Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 ✝ KristínSteinarsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, fæddist í Reykjavík 1. maí 1959. Hún lést á Landspít- alanum 12. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar eru Steinarr Guðjónsson, fyrrv. bóksali og bókaút- gefandi, f. 1.12. 1933, og Elsa Pétursdóttur húsmóðir, f. 14.3. 1936. Systur Kristínar eru: 1) Björg, f. 10.3. 1961, maki Gísli V. Guðlaugsson, f. 22.11. 1960, þau eiga þrjú börn, 2) Rakel, f. 4.12. 1965, hún á þrjú börn, 3) Bryndís, f. 5.11. 1968, gift Her- manni Hermannsyni, f. 11.2. 1969, þau eiga tvö börn. Hinn 23. ágúst 1986 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurbirni Magnússyni hæstaréttarlögmanni, f. 31.7. 1959. Foreldrar hans voru: Magnús Guðmundsson sókn- arprestur, f. 29.1. 1925, d. 9.12. 2006, og Áslaug Sigurbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6.9. 1930, d. 23.2. 2001. Börn Kristínar og Sigurbjörns eru: Magnús tölvunarfræðingur, f. 6.5. 1987, Áslaug Arna laga- nemi, f. 30.11. 1990, og Nína Kristín framhaldsskólanemi, f. 6.10. 1993. Kristín ólst upp í Kópavogi, 2005 starfaði hún sem kennslu- ráðgjafi í tölvu- og upplýs- ingatækni við Sjálandsskóla í Garðabæ. Kristín var ein af stofnendum félagsins Einstök börn árið 1997, til stuðnings börnum með alvarlega, sjald- gjæfa sjúkdóma. Hún sat í stjórn félagsins frá 2000-2003. Þá var hún félagi í The Delta Kappa Gamma Society, Eta- deild félags kvenna í fræðslu- störfum. Meðfram störfum sín- um var Kristín mikið heima- vinnandi vegna alvarlegra og langvarandi veikinda yngstu dóttur sinnar. Kristín hafði alla tíð mikinn áhuga á notkun tölvu í skólastarfi og ekki síður hvernig mætti nýta tæknina í kennslu fyrir fatlaða og börn með sérþarfir. Hún sótti fjölda námskeiða og ráðstefna um skólastarf. Auk áhuga á skóla- málum hafði Kristín áhuga á ljósmyndun og hestamennsku sem hún stundaði með eig- inmanni sínum, ekki síst á ferð- um um landið í góðra vina hópi. Þegar Nína Kristín veiktist árið 1995 fengu Kristín og Sig- urbjörn stórt verkefni, sem markaði líf þeirra og störf frá þeim tíma, ekki bara að ala upp veikt og fatlað barn heldur ekki síður að gæta hagsmuna Nínu, hvort heldur á spítalanum, í samskiptum við lækna og ótal sérfræðinga, í skólanum og í daglegu lífi og nú síðast við að koma á fót notendastýrðri per- sónulegri aðstoð (NPA) fyrir Nínu. Útför Kristínar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 21. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. gekk í Kópavogs- skóla, þá í Kvenna- skólann í Reykja- vík, en útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 1979. Hún lauk kennaraprófi (B.ed-gráðu) frá Kennaraháskóla Ís- lands 1983. Árið 1986 lauk hún M.A- gráðu frá Stanford University í gagnvirkri kennslutækni (Interactive Educational Technology), með áherslu á nýtingu upplýs- ingatækni í skólastarfi. Árið 2005 lauk hún diplomanámi í tölvum og upplýsingatækni frá Kennaraháskóla Íslands. Á ár- unum 1981-1983 kenndi Kristín við Tölvuskólann á nám- skeiðum fyrir börn og full- orðna, 1983-1985 kenndi hún ritvinnslu og forritun við Versl- unarskóla Íslands, 1986-1989 starfaði hún við kennsluráðgjöf og námsefnisgerð hjá IBM á Ís- landi, 1984-1990 stundakennari í tölvu- og upplýsingatækni við Kennaraháskóla Íslands, 1996- 1997 annaðist hún forfalla- kennslu við Grandaskóla, 1997- 1999 kennslustjóri við tölvu- skólann Framtíðarbörn, á ár- unum 1989-1993 og aftur 2000-2002 var hún umsjón- arkennari við Háteigsskóla (áð- ur Æfingaskóli KHÍ), en frá Kveðja frá foreldrum Börn okkar eru ljóð sem lifa, ort af okkur saman, vitnisburður ástar, óður til lífsins, lífs sem við getum kveikt saman, með Guðs hjálp, lífs sem heldur áfram og verður ekki afmáð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku