Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 ✝ Erla Stefáns-dóttir fæddist á Akureyri 23. sept- ember 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Stefanía Guðmundsdóttir f. 25. september 1931, d. 28. mars 1962 og Guðmundur Þorsteinsson f. 13. ágúst 1926, d. 9. janúar 1978. Kjörforeldrar Erlu voru hjónin Kristín Þórðardóttir f. 31. jan- úar 1911, d. 11. apríl 1990 og Stefán Sigurðsson f. 5. desember 1906, d. 29. mars 1974. Kjör- systir Erlu er Greta Stefáns- dóttir f. 15. október 1948. Systir hennar móðurmegin er Jónína Sigurðardóttir f. 22. september er Jóhann Helgi Jónsson f. 7. febrúar 1942, þau giftust árið 1998 og bjuggu í Kópavogi. Barnabörn Erlu eru fimm tals- ins. Erla ólst upp til 11 ára aldurs að Hnjúki í Kinn, Suður- Þingeyjarsýslu, þar til hún flutt- ist með foreldrum sínum til Ak- ureyrar og bjó á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit þar til hún fluttist suður á höfuðborg- arsvæðið árið 1996. Erla starfaði alla sína starfsævi sem skrif- stofumaður og síðustu tíu árin hjá Lífeyrissjóði bænda, þar til hún lét af störfum vegna veik- inda. Erla átti mjög glæstan feril sem dægurlagasöngkona og starfaði meðal annars með hljómsveitinni Póló og hljóm- sveit Ingimars Eydal. Hún söng um tuttugu lög inn á plötur með þessum hljómsveitum og öðrum hljóðfæraleikurum. Útför Erlu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 21. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1950. Systkini Erlu föðurmegin eru Anna Jóhanna f. 14. október 1949, Svan- hildur f. 18. maí 1951, Jón Þór f. 22. janúar 1956, Elín f. 20. nóvember 1959 og Þorsteinn Valur f. 11. september 1970. Árið 1966 giftist Erla Steingrími Stefánssyni f. 30. mars 1946, d. 13. júlí 2002. Þau skildu. Börn þeirra eru Svandís Eyfjörð f. 9. júlí 1967 og Stefán Eyfjörð f. 15. október 1969. Erla giftist Stef- áni Jóhanni Baldvinssyni, f. 12. júlí 1953, árið 1974. Þau skildu. Sonur þeirra er Baldvin f. 11. desember 1978. Erla var nokkur ár í sambúð með Guðmundi Mel- dal. Eftirlifandi eiginmaður Erlu Fyrir um sextán árum þegar ég var í endurhæfingu á Reykjalundi kynntist ég hlýrri og opinni konu, Erlu Stefáns- dóttur. Við Erla urðum fljótt góðar vinkonur, gátum rætt allt milli himins og jarðar og hún var mér afskaplega góð. Erla var þekkt söngkona og átti glæstan söngferil, söng m.a. með hljómsveitunum Póló og hljómsveit Ingimars Eydal. Hún bjó yfir miklum hæfileikum og hafði gott tóneyra, það þurfti ekki söngnám til. Mér er það minnisstætt þegar Erla hélt tónleika þegar ég var á Reykja- lundi og styrkti með því Spán- arferð sem var farin. Þannig var Erla, gaf glöð vinnu sína. Erla og pabbi giftust og áttu gott hjónaband. Hún tók okkur systkinunum opnum örmum og fjölskyldulífið með henni var af- ar gott. Oft fékk ég að koma í ljúffengan mat sem Erla eldaði og jólin hjá þeim verða mér allt- af minnisstæð. Sumarbústaður- inn er alltaf vistlegur og þangað fórum við pabbi og Erla oft um verslunarmannahelgina. Gest- risni Erlu var með eindæmum. Alltaf svo gaman að tala við hana, enda vel að sér. Erla var afar dugleg og vinnusöm. Um tíma var hún formaður Lions- hreyfingarinnar Ýrar í Kópavogi og síðustu árin vann hún hjá Lífeyrissjóði bænda. Erla greindist því miður með krabbamein í sumar og háði hetjulega baráttu. Hún laut í lægra haldi, aðeins 65 ára göm- ul. Það er huggun harmi