Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  273. tölublað  100. árgangur  FÆ ALLTAF MJÖG MIKLA HEIMÞRÁ Á VORIN LÍTIÐ VARIÐ Í LÍF ÁN ÁSTAR PERUTRÉÐ GEFUR GÓÐA UPPSKERU ÓLI ÁGÚSTAR 38 SIGRÍÐUR Á NÚPUM 10ELÍZA NEWMAN 41 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaxtahækkanir Seðlabankans síðan í ágúst í fyrra hafa hækkað greiðslur af óverðtryggðu 10 millj- óna króna láni á breytilegum vöxt- um um 161.000 krónur á ári. Er þá miðað við lán með jöfnum afborg- unum til 25 ára en sambærilegt jafngreiðslulán hækkar um 115.000 krónur á ári. Gera þetta samtals 805.000 og 575.000 krónur á fimm árum miðað við að vextirnir lækki ekki aftur, en munurinn er meiri á hærri lánum. Þetta kemur fram í útreikningum Yngva Harðarsonar hagfræðings en honum reiknast til að hækkun stýri- vaxta um 1,75% síðan í ágúst í fyrra kosti almenning 3 milljarða króna. Er þá horft til óverðtryggðra lána og yfirdráttarlána en Yngvi segir erfiðara að áætla álagið á verð- tryggð lán vegna vaxtahækkana. Nálgast 300 milljarða króna Niðurstöðurnar sýna hversu næm óverðtryggð lán á breytilegum vöxt- um eru fyrir vaxtahækkunum en óverðtryggð íbúðalán námu í lok ágúst sl. 210-220 milljörðum kr. Er meirihlutinn á breytilegum vöxtum. Útlánin hafa aukist eftir að Fjár- málaeftirlitið hvatti lántakendur í maí sl. til að hafa borð fyrir báru þegar þeir taka lán af þessu tagi. Var það meðal annars rökstutt með því að ekki væri hægt að reikna með því að laun hækki í takt við vaxtahækkanir og því sé viðbúið að ráðstöfunartekjur minnki sam- fara hærri vöxtum og greiðslum. Stýrivextir hafa þegar hækkað um 1,75% í þessari lotu og skerða áhrifin af því ráðstöfunartekjurnar. MVaxtahækkanir auka »16 Greiðslubyrðin að þyngjast  Vaxtahækkanir hækka greiðslur óverðtryggðra lána  Aðvörun FME rætist Allt að 161.000 krónur » Tekin eru fjögur dæmi af áhrifum vaxtahækkana í Morgunblaðinu í dag. » Öll lánin eru tíu milljóna króna lán og óverðtryggð á breytilegum vöxtum. » Greiðslur af þeim á ári hækka um 92.212 krónur, 115.000 kr., 127.684 og um 161.000 krónur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mokstur Snjóruðningstæki voru að störfum við Krossanesbraut á Akureyri í gær. Þar hefur snjóað mikið líkt og víðar á Norðurlandi. Fjárveiting Vegagerðarinnar til vetrarþjónustu kláraðist þegar í haust og rekstrarliðurinn er kom- inn í mínus fyrir nokkru. Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustu- deildar Vegagerðarinnar, sagði að heildarfjárveiting til vetrarþjón- ustu á þessu ári hefði verið 1.580 milljónir og þar af fóru 1.413 millj- ónir til þjónustusvæðanna. Óvenjumikið fannfergi hefur ver- ið í Skagafirði undanfarið. „Þetta er búið að vera þrjár helgar í röð,“ sagði Ásta Björg Pálmadóttir sveit- arstjóri. Hún sagði kostnað af snjó- mokstri í sveitarfélaginu vera kom- inn vel yfir tíu milljónir. Sveitarstjórn samþykkti í síðustu viku að bæta við framlög til snjó- moksturs og taldi Ásta að líklega þyrfti að bæta meiru við. Meðalhiti fyrstu 20 daga nóv- ember er talsvert lægri en verið hefur að meðaltali í nóvember síð- asta áratuginn. »4 Snjórinn tæmir sjóðina Mikið hefur snjóað fyrir norðan miðað við undanfarin ár og Vegagerðin hefur klárað fjárveitingar sínar  Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði í gær- kvöldi með Ben- jamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Fyrir fundinn sagði hún Bandaríkjamenn heita Ísraelum stuðningi og að þeir vildu tryggja öryggi landsins. Clin- ton mun ræða við leiðtoga Palest- ínumanna í dag og þaðan halda til Egyptalands og hitta Morsi, forseta landsins. Clinton gaf í skyn að sam- komulag um vopnahlé yrði ekki undirritað fyrr en að þeim heim- sóknum loknum en aðrar heimildir í gærkvöldi hermdu að sam- komulag væri í sjónmáli. »20 og 22 Vonast til að vopna- hlé sé í sjónmáli Til er í dæminu að verið sé að húð- flúra fólk í heimahúsum hér á landi, án tilskilinna starfsleyfa sem við- urkenndar húðflúrstofur eru með. „Vandamálið núna og það sem hefur verið að koma upp á er það að þú getur keypt byrjunarsett á net- inu, til dæmis á eBay, og allavega húðflúrsdót sem er ekkert upp- runavottorð á. Hver sem er getur gert þetta og þetta er að gerast í heimahúsum og það eru jafnvel krakkar að panta þetta,“ segir Svan- ur Jónsson hjá húðflúrstofunni Tattoo og skart í Reykjavík. Hann segir að reglu- lega komi fólk á stofuna til hans með heimaflúr sem það vill láta laga. Það er heil- brigðiseftirlit í hverju sveitarfélagi sem hefur eft- irlit með starfsemi húðflúrstofa og veitir starfsleyfi samkvæmt reglu- gerð um hollustuhætti. Umhverf- isstofnun sér um regluverkið og að- stoðar við eftirlit. Ása St. Atladóttir, verkefnastjóri sóttvarna hjá emb- ætti landlæknis, segir að vinsældir húðflúrs og húðgata hafi vaxið gífur- lega undanfarin ár. „Slík starfsemi fær opinbert leyfi ef hún uppfyllir þau skilyrði sem heilbrigðisnefnd hvers sveitarfélags setur. Líklega er ekki hægt að sporna við því að einhverjir aðilar séu að stunda slíkt í heimahúsum og jafnvel á stofum án leyfis nema með því að almenningur, sem sækist eftir þessari þjónustu, skipti einungis við þær stofur sem eru með gilt starfs- leyfi. Þarna ræður eftirspurnin,“ segir Ása. ingveldur@mbl.is »12 Húðflúrað í heimahúsum  Hægt að kaupa húðflúrsett á eBay Húðflúr er orðið mjög vinsælt. BRYNJAR N í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember 2012 Áræðinn Hreinskilinn Traustur 3. sæti ÍELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.