hjartans Kristín okkar, það er svo sárt að þurfa að kveðja. Við þökkum þér af öllu hjarta samveruna og umhyggj- una og óskum þér Guðs blessun- ar. Við sjáum dugnað þinn og kjark í börnum ykkar Sigur- björns. Guð blessi þau og styrki alla tíð. Minning þín lifir. Mamma og pabbi. Elskuleg stóra systir. Í allan dag hefur haustvindur- inn þotið um greinar trjánna. Ég hef setið undir trjánum og hugs- að um lauf sumarsins og undar- legt líf þeirra. Þau héldu á regn- dropunum eins og gimsteinum þangað til þyrstur sumarvindur- inn kom að fá sér að drekka. Þau héldu ánægð á fiðrildunum sem voru komin til að elskast. Og á kvöldin kom mannkynið til að elskast undir laufunum. Ó, hversu margt var líf trjánna. Og nú falla laufin í vindinum. En rætur trjánna eru sterkar og trén eru sterk og greinarnar svigna en brotna ekki. Og fyrr en varir eru laufin aftur á greinum trjánna og mannkynið situr undir laufunum og laufin halda ánægð á fiðrild- unum og það er mikið líf í trján- um. (Jón Óskar) Kristín, takk, takk fyrir gleðina, viskuna, gjafmildina og kjarkinn. Þín Rakel. Það eru forréttindi að hafa átt systur eins og Kristínu. Hún var umhyggjusöm, kærleiksrík og góð fyrirmynd á allan hátt. Krist- ín var mikil baráttukona sem kenndi okkur að meta það mik- ilvæga í lífinu. Hún var leiðtoginn í systrahópnum og við söknum hennar sárt. Kristín var frumburður for- eldra okkar. Hún bjó fyrsta ár ævi sinnar í Reykjavík en flutti síðan í Kópavoginn þar sem for- eldrar okkar byggðu sér sitt framtíðarheimili. Í næsta ná- grenni var móinn og óspillt nátt- úran, sem var okkar helsta leik- svæði. Á veturna var það notað sem skíðasvæði en á sumrin voru þar byggðir kofar og farið í æv- intýraleiki. Á yngri árum nutum við syst- urnar góðs af kennsluhæfileikum Kristínar og má segja að við höf- um verið hennar fyrstu nemend- ur. Hún leiðbeindi okkur af mik- illi alúð við heimanámið og las oft fyrir okkur sögubækur fyrir svefninn. Það kom fjölskyldunni því ekki á óvart að Kristín legði fyrir sig kennslustörf. Kristín var fróðleiksfús og skipuðu bækur stóran sess í lífi hennar. Faðir okkar var bóksali og bókaútgefandi og því áttum við greiðan aðgang að ævintýra- heimi bókanna. Það hefur haft áhrif á okkur alla tíð og í ferðum okkar saman erlendis lá leiðin oft í bókabúðir. Kristín hafði ein- stakt lag á að finna þar áhuga- verðar bækur sem voru bæði fræðandi og fallegar. Börnin okk- ar hafa notið góðs af jóla- og af- mælisgjöfum frá henni sem alltaf voru áhugaverðar og fræðandi, oftar en ekki bækur. Móðir okkar sá til þess að við systurnar kynntumst töfrum leikhúsanna. Leikrit, danssýn- ingar, myndlistarsýningar. Allt voru þetta fastir liðir í æsku okk- ar. Við eigum góðar minningar frá þeim ferðum. Kristín bjó yfir miklum stjórn- unarhæfileikum sem komu snemma í ljós. Hún var ekki há í loftinu þegar sú hefð komst á í fjölskyldunni að skipulagning á barnaafmælum var í höndum Kristínar. Hún naut sín vel í því hlutverki, var góður leiðtogi og stjórnaði leikjum úti og inni af mikilli snilld. Kristín passaði upp á gestina og var úrræðagóð þeg- ar þess þurfti. Dagskráin var ætíð vel undirbúin og hugsað var fyrir öllu. Þessir hæfileikar áttu eftir að nýtast henni vel síðar í veikindum dóttur hennar Nínu Kristínar. Þar þurfti á góðu skipulagi og yfirsýn að halda. Kristín ferðaðist mikið þegar hún komst á unglingsárin. For- eldrar okkar eiga dýrmætan fjár- sjóð bréfa sem hún skrifaði þegar hún var við nám og störf erlendis. Í þeim lýsir hún á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt því sem fram fór því það var henni kappsmál að þau fengju að fylgjast vel með. Þar kom strax fram hvað hún var góður penni og átti auðvelt með að koma hugsunum sínum í orð. Í einu þessara bréfa sem hún skrif- aði frá Englandi