Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður breska lággjaldaflug- félagsins EasyJet fyrstu níu mánuði ársins var 317 milljónir punda fyrir skatta og hefur aukist um 28%. Af þeim sökum tilkynnti félagið í gær að það myndi tvöfalda arðgreiðslur til hluthafa. Vefsíða breska dagblaðsins The Guardi- an greindi frá þessu í gær. EasyJet seg- ist reikna með að arðgreiðslur til eig- enda muni hækka áfram á næstu árum. Bréf fyrirtækisins hækkuðu í gærmorg- un um 3%. Hagnaður hjá EasyJet Fram kom í síðustu viku bæði í máli seðlabankastjóra og í skriflegri yf- irlýsingu frá peningastefnunefnd að líkur eru á því að stýrivextir Seðla- bankans séu hættir að hækka a.m.k. í bili. Matið byggist á nýrri hag- og verðbólguspá Seðlabankans og mið- að við óbreyttar forsendur telur pen- ingastefnunefnd að núverandi vaxta- stig nægi til að verðbólgumarkmið náist innan ásættanlegs tíma. Um þetta er fjallað í Markaðspunktum Arion banka og Morgunkorni Ís- landsbanka í gær. Í fyrradag birti sendinefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins skýrslu um framgang efnahagsmála hér á landi. „Í skýrslunni kemur fram að sjóð- urinn hafi miklar áhyggjur af víxl- verkun launa og verðlags og telji að aðhald peningastefnunnar sé ekki nægjanlegt til að ná verðbólgunni niður innan ásættanlegs tíma. Mik- ilvægt sé fyrir Seðlabankann að ná verðbólgunni niður í markmið til að styrkja trúverðugleika bankans og ná niður verðbólguvæntingum sem eru enn háar. AGS teiknar upp svartsýnni mynd en Seðlabankinn af verðbólguhorf- um á næstu árum. Þrátt fyrir að spá lakari hagvexti á komandi árum ger- ir sjóðurinn ráð fyrir að framleiðslu- slakinn í hagkerfinu hverfi strax á næsta ári en á sama tíma gerir Seðlabankinn ráð fyrir töluverðum slaka í hagkerfinu,“ segir orðrétt í Markaðspunktum Arion banka. Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember. Gangi spáin eftir muni ársverðbólgan hækka og fara í 4,5% í nóvember miðað við 4,2% í október. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær er bent á að AGS telji þörf á frekari hækkun stýri- vaxta, og gæti sú hækkun numið allt að einu prósentustigi frá núverandi vaxtastigi að mati sjóðsins. Það myndi fela í sér að viku veðlánavext- ir Seðlabankans yrðu 7% um mitt næsta ár, en myndu síðan lækka lít- illega að nýju samkvæmt spá sjóðs- ins. Til samanburðar hafi peninga- stefnunefnd Seðlabankans talið, við vaxtaákvörðun í síðustu viku, að vextir bankans væru nú hæfilegir til þess að ná verðbólgumarkmiði mið- að við núverandi horfur. AGS sé hins vegar svartsýnni á hagvöxt á næst- unni en Seðlabankinn, þótt báðir telji að efnahagsbatinn muni halda áfram. agnes@mbl.is Spár AGS dekkri en Seðlabanka  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir meiri verðbólgu og minni hagvexti en Seðla- bankinn gerir  Telur að stýrivextir þurfi að hækka um allt að 100 punktum Verðbólguspá AGS og Seðlabankans M.v. árlega verðbólgu Hagvaxtarspá AGS og Seðlabankans M.v. raunbreytingu á VLF 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% AGS Seðlabanki Íslands 2012 2013 2014 2015 2012 2013 2014 2015 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% AGS Seðlabanki Íslands                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ ,0+.+1 +,-.-1 ,+.-23 ,,.003 +2.41+ +53.,3 +.11,5 +/,.2+ +-+.41 +,-.1/ ,0+.-3 +,4.0, ,+.434 ,,.0-/ +2.20- +53.-, +.11-2 +/5.52 +-,., ,,3.0-43 +,-.2/ ,0,.+5 +,4.5/ ,+.2+ ,,.+53 +2.2-+ +51 +.1-+5 +/5./1 +-,.-1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vodafone er metið á 9,7 til 11,2 millj- arða króna, samkvæmt útboðsgengi. Stefnt er að því að skrá félagið í kaup- höll í næsta mánuði en fyrir dyrum er hlutafjárútboð. Fjarskiptafyrirtækið er töluvert verðminna en Eimskip sem sigldi á markað á föstudaginn. Markaðsvirði þess var 44 milljarðar í gær. Markaðsvirði fasteignafélagsins Regins sem fór á markað í júlí er 14 milljarðar. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans, er stærsti hluthafi Vodafone með um 80% hlut, og stefnir sjóðurinn á að selja um 50-60% hlut í útboðinu, en það mun ráðast af eftirspurn. Aðrir hluthafar eru 52 og er næststærsti hluthafinn með 2% hlut. Stjórn Vodafone hefur ekki mark- að sér arðgreiðslustefnu, samkvæmt upplýsingum í útboðslýsingu. En nú líta margir fjárfestar til arðgreiðslna. Segja má að Hagar hafi sett tóninn fyrir myndarlega arðgreiðslustefnu. Viðmælendur Morgunblaðsins benda á, að það hefði verið ágætt ef fjár- festar fengju skýr skilaboð: Af eða á. Eiginfjárhlutfallið er 42%. Það er mikil samkeppni á fjar- skiptamarkaðnum, eins og sjá má á meðfylgjandi línuritum. Í útboðslýs- ingunni er bent á að hún geti leitt til verðlækkana, hærri kostnaðar, svo sem í tengslum við markaðssetningu, aukinna fjárfestinga og minni mark- aðshlutdeildar. Í þessu samhengi er ágætt að minnast þess að innleiðing 4g-farsímakerfa er á næsta leiti. Stjórnendur Vodafone eru ekki með kauprétti, en forstjóri og fram- kvæmdastjórar geta fengið kaup- aukagreiðslu ef vel tekst að halda áætlun um EBITDA-hagnað. Kaup- aukinn verður ekki hærri en 25% af árslaunum starfsmanns. Vodafone metið á 10-11 milljarða á leið á markað  Framtakssjóður stefnir á að selja 50-60% hlut Markaðshlutdeild á fjarskiptamörkuðum Farsími Síminn Vodafone Tal Nova Aðrir 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2009 2010 2011 30. júní 2012 Heimild:Útgáfulýsing Vodafone 45,3% 39,0% 30,6% 28,8% 6,0% 4,6% 0,8% 0,4% 27,2% 18,1% Markaðshlutdeild á fjarskiptamörkuðum Internetþjónusta Síminn Vodafone Tal Hringdu Aðrir 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2009 2010 2011 30. júní 2012 Heimild:Útgáfulýsing Vodafone 51,8% 50,7% 29,2% 32,1% 13,7% 9,1% 5,3% 4,7% 0,4% Markaðshlutdeild á fjarskiptamörkuðum Fastlína Síminn Vodafone Tal Aðrir 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2009 2010 2011 30. júní 2012 Heimild:Útgáfulýsing Vodafone 73,7% 74,6% 17,5% 16,5% 8,8% 7,2% 0,0% 0,4%þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.