Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ingibjörg Pálma stöðvaði Gillz 2. Þetta sjá karlmenn við konur 3. Annþór og Börkur fylgjast með 4. Fann 114 milljónir í aftursætinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur fjallar um vampírur og ólíkar birtingarmyndir þeirra í bók- menntum og kvikmyndum á Amts- bókasafninu á Akureyri í dag kl. 17. Morgunblaðið/Kristinn Vampírur í blíðu og stríðu á Akureyri  Daníel Þor- steinsson píanó- leikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Vil- hjálmur Ingi Sig- urðsson trompet- leikari koma fram á kammertón- leikum í Hofi á Akureyri í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Maurice Ravel, Eric Ewazen og Oskar Böhme. Kammertónleikar haldnir í Hofi í kvöld  Ákveðið hefur verið að fresta út- gáfunni á nýjustu plötu Bubba Morthens, Æsku minnar jól, um óákveðinn tíma. Ástæðan er, sam- kvæmt upplýsingum frá Senu, sú að fyrir misskilning hafði láðst að fá leyfi fyrir því að flytja Bítlalagið „Across the Universe“ með íslensk- um texta. Útgáfunni er frestað meðan leyfis er aflað og þar sem ekki liggur ljóst fyrir hve langan tíma það geti tekið, eru allar líkur á að jóla- platan frest- ist um heilt ár. Væntanleg jólaplata Bubba frestast um ár VEÐUR Ólafur Gústafsson leikur með þýska liðinu Flensburg það sem eftir er leiktíðar. Hann og FH hafa náð sam- komulagi við þýska liðið sem vantar stórskyttu í ein- um hvelli en margir leik- menn liðsins eru meiddir og verða lengi frá keppni. Flensburg mun kaupa Ólaf frá Hafnarfjarðarliðinu en hann gerir samning fram á vor eftir því sem næst verð- ur komist. »1 Ólafur á leið til Þýskalands „Þetta er mesta áfallið sem ég hef lent í á ferlinum en það má segja að ég hafi gengið í gegnum hæðir og lægðir í íþróttunum á þessu ári,“ segir Arnór Atlason, landsliðs- maður í handknattleik, sem verð- ur frá keppni næsta hálfa árið eða svo eftir að hafa slitið hásin. Hann gengst undir aðgerð í Flensburg í dag. »4 Hæðir og lægðir hjá mér á þessu ári „Ekki get ég betur séð en að íþróttamálaráðherrann okkar hafi boðið upp á villandi málflutning í Kastljósinu hinn 15. nóvember síð- astliðinn þegar rætt var um fram- lög ríkisins til íþróttahreyfingar- innar,“ skrifar Kristján Jónsson í viðhorfsgrein í íþróttablaðinu í dag en þar er fjallað um niðurskurð á ríkisstyrkjum undanfarin ár. »2 Hafa allir þurft að vera í vörn? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margir hafa eflaust rifið í hár sitt eða klórað sér í hausnum þegar þeir hafa lent í vandræðum við lausn á jólamyndagátu Morgunblaðsins. Enginn hefur samt velt sér eins mik- ið upp úr henni og Þorbjörn Guð- mundsson, höfundur gátunnar til margra áratuga, en hann er einmitt að leggja lokahönd á næstu gátu. Þorbjörn hóf að vinna á Morgun- blaðinu haustið 1942 og hætti þar formlegum störfum liðlega hálfri öld síðar eða í árslok 1992. Handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 er þó enn að – jólamyndagátan heldur honum við efnið. Eitt skipti enn í gangi „Ég er búinn að gera þetta lengi,“ segir Þorbjörn um gáturnar, en þær eru orðnar nokkrar kynslóðirnar sem hafa spreytt sig á gátum eftir hann. Valtýr Stefánsson ritstjóri sá um krossgáturnar, en skömmu eftir að Þorbjörn byrjaði sem blaðamaður bað Valtýr hann um að finna ein- hvern til þess að sjá um þær. Það gekk ekki eftir og því tók Þorbjörn verkið að sér og sinnti því í áratugi. Eins var það með myndagáturnar. „Valtýr samdi fyrstu myndagát- urnar, svo var Árni Óla með þær um tíma og síðan vantaði mann. Til að bjarga málum bjó ég hana til í eitt skipti og svo hefur þetta eina skipti haldist síðan. Og síðan hangi ég líka enn í dagbókarkrossgátunni.“ Jólamyndagátan hefur fallið vel í kramið hjá lesendum en Þorbjörn segir að sumir hafi skammast yfir henni, sérstaklega ef þeir hafi ekki getað ráðið hana. Samt hafi enginn truflað jólahaldið vegna þessa. Myndagátan hefur gjarnan á ein- hvern hátt endurspeglað líðandi ár hverju sinni. Þorbjörn segist hafa haft fréttatengt efni ársins til hlið- sjónar og síðan hafi ýmsir teiknað myndirnar. Vandinn felist í því að búa til myndrænar setningar. „Það getur tekið langan tíma að hugsa um þetta og efnið kemur ekki allt í einu heldur smátt og smátt,“ segir Þor- björn. „Ég sest aldrei beint niður heldur er með þetta í huganum og svo dettur mér eitthvað í hug, þess vegna á göngu úti á götu. Þá flýti ég mér að koma því niður á blað.“ Og miklu máli skiptir að ná til sem flestra. „Ég hugsa þetta sem fjöl- skylduleik,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf fjölskylduna í huga við gerð myndagátunnar. „Ég hef reynt að hafa gátuna það létta að það þurfi ekki sérstaka sérfræðinga til þess að komast fram úr henni. Ekki of létta en heldur ekki of þunga.“ Alltaf fyrstur með lausnina  Hefur samið jólamyndagátuna í marga áratugi Morgunblaðið/Árni Sæberg Blaðamaður númer 1 Þorbjörn Guðmundsson er að ljúka við gerð næstu jólamyndagátu Morgunblaðsins. Þorbjörn Guðmunds- son og Sigurrós Sig- urðardóttir, eiginkona hans, eru virk í lík- amsræktinni og halda sér meðal annars við með því að vera í golfi – fóru síðast í golfferð til Flórída í haust – og með því að fara daglega í sund í Vesturbæjar- laugina auk þess sem þau taka þar þátt í sundleikfimi. Þorbjörn hefur átt sinn fasta snaga í útiskýlinu síðan laugin var formlega opn- uð fyrir rúmlega hálfri öld. „Ég tek mig reyndar á hús á veturna og klæði mig úr og í inni því ég er orðinn kulsæknari en ég var,“ segir hann. Á fastan snaga í útiskýlinu ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR Myndagátan 1962 Á fimmtudag Hvöss norðaustanátt. Snjókoma fyrir norðan og rigning eða slydda á SA- og A-landi, en þurrt að mestu SV-til. Á föstudag Ákveðin norðanátt og snjókoma vestast, annars hægari breytileg átt og sums staðar él. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 15-25, hvassast syðst, en hægari NA-lands. Hlýnandi, hiti 1 til 5 stig. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.