Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2012, Blaðsíða 26
Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBSFÉLÖGUM BJÓÐAST FJÖLMÖRG FLOTT TILBOÐ Í NÓVEMBER Ertu ekki örugglega áskrifandi! MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Moggaklúbburinn er fríðindaklúbbur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Mogga- klúbbnum, hvort sem um er að ræða blaða- eða net- og iPad-áskrifendur. Áskrifendur njóta ýmissa fríðinda og tilboða á m.a. veitinga- stöðum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum og bókum. Tilboð og fríðindi Moggaklúbbsins eru birt í Morgunblaðinu og er að finna á mbl.is/moggaklubburinn. Skráning á póstlista Moggaklúbbsins fer fram á mbl.is/postlisti Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Þessa dagana fara fram próf- kjör og forvöl stjórnmálaflokk- anna vegna kom- andi alþing- iskosninga næsta vor. Margir eru kall- aðir en fáir út- valdir. Næstkomandi laugardag ganga sjálfstæðismenn í Reykjavík til atkvæða um það hverjir skuli skipa lista þeirra í næstu alþingiskosningum. Meðal þeirra sem þar gefa kost á sér er Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borg- arstjóri. Hanna Birna hefur fyrir löngu sannað sig sem hæfur stjórn- málamaður og á vissulega erindi á alþingi okkar Íslendinga. Hún hefur öðrum fremur kunnað að vinna með öllum hlutaðeigandi að framgangi góðra mála, án þess að fara í pólitískan skotgrafahernað, þegar svo ber undir. En hún hefur ekki síður staðið föst fyrir þegar tek- ist er á um grundvallaratriði. Þá hefur Hanna Birna tileinkað sér þann ágæta vana, sem ýmsir kollegar hennar mættu taka sér til fyrirmyndar, að segja satt í stað þess að slá málum á dreif og forðast að segja það sem sumum þætti óþægilegt. Hanna Birna á því vissulega er- indi í forystusveit á Alþingi og í rík- isstjórn. Ég hvet reykvíska sjálfstæð- ismenn til þess að fjölmenna á kjör- stað laugardaginn 24. nóvember og tryggja Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur örugga kosningu í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins. EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON, leiðsögumaður. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til forystu Frá Emil Erni Kristjánssyni Emil Örn Kristjánsson Hátt hefur verið kallað eftir end- urnýjun fulltrúa á alþingi. Tækifæri kjósenda til að hafa áhrif á hvernig skipað er á lista er hvergi meira en í prófkjörum Sjálfstæð- isflokksins. Um næstu helgi fá kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík tæki- færi til að raða fólki á framboðs- lista fyrir þing- kosningarnar í vor. Í hópi þeirra frambjóðenda sem gefa kost á sér í prófkjörinu er Brynjar Níelsson hæstarétt- arlögmaður. Brynjar, sem hefur fram til þessa ekki starfað á vettvangi stjórnmál- anna, varð við ákalli margra um að stíga nú inn á það svið. Hann hefur bæði í ræðu og riti vakið athygli fyr- ir einarðar skoðanir og málafylgju. Hann hefur þorað að standa á skoð- unum sínum og hefur ekki fallið í þá gryfju að sveiflast með þær til þess eins að reyna að fylgja háværum þrýstihópum, sem því miður er allt of algengt hjá þeim sem eru að stíga inn í vetvang stjórnmálanna í dag. Brynjar hefur ákveðnar skoðanir á málum og grunnstef stefnu Sjálf- stæðisflokksins hljómar í gegnum hans málflutning, þar sem frelsi ein- staklingsins til orða og athafna er í hávegum haft. Hann er ekki eins og vindhani sem snýst eftir því hvernig vindurinn blæs og allt lýðskrum fell- ur honum afar illa í geð. Það er fagnaðarefni þegar hæft fólk, eins og Brynjar Níelsson, gefur kost á sér til þátttöku í stjórn- málum. Fólk sem hefur allt til að bera sem þarf til setu á alþingi. Þor- ir að fylgja skoðunum sínum, jafnvel þó að þær falli ekki þeim háværustu í geð, og stendur traustum fótum í straumvatni umræðu og átaka. Það er þannig fólk sem Íslendingar þurfa á alþingi í dag. Brynjar Níelsson kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur hvort sem það er á opinberum vetvangi eða í góðra vina hópi. Hann talar tæpitungulaust um hlutina og hefur þann mikilvæga eiginleika að líta aldrei á sig sem merkilegri en aðra sem í krigum hann eru. Það er góð- ur eiginleiki fyrir þá sem gefa kost á sér til þátttöku í stjórnmálum. Þátttakendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hafa gott tækifæri til að velja sér nýjan og verðugan fulltrúa í Brynjari Níelssyni og sýna í