Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 36

Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 www.avon.is Jólin koma hjá Avon Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið varasamt að hlaupa upp til handa og fóta af minnsta tilefni. Mundu að framsetningin skiptir öllu. Haltu áfram að liðka líkamann. 20. apríl - 20. maí  Naut Þig langar til þess að bregða út af van- anum í dag en vilt ekki gera of mikið úr því. Sinntu þínum nánustu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Forðast skaltu að troða illsakir við vinnufélaga þína. Vertu viðbúin/n og mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú leggur mikinn metnað í allt sem þú tekur þér fyrir hendur og nýtur þess að undirbúa jólin í smáu sem stóru. Treystu eðl- isávísun þinni betur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú komst þér sjálfur í þessar aðstæður og ræður hvort þú kallar það heppni eða óheppni. Reyndu að hugsa áður en þú talar og vera viss um að það sem þú berst fyrir sé þess virði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu varlega í að ákveða mörk eða gera áætlanir í vinnunni í dag. Taktu engu sem sjálfsögðum hlut heldur gaumgæfðu málin frá öllum hliðum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Farðu þér hægt í að segja öðrum allan hug þinn því slíka hreinskilni þola engir nema sannir vinir. Ekki gera ekki neitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvænt tækifæri eða breytingar sem tengjast ferðalögum, menntun eða út- gáfustarfsemi gætu jafnvel komið upp í dag. Haltu ekki áfram fyrr en allt er komið á hreint. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Tímamót eru yfirvofandi. Góður félagsskapur með vinum á vel við núna. Taktu af skarið í ótilgreindu sambandi og mundu að nöldur er ekki það sama og aðgerðir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur sætt þig við hluti sem þú myndir að öllu jöfnu ekki gera. Gættu þess samt að gefa fólki tækifæri til að hugsa. Þú færð mikið út úr því að vera með öðrum í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það kann eitt og annað að koma þér á óvart í dag. Jafnvel þótt sú/sá sem er í sigtinu virðist hafa lítinn áhuga veistu að við- komandi líkar við þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Satt er að flestu fólki líkar við aðra sem hugsa líkt og það sjálft. Yndisleg mann- eskja gæti komið í heimsókn í eftirmiðdag- inn. Bjarki Karlsson leikur sér að rím- þraut og byrjar á stöfunum „ch“: Li Yong Che Ping frá Peking pantaði í símann veking svo flugið til Chau-Wi Che myndi ná í því Che Ping er efni í speking. Og næst stafirnir „w“ og „dj“: Hesthúsi Wendy frá Wales whisky og sjénna og ales er hætt við að Wendy hremmingum lendi í og berist frá djammi til djeils. Þá „z“ og „q“: Zimsen í Zambíu bjó með zebrahest, kalkún og fló en ísbirni fleiri og feitari og meiri á Qanik í Qaqortoq þó. Skúli Pálsson brá á leik með „x“: Hugumstór með hörkuþrek hræddist ekki bana, hvergi undan hviðum vék Xavier Solana. Pétur Stefánsson er í djúpum mat- arþönkum: Nú skal brydda á nýjum sið. Nærast vel og fylla kvið. Er fögrum degi fer að halla og sólar geislar síðstu falla, sýð ég matinn fyrir alla. – Á eftir borða ætlum við ofnsteikt svið. Hann lætur uppskrift fylgja að ofnsteiktum sviðum með sæt- kartöflumús, sem hann segir allt annað og betra en gömlu soðn- inguna. Umsjónarmaður stenst ekki mátið að birta hana hér: „Takið lítið, eldfast mót, hellið ögn af ólífuolíu í það, setjið smávegis rósmarín