Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarf honum ekki neitt. (Hallgrímur Pétursson.) Óli Björn Kárason. Stórt skarð er höggvið í vina- hópinn við fráfall okkar kæru vin- konu Kristínar Steinarsdóttur. Í nokkurn tíma höfum við fylgst með af aðdáun hvernig hún tókst á við illvígan sjúkdóm af mikilli reisn. Á þessari sorgarstundu leitar hugurinn til baka til allra þeirra fjölmörgu og skemmtilegu stunda sem við áttum með Krist- ínu, Sibba og börnum. Þær snúa ekki síst að sameiginlegum áhuga okkar á hestum og ferðalögum í íslenskri náttúru. Myndir og söngtextar eru ómetanlegur fjár- sjóður úr ferðunum sem Kristín hafði veg og vanda af. Hún hvatti óspart til söngs sem varð til þess að við bæði nutum og lærðum marga góða texta, oft og tíðum eftir okkar helstu skáldjöfra. Kristín var ein af þeim fyrstu sem sérmenntuðu sig í tölvu- kennslu við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum stuttu eftir að þau Sibbi fóru að draga sig sam- an. Þessi þekking hennar á tölv- um gerði það að verkum að hún var alltaf fremst meðal okkar að tileinka sér nýja tækni, ekki síst þegar stafræna myndatæknin hóf innreið sína. Nú njótum við vinirnir þess að skoða mynda- albúmið hennar sem hún setti á netið, myndir sem kalla fram ljúf- ar minningar með góðum vinum. Einnig sýndi spjallsíðan sem hún hélt úti hversu góður penni hún var. Kristín var mikil fjölskyldu- manneskja og börn þeirra Sibba, þau Magnús, Áslaug Arna og Nína Kristín, bera henni fagurt vitni um ást og umhyggju. Eftir fæðingu Nínu beindist orka Kristínar mikið að henni en sem barn að aldri greindist Nína með alvarlegan sjúkdóm. Af miklu æðruleysi tókst fjölskyldan sam- hent á við að veita Nínu sem best atlæti og lífshamingju. Að leiðarlokum minnumst við gestrisni þeirra hjóna sem við höfum svo oft notið á þeirra fal- lega heimili en ekki síður í Kjós- inni. Hugur okkar er hjá Sibba og börnum sem nú kveðja góða og hlýja móður. Megi hið eilífa ljós lýsa Krist- ínu Steinarsdóttur. Þórey og Árni, Karitas og Kjartan, Þorgerður og Kristján. Í dag kveðjum við vinkonu okkar Kristínu Steinarsdóttur. Hún hefur farið sína hinstu ferð aðeins 53 ára að aldri. Þessa ráð- stöfun almættisins eigum við erf- itt með að skilja, þegar ung, vel gefin, vel menntuð eiginkona, móðir, dóttir, systir og vinkona er hrifin á brott úr mikilvægum verkefnum í blóma lífsins. Eftir standa margar spurningar sem ekki fást nein svör við. Já, Kristín var einstaklega vel gefin baráttu- kona. Áhugi hennar á framförum í kennslumálum var einlægur enda menntaði hún sig sérstak- lega í notkun tölva og gagnvirkni og var þannig á undan sinni sam- tíð. Hún barðist einnig ötullega fyrir stofnun Félags einstakra barna og kom þar þrautseigja hennar berlega í ljós. Við minn- umst með hlýju margra skemmti- legra samverustunda og fyrir þær ber að þakka. Hugurinn reikar til ferða í Laufskálarétt, þorrablóts í Njálsbúð, gæða- stunda í Kiðafelli og í Tröð og ótal hestaferða um landið okkar fagra. Nú síðast í sumar þar sem Kristín sýndi fádæma dugnað þrátt fyrir erfið veikindi. Við sjáum hana ljóslifandi fyrir okk- ur úti í náttúrunni með mynda- vélina að vopni, mynda undur náttúrunnar, hesta og menn. Við þá iðju naut hún sín vel enda með einstakt auga fyrir fegurð og list. Elsku vinir, Sigurbjörn, Magnús, Áslaug Arna og Nína Kristín, Elsa, Steinar, systur og allir ættingjar og vinir. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Rós og Haraldur. Það er sárt að standa yfir moldum fjölskylduvinar til ára- tuga, eiginkonu og móður á besta aldri. Kristínu kynntumst við þegar Kristín og Sigurbjörn byrjuðu að draga sig saman. Allt frá þeim tíma hefur verið mikill samgangur milli heimila okkar og ekki minnkaði hann þegar þau festu kaup á húsi nánast við hlið- ina á okkur. Börnin komu eitt af öðru á báðum heimilum og þegar þau komust á legg voru ófáar ferðir farnar á milli húsa og stundum var athugað hvar væri betra að borða. Hestamennska sameinaði ekki síst fjölskyldurn- ar. Farið var í hesthús að vetrum og ferðast um byggðir og óbyggðir landsins flest sumur. Oft var glatt á hjalla í þessum við- fangsefnum og ferðum sem við fórum gjarnan með fleiri vinum og félögum. Kristín var vinmörg og fé- lagslynd og átti það oft til að skipuleggja skemmtilegar uppá- komur sem kryddaði samveru- stundir með fjölskyldu, vinum og samferðafólki. Fjölskyldan átti hug hennar allan og bera börnin sterk merki móður sinnar í fasi og framkomu, vel gerð, falleg og myndarleg. Í uppeldi barna sinna og umönnun Nínu Kristínar í erf- iðum veikindum hennar komu vel fram eiginleikar Kristínar, kær- leikur, æðruleysi, þrautseigja og hugrekki til að takast á við þrösk- ulda svo skapa mætti Nínu Krist- ínu tækifæri á sjálfstæðu og inni- haldsríku lífi. Sömu eiginleikar hennar komu einnig skýrt fram þegar Kristín átti sjálf í baráttu við vægðarlausan sjúkdóm. Að lokinni vegferð þökkum við Kristínu fyrir vináttuna og sam- verustundirnar og vottum Sigur- birni, Magnúsi, Áslaugu Örnu, Nínu Kristínu, foreldrum hennar og systrum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Kristínar. Ásta, Haukur Þór, Helga Lára, Hildur og Steinn Haukur. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar Kristínu Steinars- dóttur. Leiðir okkar lágu saman í Kennaraháskólanum fyrir rúm- um þrjátíu árum og frá þeim tíma höfum við hist reglulega. Stína, eins og við kölluðum hana, sá öðr- um fremur til þess að böndin héldu og ef henni fannst hafa liðið of langur tími frá því við höfðum hist þá kallaði hún okkur saman. Stína gerði kennarastarfið að ævistarfi en strax í Kennarahá- skólanum var hún komin með sýn sem náði lengra en okkar hinna. Lokaverkefni hennar til B-Ed. prófs í KHÍ var upphafið að áhuga hennar á tölvunotkun í skólastarfi, sem efldist enn meira í meistaranámi hennar í Stan- ford. Hún lauk diplómanámi í upplýsingatækni 2005. Kristín var frumkvöðull og mikils metin í notkun tölvunnar í skólastarfi í áratugi. Kristín heillaðist af nýj- ungum í hugbúnaðar- og tölvu- geiranum og aflaði sér stöðugrar endurmenntunar. Hún kom auga á hvernig nota mætti þær í kennslu og ekki síst í þágu Nínu dóttur sinnar. Hún barðist fyrir innleiðingu „skóla án aðgreining- ar“ og vann ötullega að fram- gangi þeirrar stefnu í störfum sínum í skólastarfi. Hún leitaði ávallt nýrra leiða til að ná árangri sem nemendur hennar, sam- starfsfólk og skólastarfið naut góðs af. En Stína var ekki bara kennari að starfi því við, sem fengum að vera henni samferða, drógum lærdóm af því hvernig hún tókst á við mörg og erfið verkefni í einkalífi sínu. Hún gekk að öllum verkefnum skipu- lega og af æðruleysi en jafnframt af mikilli baráttu og lífsvilja. Stína var mjög heilsteypt, traust og góð manneskja, skemmtileg og skapandi. Við leiðarlok þökk- um við fyrir öll góðu árin okkar saman, þökkum fyrir það sem við lærðum af Stínu og varðveitum dýrmætar minningar um góða vinkonu. Elsku Sigurbjörn, Magnús, Áslaug Arna og Nína Kristín, hugur okkar og samúð er hjá ykkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hrafnhildur, Ólöf Helga og Þóra. Einstakar dætur okkar og brennandi áhugi á skólamálum tengdi okkur nöfnurnar vina- böndum. Kristín var hugrökk kona og óhrædd að fara nýjar leiðir í mót- un þjónustu í samfélaginu. Hún var brautryðjandi í að nýta tölvu- tæknina til að skapa jöfn tæki- færi til náms og á síðustu árum hefur hún unnið mikilsvert starf við þróun notendastýrðrar þjón- ustu. Kristín var gefandi kona sem gott var að leita til og fá stuðning í sameiginlegum verkefnum lífs- ins. Þau voru ófá samtölin okkar á milli þar sem gleði og sorg voru til umræðu. Í okkar hinsta sam- tali voru engin svör aðeins van- máttur gagnvart ósanngjörnu hlutskipti. Minning Kristínar er umvafin hlýju og virðingu því hún var ein- stök vinkona. Fjölskyldu Krist- ínar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Björk Jóhanns- dóttir, Selfossi. Elsku Kristín. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim eru öll orð of máttlaus til þess að lýsa því hve ósanngjarnt það er. Það er fátt hægt að segja þegar mað- ur hugsar til þeirra erfiðu lífs- verkefna sem þið fjölskyldan hafið þurft að glíma við síðustu þrjú árin enda meira en margir þurfa að reyna á heilli mannsævi. Þótt ég sé búin að þekkja þig frá því ég var yngri kynntist ég þér enn betur hjá NPA-miðstöð- inni í gegnum baráttu ykkar Sig- urbjarnar fyrir sjálfstæðu lífi Nínu Kristínar. Þú hafðir sam- band við mig, eftir að veikindi þín komu í ljós fyrir rúmum tveimur árum, og vildir fara að skoða not- endastýrða persónulega aðstoð fyrir Nínu Kristínu. Ég man að ég hugsaði með mér að það væri ekki hvaða fólk sem er sem tæki ákvörðun um að heyja baráttu af þessu tagi fyrir barn sitt á sama tíma og það tækist á við alvarleg veikindi. En það gerðuð þið. Í gegnum það ferli hef ég notið þeirra forréttinda að læra af ykk- ur, þroskast og eflast í vissu minni um að baráttan fyrir sjálf- stæðu lífi fyrir alla sé þess virði. Ég kom út af hverjum erfiða fundinum á fætur öðrum með þér hjá hinu opinbera, oft sorgmædd og reið yfir mótstöðunni sem ykkur var sýnd, en um leið upp- full af aðdáun yfir ákveðni þinni og staðfestu. Ekki síst því ég vissi að þetta væri bara brota- brot af öllu öðru sem þú værir að ganga í gegnum. Það var jafn- framt ánægjulegt að njóta nær- veru og áhrifa ykkar hjóna og Nínu Kristínar á ýmsum við- burðum NPA-miðstöðvarinnar. Við munum hugsa til þín og heiðra minningu þína með því að halda ótrauð áfram á hverjum degi fyrir Nínu Kristínu og okkur öll, með metnað þinn, húmor og eldmóð að leiðarljósi. Hvíldu í friði. Elsku Sigurbjörn, Nína Krist- ín, Áslaug Arna og Magnús, við sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd NPA-miðstöðvar- innar, Freyja. Með sorg í hjarta kveðjum við Kristínu Steinarsdóttur kennara og félaga í Etadeild Delta, Kappa, Gamma – Félags kvenna í fræðslustörfum. Kristín hefur starfað með deildinni okkar frá hausti 2004. Einkunnarorð sam- takanna eru vinátta, trúmennska og hjálpsemi. Fyrir þetta stóð hún allt. Hún var traustur félagi, tók virkan þátt í starfinu og leysti þau verkefni sem hún tók að sér af vandvirkni og trúmennsku. Hún byggði upp og hélt utan um vef- síðu deildarinnar svo lengi sem stætt var og verður mikill missir að henni úr því verkefni. Kristín hafði hlýja og notalega nærveru og hafði af miklu að miðla bæði sem félagi og fag- manneskja. Þrátt fyrir löng og erfið veikindi ræktaði hún tengsl- in í deildinni og mætti vel á fundi. Litir samtakanna, rauður og gylltur, eru hennar litir en þeir tákna hugrekki og tryggð. Við viljum þakka Kristínu afar góð kynni og framlag hennar til deild- arinnar og samtakanna og biðjum henni Guðs blessunar. Fjölskyldu Kristínar vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Etadeildar DKG, Félags kvenna í fræðslustörfum á Ís- landi, Auður Torfadóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Það er hálfótrúlegt að líta til baka og hugsa til þess að það séu aðeins rúm tvö ár síðan ég var ráð- in í starf aðstoðarkonu Nínu Krist- ínar, yngstu dóttur þeirra Krist- ínar og Sigurbjörns. Tvö ár eru ekki langur tími en þau hafa svo sannarlega verið örlagarík og fall- völt í lífi fjölskyldunnar. Á þessum