Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 9
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Við vorum öll dugleg að mæta í fé-lagsmiðstöðina í grunnskóla. Þegarvið fórum í framhaldsskóla fundum við að það vantaði einhvern stað fyrir aldurs- hópinn 16-20 ára. Við leituðum til Heru, starfsmanns Þróttheima og þekktum vel. Saman ákváðum við að opna Ungmennahús,“ segir Valgeir Daði Einarsson, 18 ára nemi við MH. Í stuttu máli sagt var Ungmennahús form- lega starfrækt í eitt ár í íbúð í Sólheimum í Laugarneshverfinu. Á þessu ári kom í ljós að þau fengu ekki leyfi til að halda starfseminni úti í húsnæðinu en fengu þó afnot af því. Út frá þessu skapaðist hreyfing níu ungmenna sem kallar sig í dag Íbúðina. Núna eru þau húsnæðislaus og vilja ná til ungmenna, stefna þeim saman, leggjast í hugmyndavinnu til að finna vettvang fyrir ungmennin. Þrír starfs- menn styðja þau í að hrinda verkefninu í framkvæmd. Ungmennahúsið Fyrsta árið fór í að hrista hópinn saman, fara á ráðstefnur og móta hugmyndina um hvað Ungmennahús ætti að standa fyrir. „Við vildum alltaf halda í hugmyndina um að heitt væri á könnunni og allir velkomnir. Ég tel okkur hafa náð að skapa þessa stemn- ingu. Stax eftir að við opnuðum fór að koma hópur sem kom trekk í trekk, þá fórum við að hugsa að við værum nú að gera eitthvað rétt,“ segir Rannveig Lind Bjargardóttir, kvennaskólamær, ein af níumenningunum. Hreyfingin fyrir alla „Við erum að taka smá beygju með því að hvíla þessa Ungmennahúss-pælingu, því við ætlum að halda áfram að fá ungmenni til að gera eitthvað skapandi. Okkur langar að gera eitthvað sjálf, ekki láta aðra skipuleggja það fyrir okkur. Næstu skref eru að búa til vettvang fyrir ungmenni í allri Reykjavík til að vera með alls konar viðburði, við getum t.d. hjálpað til við að skaffa húsnæði. Við sjáum þetta fyrir okkur sem hreyfingu. Næst er að auglýsa og við ætlum ennþá að halda í nafnið Íbúðin. Okkur langar að miðla af reynslu og öðlast nýja reynslu,“ segir Valgeir um stefnuna sem verkefnið hefur tekið. „Hugmyndin er ennþá abstrakt. Það er mikil áskorun að útskýra hvað þetta er. Ég er eiginlega meira spennt fyrir þessu núna en í fyrra því þetta er að fara í allt aðra átt,“ segir Rannveig. Hún býr yfir ótal hug- myndum sem ungmennin geta tekið sér fyrir hendur, t.d. halda tónleika, búa til listaverk. „Mig langar að sýna að við erum til. Ung- menni eru til og við getum gert eitthvað ann- að en að vera á böllum og í menntaskóla. Við þurfum ekki að loka okkur af, við getum komið öll saman og gert eitthvað skemmti- legt,“ segir Rannveig ennfremur. Skólarnir snúast um böll „Þetta snýst allt um stór böll og við erum ekki að pæla í þeim. Skólarnir hafa fæstir verið með pláss til að koma öllum þessum krökkum á framfæri. Í mörgum skólum er kosið í nemendafélög og oft er erfitt fyrir marga að finna sér vettvang. Þetta er opið fyrir stærri hóp. Auk þess eru ekki allir krakkar í Reykjavík í skóla. Það hefur verið mikil umræða í samfélaginu um hvar þessir krakkar séu og við viljum fá þá til okkar. Það er samt fullt í gangi í skólunum,“ segir Valgeir aðspurður um hvort ekki sé nóg fé- lagslíf í skólanum sem komi til móts við þennan aldurshóp. Hann talar af reynslu því hann sat í stjórn nemendafélagsins MH og veit því hversu öflug nemendafélögin eru. Rannveig tekur undir orð Valgeirs. „Mér fannst eins og ég myndi hverfa inn í flóru menntaskólanna. Ég fann mig ekki í fé- lagslífinu þar. Mér finnst aðallega verið að keyra á þessum böllum.