verki að þeir vilji nýtt og öflugt fólk til starfa á al- þingi. Það yrði góður og öflugur liðsauki fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík ef Brynjari Níelssyni yrði tryggt 3. sætið í prófkjörinu á laugardag- inn. GRÍMUR GÍSLASON, formaður kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Brynjar Níelsson í 3. sætið Frá Grími Gíslasyni Grímur Gíslason Við höfum mátt reyna það á síð- ustu árum að þetta er ekki allt sama tóbakið, þessir stjórnmálamenn. Mest er þetta ágætisfólk en skoð- anirnar eru misheilladrjúgar. Ekki síður skiptir þó máli að fólkið er mis- munandi og nýtist misvel; það eru flestir ágætir í meðbyr, en það er í mótlætinu sem það sést úr hverju menn eru gerðir. Þessa dagana eru allir stjórnmálamenn í andbyr og honum nokkuð stormasömum. Það verður hins vegar að teljast líklegt að nokkur umskipti verði í næstu alþingiskosningum, núver- andi ríkisstjórn getur hvorki talist vinsæl né farsæl, en skoðanakann- anir benda til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn nái fyrri styrk. Sem er ekkert skrýtið: aðrir flokkar höfða ekki til fólks með borgaraleg lífs- viðhorf. Það breytir ekki því að Sjálfstæð- isflokkurinn þarf að endurnýja er- indi sitt. Ekki aðeins gagnvart kjós- endum sínum, heldur einnig gagnvart hinum sem ekki kusu hann. Við megum ekki gera sömu mistök og ríkisstjórnin, sem hefur keppst við að skilgreina óvini sína, en van- rækt að sameina þjóðina. Sjálfstæð- ismenn þurfa að stíga fram með hug- myndir, sem aðrir flokkar geta fellt sig við og tekið upp samstarf um. Þeir þurfa að ávinna sér traust og trúnað til þess að vera heilir í slíku samstarfi og klára málin. Umfram allt þurfa þeir þó að sigra í komandi kosningum. Því skiptir enn meira máli en ella að rétta fólkið veljist til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Illugi Gunnarsson í 1. sæti Þess vegna vil ég eindregið hvetja sjálfstæðismenn í Reykjavík til þess að velja Illuga Gunnarsson þing- flokksformann í 1. sæti listans. Hann er snjall og reyndur stjórn- málamaður, gáfaður og vel menntað- ur, hugmyndaríkur og talar manna- mál. Illugi á þó ekki aðeins auðvelt með að ná til fólks, sem er sama sinnis, heldur er hann einnig virtur meðal andstæðinga flokksins á þingi fyrir að vera málefnalegur og orð- heldinn, mannkostir sem eru mörg- um þeirra framandi. Hann hefur þó ekki aðeins til að bera dýpt, sem vissulega er eft- irsóknarverð á þingi, heldur einnig vídd. Hann er hagfræðingur með snaran listrænan streng, fæddur á landsbyggðinni en bjó sér heimili í Reykjavík, þrátt fyrir stjórn- málavafstrið þekkir hann atvinnu- rekstur af eigin raun, hann var vinstrimaður á yngri árum en þrosk- aðist svona líka vel! Það þarf ekki að hafa mörg orð um þann margháttaða vanda, sem blasir við Íslendingum. Brýnasti vandinn liggur sjálfsagt á efnahagssviðinu, en það auðveldar ekki lausn hans hversu heiftug pólitísk umræða hef- ur verið undanfarin misseri. Und- irliggjandi er svo hinn stóri vandi, þjóð í sárum eftir kollsteypur síðustu árin. Það verður ekki vandalaust að ráða bót á því öllu, en það mun þó takast að lokum, það verður að tak- ast. Það verður þó ekki gert nema menn friðmælist og sættist, líti á vandann fordómalaust og taki hönd- um saman um lausn hans. Það verð- ur eins og vant er, við þurfum að vinna okkur út úr honum. Hörðum höndum. Þess vegna þurfum við Illuga til forystu hér í höfuðborginni. Honum má treysta til þess að nálgast verk- efnin á öfgalausan hátt, láta hendur standa fram úr ermum og klára þau. Hann á ekki aðeins auðvelt með að fylkja samherjum að baki sér, því hann kann líka þá list að semja við pólitíska andstæðinga svo hald sé í. Það gerist með hreinskilni og um- burðarlyndi, brosi og handabandi, ekki undanbrögðum og yfirgangi, gnísti og handalögmálum, eins og tíðkast hefur hjá meirihlutanum, sem nú er raunar minnihluti. Enda þótt úrlausnarefnin heyri flest til „hörðu málanna“, þá lifum við í mannheimum og verkefni stjórnmál- anna kalla á mannlega nálgun. Ekki aðeins á hinum pólitíska vettvangi, heldur gagnvart þjóðinni sjálfri. Þar er Illugi fremstur meðal jafningja. Setjum hann í 1. sæti. HALLDÓR KARL HÖGNASON forstöðumaður, HEIÐRÚN LIND MARTEINSDÓTTIR lögmaður. Mannleg nálgun Illuga Frá Halldóri Karli Högnasyni og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Halldór Karl Högnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.