gegn að hún trúði á líf eftir dauðann. Börnin hennar, þau Svandís, Stefán og Baldvin, og barnabörn eru öll efnileg og hlý eins og Erla var. Það er alltaf erfitt að kveðja og söknuður og sorg gerir vart við sig hjá okkur sem þekktum Erlu. Sigrún Jóhannsdóttir. Látin er eiginkona föður míns til sextán ára, Erla Stefánsdótt- ir. Það eru ekki margar vik- urnar síðan ég var í heimsókn á Íslandi og þrátt fyrir að Erla berðist við sjúkdóminn sem lagði hana að lokum að velli bjó hún heima við og var í ótrúlega góðu formi. Áður en ég hélt heim til Noregs hafði Erla feng- ið að vita að sjúkdómurinn væri ólæknandi og þetta gæti verið í síðasta skipti sem ég myndi hitta hana. Mér fannst Erla taka þessum fréttum af æðru- leysi. Andinn var góður og þeg- ar ég kvaddi hana, gerði ég mér vonir um að þetta væri ekki síð- asta kveðjustundin, þar sem hún var í svo góðu formi. En annað kom á daginn og kannski var það best, úr því sem komið var. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti Erlu fyrst. Þá var ég búsettur á Dal- vík. Hún og faðir minn komu í heimsókn og síðan var farið í bíltúr út til Siglufjarðar um Lágheiðina. Þessi fyrstu kynni voru sérstaklega ánægjuleg og kynnin styrktust enn frekar við næstu jól og áramót sem við eyddum í Kjarnaskógi á Akur- eyri. Í Kjarnaskógi hitti ég börn og barnabörn hennar í fyrsta skipti. Erla var stolt af afkom- endum sínum og eftir fyrstu kynni var ég sammála henni. Svandís, Stefán og Baldvin eru frábærir einstaklingar. Einnig kynntist ég barnabörnum henn- ar og þá sérstaklega nöfnu hennar, Erlu Ruth, sem var töluvert eldri en þau yngri og kom oft í heimsókn suður til ömmu sinnar. Ég vissi að sjálfsögðu að Erla væri mikil tónlistarkona og hefði sungið á árum áður í ýms- um hljómsveitum, þar á meðal með hljómsveit Ingimars Eydal. Er jú lagið „Lóan er komin“ með Póló og Erlu löngu orðið ódauðlegt og spilað í útvarpi þegar vorboðinn ljúfi lætur af sér vita. Áður en ég flutti til Noregs fyrir níu árum var Erla oft upptekin við að syngja á böllum um helgar og minnist ég sérstaklega með þakklæti tón- leika sem hún hélt ásamt sam- starfsmanni og vini, honum Helga E. Kristjánssyni á Reykjalundi, til styrktar ferða- sjóði dvalarfólks, sem systir mín naut góðs af. Nú er komið að leiðarlokum og eftir sitja ánægjulegar minn- ingar. Erla reyndist mér góð móðir þegar á reyndi. Stappaði í mig stálinu og að sjálfsögðu skammaði mig þegar á þurfti að halda. Fyrir það er ég þakk- látur. Föður mínum, afkomend- um og systkinum Erlu votta ég mína dýpstu samúð. Jón Þór Jóhannsson. Í dag kveðjum við elskulega samstarfskonu og kæra vinkonu okkar Erlu Stefánsdóttur. Við kynntumst Erlu þegar hún réðst til vinnu hjá Lífeyrissjóði bænda í ágúst 1998. Þar starfaði hún til haustsins 2011, er hún lét af störfum sakir heilsu- brests. Hún var ekki öfundsverð af því að taka við starfi sem var í raun nýbúið að stokka upp og átti eftir að móta að nýju og laga að nýjum lögum og miklum kröfum bæði vinnuveitenda og viðskiptavina. Henni var í raun- inni kastað beint út í djúpu laugina og varð að bjarga sér sjálf. Erla kappkostaði að leysa úr vandamálum skjólstæðinga sinna sem best hún gat og taldi ekki eftir sér að bæta jafnvel nokkrum klukkutímum við vinnudaginn sinn ef hún taldi þörf krefja. Á fámennum vinnustað eins og þessum, þar sem ekki er um tíð mannaskipti að