Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er um-hugsunar-efni hvers vegna svo fáir taka Össur Skarphéð- insson alvarlega sem utanrík- isráðherra. En því er ekki að neita að Össur hefur beinlínis lagt sig fram um að tryggja að svo færi. Mönnum er í fersku minni þegar ráðherrann sagði á blaða- mannafundi í Brussel að hefðu Íslendingar verið búnir að taka upp evru þá hefði ekkert banka- áfall orðið í því landi! Þessi óvænta kenning sett fram á sjálfu meginlandinu var eins og út úr kú. Að minnsta kosti ekki eins og hún kæmi frá ráðamanni sem ætlaðist til að vera tekinn alvarlega. Enda var það ekki gert. Blaðamennirnir réðu ekki við sig og úr varð ófyrirséð og langt óstöðvandi hláturskast í salnum. Þessi viðbrögð hefðu glatt sérhvern stjórnmálamann í ræðupúlti á kútmagakvöldi, en ekki fór á milli mála að við- brögðin slógu ráðherrann út af laginu. Og þarf ekki að undra. Endurtekin ummæli Össurar hér heima fyrir um að vandræð- in á evrusvæðinu (eftir að hann hætti að afneita þeim með öllu) væru aðeins vaxtarverkir og táknmynd þess hve ESB væri „dynamiskt“ hefðu vísast hvorki kallað á hlátursgusur erlendis né á herrakvöldunum. Líkleg viðbrögð hefðu verið vandræða- leg spurul andlit úti í sal. Alvarleg mál, eins og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins, eru afgreidd eins íslenski utan- ríkisráðherrann sé enn í stúdenta- pólitíkinni og raun- ar rétt að byrja í henni. Hann er eini utanríkisráðherr- ann í vestrænu lýð- ræðisríki sem gengur gagnrýn- islaust undir merkjum Hamas-hreyfingarinnar í hinni alvarlegu stöðu. Bandaríkja- forseti og utanríkisráðherra Þýskalands, forysturíkis ESB, fyrirheitna lands Össurar, telja hafið yfir allan vafa að Ísrael sé að bregðast við árásum á borg- ara sína, sem það hefur fullan rétt á og ríkar ástæður til. Utan- ríkisráðherra Svíþjóðar talar um málið af yfirvegun og stillingu, eins og sést m.a. á heimasíðu hans, þótt hann hafi ekki sömu afdráttarlausu skoðunina og hin- ir tveir sem fyrr voru nefndir. En svo undarlegt sem það er þá virðist hin strákslega og óá- byrga afstaða utanríkis- ráðherrans íslenska ekki einu sinni duga til heimabrúks, sem hún hlýtur þó eingöngu að vera ætluð. Hann rétt hélt sæti sínu í prófkjöri með tæpum 70 atkvæð- um, þótt ekki væri sótt gegn honum af neinum alvöru þungarvigtarmanni í flokknum. Hefðu þessi fáeinu atkvæði ekki dugað til að verjast falli úr fyrsta sæti hefði ráðherrann hrunið niður eftir öllum listan- um, svo lítill var almennur stuðningur við hann í prófkjör- inu. Kannski segir það þá sögu að jafnvel innanbúðarmenn í Samfylkingu gera lágmarks- kröfur til flokkssystkina sem gegna þýðingarmiklum trún- aðarstörfum. Íslensk stjórnvöld á skrítnu róli í alvar- legustu álitaefnum utanríkismála} Fleiri en ein falleinkunn Fyrsti dagur um-ræðna um frumvarp til stjórn- skipunarlaga um nýja stjórnarskrá var varla hafinn þegar forsætisráð- herra hóf að skora á þingmenn að veita málinu brautargengi „en reyna ekki að tefja það tafanna vegna“. Umræðurnar voru með öðrum orðum varla hafnar þegar for- sætisráðherra var farinn að syngja þann söng sem rík- isstjórninni hefur jafnan verið efstur í huga þegar hún hefur þurft að þvinga vanhugsuð og illa unnin mál í gegnum þingið. Segja má að með þessu inn- leggi forsætisráðherra hafi tónninn verið gefinn fyrir fram- haldið sem víst má telja að muni einkennast af hefðbundnum ásökunum stjórnarliða um mál- þóf. Staðreyndin er hins vegar sú að engin leið er á þeim skamma tíma sem er til stefnu fram að kosningum og miðað við þann fjölda stórra mála sem þarf að af- greiða að halda uppi málþófi. Þingið hef- ur ekki einu sinni tíma til að skyggn- ast undir yfirborðið á málunum, hvað þá að ræða þau of mikið. Fjárlagafrumvarpið, sem er það frumvarp sem þinginu ber að