Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lyfjabúðir og lyfjaútibú eru rekin á við- skiptalegum grundvelli. Ríkið stýrir því ekki lengur hvar apótek eru starfrækt. Það eina sem velferðarráðuneytið getur gert, þegar apóteki er lokað, er að opna sjálft apótek á heilsugæslustöðinni. Reknar eru 62 lyfjabúðir í landinu og þar sem þær eru með 29 útibú er alls 91 lyfsala í landinu. Útibúin eru með mismunandi þjón- ustustig. Lyfja er með víðtækasta netið því það fyrirtæki rekur 12 lyfsölur undir eigin nafni og 25 útibú víða um land, auk þess sem Lyfja rekur Apótekið á sex stöðum. Lyf og heilsa er með 14 lyfsölur sem eru með fjögur útibú og að auki átta lyfsölur undir vörumerkinu Apótekarinn. Flest útibú Lyfju eru á Austfjörðum. Þannig er Lyfja á Egilsstöðum með fimm útibú; á Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði. Sjötta útibúinu, sem var á Fáskrúðsfirði, var lokað fyrir helgi og er óánægja með það á staðnum. Lyfja í Neskaupstað rekur útibú á Eskifirði og Reyðarfirði. Ef ekki kemur annað apótek verður Fá- skrúðsfjörður með fjölmennari byggða- kjörnum sem eru án þessarar þjónustu. Í þessum hópi eru Sandgerði, Garður og Vogar á Suðurnesjum, Bolungarvík, Ólafsfjörður, Eyrarbakki og Stokkseyri. Íbúar flestra staðanna eiga stutt í apótek á stærri stað. Skammt sunnan við Fáskrúðsfjörð er Stöðvarfjörður með aðeins þriðjunginn af íbúafjölda Fáskrúðsfjarðar. Þar rekur Lyfja lítið útibú með takmarkaða þjónustu sem ekki stendur til að loka. Ríkið getur opnað apótek Áður en lyfjalögunum var breytt um miðj- an tíunda áratuginn var það bundið í lög og reglugerð hvar apótek skyldu vera og voru lyfsöluleyfin verðmæt. Markaðurinn var gef- inn frjáls með lögunum sem nú er unnið eftir. Ríkið ræður því ekki lengur hvar rekin er lyfsala og hvar ekki. Lyfjastofnun hefur hvatt lyfsölurnar til að sinna þjónustu sem víðast en um leið hvatt eindregið til þess að lyfjafræðingar starfi í útibúunum til að gera þjónustuna öruggari. Mörg útibú eru rekin á ábyrgð lyfjafræðings á öðrum stað. Velferðarráðuneytið hefur heimild til að fela heilsugæslustöð að setja upp apótek á stað þar sem ekki er apótek starfandi. Það hefur hvergi verið gert. Þó eru heilbrigðis- stofnanir með þrjár lyfsölur frá fyrri tíð; á Hólmavík, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri, auk þess sem Vopnafjarðarhreppur rekur lyfsölu. Ríkið ræður ekki apótekum  Lyfjadreifingin er rekin á viðskiptalegum grundvelli  62 lyfjabúðir í landinu og 29 útibú Lyfjabúðir og útibú Grunnkort/Loftmyndir ehf. Heimild: Lyfjastofnun.is Siglufjarðar Apótek Apótek Ólafsvíkur Akureyrarapótek Apótek Vesturlands Lyfsalan Hólmavík Lyfsalan Kirkjubæjarklaustri Lyfsalan Vík Lyfsalan Vopnafirði Lyfja Borgarnesi Lyfja Egilsstöðum Lyfja Húsavík Lyfja Ísafirði Lyfja Selfossi Lyfja Neskaupstað Lyfja Sauðárkróki Lyf & heilsa Glerártorgi Lyf & heilsa Hrísalundi Lyf & heilsa Hveragerði Lyf & heilsa Selfossi Lyf & heilsa Keflavík Lyfja Keflavík Lyf & heilsa Vestmannaeyjum Apótekið Akureyri Árbæjarapótek Rvk. Garðs Apótek Rvk. Lyfjaver Rvk. Rima Apótek Rvk. Urðarapótek Rvk. Austurbæjar Apótek Kóp. Apótek Garðabæjar Gb. Apótek Hafnarfjarðar Hfj. Reykjavíkur Apótek Rvk. Lyfjaval Álftamýri Rvk. Lyfjaval Mjódd Rvk. Lyfjaval Hæðarsmára Kóp. Lyfja Smáralind Kóp. Lyfja Smáratorgi Kóp. Lyfja Lágmúla Rvk. Lyfja Laugavegi Rvk. Apótekið Garðatorgi Gb. Apótekið Hólagarði Rvk. Apótekið Skeifunni Rvk. Apótekið Spönginni Rvk. Apótekið Setbergi Hfj. Lyf & heilsa Austurveri Rvk. Lyf & heilsa Domus Medica Rvk. Lyf & heilsa Eiðistorgi Seltj. Lyf & heilsa Firði Hfj. Lyf & heilsa Glæsibæ Rvk. Lyf & heilsa Hamraborg Kóp. Lyf & heilsa Hringbraut Rvk. Lyf & heilsa Kringlunni Rvk. Skipholts Apótek