ræða, skap- ast oft nánari tengsl milli sam- starfsfólks en ella. Við vorum eins og lítil fjölskylda, héldum alltaf hópinn við hin ýmsu tæki- færi, fórum í sumarbústaði og til útlanda saman. Alltaf var Erla hrókur alls fagnaðar og oftar en ekki fengum við einnig að njóta söngs hennar. Þau Jóhann voru höfðingjar heim að sækja og fengum við svo sannarlega að njóta góðs af því, bæði á heimili þeirra og í sumarbústaðnum. Minningarnar um ánægjulegu samverustundirnar okkar, elsku Erla mín, streyma fram í hug- ann á meðan ég sit hér, hlusta á sönginn þinn og skrifa þessar fátæklegu línur og tárin láta ekki á sér standa. Ég hugsa einnig til þess hvað þú varst mér hjálpleg og góð og studdir við bakið á mér þegar ég þurfti á því að halda. Þú varst alltaf svo hugulsöm. Og aldrei skorti okkur umræðuefnin þegar við settumst niður með kaffibollana okkar. Því miður fækkaði sam- verustundunum vorið 2009 þeg- ar ég lét af störfum. Það er ekki svo ýkja langt síðan veikindi þín komu í ljós. Síðast þegar ég kom til þín fyrir rúmum mánuði varstu svo glöð og full tilhlökkunar. Þú sýndir mér fallegu fötin sem þú varst að fá þér. Þú varst á leiðinni norður og svo ætlaðir þú upp í Skorradal og til London. Og þú sagðir við mig að þú hefðir bara svo mikið að gera að þú gætir ekki tekið á móti mér aftur fyrr en líða færi á nóvember. Og ég sem var á leiðinni til þín daginn sem þú kvaddir. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Elsku Erla mín. Við sam- starfskonur þínar hjá Lífeyris- sjóði bænda þökkum þér af öllu hjarta fyrir samveruna, Guð blessi minningu þína. Elsku Jó- hann, við sendum þér og börn- um, barnabörnum og öðrum að- standendum Erlu okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð vera með ykkur. Sigurbjörg Björnsdóttir. Kveðjustundin er komin, hetjan okkar varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúk- dómi. Erla Stefánsdóttir gekk til liðs við Lionsklúbbinn Ýr árið 2003, með henni fengum við yndislegan félaga og vinkonu sem verður sárt saknað. Ávallt var hún boðin og búin til allra verka og fljótlega tók hún að sér formennsku, fórst henni það vel úr hendi eins og annað sem hún tók að sér. Ekki spillti það að hún var litli söngfuglinn okkar og gleði- gjafi, en Erla var söngkona af guðs náð og hver man ekki eftir fallegu lögunum sem hún söng á árum áður; Lóan er komin, Æskuást og Góða nótt. Erlu þótti ekki annað koma til greina en að fá félaga sína úr músíkinni til að spila hjá okkur á skemmtunum og söng svo allt kvöldið, sagði að við yrðum bara að dansa við hann Jóhann fyrir sig. Fyrir nokkrum árum, í einni af okkar árlegu vorferðum, tóku Erla og Jóhann á móti okkur Lionsklúbbnum Ýr í sumarbú- stað sínum og voru þau hjónin þá búin að útbúa leiki og fá vini úr næsta bústað til að koma með nikku og taka lagið. Erla naut þess hve vel konur skemmtu sér þann dag. Það er með þakklæti og djúpri virðingu sem við kveðjum litla „stóra“ söngfuglinn okkar. Góða nótt elsku Erla. Jóhanni, börnum og fjölskyld- um þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fh. Lionsklúbbsins Ýr, Kópa- vogi, Sigurbjörg Ingvarsdóttir, formaður. Fallin er frá elsku hálfsystir okkar Erla Stefánsdóttir eftir stutt en erfið veikindi. Við systkinin vorum svo heppin að eignast stóra systur þegar við vorum börn og ung- lingar. Já flestir eignast lítið systkini en við fengum stóra