Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Staðgreiðum gull, demanta og úr. Hringar, hálsmen, armbönd, rolex,cartier, patek philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. www.kaupumgull.is upplýsingar í síma 661 7000 KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Lítil og stór skrifstofuherbergi til leigu í Ármúla og við Suðurlands- braut. Hagstæð kjör. Upplýsingar í síma 899 3760. Garðar Faglærðir garðyrkjumenn geta bætt við sig verkefnum. Trjáklippingar, trjáfellingar, hellu- lagnir og viðhald garða. Ingvar s. 8608851 Jónas s. 6978588. Atvinnuhúsnæði Vélar & tæki PERKINS-LISTER/PETTER/LEORY- SOMER/STAMFORD RAFSTÖÐVAR-VARAAFL Útvegum á afar góðu verði rafstöðvar / va- raflstöðvar af ýmsum tegundum, með eða án ATS tengibúnaði og einnig í hljóðeinangruðum kassa. Leitið uppl. www.holt1.is S. 435 6662 895 6662 Bílar Mazda MPV 4/2006 ekinn aðeins 74 þús. km. 7 manna fjölskyldubíll sem er eins og nýr. Eyðsla aðeins um 14 L /100 km. Álfelgur. Dráttarkúla. Tvær renni- hurðir. O.fl. Verð: 2.390 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. BílaþjónustaÖkukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Húsaviðgerðir www.husco.is Vönduð vinna Áratuga reynsla Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hljóðfæri Ukulele í úrvali, verð frá kr. 6.900. Gítarinn ehf, Stórhöfði 27 S:552 2125 www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is ✝ Hilmar Foss,löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, and- aðist á Droplaugar- stöðum 30. október síðastliðinn, 92 ára að aldri. Hilmar fæddist í Brighton á Englandi hinn 28. febrúar 1920, son- ur Magnúsar Scheving Thor- steinsson, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og Elísabetar Láru Kristjánsdóttur Foss, kaupkonu í Reykjavík. Systir Hilmars sam- mæðra er Áslaug, en hún er lát- in. Systkini Hilmars samfeðra eru Davíð, Gyða, Erla og Gunn- ar Magnús og eru þau öll á lífi. Hinn 1. desember 1945 kvæntist Hilmar Guðrúnu G. Foss, f. 29. jan. 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri og Guðlaug Ingibjörg Einarsdóttir, en þau fluttu frá Eskifirði til Reykjavíkur 1928. Guðrún lést 9. nóv. 2007. Börn Hilmars og Guðrúnar eru: Hilmar Friðrik kvæntur Margréti Rósu Pétursdóttur og eiga þau börnin Hilmar Pétur og Sólveigu Heiðu; El- ísabet Guðlaug og hún á soninn Ólaf Hilmar. Ólafur Hilmar á dótturina Irenu Dögg. Hilmar fór til náms á Englandi að loknu námi í Verzl- unarskóla Íslands. Hann nam við Acton Technical, Elmhurst College í London 1938-39 og svo í City Literary Institute í Lond- on 1959. Hilmar bjó í London á stríðsárunum og var ritari Anglo-Icelandic Joint Standing Committee (Ministry of Econo- mic Warfare) 1940-41 og sendi- ráðsritari við sendiráð Íslands í London 1941-42. Hilmar varð löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur í Reykjavík 1947 og starf- aði við það þar til í fyrra. Hann gegndi fjölda trúnaðar- og fé- lagsstarfa um ævina. Útför Hilmars Foss fór fram í kyrrþey 9. nóvember 2012. Hann er dáinn hann Hilmar Foss, elskulegur tengdafaðir minn. Hún Guðrún, elskuleg tengdamóðir mín, féll frá fyrir fimm árum. Ég kom inn í fjöl- skylduna fyrir tæpum þrjátíu árum og kynni mín af tengda- foreldrum mínum voru mjög góð. Hilmar var starfandi skjalaþýðandi og dómtúlkur í rúmlega sextíu ár og til hans leituðu margir, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, og því var starfið fjölbreytt og áhuga- vert. Ég kynntist því af eigin raun því í gegnum árin aðstoð- aði ég Hilmar á skrifstofunni þegar á þurfti að halda. Það voru hæg heimatökin þar sem fjölskyldan mín bjó í sama húsi og skrifstofa Hilmars var, fyrst í Hafnarstræti og síðan í Garða- stræti. Hilmar