“ Efldust við hverja raun „Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna með þessum hóp. Þau hafa verið ótrú- leg í öllu þessu skrifræði sem tengist því að koma Ungmennahúsi á laggirnar. Þau eflast við hverja hindrun og þær hafa verið ófáar. Nú liggur fyrir að við höfum peninga en ekk- ert varanlegt hús, þá er viðhorfið þeirra: Ekkert húsnæði en við reddum því,“ segir Hera Sigurðardóttir sem hefur starfað með hópnum frá upphafi. Hún segir jafnframt að verkefnið sé afsprengi þeirra og starfsmenn- irnir vilja gera allt til að styðja þau. „Nú náum við utan um það sem við viljum. Hugmyndir um stað eða vettvang fyrir ung- menni ótengt fjórum veggjum. Við hugsum meira um ástríðuna fyrir að skapa, búa til eitthvað fyrir aðra til að njóta.“ Hitt húsið er ætlað fyrir þennan aldurshóp en starfsemi Íbúðarinnar er góð viðbót við það. Álíka vinna er hafin í öðrum hverfum borgarinnar en Íbúðin er þó komin lengst. „Ég get haft áhrif“ „Þetta hefur opnað gjörsamlega fyrir mér mínar hugmyndir um hvað ég get gert. Ég get haft áhrif. Ég get haft eitthvað að segja um málefni sem snerta mig. Ég get skapað eitthvað nýtt fyrir mig og mína. Ég get sagt og mótað mína hugmynd og henni er tekið. Stundum fær maður hana í hausinn en hver einasta gagnrýni sem við fengum var svo uppbyggjandi. Við hættum aldrei og komum ekki að lokaðri leið. Við höfum lært að þekkja kosti og galla hvers og eins. Þau vita að þegar ég kem með hugmyndir þá næ ég ekki að klára þær. Ég buna einhverju út úr mér en þau hjálpa mér að klæða hugmyndir mínar í föt. Þetta hefur verið rosalega þrosk- andi fyrir mig,“ segir Rannveig. Hópeflið hefur greinilega borið árangur hjá starfsmönnum ÍTR. Áhugasamir geta fundið ungmennin á Facebook. Drífandi ungmenni * „Okkur langar aðgera eitthvað sjálf,ekki láta aðra skipuleggja það fyrir okkur.“ HÓPI KRAFTMIKILLA UNGMENNA FANNST VANTA STAÐ Í HVERFINU SÍNU ÞAR SEM ÞAU GÆTU HIST. ÞAU LÉTU EKKI SITJA VIÐ ORÐIN TÓM HELDUR KOMU Á FÓT UNG- MENNAHÚSI. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is STOFNUÐU UNGMENNAHÚS Stór hluti ungmennanna sem stofnuðu ungmennahúsið, ásamt starfsmanninum Heru, í íbúðinni í Sólheimum. Þau vilja fá sem flesta til liðs við sig. Morgunblaðið/Golli Sverrir Guðnason leikari var í forsíðuviðtali Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins á dögunum og átti þá von á barni ásamt eig- inkonu sinni, sænsku leikkonunni Josefin Ljungman. Þeim hjónum fæddist dóttir fyrir skemmstu en Sverrir er búsettur í Svíþjóð og er afar eftirsóttur í stærstu sænsku hlutverkin. Fæddist dóttir Sverrir Guðnason getur valið úr hlutverkum í Svíþjóð. Morgunblaðið/Frikki Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi er fjölhæf kona og hef- ur í gegnum tíðina tekið að sér stjórn hinna ýmsu viðburða og veislna. Hún hefur nú tekið að sér veislustjórn á þakkargjörð- arhátíð sem Fulbright-félagið á Íslandi stendur fyrir ásamt fleirum á VOX þann 17. nóvember nk. Þóra fór einmitt vestur um haf til náms á vegum Fulbright-stofnunarinnar árið 2002. Stýrir þakkar- gjörðarveislu Morgunblaðið/Ómar Lampinn Herra Barri úr undraheimi hönnunar- fyrirtækisins Tulipop kom til landsins í vikunni og hefur nú þegar verið pant- aður í verslanir í Þýska- landi, Belgíu og víðar auk þess sem fyrirspurnir hafa borist frá hönnunarversl- unum í Bandaríkjunum. „Þessi viðbrögð fara fram úr öllum vonum,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður Tulipop, en lampinn er sá fyrsti frá fyr- irtækinu. Lampinn hlaut verðlaun á hönnunarsýningu í Belgíu á dög- unum og telur Signý að það geti haft sitt að segja. Tulipop sendi fréttabréf um að lampinn væri tilbúinn til afhendingar á versl- anir víða um heim á fimmtudag og fékk fyrstu pantanir sam- dægurs. Lampinn fæst í Aurum, Epal, Duka og víðar hér á landi. Herra Barri rifinn út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.