opinberri þjón- ustu og stækka atvinnusvæðið, ekki aðeins í Fjarðabyggð heldur á öllu Austurlandi, og auka hagkvæmni í samfélaginu,“ segir Jón Björn. Vanir menn vilja bjóða í göngin  Þrír verktakar óska eftir þátttöku í forvali vegna gerðar Norðfjarðaganga  Reiknað með útboði í lok janúar og að framkvæmdir hefjist á haustmánuðum  Forseti bæjarstjórnar ánægður með stöðuna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jarðgöng Hönnun Norðfjarðarganga tekur mið af Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum. Norðfjarðargöng Fyrirhugað fram- kvæmdasvæði Eskifjörður Neskaupstaður Útboðiðmiðast við jarðgöng 7,5 km löng, 8metra breið 366m steinsteyptir vegskálar 5 km langir vegir Loftmyndir ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Greiðslubyrði af tíu milljóna króna óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum hefur hækkað um rúmlega 92.000 krónur á ári síðan í mars vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Er þá miðað við að lánið sé jafn- greiðslulán til 25 ára en alls hækka greiðslur af því um ríflega 461.000 krónur á fimm árum. Þetta má lesa út úr útreikningum Yngva Harðarsonar, framkvæmda- stjóra ráðgjafafyrirtækisins Ana- lytica, sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins. Vaxtahækkunarlota Seðlabank- ans hófst í ágúst í fyrra og hafa stýri- vextir síðan hækkað úr 4,25% í 6%. Bætir Yngvi hér við dæmigerðu vaxtaálagi ofan á stýrivextina. Á grafinu hér fyrir ofan eru tekin dæmi um áhrif vaxtahækkana á tvö óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, annars vegar jafngreiðslu- lán og hins vegar lán með jöfnum af- borgunum. Hækkunin nemur allt að 805.000 kr. á fimm árum en vaxta- stigið miðast við stöðuna í ágúst í fyrra áður en hækkanirnar byrjuðu og við stöðuna eins og hún var í mars. Munurinn á lánagerðunum liggur í því að í jafngreiðslulán- inu fer meirihluti greiðslu í vexti fyrri hluta lánstím- ans og hækkar hlutfallið sem fer til afborgunar höfuðstóls eftir því sem líður á lánstímann. Í lánum með jöfnum afborgunum eru greiðslur hæstar til að byrja með en fara svo lækkandi eftir því sem höfuðstóll greiðist niður og vaxta- hluti greiðslunnar minnkar. Flókið að meta áhrifin Yngvi segir snúið að meta áhrifin. „Það er flókið að svara þessu með verðtryggð lán. Þar togast á bein áhrif vaxta til hækkunar vísitölu neysluverðs annars vegar og hins vegar framtíðaráhrif vaxtahækkun- ar til minnkunar verðbólgu. Það er talið að það taki 18-24 mánuði fyrir vaxtahækkun að hafa áhrif til minnk- unar verðbólgu. Varðandi óverðtryggð lán þá er nærtækast að líta til íbúðalána ann- ars vegar þar sem verið hefur um- talsverð útlánaaukning hjá bönkun- um og yfirdráttarlána hins vegar. Samkvæmt upplýsingum Seðlabank- ans voru 85% óverðtryggðra íbúða- lána á breytilegum vöxtum í árslok 2011. Jafnvel þótt öll útlánaaukning þessa árs hefði verið á föstum vöxt- um þá væri þetta hlutfall 75%. Það er ekki ósennilegt að yfir 80% af óverð- tryggðum útlánum séu enn á breyti- legum vöxtum. Óverðtryggð íbúðalán námu í lok ágúst 210-220 milljörðum og yfir- dráttarlán um það bil 90 milljörðum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa numið samtals 1,25% á árinu. Af þessu má leiða að kostnaðar- auki heimilanna nemi um það bil 2,2 milljörðum króna vegna óverð- tryggðra íbúðalána og um 900 millj- ónum króna vegna yfirdráttarlána. Samtals losar þetta um 3 milljarða.“ 3. 44 1. 71 0 kr . 3. 61 9. 0 68 kr . 4. 0 80 .1 31 kr .1 2 4. 16 2. 0 0 0 kr . 4. 39 2. 0 0 0 kr . 4. 96 7.0 0 0 kr .1 2 Áhrif vaxtahækkana á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum Upphafleg lánsfjárhæð: 10 milljónir króna. Lánstími: 25 ár.Stýrivextir voru 4,25% áður en vaxtahækkunarlota SÍ hófst. Ef jafngreiðslulán Samtals greiðslur (vextir og afborganir) eftir 5 ár *Miðað við greiðslur árið 2014. Hér er miðað við dæmigert vaxtaálag ofan á stýrivexti. Útreikningar: Yngvi Harðarson/Analytica Ef með jöfnum afborgunum Samtals greiðslur (vextir og afborganir) eftir 5 ár Ágúst 2011 4,7% Mars 2012 5,2% Nóv. 2012 6,5% Ágúst 2011 4,7% Mars 2012 5,2% Nóv. 2012 6,5% A B C A B C Vaxtaprósenta: Vaxtaprósenta: 2:Mismunur B-C: 461.062 kr. Mismunur á ári B-C: 92.212 kr.* 1: Mismunur A-C: 638.421 kr. Mismunur á ári A-C: 127.684 kr.* 2:Mismunur B-C: 575.000 kr. Mismunur á ári B-C: 115.000 kr.* 1: Mismunur A-C: 805.000 kr. Mismunur á ári A-C: 161.000 kr.* Vaxtahækkanir auka greiðslubyrði mikið  Hækkanir Seðlabankans kosta almenning um 3 milljarða Yngvi Harðarson GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.