vildi ekki að það væri haft mikið fyrir sér, en ég gat þó oftast freistað hans með heima- bakaðri kökusneið og tesopa. Mér þótti vænt um það. Það var líka alltaf gott að koma í heim- sókn til Hilmars og Guðrúnar í Pósthússtrætið og þar var vel tekið á móti manni og gott að vera í návist þeirra. Hilmar var hafsjór af fróðleik um gamla tímann og frásagnir hans voru ómetanlegar. Hann starfaði t.d. hjá utanríkisþjón- ustunni í seinni heimsstyrjöld- inni og var þá staðsettur í Eng- landi. Hilmar var mjög minnugur og það var mjög gam- an að hlusta á hann segja frá. Hilmar þekkti líka fjöldann all- an af áhugaverðu fólki, sem hann hafði kynnst á sinni löngu og viðburðaríku ævi, og við skemmtum okkur oft konung- lega við að heyra frásagnir af ýmsu sem á daga þessara vina og kunningja hafði drifið. Börnin mín, Hilmar Pétur og Sólveig Heiða, dvöldu oft hjá afa og ömmu þegar þau voru lítil og ég veit að Hilmari þótti mjög vænt um það. Barnabörnin voru honum mjög kær. Hilmar hefur í gegnum árin fylgst vel með Hilmari Pétri og Sólveigu Heiðu og maður fann vel hversu mjög honum þótti vænt um þau. Þeim þótti ekki síður vænt um afa sinn. Síðustu rúmu tvö árin bjó Hilmar á Droplaugarstöðum þar sem annast var um hann af virð- ingu. Ég vil þakka starfsfólkinu á Droplaugarstöðum sérstak- lega fyrir alla þeirra umhyggju og góðvild í garð Hilmars og okkar í fjölskyldunni, en tengda- föður mínum leið mjög vel þann tíma sem hann dvaldi þar. Ég á eftir að minnast með gleði allra góðu stundanna sem við hjónin og Hilmar áttum í garðhúsinu á Droplaugarstöðum. Þar var gantast mikið og hlegið. Við Hilmar vorum vinir og mér fannst gott að geta aðstoð- að hann með ýmislegt þegar heilsunni fór að hraka. Einnig voru kirkjuferðir okkar í Hall- grímskirkjuna í enska messu hjá sr. Bjarna Þór Bjarnasyni og messukaffið þar á eftir mér eins dýrmætar og ég vissi að þær voru Hilmari. Ég votta Hilmari tengdaföður mínum virðingu mína og kveð hann með þökkum. Margrét Rósa Pétursdóttir. Elsku afi minn. Ég á svo ótrúlega mikið af góðum minn- ingum um þig. Ég sakna þín ótrúlega mikið en ég veit að þú ert með ömmu núna á einhverj- um ótrúlega fallegum stað. Ég elska þig afi minn. Fyrir 10 árum skrifaði ég rit- gerð í Hagaskólanum og var tit- ill hennar Afi minn Hilmar. Ég endaði ritgerðina með þessum orðum, sem lýstu afa mínum vel: „Það eru engin læti eða æv- intýri í kringum hann afa gamla og störf hans eru trúnaðarmál. En hann er góður afi og er alltaf tilbúinn að hjálpa. Mér finnst afi merkilegur maður því hann hef- ur upplifað stríð og kreppu, frið og góðæri, tæknibyltingu o.fl. Svo eru menn eins og afi minn Hilmar nauðsynlegir til að kenna okkur að meta það sem við höfum. Ég er heppin að eiga afa minn Hilmar.“ Ofangreind orð lýsa afa vel enn þann dag í dag og ég er mjög heppin að hafa átt afa minn Hilmar. Hann var í raun stórmerkilegur maður, sem ég gat lært margt af. Ég sendi ást- arkveðjur til afa og bið hann að skila ástarkveðju frá mér til ömmu Gauju. Við hittumst síð- ar. Sólveig Heiða. Hilmar Foss, bróðir minn, er látinn 92 ára að aldri. Guðrún, eiginkona Hilmars, hans besti vinur og stoð og stytta í lífinu, lést fyrir fimm ár- um. Heimili þeirra Guðrúnar var ætíð öllum opið og þar réð ríkjum væntumþykja, elskuleg- heit og gestrisni. Nú eru þau tvö, sem þótti svo vænt hvoru um annað og börnin sín, sameinuð á ný. Hilmar var óvenju vandaður maður og hjálpsamur, ljúfmenni og nærgætinn, háttvís í alla staði og afar fróður með stór- skemmtilega frásagnargáfu. Hann var sannkallaður gentleman í þess orðs bestu merkingu. Fyrir nokkrum árum fór ég með erlendum manni að heim- sækja Hilmar. Eftir þá stuttu heimsókn sagði þessi maður: „What a remarkable man. They do not make them like this any- more. That is so sad.