Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Þetta er allt komið af sama meiði. Við eigum okkar óvildarmenn í und- irheimum og það átti að losna við okkur, fá okkur inn.“ Þetta sagði Annþór Kristján Karlsson sem ásamt Berki Birgissyni og átta öðr- um er ákærður fyrir stórfelldar lík- amsárásir, frelsissviptingu, ólög- mæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Annþór sagði raunar að það væru ekki aðeins menn í und- irheimunum heldur einnig lögreglan sem vildi sjá þá Börk lokaða inni. Og verjendur þeirra tóku undir það. Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn mönnunum tíu lauk síðdegis í gær en hún fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Segja má að hún sé hálfnuð en búið er að taka skýrslur af sakborningum og vitnum, nema einu sem lögregla leit- aði í gær og á að koma fyrir dóminn í dag. Þá er aðeins eftir málflutningur sem fram fer á morgun. Þeir Annþór og Börkur sögðust saklausir í málinu og af öllum ákæruliðum. Þó viðurkenndi Annþór reyndar að hafa slegið mann flötum lófa og notað á hann svonefnt svæf- ingatak. „Ég sleppti þegar hann var að detta út. Það er stór munur á því að kyrkja og svæfa,“ sagði Annþór. „Ef þú tekur einhvern og kyrkir hann þá þá tekur það þrjátíu til fjörutíu sekúndur en svona fjórar til fimm sekúndur að svæfa mann. Annþór viðurkenndi að hafa slegið manninn þegar hann lá á gólfinu en sagði að það væri munur á því að slá og að slá. „Á skalanum einn til tíu var þetta tveir.“ Treysta ekki lögreglumönnum Meðal þess sem hefur verið harð- lega gagnrýnt í málinu er að ákæru- valdið hefur ekki viljað afhenda verj- endum geisladiska með skýrslu- tökum yfir sakborningum og vitnum. Verjendur hafa haft aðgang að diskunum á lögreglustöð og getað horft á þá þar en ekki fengið að taka þá með sér á sína vinnustöð. Þetta hefur ekki síst verið gagn- rýnt vegna þess að í málinu liggja frammi samantektir lögreglumanna af skýrslutökunum. Og verjendur treysta því ekki að lögreglumenn horfi jafnt til þátta sem lúta að sekt og sýknu. Þykir þeim sem halli fremur á þætti sem lúta að sýknu. Í skjali sem Morgunblaðið hefur undir höndum hafa samantektir lög- reglu verið bornar saman við skýrslutökur á mynddiskunum. Skjalið var lagt fram sem gagn í málinu og kom til umræðu þegar tekin var skýrsla af rannsóknarlög- reglumönnum sem rituðu saman- tektirnar. Borin voru undir þá til- tekin atriði sem þóttu bera vott um huglægar rannsóknaraðgerðir lög- reglu og benda til þess að lögregla hafi brotið gegn lögum um meðferð sakamála. Lögreglumennirnir gátu ekki svarað spurningum verjenda um þessi atriði og fór svo að dómari beindi því til þeirra að koma að at- hugasemdum sínum í málflutningi. Vildi fara til mömmu sinnar en ekki aftur í einangrun Meðal þess sem lesa má af skjal- inu er að vitni í málinu lýsir því yfir að hann hafi ekki séð Annþór og Börk taka þátt í tiltekinni árás, sem ákært er fyrir. Þeim framburði hafi hins vegar verið sleppt þegar kom að því að rita samantektina. Verj- endur segja að með því hafi ekki ver- ið horft til atriða sem voru Annþóri og Berki hagstæð. Þá er farið yfir skýrslu yfir einum sakborninga þar sem hluti hennar snýst um að hann geti ekki farið aft- ur í einangrun. Hann hafi lagt sig fram við að segja allt sem lögreglan vildi heyra til að sleppa við einangr- un. „Ég er ekkert endilega sáttur við allt sem þú greindir frá sko,“ segir þá lögreglumaðurinn. Þessi hluti samtalsins skilaði sér ekki í samantekt og vilja verjendur meina að þarna hafi dvöl í fangaklefa verið notuð til að þvinga fram framburð. „Þetta mikið sem ég er búinn að segja ykkur núna sko og ég á eftir að lenda í vandræðum fyrir þetta sko. Mér finnst í minnsta lagi að ég ætti að fá að fara heim til mömmu minn- ar,“ segir örvæntingarfullur sak- borningurinn. Í skjalinu segir að mikið misræmi sé á milli hinna hljóðrituðu fram- burða og samantekta lögreglu. Verði því ekki annað séð en að yfirheyrsl- urnar hafi að mestu snúið að því að koma sök á Börk og Annþór. Það hafi því verið mikil spjöll í málinu að leggja aðeins fram samantektir en ekki orðréttar skýrslur. Sem áður segir fer munnlegur málflutningur fram á morgun og verður þá vafalaust áfram tekist á um þessi atriði. Og víst er að þar til nýtt fyrirkomuleg finnst verður þetta bitbein lögmanna og ákæru- valdsins, jafnvel dómara einnig því einhverjir hafa lýst því yfir að þeir vilji hverfa til gamla tímans, þar sem skýrslutökur voru allar skrifaðar upp. „Eigum okkar óvildarmenn í undirheimum“ Morgunblaðið/Júlíus Mættur Lögreglumenn leyfa engum að koma nálægt Berki Birgissyni þegar hann er fluttur á milli staða.  