Rvk. Apótekarinn Höfða Rvk. Apótekarinn Mjódd Rvk. ApótekarinnVesturb.apótekRvk. Apótekarinn Salavegi Kóp. Apótekarinn Smiðjuvegi Kóp. Apótekarinn FjarðarkaupumHfj. Apótekarinn MosfellsbæMos. Apótekarinn Hafnarstræti Patreksfjörður Þingeyri Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Hofsós Dalvík Laugar Reykjahlíð Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Lyfja - apótek Lyfja - útibú Apótekið (hluti af Lyfju) Lyfsala, rekin af heilbrigðis- stofnun eða sveitarfélagi Lyf og heilsa - apót. Lyf og heilsa - útibú Apótekarinn (hluti af Lyf og heilsa) Lyfjaval Apótek Garðabæjar og Apótek Hafnarfjarðar ApótekVesturlandsog Reykjavíkur Apótek Sjálfstætt rekin apótek Borgarfjörður Eystri Seyðisfjörður Reyðarfjörður Eskifj. Höfn Djúpivogur Stöðvarfjörður Hvolsvöllur Hella Flúðir Laugarás ÞorlákshöfnGrindavík Keflavíkur- flugvöllur Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 „Við höldum uppi öflugum rekstri á landsbyggðinni og ekki stendur til að breyta því,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, spurður hvort til standi að fækka útibúum víðar en á Fá- skrúðsfirði. Bæjarráð Fjarða- byggðar mótmælti áformum Lyfju um að loka útibúinu á Fáskrúðs- firði þegar málið var kynnt og benti á að það hefði í för með sér skerðingu á þjónustu við íbúana. Sigurbjörn tekur fram að líta þurfi til aðstæðna á hverjum stað. Velta hefur minnkað mikið í lyfja- útibúi Lyfju á Fáskrúðsfirði síð- ustu árin. „Fólk sækir verslun meira á Reyðarfjörð og jafnvel upp á Hérað. Það hefur til dæmis myndast verslunarkjarni á Reyð- arfirði og eðlilegt að fólk sæki þjónustuna þangað sem hana er að hafa,“ segir Sigurbjörn um ástæð- ur lokunar útibúsins á Fáskrúðs- firði. Samgöngur hafa batnað þarna á milli, sérstaklega eftir að Fáskrúðsfjarðargöngin til Reyð- arfjarðar voru opnuð. Þá nefnir Sigurbjörn að samdráttur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi einnig áhrif því heilsugæslan á Fáskrúðsfirði sé aðeins opin þrisvar í viku. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, bendir á að lokun apóteksins komi í kjölfar lokunar bankaútibús og skerðingar á þjón- ustu Póstsins. Þetta komi sér illa fyrir þá íbúa sem erfitt eigi með að fara í önnur byggðarlög til að sækja lyf. „Við viljum varðveita þá þjónustu sem er í þessum byggða- kjörnum og það þarf að vera sam- eiginlegt verkefni sveitarfélagsins og íbúanna,“ segir Jón Björn. Ekki stendur til að loka þeim fjölmörgu lyfjabúðum og lyfja- útibúum sem Lyfja er með á Aust- urlandi og Norðausturlandi. Útibú eru á mun minni stöðum en Fá- skrúðsfirði en afskekktari. Nýlega var útibúið á Seyðisfirði flutt í nýtt og betra húsnæði. „Það sýnir að við erum ekkert að gefa eftir. Þetta eru svipað stórir staðir en veltan í útibúinu á Seyðisfirði er þrefalt meiri,“ segir Sigurbjörn og bendir á þá skýr- ingu að Seyðfirðingar séu land- fræðilega einangraðri en Fáskrúðsfirðingar vegna Fjarðar- heiðarinnar. Ekki áform um lokun víðar  Bæjarfulltrúar og íbúar óánægðir með lokun útibús Lyfju á Fáskrúðsfirði  Þrefalt meiri velta á Seyðisfirði Sigurbjörn Gunnarsson Jón Björn Hákonarson Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Jólamálningin! Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.595 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490 Mako pensill 50mm 195 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 3.890 Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 5.290 allir ljósir litir Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.990 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.745 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Mako málningar- rúlla og bakki 25cm 895

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.