stutta tíma, einu agnarsmáu broti úr eilífð, hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir þau. Kristín var svo falleg að innan sem utan. Hún var með mikinn og sterkan karakter, ákveðin og með skoðanir á hlutunum. Einstaklega hjartahlý og alltaf tilbúin að gefa af sér og tíma sínum. Kristín lét ekkert stoppa sig. Þrátt fyrir mik- il og erfið veikindi hélt hún ótrauð áfram með æðruleysið að vopni og lifði lífinu með mikilli reisn. Kristín er góð fyrirmynd og hefur kennt mér svo margt á þessum stutta tíma sem ég hef fengið að njóta návistar hennar. Jákvæðni hennar og æðruleysi við erfiðar aðstæður hefur kennt mér og hvatt mig til að vera þakklát fyrir hvern nýjan dag og njóta betur hverrar stundar. Elsku Sigurbjörn, Magnús, Ás- laug Arna og Nína Kristín, ég lít upp til ykkar og dáist að styrk ykkar á þessum erfiðu tímum. Ég bið góðan Guð að vera með ykkur og öðrum aðstandendum og blessa minninguna um einstaka konu. Minning hennar mun lifa í hjarta okkar allra. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Heiða Björk Ingvarsdóttir. Kristín Steinarsdóttir var einn af frumherjunum í Sjálandsskóla og starfsmaður skólans frá upp- hafi. Hún tók að sér það vanda- sama verk að tryggja að skólinn væri leiðandi í tölvu- og upplýs- ingatækni í skólasamfélaginu. Kristín hafði hönd í bagga varð- andi uppbyggingu tölvumála, þróun kennsluaðferða, val á námsgögnum og bókum og studdi nemendur, kennara og stjórnendur í starfi sínu. Öllum þessum þáttum sinnti hún af fag- mennsku og öryggi. Það þótti öll- um gott að leita til hennar og hún tók öllum verkefnum og fyrir- spurnum af festu, alúð og hlýju. Henni tókst með natni að tengja alla þessa áköfu eldhuga við jörð- ina þannig að hugmyndir urðu að veruleika. Kristín var sérstakur málsvari fatlaðra og þeirra nem- enda sem þurftu að fá meiri að- stoð eða þjálfun en aðrir. Ef kennarar áttu erfitt með að skilja vanda nemendanna var Kristín fljót til að útskýra og aðstoða. Hún hafði oft aðra sýn vegna reynslu sinnar sem bæði nem- endur og starfsfólk nutu góðs af. Kristín var hæversk, traust, víðsýn, hlý og einstaklega smekkleg. Hún var selskapskona með mikinn húmor. Hún vakti yf- ir líðan starfsmanna, gaf holl ráð, létti byrðar samstarfsmanna sinna. Á fyrstu árunum þegar álagið var sem mest var hún dug- leg að fylla á „neyðarfæðisskúff- una“ á kaffistofunni. Í þá skúffu var gjarnan sett sælgæti „sem menn voru hættir við að nota“ og aðrir gátu þá notið góðs af. Þá kom hún oft við í bakaríinu og keypti eitthvað gott með kaffinu handa okkur. Allt gert af þeirri lífssýn að það sé sælla að gefa en þiggja. Kristín var sælkerakokkur og oft horfðum við öfundaraugum á nestið hennar, það var einhvern veginn girnilegra en okkar hinna. Kristín og Sigurbjörn voru sam- hent hjón og voru höfðingjar heim að sækja hvort sem var á heimili þeirra eða í sumarbústað fjölskyldunnar. Við fundum svo sterkt hvað fjölskyldan var henni mikils virði og hve stolt hún var af þeim öllum. Við urðum þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast því hvað þetta var einstök fjöl- skylda sem staðið hefur saman í öllum þeim áföllum sem hún hef- ur mætt. Eftir að Kristín veiktist fylgd- ist hún náið með skólastarfinu og kom í heimsókn þegar heilsan leyfði í kaffisopa og spjall. Hún fylgdist með skólanum okkar af hliðarlínunni og við fundum hversu gott henni þótti að fá fréttir af skólastarfinu. Það skipti hana miklu máli að eiga vinnu- stað og krefjandi starf sem henni þótti vænt um. Það var gefandi og þroskandi að kynnast Krist- ínu. Hún kenndi okkur að lífið er vegferð og við fáum ólík verkefni á lífsleiðinni sem fer best á að taka með kærleika og æðruleysi. Við vottum aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð en um leið þökkum við samfylgdina. Fyrir hönd starfsfólks Sjá- landsskóla, Helgi Grímsson. Við kveðjum í dag Kristínu Steinarsdóttur, yndislega konu sem við vorum svo lánsöm að tengjast fjölskyldu- og vinabönd- um. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til Krist- ínar er hve styrkur hennar var mikill og jókst stöðugt við nýjar áraunir. Við hjónin höfum í gegnum árin notið samvistar við Sigurbjörn og Kristínu, m.a. í hestamennsku, á Kiðafelli auk ógleymanlegra samfunda Sigur- bjarna og maka og stendur ferð okkar til Danmerkur þar upp úr. Alltaf var jafn ánægjulegt að umgangast Kristínu þar sem við nutum útgeislunar hennar og mannkosta. Hún lagði ætíð gott til málanna og hélt uppi góðri stemningu á góðri stundu. Á al- varlegri stundum, sem því miður hafa oft komið til í lífi þeirra hjóna, sýndi hún stefnufestu, þrautseigju og baráttuþrek sem vart verður við jafnað. Börn þeirra Sigurbjörns nutu ást- kærrar móður sem lagði sig í líma við að veita þeim uppeldi og stuðning til menntunar og þroska og eru þau nú komin vel á veg sem framúrskarandi ein- staklingar. Langvinn veikindi yngstu dótturinnar, Nínu Krist- ínar, hafa sett mikinn svip á líf fjölskyldunnar. Ekki síst fyrir baráttuanda þeirra hjóna tókst þeim að veita henni sjálfstæða búsetu, sem hlýtur að hafa verið henni hugarhægð eftir langa og stranga baráttu. Áður hafði hún stutt við tengdaforeldra sína, þau Áslaugu og Magnús sem gengu bæði í gegnum erfið veik- indi. Þá sýndi hún af sér sér- staka manngæsku og alúð sem við vitum að þau kunnu vel að meta. Okkur er í dag efst í huga þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Kristínu og njóta sam- vista við hana á lífsleiðinni og kveðjum við hana með söknuði. Minning hennar mun lifa með okkur. Sigurbjörn og Svava. Kristín Steinarsdóttir bjó yfir einstökum hæfileikum og sýndi, er á ævina leið, sérstæða og aðdáunarverða hetjulund. Að vera vinur hennar í netsamskipt- um vakti stöðugt gleði þótt hún lýsti opinskátt og af eftirtektar- verðu næmi erfiðum aðstæðum Nínu og hennar sjálfrar. Við kynntumst fyrir tæpum þrjátíu árum þegar ég stjórnaði uppbyggingu upplýsingatækni í menntun grunnskólakennara og endurmenntun kennara. Mér þótti rétt að gera þær kröfur til þeirra sem leiðbeindu á nám- skeiðunum að þeir kynnu bæði vel til verka í notkun þeirrar tækni, sem þá var þegar fyrir hendi, og að þeir hefðu kennslu- réttindi. Ekki var úr stórum hópi að velja, en tókst þó. Ein þeirra, sem ég kallaði til, var Kristín Steinarsdóttir sem þá hafði ný- lokið B.Ed.-gráðu og reyndar unnið sína lokaritgerð með skólasystur sinni um afmarkað- an hluta sviðsins. Kristín kom þá jafnframt miklu víðar að kennslu á þessu sviði, bæði fyrir börn og fullorðna. Stuttu síðar hélt hún utan til meistaranáms í Stan- ford-háskóla þar sem áhersla hennar var á nýtingu upplýs- ingatækni í skólastarfi. Komin aftur til Íslands kom hún enn til liðs við kennaramenntunina er manna þurfti kennslu á þessu sviði. Kristín Steinarsdóttir var há- vaðalaus en ígrundaði vel bæði það sem hún sagði og gerði. Hún sá kjarnann í þeim málum sem hún kom að – kjarninn var alltaf barnið sem var undir hennar verndarvæng, hvort sem voru nemendur hennar í skólum eða hennar eigin börn. Hún hefði farið létt með að vera í sviðsljós- inu á þeim sviðum, sem hún hafði gott vald yfir, en slíkur ljómi virtist ekki freista hennar. Vin- mörg var hún alla tíð og hópur- inn er stór og fjölþættur sem kveður hana með söknuði og virðingu. Brosið gægist fram í gegnum tárin um leið og ég sendi einlægar samúðarkveðjur til Sigurbjörns, systkinanna þriggja og allra sem voru henni kærastir. Anna Kristjánsdóttir. Kristín Steinarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.