Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 35
Hörður er margfaldur Íslands- meistari í knattspyrnu með yngri flokkum Vals, bikarmeistari með meistaraflokki Vals 1974 og 1977 og Íslandsmeistari 1978. Hörður var fyrirliði meistaraflokks Vals 1975 og KA 1976 og lék fjórtán leiki með A-landsliði Íslands. Hann var atvinnumaður hjá sænska félaginu AIK 1980 og 1981 en eftir heimkomuna þjálfaði hann og lék með UMF Grindavíkur. Hann var aðstoðarþjálfari hjá FH 1986, aðstoðarþjálfari Vals 1987, þjálfari UMF Selfoss 1989, Breiðabliks 1990, 1991 og seinni hluta sumars 1992, þjálfaði FH 1993 og 1994 og þjálfaði Val 1995. Hörður lék með meistaraflokki Vals í handknattleik 1971-72 og síðan með KA um fimm ára skeið. Hann var þjálfari og leikmaður Stjörnunnar 1977-78 og leikmaður ári síðar og loks leikmaður með Val 1979-80. Hörður sat í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1985, 1988 og 1999-2001. Hann var rit- stjóri Valsblaðsins 1984, ritstjóri Fréttablaðs iðnaðarins 1986 og hefur auk þess ritstýrt og haft umsjón með fjölmörgum blöðum, leikskrám og fleiru fyrir fé- lagasamtök og skrifað greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Eiginkona Harðar er Rita Lúk- asdóttir, f. 2.3. 1958, lyfjatæknir á Landspítalanum. Foreldrar henn- ar eru Lúkas Kárason og Mildred Kárason, búsett í Reykjavík. Dætur Harðar eru Bryndís, f. 28.7. 1980, hagfræðingur, búsett í Madrid en eiginmaður hennar er Francisco Munoz og er dóttir þeirra Fríða Munoz; Sara Mild- red, f. 29.11. 1990, nemi, og Birna Ósk, f. 17.7. 1994, nemi. Systkini Harðar eru Hjördís, f. 19.4. 1951, löggiltur fasteignasali og fararstjóri á Egilsstöðum; Bergrós, f. 13.2.1954, bókasafns- fræðingur í Reykjavík; Heiða, f. 31.1. 1956, afgreiðslustjóri; Hanna, f. 4.7. 1957, skrifstofumaður; Sól- björt, f. 9.6. 1959, fisksali í Kefla- vík; Jón Hilmar, f. 2.8.1961, sendi- bílstjóri í Reykjavík; Anna, f. 27.6. 1969, húsmóðir í Mosfellsbæ. Foreldrar Harðar eru Hilmar Bjarnason, f. 23.8. 1930, d. 9.6. 2009, bifreiðastjóri og fyrrum kunnur glímumaður í Reykjavík, og Aðalheiður Bergsteinsdóttir, f. 31.8. 1929, húsfreyja. Systkini Hörður með fimm hressum systkinum sínum af sjö en myndin er tekin í 60 ára afmæli Hjördísar systur hans, árið 2011. Úr frændgarði Harðar Hilmarssonar Hörður Hilmarsson Guðný Sigurðardóttir húsfr. í Seljalandskoti Guðrún Ísleifsdóttir húsfr. í Rvík Bergsteinn Hjörleifsson múrari í Rvík Aðalheiður Bergsteinsdóttir húsfr. í Rvík Margrét Eyjólfsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Hjörleifur Hjörleifsson söðlasm. á Eyrarbakka Sigurjóna Óladóttir húsfr. Valdimar Jónsson á Akureyri og víðar Alda Valdimarsdóttir húsfr. í Rvík Bjarni Svavars Svavarsson starfsm. hjá Rafmagnsv. Rvíkur. Hilmar Bjarnason bifreiðastj. í Rvík Jóna Svavars Bjarnadóttir húsfr. á Búðum Svavar Svavars Sigurbjörnsson kaupmaður á Búðum á Fáskrúðsfirði Stefán Geir Svavar Svavarsson aðalbókari MS í Rvík Svavar Stefánsson sóknarpr. í Fella- og Hólaprestakalli Sveinn múrarameistari á Drumboddsstöðum Hilmar Leifur Sveinsson húsasmíðam. Elías Sveinsson landbúnaðar- hagfræðingur Ísleifur Bergsteinsson b. í Seljalandskoti undir Eyjafjöllum Kristólína Bergsteinsdóttir húsfr. í Görðum í Mýrdal Sveinn Scheving hreppstj. í Eyjum Guðjón Scheving málari og kaupm. í Eyjum ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir alla Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi - Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta Brokkál Spínat Rauðrófur Salatkál – Gulrætur – Steinselja lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni. Arnljótur Ólafsson, prestur ogalþingismaður, fæddist21.11. 