Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég fæ alltaf mjög mikla heimþrá á vorin og reyni yfirleitt að komast heim til Íslands. Ég er eins og beljur- nar sem vilja fá að komast út og hlaupa á túnunum. Síðasta sumar hafði ég hins vegar alltof mikið að gera hér í London og sá því ekki fram á að komast heim í bráð. Þá vaknaði hjá mér þessi hugmynd að semja tónlist til að komast yfir heim- þrána,“ segir Elíza Newman um nýj- ustu breiðskífu sínu sem ber heitið Heimþrá. Elíza hefur verið búsett er- lendis sl. áratug með nokkrum hléum og var einmitt á hlaupum milli staða í London þegar blaðamaður náði tali af henni fyrr í vikunni. Elíza lauk meist- aranámi í kennslufræði tónlistar fyrir hálfu öðru ári og hefur síðan verið að sinna tónlistarkennslu í einkaskóla fyrir börn á aldrinum 11-17 ára með félagslega erfiðan bakgrunn. „Krakkanir koma til okkar í einka- tíma í tónlist og hálfgerða endurhæf- ingu,“ segir Elíza og tekur fram að eftir hádegi vinni hún síðan sem laga- höfundur. Allt verður sannara á íslensku Heimþrá er fyrsta sólóplata Elízu þar sem hún syngur á íslensku. Spurð hvað valdi því svarar hún: „Til þess að lækna mig af heimþránni leit- aði ég mikið í gömul íslensk ljóð og byrjaði að semja við þau af fullum krafti,“ segir Elíza, en á plötunni eru tíu frumsamin lög. Elíza samdi text- ana við sex laganna ýmist ein eða í samvinnu við Gísla Kristjánsson, upptökustjóra plötunnar, en fjögur laganna eru samin við ljóð eftir Jó- hann Sigurjónsson, Ólöfu Sigurðar- dóttur, Jón úr Vör og Sigurjón Frið- jónsson. „Ég á mjög auðvelt með að semja á ensku, en að vissu leyti finnst mér skemmtilegra að syngja á íslensku. Það verður allt einhvern veginn sann- ara, auk þess sem mér finnst röddin opnast meira við það að syngja á ís- lensku,“ segir Elíza. Aðspurð segist hún meðvitað hafa reynt að framkalla mjög hlýjan hljóm á nýjustu plötunni sinni. „Það má segja að ég sé á vissan hátt að reyna að endurskapa þá tónlistarstemningu sem ég ólst upp við heima í Keflavík,“ segir Elíza og vísar þar til þess að hún hafi hlustað mikið á vínilplötur með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Berg- þóru Árnadóttur, Megasi, Gunnari Þórðarsyni og Spilverki þjóðanna. „Ég hugsaði til þessara tónlistar- manna þegar ég var að skapa hljóð- heim plötunnar. Hún er þannig ekki nútímalegasta platan sem til er,“ seg- ir Elíza kímin og bætir við: „Ég var meira að einbeita mér að lagasmíð- unum, ná fram hlýjum hljómi og leyfa röddinni að vera í aðalhlutverki.“ Spurð hvort Heimþrá sé fyrst og fremst hugsuð fyrir íslenskan mark- að svarar Elíza játandi. „Þessi útgáfa af plötunni er bara fyrir Ísland. Hins vegar hafa einstaklingar hér úti sýnt henni mikinn áhuga þótt hún sé öll á íslensku. Planið er því að þýða mína texta yfir á ensku, en halda gömlu ljóðunum á íslensku og gefa hana þannig út hér úti,“ segir Elíza og tek- ur fram að það verði þó ekki fyrr en á nýju ári. Þess má að lokum geta að Elíza er væntanleg til landsins í byrjun des- ember til að fylgja plötu sinni eftir. Hún leikur á útgáfutónleikum á Ránni í Keflavík fimmtudaginn 6. desember og á Faktorý í Reykjavík föstudaginn 7. desember. „Fæ alltaf mjög mikla heimþrá á vorin“ Gagntekin „Ég er eins og beljurnar sem vilja fá að komast út og hlaupa á túnunum,“ segir Elíza um heimþrána sem ávallt gagntekur hana á vorin.  Breiðskífan Heimþrá er þriðja sólóplata Elízu Newman Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég mun bjóða upp á nýtt og ný- legt efni eftir mig sem hefur lítið eða ekkert verið spilað áður. Lögin eiga það öll sameiginleg að vera óhljóðrituð, en tónleikarnir eru kannski aðdragandi að einhvers konar hljóðritun einhvern tímann,“ segir saxófónleikarinn Sigurður Flosason en hann leiðir kvartett sinn á tónleikum Múlans í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20.30. Með honum leika Kjartan Valdemars- son á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Einar Scheving á trommur. „Sumt af efninu lék ég með öðru fólki á nýafstaðinni Jazzhátíð í Reykjavík, þannig að maður er bara að prófa efnið í ólíku sam- hengi og fá reynslu á þetta nýja efni og meðleikunum,“ segir Sig- urður og tekur fram að allir séu meðleikarar hans mjög hæfi- leikaríkir. „En eðlilega breytir tón- listin alltaf um lit eftir því hver leikur hana. Það er líka gott að fá æfingu í því að leika efnið því það er eitt að semja það og annað að flytja. Stundum býr maður til eitt- hvað sem manni þykir voðalega skemmtilegt, en svo getur verið mjög erfitt að spila það.“ Aðspurður segist Sigurður yf- irleitt semja við píanóið og stund- um líka við tölvuna, en aldrei not- ast við saxófóninn. „Það helgast af því að maður er ekki bara að semja grípandi laglínur heldur hugsar tónlistina fremur út frá hljómaganginum,“ segir Sigurður. Beðinn að lýsa nýja efni tón- leikanna nánar segir Sigurður um að ræða nútíma instrúmental djasstónlist. „Maður reynir alltaf að hafa hana lagræna og aðgengi- lega. Ólíkir stílar ráða ríkjum í lögunum. Þannig eru sum lögin ró- leg og ljóðræn meðan önnur eru meira grúví. Þetta er svona bland í poka sem vonandi gerir þetta að skemmtilegri og fjölbreyttari heild til að hlusta á og spila,“ segir Sig- urður. Tónskáld Sigurður Flosason mund- ar saxófóninn annað kvöld. Býður bland í poka  Sigurður Flosason leikur nýtt efni á Múlanum í Norræna húsinu á morgun Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Indverskt buff í grófu naanbrauði, grilluð paprika, rauðlaukur, jöklasalat, raita og mangó chutney Indverji Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr.  -B.O. MAGAZINE MBL FRÉTTATÍMINN  - NEW YORK DAILY NEWS -FBL -FRÉTTATÍMINN 14 1412 LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE 12 16 L L L AKUREYRI EGILSHÖLL L 16 14 12TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 9 - 10:30 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 5:50 - 8 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 5:30 16 12 KEFLAVÍK L TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 ÁLFABAKKA L L L VIP 16 16 14 14 12 L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI Í3D KL. 5:50 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENSKU.TALI KL. 8 - 10:10 ARGO KL. 5:40 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 HOUSE AT END OF STREET KL. 8:10 - 10:30 END OF WATCH KL. 10:10 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 11 NÚMERUÐ SÆTI SKYFALL KL. 6 - 8 - 9 - 10:30 WRECK IT RALPHÍSL.TALI KL.5:50 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 6 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSLTAL KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 80/100 VARIETY 80/100 „„SKILAR ÞVÍ SEM ÓÞREYJUFULLIR AÐDÁENDUR VORU AÐ BÍÐA EFTIR.“ THE HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.