“ Miðbærinn verður aldrei samur þegar hann sést ekki lengur ganga þar um. Það vant- ar tenginguna við gömlu og góðu gildin; virðuleikann, hátt- vísina, réttsýnina, sanngirnina og heiðarleikann. Síðustu tvö ár bjó Hilmar á Droplaugarstöðum þar sem hann naut umönnunar eins og hún gerist best. Hilmar var sannkallað mið- bæjarbarn, í raun svo mikið að sagt var um hann í gamni að færi hann austur fyrir Snorra- braut tæki hann með sér nesti og ef hann færi upp fyrir Ár- túnsbrekkuna tæki hann með sér útilegubúnað. Droplaugarstaðir eru við Snorrabrautina en vel að merkja vestan við hana. Hilmars verður sárt saknað. Við Áslaug minnumst hans með söknuði, virðingu og þakklæti. Gunnar Sch. Thorsteinsson. Hilmar Foss Ég var ekki há í loftinu þegar ég kynntist þeim hjónum, Eygló og Snorra. Þær voru skemmtileg- ar heimsóknirnar með foreldrum mínum og systkinum til þeirra og Margrétar í Borgarnes, ýmist á leið suður eða á heimleið norður. Segja má að ég hafi kynnst Eygló fyrir alvöru þegar ég kom í sveit á Hvassafell í Borgarfirði sumarið 1983, þá 12 ára gömul til þess að passa hjá Margréti dóttur hennar. Móttökurnar þá og alla tíð síðan voru ákaflega hlýlegar. Hún var svo ömmuleg, hlý og góð. Það var ekki slæmt að geta laumast inn í kaffi til hennar í litla eldhúsið hjá henni á Hvassafelli og fá nýbak- aða sjónvarpsköku og mjólk. Sjón- varpskakan hennar Eyglóar er oft Eygló Guðmundsdóttir ✝ Eygló Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1935. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 1. nóvember 2012. Útför Eyglóar fór fram frá Borg- arneskirkju 10. nóvember 2012. bökuð á mínu heimili og er í miklu uppá- haldi fjölskyldunnar. Stundum kom það fyrir að þegar ég fór í háttinn á kvöldin í sveitinni var búið að lauma harðfiskpoka undir sæng mína, þar var Eygló að verki. Það féll í góð- an jarðveg hjá barn- fóstrunni, það vissi hún. Ég var tvö sumur á Hvassa- felli og á þeim tíma myndaðist góð vinátta okkar Eyglóar sem haldist hefur allar götur síðan. Fjölskylda mín stoppaði við hjá Eygló og Snorra á Hvassafelli á ferðalögum og síðar í Hrafnakletti í Borgar- nesi og alltaf var mér og mínum tekið opnum örmum. Minning hennar mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Inni- legar samúðarkveðjur sendi ég Snorra, Margréti, Davíð, Andreu, Snorra Þorsteini, Eygló Dóru og Margréti litlu, hugur minn er hjá ykkur. Blessuð sé minning Eyglóar Guðmundsdóttur. Sigrún Björnsdóttir, Grenivík. Elsku afi. Þín verður sárt saknað. Það eru for- réttindi að hafa þekkt þig og dýr- mætt að hafa fengið að vera svona mikið samvistum við þig. Tilveran verður óneitanlega tómlegri eftir að þú ert farinn. Það skipti miklu fyrir lítinn strák sem vildi helst bara vera hjá afa og dvaldi þar mikið á sumrin að fá að skottast með þér í trésmiðjunni á Bolung- Kristján Gunnar Eggertsson ✝ Kristján Gunn-ar Eggertsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. nóvember 2012. Útför Kristjáns fór fram frá Foss- vogskirkju 13. nóv- ember 2012. arvík og síðar vinna með þér hvort sem var við smíðar eða á sjónum þegar suður var komið. Þú varst ótrúlega þolinmóður og umburðarlyndur við mig en oft reyndi ég á þolrifin hjá þér. Ég minnist þess ekki að þú hafir nokkurn tímann byrst þig við mig, sama hverju ég tók upp á. Þegar þú sagðir svo „jæja, strákur“ vissi ég að það var þín leið til að segja mér að þér þætti vænt um mig. Seinna varð ég svo heppinn að fá að vinna með þér ýmis verk. Það var mjög góð- ur tími sem skilur eftir margar góðar minningar. Hvíl í friði, afi minn. Jóhann Kristján. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.