1823 á Auðólfsstöðum í Langadal, sonur Ólafs Björns- sonar, bónda þar, og k.h. Margrétar Snæbjörnsdóttur. Eiginkona Arnljóts var Þuríður Hólmfríður Þorsteinsdóttir og eign- uðust þau átta börn auk þess sem hann átti eina dóttur fyrir hjóna- band. Þuríður Hólmfríður var dóttir Þorsteins alþm. Pálssonar og k.h. Valgerðar Jónsdóttur húsfreyju. Arnljótur og Tryggvi Gunnarsson, alþm. og bankastjóri, voru svilar. Arnljótur var einn þeirra sem stóðu að pereatinu gegn Sveinbirni Egilssyni í Lærða skólanum 1850. Hann lauk stúdentsprófi þjóðfund- arárið 1851, lauk málfræðiprófi og forspjallsprófi við Kaupmannahafn- arháskóla og las þjóðmegunarfræði sem í dag nefnist hagfræði. Hann var því fyrsti íslenski hagfræðistúd- entinn. Hann tók ekki lokapróf í hagfræði en dvaldi áfram í Kaup- mannahöfn, var ritstjóri Skírnis og einkakennari sonar Blixen-Finecke baróns um skeið. Eftir að Arnljótur kom heim lauk hann guðfræðiprófi við Prestaskól- ann í Reykjavík 1863 og var síðan prestur á Bægisá á árunum 1963-89 og á Sauðanesi frá 1889 og til ævi- loka. Arnljótur sat á Alþingi nær óslitið frá 1858-1900, fyrst sem þingmaður Borgfirðinga, þá Norðmýlinga, fyrir Eyfirðinga 1881-85 og var síðan kon- ungskjörinn. Þá var hann lengi odd- viti Glæsibæjarhrepps. Arnljótur var atkvæðamikill þing- maður, andstæðingur Jóns Sigurðs- sonar forseta og Benedikts Sveins- sonar en lagði áherslu á kröfur um fjárforræði. Þá barðist hann gegn valtýskunni. Á tímum rómantískrar þjóðfrelsisbaráttu markaði Arn- ljótur sér sérstöðu með áhuga á landshögum, búskaparhögum og fólksfjölda. Um þau mál tók hann saman skýrslur og greinargerðir. Þá samdi hann fyrsta íslenska hagfræðiritið, Auðfræði, sem kom út 1880. Arnljótur lést 29.10. 1904, árið sem Íslendingar fengu heimastjórn. Merkir Íslendingar Arnljótur Ólafsson 101 árs Áslaug Thorlacius 90 ára Ásta Ólafsdóttir 85 ára Brita Marie Guðnason Guðjón Reynisson 80 ára Jakobína Valdís Jakobsdóttir Jens Christian Sörensen Stefán Baldvinsson 75 ára Ásgeir Sigurðsson Eyjólfur Guðmundsson 70 ára Sveinn Haukur Björnsson 60 ára Einar Valdimar Ingvarsson Erna Olsen Guðmunda Kristjánsdóttir Kristinn Guðjónsson Kristjana E. Kristjánsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Þ. Rögnvaldsdóttir Ryszard Franciszek Staniszewski Þorbjörn Hrafn Gunnarsson Þorfinnur Snorrason Þórir Garðarsson 50 ára Eydís Katla Guðmundsdóttir Hulda Sigurðardóttir Inger Nielsen Krzysztof Grenda Magnús Sigurjónsson Margrét Helga Bragadóttir Pétur Þorkelsson Salvör Nordal Tomasz Antoni Skurski Þráinn Jóhannsson 40 ára Atli Mar Gunnarsson Elísabet Ólöf Helgadóttir Eric Matthew Myer Finnur Sigurðsson Guðleif Arnardóttir Gunnar Már Gunnarsson Gylfi Þór Gylfason Harpa Rós Jónsdóttir Ingibjörg Árnadóttir Ingibjörg Thors Iulian Lucaci Lýður Valgeir Lárusson Steinþóra Þórisdóttir Víðir Sigurðsson Þorleifur Viggó Skúlason 30 ára Agnes Björk Guðmundsdóttir Alma Kovac Anna Kristín Óskarsdóttir Barbara Brzozowska Christine Weinert Elwira Anna Wienckowska Grzegorz Roszkowski Heimir Eir Lárusson Helgi Friðriksson Hólmar Freyr Oddgeirsson Janusz Stanislaw Bogalecki Mjölnir Narfi Ágústsson Sara Dögg Guðnadóttir Sigríður Thorlacius Sigurður Jóhannsson Silja Ósk Birgisdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurjóna starfar hjá Össuri í Reykjavík. Maki: Óskar Pétursson, f. 1983, starfsmaður hjá Reykjabúi í Mosfellsbæ. Börn: Guðný Fjóla Jak- obsdóttir, f. 2007. Börn Óskars: Pétur Jóhannes, f. 2005, og Rebekka Klara, f. 2007. Foreldrar: Jóna Björg Kristjánsdóttir, f. 1956, húsfreyja, og Haraldur Örn Arnason, f. 1961, leigubílstjóri. Sigurjóna Haraldsdóttir 40 ára Árni ólst upp á Akranesi og hefur starfað hjá Ice Transport – flutn- ingamiðlun frá 2001. Maki: Björg J. Rúnars- dóttir, f. 1976, hárskeri. Dætur: Aníta Kristín, f. 2003, og Emelía Rún, f. 2005. Foreldrar: Þórólfur Ævar Sigurðsson, f. 1946, íþróttakennari á Akranesi, og Kristín Guðbjörg Eyj- ólfsdóttir, f. 1948, leik- skólakennari. Árni Knútur Þórólfsson 40 ára Unnur ólst upp á Húsavík, lauk stúdents- prófi frá Framhaldsskól- anum á Húsavík og vinnur hjá Kjötvinnslunni Viðbót. Maki: Viðar Njáll Há- konarson, f. 1967, bifvéla- virki. Sonur: Hlynur Snær, f. 1997. Foreldrar: Hafliði Jó- steinsson, f. 1941, fyrrv. verslunarmaður, og Lauf- ey Jónsdóttir, f. 1949, sér- hæfður fiskvinnslumaður. Unnur Mjöll Hafliðadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.