systur þegar okkur var tilkynnt að við ættum hálfsystur. Erla var dóttir pabba okkar en hafði verið gefin við fæðingu. Í fyrstu var þetta skrýtin tilfinning en fljótlega fannst okkur þetta frá- bært og ekki skemmdi fyrir að Erla var söngkona í hljómsveit. Allar götur síðan hefur þetta verið yndislegt og samgangur okkar á milli aukist ár frá ári. Dýrmætar perlur í minningabók okkar verður samvera okkar undangengin ár þar sem við hittumst m.a. í afmælum, inn- flutningspartíum og útilegum og alltaf var glatt á hjalla og mikið sungið. Dýrmætust verður samt samvera okkar systkina hinn 13. okt. sl. þegar Erla kom norður og við áttum saman yndislega stund. Ekki óraði okkur þá fyrir að svona stutt yrði að leiðarlok- um. Elsku Jóhann, Svandís, Stef- án og Baldvin, okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við ykkur. Megi minningar um góða konu verða ykkur huggun harmi gegn. Erlu þökkum við samfylgdina og kveðjum með þessum laglín- um úr lagi sem Erla flutti svo fallega. „Góða barn, ég Guði þig fel Góða nótt og dreymi þig vel.“ Þín systkini, Anna, Svanhildur, Jón Þór, Elín og Þorsteinn. Erla Stefánsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og vinur, ÁRNI SIGURÐARSON flugmaður, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans að kvöldi sunnudagsins 18. nóvember. Ína Sigurðardóttir, Selma Lind, Sigurður Bjarmi Sigurður Árnason, Helga Erlendsdóttir Þorgerður, Margrét Ágústa, Sigurður Orri og fjölskyldur. Elsku amma mín, mikið þykir mér leitt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. En þú veist að hugur minn og hjarta er hjá þér. Hérna kemur ljóðið sem þú baðst mig um að senda þér: Elsku besta amma mín í heimi, ég minninguna um þig alltaf geymi. Þú ávallt verður í mínu hjarta, og þar mun ég geyma brosið þitt bjarta. Af röggsemi ólstu upp börnin þín fimm, þau, Gunnu, Guffu, Palla Helgu og Hermann þinn. Og ekki honum langafa megum við gleyma, og öllum þeim mannkostum sem hann hafði að geyma. Á Stundvísi reri hann dagana langa, og ýmislegt góðgætið bar hann til fanga. Í skúrnum hann lumaði góðgæti á, sem ekki var fyrir alla að fá. Þú hugsaðir um afa eins og eitt af þínu, og erfiður var hann, jú, kannski pínu. En þegar’ann nikkuna þandi og spilaði á, fékk karlinn allt það sem’ann vildi fá. Í frystihúsinu skörungur mikill varstu, og í kaupfélaginu ýmislegt gastu. Þú potaðir, pikkaðir, gramsaðir fiskana í, svo ekki allt yrði unnið fyrir bí. Mörg sumrin við barnabörnin komum til þín, þú umvafðir okkur og varst ávallt svo falleg og fín. Eldaðir oní grislíngana flotta rétti og sagðir: svona fáðu þér meira, það er hellingur eftir. Þegar hún amma mín kemur í borgina, hún síður en svo kemur með sorgina. Nei, alltaf jafn glettin og í góðu skapi svo ungleg og falleg, að enginn undrast þó allir gapi! Hún bókuð er í mat og kaffi hjá hinum og þessum, og alltaf henni finnst það jafn mikil blessun að hitta fjölskyldu, vini og bróður sinn Dóra. Ég get sko sagt ykkur að hún amma er aldrei að slóra. Hún er í hannyrðum, pönnuköku- og kleinubakstri fremst, og í dýrðlingatölu hún alla jafna kemst. Þegar eldar hún ýsubuffin fyrir hann pabba, svei mér þá, ég er ekki að gabba. Aldrei fékk ég honum afa Skúla að kynnast, en þau sem hann þekktu munu hans minnast sem manns sem mikla mannkosti hafði að bera, mikið held ég hann gæfi mikið að hjá þér vera. Þetta ljóð er á enda, elsku amma mín, og mundu að ég mun ávallt minnast þín. Þú ert og verður besta amma í heimi, ást þinni og umhyggju ég aldrei gleymi. Þín Helga B. ✝ Helga Páls-dóttir fæddist í Hnífsdal 19. sept- ember 1917. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Ísafirði 29. október 2012. Helga var jarð- sungin frá Ísafjarð- arkirkju 10. nóv- ember 2012. Kveð ömmu mína Helgu Páls- dóttir með söknuði í hjarta. Eins og margir á ég mínar bestu minningar um hana þegar ég var að alast upp og sendur vestur með flugi á Ísafjörð, oft- ast kom Hermann Skúlason út á flug- völl á vínrauðu Kortínunni að sækja mig, ef hann var ekki á sjó. Það voru engin smáforréttindi að fá að fara í Hnífsdal úr borginni í þá daga. Ég var varla fyrr kominn inn í bíslagið en maður vildi fara úr ferðafötunum og út að leika, og þegar ég kom út á hlað mætti ég annað hvort Venna gamla eða Júllu í búð. Venni vildi senda mig beint suður aft- ur, og þá í stórum póstpoka sem var nóg til af á símstöðinni hjá Ingu Jóns, en í þá poka vildi ég ekki fara, svo var hlaupið niður trampinn og þá mætti ég Júllu í búð og fékk einn blaut- an, ja ekki á kinnina heldur beint á munninn, en ekki var maður kysstur aftur yfir sum- arið hjá henni, því eitt af því skemmtilega sem ég ásamt öðr- um prökkurum í dalnum gerði var að stríða henni. En alltaf fékk maður blautan vorið eftir svo skrítið sem það var, sú gamla var trúlega búin að gleyma síðasta sumri. Friggi í Hrauni kom gang- andi fyrir framan hestinn með hestvagninn aftaní með mjólk- ina á vagninum á leið í kaup- félagið, stundum rölti maður með honum niður trampinn, í kaupfélagið þar sem amma vann. Þegar trampurinn var á enda blasti við stefnið á Stundvís, bundin á hallandi sliskju í bili á steyptum vegg í fjörunni. Á þessari trillu, Stundvís, átti maður eftir að fara nokkra túra með afa Páli, bæði á færi og grásleppu, ja allavega var verið að reyna að ala mann upp eins og það er kallað og átti amma stóran þátt í því. Og lækurinn uppi á brekkunni var þvílíkt að- dráttarafl, ekki veit ég hvað amma þurfti að opna hlerann oft niður í kjallara til að þvo eða þurrka af manni blaut föt. Man eftir að þegar ég kom í þriðja sinn heim blautur á sama deg- inum sagði hún að næst ef ég blotnaði fengi ég ekki að fara aftur út og háttaður niður í rúm, man ekki hvort ég blotnaði í það fjórða, en þorði allavega ekki inn nema þurr um kvöldið. En allavega var fullt af stöðum til að blotna á, lækurinn á brekkunni, fjaran, Hnífsdalsáin, Jesús hvað var gaman að blotna. Og alltaf vissi hún þegar maður var inni í fjósi hjá Venna gamla, skildi aldrei hvernig hún fattaði það, en fjósalykt var ekki í uppáhaldi hjá henni í þá daga allavega, og alls ekki af fötunum mínum. Alltaf var hún vel tilhöfð og flott, blótaði aldrei nema bara þá asskorinn og það var ekki oft. Og aldrei man ég eftir að nokkur maður talaði illa um hana eða lastaði. Amma mín dvaldi á Hlíf á Ísafirði síðustu æviárin og líkaði vel. Öllu þessu og meira til hefði ég misst af ef ég hefði ekki komið til þín í dal- inn. Svo kom að því að hún kvaddi þennan heim og fékk að fara til sinna nánustu, nú hvílir hún við hlið afa míns Skúla Hermannssonar í Hnífsdals- kirkjugarði með útsýni yfir djúpið og dalinn. Hvíl í friði, elsku amma mín. Skúli Bergmann. Meira: mbl.is/minningar Helga Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.