aðeins þrettán ára gömul lýkur hún bréfaskrif- unum með þessum orðum: „p.s. skrifið fljótt, það er svo gaman að fá bréf“. Kristín átti traustan og góðan vinahóp. Hann hefur veitt henni stuðning og verið til staðar í erf- iðum veikindum Nínu og síðan í veikindum hennar sjálfrar. Það var Kristínu mikilvægt að Nína Kristín gæti lifað sjálfstæðu lífi. Kristín var virkur þátttak- andi í starfsemi NPA-miðstöðv- arinnar sem hefur það að mark- miði að fatlaðir einstaklingar geti ráðið sér það aðstoðafólk sem þeir kjósa sjálfir. Þegar Nína Kristín hóf sjálfstæða búsetu kom Heiða til starfa hjá fjöl- skyldunni. Heiða sem er einstök í alla staði hefur verið ómetanleg- ur stuðningur við fjölskylduna. Kletturinn í lífi Kristínar var eiginmaður hennar Sigurbjörn. Þau voru alla tíð einstaklega samhent og glæsileg hjón. Þau eignuðust þrjú yndisleg börn Magnús, Áslaugu Örnu og Nínu Kristínu sem við erum öll svo stolt af. Þau hafa sýnt ótrúlegan styrk og dugnað á erfiðum tímum og nýtt krafta sína til góðra verka sem veitti Kristínu mikla gleði og fyllti hana stolti. Það er með djúpri sorg í hjarta sem við kveðjum Kristínu systur. Minning hennar mun ávallt lifa með okkur. Björg og Bryndís. Hugurinn hvarflar til baka og ég er ásamt fjölskyldu minni á leið í afmæli til Kristínar frænku í Auðbrekku. Það er heiður himinn og geislar sólar verma jörðina sem er að lifna við enda er vor í lofti. Gleði og kátína afmælis- gesta berast okkur til eyrna þeg- ar við knýjum dyra og ljóst að fjölmenni verður í afmælinu eins og oft áður. Kristín, glaðleg og ófeimin, býður okkur hjartanlega velkomin í afmælið, tekur við af- mælisgjöfinni og þakkar fyrir sig með innilegu faðmlagi. Við göng- um inn og búum okkur undir bæði skemmtilegt og viðburða- ríkt afmæli sem að venju verður skörulega stjórnað af afmælis- barninu sjálfu. Áhyggjur fullorð- insáranna eru víðsfjarri á þessari stundu. Ekkert kemst að nema að njóta glæsilegra veitinga í boði húsmóðurinnar og skemmtilegr- ar veislu sem Kristín er búin að skipuleggja í þaula með dyggri aðstoð systra sinna og foreldra. Við bróðir minn og systurnar í Auðbrekku erum systkinabörn. Tækifæri til samverustunda urðu mörg á uppvaxtarárum okkar, bæði í fjölskylduboðum og í ferðalögum um landið. Því er ekki laust við að mér finnist við bræður hafa átt fjórar uppeldis- systur. Systurnar í Auðbrekku og foreldrar þeirra hafa því ávallt verið mér kær þó svo samveru- stundum hafi fækkað á fullorð- insárum. Hratt flýgur stund í dagsins önn en sterk fjölskyldu- bönd hverfa ekki þótt samveru- stundum fækki. Hlýleg nærvera Kristínar og forvitni um hagi og líðan annarra er mér minnisstæð sem og stuðn- ingur við aðra þegar þess þurfti með. Af dugnaði og elju tókst hún á við hvert það verkefni sem að höndum bar í lífinu hvort heldur vegna menntunar, starfa eða við stofnun eigin fjölskyldu. Jákvætt og glaðlegt hugarfar einkenndi alla tíð frænku mína alveg frá okkar fyrstu kynnum. Álengdar hef ég fylgst með Kristínu og Sigurbirni, eigin- manni hennar, takast samhent á við hverja raun í lífinu með æðru- leysi og bjartsýni. Þau komu upp þremur börnum, þeim Magnúsi, Áslaugu Örnu og Nínu Kristínu, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni um bæði traust og kærleiksríkt uppeldi. Minning mín af Kristínu frænku er af glaðlegri og rögg- samri manneskju sem var hrókur alls fagnaðar og í forystu þeirra sem gerðu vinafundi bæði skemmtilega og eftirminnanlega. Fallegt bros hennar ásamt mild- um og jafnframt smitandi hlátri minnir mig á fallega uppeldis- systur sem ævinlega reyndist gleðigjafi og traustur vinur í mínu lífi og fjölskyldu minnar. Það er því með söknuði sem ég kveð Kristínu frænku í dag og votta um leið þeim Sigurbirni, Magnúsi, Áslaugu Örnu og Nínu Kristínu innilega samúð sem og foreldrum hennar, systrum og fjölskyldum þeirra. Guðjón Sigurðsson. Nú þegar dagurinn er stuttur og dimmur er komið að kveðju- stund. Þótt sorgin sé þungbær og dimmt yfir varpar minningin um Kristínu frænku ljósi á tilveruna. Bros hennar og glaðværð stend- ur upp úr í minningunni. Á þess- ari stundu reikar hugurinn óhjá- kvæmilega til baka til þeirra fjölmörgu samverustunda sem við bræðurnir áttum með þeim Kópavogssystrum í æsku. Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá fjölskyldu okkar að heimsækja Elsu og Steinar og dætur þeirra. Í minningunni voru þetta alltaf miklar gleðistundir. Kristín frænka er órjúfanlegur hluti af æsku minni, en hún og systur hennar voru okkur bræðr- um sem systur enda mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna. Kristín var leiðtoginn í systra- hópnum enda elst og með mikla ábyrgðartilfinningu. Þegar hóp- urinn kom saman átti hún oft erf- itt verk fyrir höndum við að koma mönnum í hlutverk í leikritum og öðrum leikjum sem settir voru upp í fjölskyldusamkomum. Ég minnist þolinmæði hennar og hvernig hún með ákveðni en þó á glaðværan hátt kom vitinu fyrir óstýrilátan frænda þannig að samkoman gæti farið fram með skikkanlegum hætti. Það læddist að manni sú hugsun að hún hefði fengið í arf nokkuð af stjórnvisku ættmóðurinnar. Þegar fram liðu stundir kynnt- ist Kristín þeim ágæta manni Sigurbirni og hóf með honum bú- skap. Fannst mér þessi ráðahag- ur vel til fundinn bæði vegna al- mennra mannkosta Sigurbjörns og einnig vegna þess að við höfð- um sótt í sömu menntun og deild- um sömu stjórnmálaskoðunum. Sambúð þeirra skilaði af sér ríku- legum arfi sem eru börn þeirra Magnús, Áslaug Arna og Nína Kristín. Þar fara miklir mann- kostir og áhugaverðir einstak- lingar sem hafa þegar látið að sér kveða hvert á sínu sviði. Ekki er vafi að þau munu bera foreldrum sínum fagurt vitni í lífi og starfi. Þótt samverustundirnar hafi verið færri á fullorðinsárunum, þá eru þær þeim mun skemmti- legri og dýrmætari nú þegar komið er að leiðarlokum. Matar- boð frændsystkina um hátíðirnar á síðastliðnum árum og ættarmót með stórfjölskyldunni eru nú ljúfar minningar. Það var skemmtilegur hópur sem kom saman í æsku en ekki er hann síðri þegar makar og börn hafa bæst í hópinn. Elsku Sigurbjörn, Magnús, Áslaug Arna og Nína Kristín. Missir ykkar er mikill og þung- bær. Kristínar verður sárt sakn- að og skilur hún eftir djúpt skarð í lífi okkar allra. Við varðveitum góðar minningar um hana sem veita birtu og gleði í sorginni. Við kveðjum nú Kristínu að sinni og þökkum henni góðar samveru- stundir. Jóhannes, Heiðrún og börn. Í gegnum tíðina hefur manni fundist meira en nógu mikið lagt á Sigurbjörn og Kristínu og þeirra fjölskyldu. Það kom því eins og reiðarslag fyrir þau og alla sem til þekktu þegar alvarleg veikindi Kristínar tóku sig upp af endurnýjuðum krafti þannig að ekki varð við ráðið og Sigurbjörn veiktist einnig. Við Krissa, eins og hún var alltaf kölluð í Versló, byrjuðum bæði í Versló árið 1975, lentum saman í bekk og urðum snemma góðir vinir. Hún var vel gerð og hlý stelpa með einstaklega fallegt bros. Svo fór að við vorum bekkj- arfélagar öll fjögur árin í Versló og því voru það frábær tíðindi þegar ég frétti það nokkrum ár- um eftir stúdentspróf að Krissa og Sigurbjörn Magnússon, frændi minn, vinur og fóstbróðir, væru að skjóta sig hvort í öðru. Síðan er liðinn u.