Gagnrýna vinnubrögð lögreglu 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Jafningjafræðslan hlaut í gær við- urkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Jafningjafræðsla framhaldsskól- anna, sem rekin er af Hinu húsinu, er fræðslu- og forvarnarverkefni fyrir ungt fólk. Jafningjafræðslan var stofnuð á Íslandi árið 1996 af menntaskólanemum og studd danskri fyrirmynd. Hugmynda- fræðin er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“ og eru fræðararnir allir á aldrinum 17-21 árs. Upphaflega var Jafningja- fræðslan stofnuð til að sporna við og draga úr neyslu vímuefna en á þessum tíma hafði fíkniefnanotkun skyndilega aukist hér á landi. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fulltrúar Barnaheilla og Jafningjafræðsl- unnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Jafningjafræðslan fær viðurkenningu Velunnarar Suð- urhlíðarskóla mættu í skólann nýlega og gáfu formlega fyrstu gjafir þessa ný- stofnaða félags. Gjafirnar voru æfingaboltar og sandkassi. Fram kemur í tilkynn- ingu að boltarnir verði notaðir til að sitja á í kennslu- stundum og þar með stuðla að auk- inni einbeitingu barnanna. Einnig fái börnin útrás fyrir eðlilega hreyfiþörf sína. Boltarnir verða einnig notaðir við leikfimiæfingar. Suðurhlíðarskóli er kristilegur einkarekinn skóli í Fossvogi í Reykjavík. Suðurhlíðarskóli fær afhentar gjafir Jakob Leví situr á æfingabolta. Nemendur í Iðnskólanum í Hafnar- firði og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti halda á morgun saman sýningu á hárgreiðslu, ljósmyndun, textíl og förðun. Sýningin verður á 19. hæð í turn- inum á Höfðatorgi og hefst klukkan 20, fimmtudagskvöldið 22. nóv- ember. Þar munu fyrirsætur m.a. sýna föt og hárgreiðslur og lista- verk verða til sýnis. Kynnir verður Anna Svava Knútsdóttir. Nemendur tveggja skóla með sýningu STUTT Árleg ritgerðarsamkeppni Evrópusamtaka mannerfðafræðifélaga um mannerfðafræði er hafin. Efnistök eru algerlega frjáls og eins tungumál sem skrifað er á. Keppnin er opin öllum ungmennum á aldrinum 15-18 ára. Síðasti skiladagur er 15. febrúar 2013. Fram kemur í tilkynningu frá Mannerfðafræðafélagi Íslands (www.mannis.is) að tvö ritgerðarefni séu í boði að þessu sinni. Annars veg- ar um uppgötvun James Watson og Francis Crick á byggingu DNA- sameinda, hinum tvöfalda helix, og hins vegar um raðgreiningu erfðaefnis mannsins. Nemendur eiga í ritgerð sinni að útskýra áhrif uppgötvunar- innar á lífvísindi, heilbrigði manna og sjúkdóma. Ritgerðarsamkeppni um mannerfðafræði S J Ó M AN N A D AGSRÁ Ð 1937 • 75 ára • 2012 75. ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs Hótel Natura Reykjavík, 22. nóvember 2012 13.00 Hvers vegna fór Sjómannadagsráð þessa leið í búsetumálum fyrir eldri borgara? Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs 13:25 Ávarp. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 13:40 Að finna sig heima, búseta eldra fólks. Guðfinna Björnsdóttir, verkefnastjóri íbúðaþjónustu Hrafnistu 14.00 Að vera aðstandandi á hjúkrunarheimili. Páll Bergþórsson, f.v. veðurstofustjóri 14:20 Hressing 14.45 Tónlistaratriði. Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður 15:00 Að hugsa út fyrir rammann, ný nálgun í starfi hjúkrunarheimila. Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi 15:20 Aðskilnaðarstefnan gagnvart öldruðum er tímaskekkja. Styrmir Gunnarsson, lögfræðingur 15.40 Pallborðsumræður Ráðstefnustjóri: María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður Til móts við framtíðina Gerum enn betur í málefnum aldraðra! Ráðstefnan er öllum opin - aðgangur ókeypis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.