afgreiða, er til að mynda skemmra á veg komið en alla jafna og mun þurfa mikla um- ræðu í þinginu. Ætli rík- isstjórnin sér að halda áfram að leggja fram frumvörp um eyði- leggingu sjávarútvegsins er ljóst að það mun einnig kalla á miklar umræður. Rammaáætlunin er enn eitt dæmið um illa unnið mál sem þingið getur ekki leyft sér að hleypa vanræddu í gegn. Augljóst er því að enginn tími er til að ræða nýja stjórnarskrá í heild sinni og öldungis fráleitt að forsætisráðherra skuli á fyrsta þingfundi á fyrsta degi umræð- unnar fara að þrýsta á þingmenn að stytta mál sitt. Enginn tími er til að afgreiða öll þau stóru þingmál sem á dagskrá eru} Tal um tafir enn á ný Á auglýsingunni er fáklædd ung kona sem hallar sér aftur með fæturna gleiða, hálfopinn munn og rétt rifar í augun. Karlinn er aftur á móti á miðjum aldri, klæddur jakkafötum, einskonar einkenn- isbúningi, og stendur keikur, valdsmanns- legur, hann er með stjórn á hlutunum. Hvað er verið að auglýsa? spyrðu kannski, kæri les- andi. Hvað sem er, auglýsingin getur verið fyrir nánast hvaða vöru sem er; kannski ilm- vatn eða rakspíra eða bifreið eða húsgögn eða jakkaföt eða hvaðeina. Ef þú færð Google vin þinn til að aðstoða þig getur þú fundið þúsundir, milljónir slíkra auglýsinga; auglýsinga þar sem konan er sýnd sem leikfang, undirgefið leikfang, en karlinn sem valdsmannslegur, yfirvegaður, sigurvegari. Ef Google reynir aftur á móti að finna fyrir þig auglýsingar þar sem karlmaður er í hlutverki hins undirgefna og valdalausa er eins gott að hafa nógan tíma. Það birtist frétt á mbl.is fyrir stuttu þar sem greint var frá rannsókn á viðhorfi 10. bekkinga til kynja- hlutverka, en í henni kom fram að börnin hefðu rang- hugmyndir um hlutverk kynjanna og getu þeirra til að gegna ábyrgðarstöðum. Í fréttinni sagði að Andrea Hjálmsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, hefði spurt ungmenni í 10. bekk grunnskóla um það meðal annars hvort þau teldu karla eða konur hæfari til að vera hæstaréttardómarar, ráð- herrar eða forstjórar stórfyrirtækja, sinna umönnun, matseld og uppeldi og svo má telja. Piltarnir sem spurðir voru svöruðu flestir svo að þeir treystu frekar körlum en konum til að gegna ábyrgðarstöðum, en stúlkurnar voru betur með á nótunum, þó einnig hafi örlað á kynjafordómum í svörum þeirra. Í ljósi þeirrar auglýsingahefðar sem lýst er í upphafi pistilsins kemur kannski ekki á óvart að piltar hafi verið með meiri rang- hugmyndir en stúlkur og ekki heldur að stúlkurnar séu líka haldnar einhverjum kynjafordómum, enda læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Verra þótti mér að í frétt- inni kom fram að kynjafordómar hefðu aukist á síðustu tuttugu árum, en viðhorf unglinga í 10. bekkjum grunnskóla til verkaskiptingar kynjanna var fyrst mælt árið 1992. Það er furðualgengt að miðaldra karlar amist við fem- ínisma, sem snýst þó ekki um annað en að konur og karl- ar eigi að njóta sömu réttinda og sömu tækifæra. Það kemur og fyrir að konur kvarti yfir því að aðrar konur séu að berjast fyrir jafnrétti og tali þá jafnvel um „dólga- femínisma“, hvað sem það svo þýðir. Það væri fróðlegt að heyra svör slíkra andfemínista, kvenhatara, við því hvernig standi á því að unglingar hafa svo litla trú á kon- um sem raun ber vitni og hvers vegna það gengur svo seint að breyta því viðhorfi. Er það ekki einmitt fyrir til- stilli karla, og kvenna, sem óvirða konur? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Karlar, og konur, sem óvirða konur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is F yrir tæpum fjórum árum réðust Ísraelar með landher inn á Gaza eftir að hafa beitt harkaleg- um loftárásum. Flug- skeytapallar hryðjuverkahópa voru skotnir í tætlur, einnig vopnabúr og bækistöðvar stjórnar Hamas- samtakanna. Yfir þúsund manns féllu, þ. á m. konur og börn, saklaus fórnarlömb, eins og ávallt í styrj- öldum. Nú stendur yfir ný hrina í átökunum endalausu. Hvers vegna núna? Aðal- ástæðan er augljós. „Ekkert ríki get- ur sætt sig við að stöðugt rigni yfir borgarana flugskeytum frá grann- landi,“ segir í leiðara sænska vinstri- blaðsins Dagens Nyheter á föstudag en blaðið bendir líka á kosningar í Ísrael í janúar. Ef stjórn Benjamins Netanyahus gerir ekkert til að sporna við flugskeytaárásunum fær hún í huga kjósenda ímynd ráðleysis og linku. Ný könnun bendir til þess að 84% Ísraela styðji árásirnar á Gaza. Síðustu árin hefur að mestu ver- ið í gildi eins konar ótryggt vopnahlé. En líklega vilja Hamas-menn nú láta reyna á það hvort stuðningsyfirlýs- ingar Bræðralags múslíma, nýja valdhafans í Egyptalandi, eru annað en orðin tóm. Frá áramótum hefur verið skotið alls um 850 flugskeytum á Ísrael frá Gaza og árásum fjölgaði mjög í október. Eftir að átökin hófust á miðvikudag hefur verið skotið lið- lega 1.100 flugskeytum á Ísrael, þar af hafa 37 lent á þéttbýli, að sögn blaðsins Haaretz. Fyrir nokkrum árum réðu al- Qassam, vígasveitir Hamas, aðeins yfir heimasmíðuðum flugskeytum sem ollu oftast litlum skaða en voru liður í taugastríði gegn Sderot og öðrum borgum í suðurhluta landsins. Og stundum lentu skeytin á skólum og heimilum og fólk féll. Fullkomin flugskeyti frá Íran Nú eiga Gazamenn að sögn BBC mun öflugri og langdrægari Fajr-5 og M75 meðaldræg skeyti frá Íran. Þótt miðunin sé ónákvæm og Ísrael hafi hannað afar fullkomnar flug- skeytavarnir eru nýju skeytin mikil ógn. Líklegt er þó að tekist hafi að granda að mestu birgðum Hamas- manna af þessum öflugu vopnum í árásunum sem hófust sl. miðviku- dag. En áfram munu berast vopn yfir egypsku landamærin. Rösklega hundrað Palestínu- menn eru nú fallnir, aðeins þrír Ísraelar. Formúlan í áróðursstríð- inu er óbreytt: Ísraelar eru sem fyrr sagðir drepa af ásettu ráði óbreytta borgara. Þá er vandlega horft fram hjá því að liðsmenn Ha- mas og annarra ofstækisafla koma vopnum sínum og skotpöllum oft fyrir í grennd við skóla, sjúkrahús og moskur, nota óbreytta borgara eins og brynvörn. Og bændurnir á ökrunum taka sumir við öðru hlut- verki á kvöldin, þá manna þeir flugskeytastöðvarnar. Skilin milli vígamanna og annarra eru óljós. Stjórn Hamas hefur stundum heft flugskeytaflóðið en skrúfar frá þegar henni hentar. Vestrænir leiðtogar eru flestir hlynntir Ísraelum. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Guido Wes- terwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hvetja til vopnahlés en taka eindregna afstöðu með Ísraelum, segja þá hafa fullan rétt á að verj- ast. „Hundruðum flug- skeyta hefur verið skotið á Suður-Ísrael undanfarna mán- uði svo að Ísrael hefur rétt á að verja sína eigin borgara,“ sagði Westerwelle í viðtali við ARD-stöðina. Átök sem aldrei virð- ast ætla að taka enda AFP Bjargið Gaza! Víða er sýndur samhugur með Gaza-búum, hundruð manna tóku þátt í göngu í Sarajevo, höfuðstað Bosníu-Hersegóvínu, í gær. Hamas hefur lengi notið stuðn- ings Írana, fengið frá þeim vopn og peninga. Aðal- bækistöð Hamas var lengi í Sýrlandi en nú hefur leiðtog- inn, Khaled Meshal, sest að í Katar. Vistin í Damaskus var ekki lengur hagstæð vegna uppreisnarinnar gegn Assad forseta, helsta vini Írana. Stað- an er orðin flókin fyrir Hamas. Ísrael, Bandaríkin og Evr- ópusambandið skilgreina Ha- mas sem hryðjuverka- menn, á stefnuskránni segir að gereyða beri Ísrael. Lýðræðisást Hamas virtist gufa upp eftir kosningasigurinn 2006 þegar samtökin fengu 44% at- kvæða Palestínu- manna. Pólitísk andstaða á Gaza er bar- in niður með harðri hendi. Vopn og flókin tengsl ÍRANAR BAKHJARL HAMAS Ísraelskur hermaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.