þ.b. aldarfjórð- ungur. Áslaug, Magnús og Nína fædd og komin á legg og fjöl- skyldan hafði komið sér vel fyrir í Árbænum. Rólegri tímar voru í vændum þegar veikindin tóku sig upp. Það hefur alltaf verið eftir því tekið í vinahópnum hve hetjulega Sigurbjörn og Krissa tókust á við veikindi Nínu svo ekki sé talað um þátt Áslaugar og Magnúsar. Æðruleysi Krissu hvað varðar eigin veikindi var gífurlegt. Hún skrifaði um veikindin á bloggsíðu af skynsemi og slíkum heiðar- leika og hugrekki að oft var átak- anlegt að lesa. Þegar langt leið á milli færslna vissi maður síðan að líðanin var ekki góð. Ég fletti fjórðu bekkjar bók- inni úr Versló daginn sem Krissa dó. Þar horfir framan í heiminn 17 ára glæsileg stúlka með allt líf- ið framundan. Líf sem er nú slokknað langt fyrir aldur fram. Okkur langar að leiðarlokum að þakka Krissu fyrir samfylgdina í lífinu og vinskapinn. Við sendum öllum aðstandendum, einkum Sigurbirni, Áslaugu, Magnúsi og Nínu, innilegar samúðarkveðjur og heitum því að efla vinskapinn og samheldnina enn frekar. Svona áföll kenna manni enn og aftur að það er bara tvennt sem skiptir raunverulegu máli í lífinu; fjölskylda og vinir. Ólafur, Laufey, Anna og Jóhannes. Hvers virði er allt heimsins prjál, ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut, sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg? Þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér, en skorta þetta eitt, sem enginn getur keypt? Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár, þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann, myrkrið streymir inn í huga minn þá finn ég hlýja hönd, sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga, en hefur aftur litið ljós, – mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Takk fyrir allt og allt, elsku vinkona. Margrét, Frímann og fjölskylda. Við andlát Kristínar hefur stórt skarð verið höggvið í hópinn okkar. Mann setur hljóðan og máttleysið er algert gagnvart því hversu litlu við ráðum um veru okkar hér á jörðu. Við „einstöku“ mömmurnar, eins og við kölluð- um okkur, eigum það sameigin- legt að eiga börn með sjaldgæfa, alvarlega og jafnvel óskilgreinda sjúkdóma. Einstöku börnin okk- ar eru á sama reki, sum hver orð- in fullorðin, önnur unglingar og sum hafa kvatt þennan heim. All- ar höfum við þurft að berjast mikið við hlið barna okkar. Í þessum einstaka litla mömmu- hópi okkar getum við rætt um okkar viðkvæmustu hjartans mál og fengið þessa góðu endurnær- andi og styrkjandi tilfinningu sem fylgir því að tala við einhvern sem skilur þá einkennilegu og oft á tíðum erfiðu stöðu sem maður er í sem foreldri barns með sjald- gæfan alvarlegan sjúkdóm. Oftar en ekki hittumst við á göngum barnaspítalans, við vissum alltaf þegar eitthvað kom upp á hjá ein- stöku börnunum okkar. Kristín var um tíma í stjórn Einstakra barna, félaginu sem er okkur öllum mjög hjartfólgið, og lagði mikið til við ritstörf fyrir það. Kristín var fremst í flokki þegar kom að félaginu okkar, var gefandi, spyrjandi, huggandi. Hún var gríðarlega góður og sterkur penni sem glöggt mátti sjá á blogginu sem hún hélt úti vegna veikinda dótturinnar Nínu Kristínar. Fallegt heimili Kristínar og fjölskyldu hennar bar því vel vitni hver hún var í raun og veru. Lífsgildin voru svo sannarlega í hávegum höfð. Hún og Sibbi voru kröftugt teymi og unnu vel sam- an. Verkefnin sem þeim voru af- hent til að leysa voru ekki auð- veld. Kristín lagði gjarnan niður vinnu til að takast á við þau, ósér- hlífni hennar og styrkur var al- veg ótrúlega magnaður. Hún tókst á við hverja hindrun af krafti og áræði, rekin áfram af móðurástinni og heitri ósk um að dóttir hennar fengi tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi. Fallegu börnin þeirra Sibba og Kristínar bera þess líka merki hve mikill kærleikur ríkti á milli þeirra og lagði Kristín mikið í kærleikan eins og við sáum á síðustu vikum í lífi hennar. Þau umvöfði hvort annað ást og umhyggju. Mikið gátum við talað, hlegið og grátið saman. Hópurinn okkar hittist reglulega þrátt fyrir að við værum ekki mjög virkar í fé- lagsstarfinu á síðustu árum, Kristín Steinarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.