og timjan á botninn ásamt tveimur krömdum hvítlauksgeirum, pipar og salti, leggið frosinn kjamm- ann ofan á, berið svolitla ólífuolíu á hann, kreistið sítrónusafa yfir, kryddið með pipar og salti og leggið tvær rósmaríngreinar ofan á ef þið eigið til. Má sleppa því. Breiðið ál- pappírsörk vel yfir mótið svo skinnið skorpni ekki á kjammanum, og setj- ið það í 175 gráða heitan ofn í 2 klst. Kjamminn verður bragðsterkari og betri með þessari eldunaraðferð. – Sjóðið sæta kartöflu og stappið með ögn af ólífuolíu (eða smjöri). Kryddið með dálitlu cummin, pipar, salti og muldum þurrkuðum basil- íkublöðum og berið fram með sviða- kjammanum, ásamt grænu salati og sítrónubát. – Hvítlauks-sætkartöflumús er líka góð, stappið þá smjörklípu, salti og pipar og kreistu hvítlauksrifi saman við kartöflumúsina.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af rímþrautum, Solana og sælkerasviðum Í klípu „ÞETTA ER TÍMAVÉL. ÉG KEM HINGAÐ, SKOÐA AÐRAR UPPFINNINGAR OG FER SVO AFTUR Í TÍMANN OG SÆKI UM EINKALEYFI FYRIR ÞÆR GÓÐU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ LOKA FYRIR VATNIÐ. ÉG ÞARF AÐ FÁ SMÁ AF ÞÍNU TIL AÐ SJÓÐA KARTÖFLUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hjálpa henni að finna rétta litinn. AF HVERJU ÆTLARÐU AÐ FARA MEÐ ÖLL ÞESSI VOPN? ÉG ER EKKI MEÐLIMUR. Á FUND MILLJÓNA- MÆRINGAFÉLAGSINS. HVERT ERTU AÐ FARA? VEISTU, ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BORÐA BARA EINN KANARÍFUGL. ÞEGAR ÉG BYRJA AÐ BORÐA KANARÍFUGLA GET ÉG BARA EKKI HÆTT! EN ÞÚ? HVAÐ ER UPPÁHALDS- SNAKKIÐ ÞITT?Víkverji sá nýverið leikritið Gull-regn í Borgarleikhúsinu. Ragn- ar Bragason, höfundur verksins, dansar þar á línu, sem gengur þvert á pólitíska rétthugsun og úr verður sterk sýning. Sigrún Edda Björns- dóttur leikur hina útspekúleruðu Indíönu Jónsdóttur sem hefur sér- hæft sig í að blóðmjólka kerfið með því að gera sér upp hina ýmsu krankleika og sjúkdómsvæða son sinn frá blautu barnsbeini og er sér- lega fráhrindandi í þessu hlutverki. x x x Ekki er Halldóra Geirharðsdóttirsíðri í hlutverki hinnar fötluðu konu, sem ótrauð reynir að halda sínu striki og sjá ávallt hið jákvæða, þótt allir reyni að spila með hana. Halldóra gengur skökk og skæld um sviðið allt leikritið og vonar Víkverji að hún hljóti ekki af varanleg ör- kuml. Hallgrímur Ólafsson er sterk- ur í hlutverki sonar Indíönu, sem reynir að brjótast undan oki móður sinnar, en á erfitt með það þótt hann njóti fulltingis pólskrar kærustu sinnar, sem reynist heilsteyptasta persóna verksins og Brynhildur Guðjónsdóttir leikur feiknarvel. Þá er aðeins einn leikari í sýningunni ótalinn. Halldór Gylfason leikur ekki stórt hlutverk, en stendur sig vel þegar hann birtist í tvígang sem holdtekja kerfisins inni á heimili Indíönu í blokk í Fellahverfinu. x x x Víkverji sá um daginn stykkiðBastarða þar sem frekar veiku leikriti var bjargað með flugeldasýn- ingu á sviðinu, fimleikum og dýf- ingum að ógleymdum stjörnuleik. Í Gullregni er farin mun lágstemmd- ari leið, flugeldunum sleppt, en leik- ararnir hafa mun sterkari efnivið í höndunum. x x x Einhverjum kann að þykja ádeilaRagnars óþægileg og jafnvel á skjön við íslenskan veruleika, Ísland sé ekki land vinnufælinna bótaþega, heldur atorkusamra dugnaðarforka. Ísland er hins vegar eins og laukur- inn í líkingu Günters Grass, undir hverju lagi hans leynist eitthvað nýtt og óvænt og hvort tveggja getur hæglega átt við. víkverji@mbl.is Víkverji Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.