Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 10

Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Atli Vigfússon laxam@simnet.is Þ að eru rúmlega tólf ár síðan ég fékk þetta perutré, en það gaf ekki uppskeru fyrstu árin. Í haust voru 170 perur á trénu og ég setti þær í krukkur og sauð niður eins og ég hef gert und- anfarin ár.“ Þetta segir Sigríður Sig- urðardóttir á Núpum í Aðaldal en hún hefur lagt mikla rækt við peru- tréð sitt sem hefur gefið mikinn ávöxt af sér auk þess sem hún rækt- ar mikið af rósum og öðrum blóm- jurtum í 32 fermetra gróðurhúsi sem er sunnan undir íbúðarhúsinu á Núpum. Perutréð þrífst vel „Ég byrjaði ekki með gróður- hús fyrr en um 1990 þegar okkur hjónunum buðust gluggar úr húsi á Akureyri sem verið var að breyta. Maðurinn minn Sigurður Karlsson, sem nú er látinn, hafði mikinn áhuga á þessu og þáði gluggana og úr varð gróðurhús með plexigleri í þakinu.“ Að sögn Sigríðar er engin upp- hitun í gróðurhúsinu, en þar verður oft mjög heitt á sumrin og perutréð hefur þrifist mjög vel. Hún notar húsdýraáburð á tréð eins og rós- irnar, en einnig blákorn og túrbó- kalk. Á vorin er það mjög fallegt þegar það blómgast enda eru peru- tré víða um lönd notuð í skrautgörð- um vegna þess að þau þykja mikið augnayndi. Af perutrjám eru til mjög mörg Perutréð gefur góða uppskeru Á Núpum í Aðaldal blómstrar perutré á hverju vori en í haust voru 170 perur á trénu sem Sigríður Sigurðardóttir á Núpum leggur mikla rækt við. Þegar per- urnar eru mátulega þroskaðar flysjar hún þær og hreinsar og sýður niður. Framleiðsla Þegar perurnar eru mátulega þroskaðar eru þær soðnar niður. Uppskera Í haust voru 170 perur á perutrénu á Núpum í Aðaldal en það gaf enga uppskeru fyrstu árin. Konurnar í suðurríkjum Bandaríkj- anna eru ekki þekktar fyrir annað en að elda góðan heimilismat og nóg af honum. Til er bók sem heitir Being Dead Is No Excuse: The Official Southern Ladies Guide To Hosting the Perfect Funeral. Segir bókartitill- inn allt sem segja þarf um þá ástríðu sem lögð er í matargerðina og því er ekki úr vegi að kíkja á vefsíðuna southernliving.com til að finna hug- myndir að alvöru þakkargjörðar- máltíð. Þakkargjörðarhátíðin er hald- in hátíðleg fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og ber því upp á 22. nóvember í ár sem er jú einmitt á morgun. Ef þig langar að eiga gæða- stund með fjölskyldunni og elda kal- kún með tilheyrandi meðlæti skaltu kíkja á þessa vefsíðu. Þar má finna uppskriftir að sætum kartöflum með sykurpúðum, trönuberjasósu og alls konar grænmetismeðlæti. Vefsíðan www.southernliving.com Þakkargjörðarhátíð Sætar kartöflur með sykurpúðum sem meðlæti. Ástríða í suðurríkjamatargerð Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur mun veita innsýn í við- horf til tíma og frelsis og hvernig áhrif það hefur á lífsgleði og heilsu sérhvers manns, á heimspekikaffi í Gerðubergi í kvöld klukkan 20. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur verður gestur kvöldsins og mun hún leggja út af bók sinni Vígroði um tím- ann og frelsið til forna og í heiðni. Einnig mun hún segja frá listinni að lifa einn dag í senn. Heimspekikaffið hefur verið á dagskrá Gerðubergs frá því haustið 2011 og hefur notið mik- illa vinsælda. Þar er viska kaffihúsa- gesta lokkuð fram með lifandi um- ræðu. Eftir inngang frummælenda hefjast skemmtilegar umræður við hvert borð út frá efni kvöldsins og síðan er leitað eftir innleggi gesta. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin eða a.m.k. eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnustað sínum. Endilega … … sækið heimspekikaffi Tímabundin Erum við þrælar tímans? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. SIMPLY CLEVER Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði ŠKODA Citigo er frábær smábíll sem býr yfir öllum þeim kostum sem einkenna Škoda bifreiðar sem eru þekktar fyrir sparneytni og lága bilanatíðni. Komdu við hjá HEKLU eða söluumboðum um land allt og kynntu þér hinn frábæra ŠKODA Citigo. ŠKODA Citigo kostar aðeins kr. 1.890.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.