Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 21

Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Uppreisnarmenn réðust inn í borg- ina Goma í Austur-Kongó í gær eftir að hafa náð flugvelli hennar á sitt vald. Þeir mættu lítilli mótspyrnu frá stjórnarhernum og friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna reyndi ekki að stöðva þá. Þetta er í fyrsta skipti sem upp- reisnarmenn ráðast inn í Goma frá árinu 2003 þegar friðarsamkomulag var undirritað eftir styrjaldir sem talið er að hafi kostað yfir þrjár millj- ónir manna lífið, auk þess sem 1,6 milljónir manna þurftu að flýja heimkynni sín. Grannríki Austur- Kongó drógust inn í styrjaldirnar, þeirra á meðal Rúanda, Úganda, Simbabve, Namibía og Angóla. Eftir miklu að slægjast Tvær styrjaldir geisuðu í öllu Austur-Kongó á árunum 1996-1997 og 1998-2002 og þær hófust báðar í austanverðu landinu, enda eftir miklu að slægjast þar. Miklar nátt- úruauðlindir eru í þessum landshluta og nokkrar uppreisnarhreyfingar hafa látið til sín taka þar í von um að ná þeim á sitt vald. Síðustu átökin hófust eftir uppreisn í hernum í apríl þegar hópur fyrrverandi upp- reisnarmanna stofnaði hreyfinguna M23, sem nefnist einnig Byltingar- her Kongó. Uppreisnarmenn M23 koma eink- um úr röðum tútsa, sama þjóðar- brots og er við völd í Rúanda. Stjórn Austur-Kongó hefur sakað stjórn- völd í Rúanda um að hafa stutt upp- reisnarhreyfinguna hernaðarlega en þau neita því. Uppreisnarherinn segist ætla að halda hernaði sínum áfram þar til stjórn A-Kongó falli. bogi@mbl.is Auðlindir kynda undir átökum í A-Kongó  Uppreisnar- menn sækja í sig veðrið að nýju Um hálf milljón á flótta » Um 500.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna átak- anna í Austur-Kongó. » Tugir þúsunda flóttamann- anna dvelja í borginni Goma sem er með um það bil hálfa milljón íbúa. 400 km SUD- KIVU NORD- KIVU KINSHASA SAMBÍA MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ SÚDAN V- KO N G Ó A N G Ó LA B. ÚG. TA N S A N ÍA R. NORD- KIVU SUD-KIVU Bukavu Beni KIGALI RÚANDA U G A N DA Edwards- vatn Rutshuru Kibati Kivu- vatn 100 km Átök í Austur-Kongó Uppreisnarmenn náðu flugvelli í Goma á sitt vald og réðust inn í borgina Goma AFP Stríðshrjáð land Uppreisnarmenn á varðbergi í fjallshlíð í grennd við austurkongósku borgina Goma sem þeir segjast hafa náð á sitt vald. Hindúar fara með bæn til sólarinnar á Chhat-hátíð á bakka fljótsins Brahmaputra í borginni Guwahati á norðaustanverðu Indlandi. Hátíðin er einkum haldin í austurhluta landsins. Þátttakendurnir biðja þá til sól- ar- og vatnsguðanna átta dögum eftir ljósahátíðina Diwali. AFP Hindúar biðja til sólarguðsins Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Tilboðsverð kr. 99.900 Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast Fullt verð kr. 117.530 Jólagjöfin í ár!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.